Tíminn - 06.11.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.11.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriöjudagur 6. nóvember 19901 MINNING DAGBÓK Birgir Bogason Fæddur 16. nóvember 1935 Dáinn 29. október 1990 Fregnin af andláti Birgis kom eins og þruma úr heiðskíru loft. Enn einu sinni kom hinsta kallið okkur að óvörum, kippti út úr hringiðunni manni í blóma lífsins, manni sem skipti okkur miklu máli hvert á sinn hátt. Birgir var heimilisvinur okkar á Varmalæk frá því ég fyrst man eftir mér. Það var alltaf ákveðin eftir- vænting í lofti þegar maður vissi að Birgir var að koma. Birgir var alltaf hress og kátur í góðra vina hópi, það gustaði af honum. Hann hafði skemmtilega ákveðnar skoðanir á hlutunum, hvort heldur það var landsmálum eða öðru, og það var alltaf gaman að rökræða hlutina við hann. Honum var sölumennskan í blóð borin, hvort heldur var verið að hafa hestakaup og prútta um milli- gjöf eða hann var að selja kjöt fyrir Slátursamlag Skagfirðinga hf. var gaman að fylgjast með aðferðum hans. Heimilisfólkið á Varmalæk fyrr og nú sér á bak traustum vini þar sem Birgir var, vini sem alltaf var til stað- ar þegar á þurfti að halda. Fyrir það og allar góðu samverustundirnar þökkum við. Eftirlifandi konu hans, Svanhildi, og börnunum færum við innilegustu samúðarkveðjur og biðjum um styrk þeim til handa á þessari erfiðu stundu. Megi minning Birgis lifa, minningin um góðan dreng. Heimilisfólkið á Varmalæk fyrr og nú Austur-Landeyingar Búnaðarfélag Austur-Landeyja er 100 ára um þessar mundir. Þess verður minnst með kaffisam- sæti í Félagsheimilinu Gunnarshólma föstudaginn 16. nóv. kl. 20.30. Allir sveitungar, núverandi og burtfluttir, eru velkomnir. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir mánudaginn 12. nóvember í síma 98-78524 og 98-78720. Rpg Frá Grunnskóla ^ Njarðvíkur Kennari óskast frá 19. nóvember, vegna forfalla (barnsburðarleyfi). Kennslugreinar: Bókfærsla, vélritun, samfélags- fræði, íslenska og stærðfræði, alls 30 stundir í 9. og 10. bekk. UpplýsingarveitirGylfiGuðmundsson skólastjóri, í síma 92-14399 og 92-14380. Skólastjóri. Rammíslensk Ut er komin hljómplatan Rammíslensk með þjóðlagasveitinni Islandica. Þar er að finna gömul íslensk þjóðlög ásamt öðrum alþýðuperlum. Einnig er eitt frumsamið lag og er það í rammislenskum óregluleg- um takti. Hljómsveitina skipa þau Ingi Gunnar Jóhannsson, Gisli Helgason, Herdís Hall- varðsdóttir og Eggert Pálsson, en hann kemur f stað Guðmundar Benediktssonar sem nú er erlcndis. Islandica er tveggja ára gömul og-hefúr gert víðreist utan landsins og er gjaman fengin til að koma fram á stórum sem smáum ráðstefnum hér heima. Með plötunni, sem tók rúmt ár að vinna, fylgja allir söngtextar og vandaðar skýringar á íslensku, ensku og þýsku. Útgefandi er Fimmund, en dreifmgu annast Steinar hf. Dagana 19. og 25. nóvember mun hljómsveitin leika á tónlistarbamum Púls- inum og bætist þá hinn víðförli og göldr- ótti trommari Ásgeir Óskarsson í hópinn. Umræöufundur um upplýsingaskyldu stjórnvalda Öðm hveiju hefur vaknað umræða um að- gang og meðferð á skjölum opinberra að- ila. Umboðsmaður Alþingis hefúr ítrekað vakið athygli á þessu máli og nú síðast vakti það undrun almennings þegar frétt- ist af trúnaðarskjölum í ruslagámi í Vatns- mýrinni. Engar reglur virðast gilda um aðéa.ig og meðfcrð á opinbemm skjölum og em þeir sem af einhvcrjum ástæðum vilja skoða þau háðir gcðþóttaákvörðun- um embættismanna. Á síðasta þingi var lagt fram frumvarp um upplýsingaskyldu stjómvalda, cn ckki náðist að afgreiða það. ForsætisráðherTa mun væntanlcga leggja frumvarpið.fram að nýju á yfirstandandi þingi. Vcrði fhim- varpið að lögum gctur það um margt auð- veldað meðferð opinberra skjala, því þar er bæði kveðið á um rétt og takmarkanir til aðgangs að opinbcmm skjölum. Félag um skjalastjóm cfnir tii fúndar um þessi mál i fúndarsal Þjóðskjalasafns íslands, Laugavcgi 163, í dag kl. 15.30. Aðgangur er ókcypis og öllum hcimill. Á fúndum verða pallborðsumræður um meðferð og aðgang að skjölum hins opin- bera. Pallborðið skipa: Jón Sveinsson, að- stoðarmaður forsætisráðherra og formað- ur nefndar sem vann að frumvarpi um upplýsingaskyldu