Tíminn - 06.11.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.11.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. nóvember 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Gissur Pétursson: Fréttamennska og gildismat Þann 24. október sl. var dagur Sameinuðu þjóðanna. Þessi dag- ur hefur liðið hér í gegnum áranna rás án þess að nokkuð sér- staklega hafi verið upp á hann haldið. Flestir íslendingar vita að við erum aðilar að Sameinuðu þjóðunum en gera sér í fæstum tilfellum grein fyrir þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Hluti utanríkisþjónustunnar sinnir málefnum Sameinuðu þjóð- anna, hinar ýmsu mennta- og menningarstofnanir hafa sam- skipti við systurstofnanir sínar sem heyra undir Sameinuðu þjóðirnar og nokkur samskipti eiga sér einnig stað á heilbrígðis- sviðinu Þessi samskipti fara fremur hljótt og virðist ekki sérstak- lega verið haldið að almenningi til kynningar og upplýsingar. Því er á þetta minnt hér að mjög miklar breytingar virðast hafa orð- ið á hlutverki og ásýnd Sameinuðu þjóðanna með íhlutun þeirra í hina svokölluðu deilu fyrir botni Persa- flóa. Með nærgætni og yfirvegun hafa Sameinuðu þjóðimar samein- að krafta sína og þrýst á gerendur í þessari deilu til að finna friðsam- lega lausn málsins. Með þessu em Sameinuðu þjóðirnar sem stofnun í fyrsta skipti í áraraðir, e.t.v. frá stofnun þeirra, að sýna að þrátt fyr- ir stærð, umfang og ólíka hags- muni sem innan Sameinuðu þjóð- anna er að finna geta þær náð að stilla saman strengi og vinna að raunverulegum heimsfriði. Að þær standi fyrir eitthvað meira en sein- fara skrifræðishlaðnar stofnanir. Fyrir nokkrum vikum varþað til umræðu manna á meðal að Islend- ingar þyrftu að leggja nokkra fjár- muni til vegna þessa verkefnis Sameinuðu þjóðanna við Persaflóa. Mátti þar heyra undmn nokkra hvers vegna við væmm að skipta okkur af hlutum sem ættu sér stað í öðmm heimshluta. Við hefðum nóg með okkar vandamál og okkar peninga að gera hér heima. Nú er það svo að við íslendingar teljum okkur til iðnvæddra þjóða og þær þjóðir gerðu eitt sinn með sér samþykkt um að veita einu pró- senti af þjóðarframleiðslu til þró- unarmála. Svo langt er í land að þetta loforð hafi verið efnt af ís- lenskum stjórnvöldum að hinn mesti ósómi er að. íslenskir full- trúar sem að þróunarmálum vinna blygðast sín þegar umræðan fer að snúast um framlag íslendinga til þróunarmála. Það hefur ekki þvælst fyrir okkur íslendingum að þiggja aðstoð annarra þjóða við at- vinnuuppbyggingu eða uppbygg- ingu vegna náttúmhamfara. Þegar aftur kemur að okkur sjáifum að standa við gefin loforð um þróun- arhjálp þá virðist koma annað hljóð í strokkinn. Nú þegar Sameinuðu þjóðimar hafa áþreifanlega sannað það að þær em öflugar þegar á þarf að halda, ættum við íslendingar að taka okkur saman í andlitinu og leggja í hið sameiginlega púkk sem við höfum lofað. Önnur hlið á deilunni við Persa- flóa, sem fróðlegt er að velta fyrir sér, er fréttafrásagnir af þessum at- burðum. Sjálfsagt teljum við okkur trú um að við fáum allar þessar hliðar málsins fram í fjölmiðlum og getum því vegið og metið málið og dregið saman skynsamlegar niðurstöður. Svo er þó aldeilis ekki. Fréttaflutningur af þessu máli, sem og af öðmm hliðstæðum, er mjög litaður af sjónarmiðum Vestur- landabúa. Á atburðina er lagt vest- rænt gildismat og atburðimir mat- reiddir þannig ofan í vestrænan al- menning. Hér er ekki verið að kasta rýrð á þess háttar vinnu- brögð, því þau em viðhöfð ómeð- vitað og ósjálfrátt. Það er hins veg- ar nauðsynlegt að gera sér ljóst að þannig em vinnubrögðin. Það segir einnig dálítið um frétta- flutning af þessum málum að nú virðist vera farið að gæta mikillar óþreyju meðal almennings á Vest- urlöndum vegna þess að ekkert gerist í deilunni. Á hverju kvöldi sest fólk fyrir framan sjónvarps- skjáinn og bíður eftir einhverju nýju í málinu. Stjómmálamenn sem aukið hafa vinsældir sínar vegna aðildar sinnar að málinu Gissur Pétursson verða einnig óþreyjufullir af því að þeir geta ekki tilkynnt á hverjum degi um einhverja nýja ákvörðun sem heldur þeim í sviðsljósinu. Fjölmiðlamir leita logandi Ijósi að einhverri nýrri hlið á málinu, ein- hverjum nýjum fleti sem skapað getur umræður og helst dálitlar deilur milli aðila. í deilu þeirri sem þama er komin upp þarf sennilega aldrei eins mik- ið á yfirvegun við ákvarðanir að halda. Óþreyjufullur almenningur og stjórnmálamenn sem þyrstir í nýjar fréttir daglega geta hins veg- ar haft áhrif og í þessu tilfelli oft til hins verra. Staðreyndin er nefni- lega orðin sú að allt er þetta skammtað ofan í okkur í stuttum æsandi bútum, helst ekki lengra en þrjár mínútur um hvert mál. Af em skorin öll smáatriði í frásögnum sem skýra myndina betur og eftir stendur að heimsmyndin er í hug- um okkar öll í stuttum hnitmiðuð- um fyrirsögnum, hlöðnum gildis- mati þess sem býr þær til. Þannig er einmitt sú mynd sem okkur er flutt af deilunni fyrir botni Persa- flóa. Þó svo að þetta sé fremur neikvæð mynd sem þama er dregin upp af fjölmiðlum nútímans, er alls ekki svo að þeir eigi sér ekki sínar já- kvæðu hliðar. Múrar forræðis og miðstýringar hafa hrunið í Austur-Evrópu frá einu landi til annars. Sú heims- mynd sem þar blasti við fyrir einu ári hefur gjörbreyst og vindar frels- is fengið að blása fýrir áorkan hinn- ar okuðu alþýðu. Erfitt er að meta mikilvægi fjölmiðla í þessari þróun en Ijóst er þó að það er geysilega mikið. E.t.v. má segja að sigur al- þýðunnar í þessum löndum sé jafn- framt sigur vestrænna ljósvaka- miðla. Engin leið var fyrir stjóm- völd að stöðva útsendingar ljós- vakamiðla eins og þau gátu gert með prentmiðla. Ljósvakamiðlam- ir greindu frá lýðræðisþróun næsta lands við hliðina og fréttir þeirra hvöttu fólkið til dáða. Þróunin varð ekki stöðvuð að hluta til vegna vestrænna fjölmiðla. Gunnar Guðbjartsson: >5 HALFSANNLEIKUR OFTAST ER ÓHREKJANDI LYGI“ Fimmtudaginn 25. október boðaði Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélag íslands til kynningarfundar um svokallaða „GATT“-samninga í Súlnasal Hótel Sögu. Fundarefnið var uppgefið eftirfarandi: Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra greinir frá stefnu íslenskra stjóm- valda í GATT-viðræðunum með áherslu á þá þætti sem að landbún- aði lúta. Amund Venger, framkvæmda- stjóri norsku bændasamtakanna, fjallar um hugsanleg áhrif GATT- samninganna á landbúnað á Norð- urlöndum. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, fjallar um gang GATT-viðræðnanna og af- stöðu Stéttarsambandsins til þeirra. Á eftir framsöguerindunum var fundarmönnum gefinn kostur á að bera fram fyrirspurnir. Jón Sigurðsson gerði grein fyrir tilboði íslensku ríkisstjómarinnar til „GATT“-nefndarinnar um minnkaðan fjárstuðning við bú- vörusöluna er næmi á ári kr. 3920 milljónum. Þessi fjárhæð skiptist þannig: Milljónir Útflutningsbætur kr. 675 Annar stuðningur, aðallega niðurgreiðslur kr. 2345 Alls kr. 3920 Auk þess taldi hann eðlilegt að leyfa innflutning á unnum land- búnaðarvörum, svo sem ostum, rjómaís, jógúrt og unnum kjötvör- um. Fjölmiðlar — útvarps- og sjón- varpsstöðvarnar — hafa sagt ítar- lega frá ræðu Jóns ráðherra. Hins vegar hafa þeir í engu getið ræðu Norðmannsins, en í ræðu hans komu fram mörg atriði sem Norðmenn (a.m.k. bændur þar í landi) telja neikvæð við þessa samningagerð. Haukur Halldórsson skýrði ýmis atriði í stöðu samningsmálanna. M.a. skýrði hann frá því að í Banda- ríkjunum er korn greitt niður í miklum mæli bæði fyrir innlenda notendur þess og líka í sölu á er- lendum markaði. Þannig greiða þeir niður alla kjötframleiðslu sína og margar aðrar vörur. Þessu formi vilja þeir fá að halda áfram þrátt fyrir kröfu þeirra til annarra þjóða um að draga úr eða fella niður all- an stuðning við sinn landbúnað. Af þessu leiðir að EB-lönd eru miklu tregari að fallast á niðurfellingu eða samdrátt í sínum mikla stuðn- ingi við landbúnaðinn. Fjölmiðlar, sérstaklega útvarp og sjónvarp, hafa ekki skýrt frá þess- um þáttum málsins, svo ég hafi heyrt. Og ekkert hefur verið sagt frá fyr- irspurnum fundarmanna né svör- um við þeim. Því segi ég að aðeins hafi veriðsagður hálfur sannleikur af fundinum og varla það. Ég bar fram sex spurningar: 1. Verði innflutningur búvara leyfður, hvernig á þá að tryggja að ekki berist með þeim sjúkdómar eða mengun, sem ekki er til á ís- landi? Þessu svaraði ráðherrann á þann veg að heilbrigðiseftirlit yrði að efla. Þær heilbrigðisstofnanir, sem nú starfa að matvælaeftirliti — Heilbrigðiseftirlit ríkisins, Yfir- dýralæknisembættið og Rann- sóknastofnun landbúnaðarins — segja mér að þetta svar standist ekki hjá ráðherra. Sölufyrirtæki í Evrópu eiga öll að fára eftir gæða- staðli EB. Sé út af brugðið verði neytandinn að kæra. Eftirlitsaðilar hér á landi fái ekki fé eða mannafla til að rannsaka sýni úr öllum inn- flutningi. En hvemig ættu neyt- endur þá að geta það? 2. Ég spurði hvemig ætti að mæta undirboðum á markaðnum. Því svaraði ráðherrann þannig að heimilt yrði að leggja jöfnunar- gjald á slíka vöru í innflutningi. En hver gæti sannað að um undir- boð væri að ræða? Ég er viss um að Verðlagsstofnun myndi leggja blessun sína yfir slíkt, ef það færði neytendum lægra vöruverð. Bænd- ur hefðu enga stöðu til að sanna undirboð. 3. Upplýst var að lækkun niður- greiðslna og útflutningsbóta skv. tilboði ríkisstjómarinnar væri svo sem fyrr segir kr. 3.920 millj. eða svipuð tala og allar niðurgreiðslur búvöru voru 1989 og næstum sama tala og söluskattur á búvörur var það ár. Þegar söluskatturinn eða matarskatturinn á búvömr var samþykktur á Alþingi um áramótin Gunnar Guðbjartsson 1987/1988 hét ríkisstjómin því að hann yrði greiddur niður með fé úr ríkissjóði. Ég spurði hvort fyrr- greind tillaga væru efndir á því lof- orði, en fékk ekkert viðhlítandi svar. 4. Ég spurði hvort ráðherrann hefði gert sér grein fyrir því að þær mjólkurvörur, sem hann vildi að fluttar yrðu inn í landið, væru um 20% af allri mjólkurframleiðslu og sölu mjólkurafurða í landinu. Ef sú framleiðsla félli niður, þyrftu margir bændur að hætta búskap. Þetta eru þær vörur, sem mest vöruþróun hefur verið í hér undan- farna áratugi og því furðulegra að ráðast að þeim. Svar ráðherra var það, að verð á þessum vömm myndi hækka almennt, ef af „GATF'-samningum yrði. Þá hækkaði verð allrar búvöm á markaðnum og ísienskur mjólkur- iðnaður yrði að aðlaga sig að þeim markaðsaðstæðum og ætti að geta það. Undirboð vom ekki nefnd. En haldist beinar greiðslur til bænda í USA og EB, tel ég að íslenskir bændur geti ekki staðist sam- keppnina án hliðstæðs stuðnings. 5. Ég lét í Ijós þá skoðun að félli 20% af mjólkurframleiðslunni nið- ur, enginn útflutningur yrði leyfð- ur á kindakjöti en innflutningur yrði leyfður á unnum kjötvömm, myndi íslenskum bændum fækka um mörg hundmð, og ég spurði í framhaldi af því, hvort ríkisstjómin gæti bent á hvar þessir menn og fjölskyldur þeirra fengju vinnu og húsnæði. En ég fékk ekkert svar við þeirri spurningu. 6. Einnig spurði ég um hvernig snúist yrði við félagslegum vanda- málum, sem slíkri þróun byggðar fylgdi, t.d. í skólamálum, heilbrigð- isþjónustu o.fl., en ég fékk heldur ekkert svar við þeirri spurningu. Ég geri þá kröfu til þeirra stjórn- málamanna, sem vilja ganga óhik- að í þær breytingar búvömverslun- ar og búvöruframleiðslu. sem að framan er gerð grein fyrir, að þeir upplýsi hvaða aðstöðu og vinnu þeir ætla uppflosnuðum bændum í framtíðinni og fólki í þéttbýli. sem nú vinnur úr búvömm en mundi missa vinnu sína við þessar fyrir- huguðu breytingar. Gefi þeir ekki viðhlítandi svör við þeirri spurn- ingu eiga þeir að fá hörku andstöðu í næstu Alþingiskosningum og eiga ekki erindi á þing.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.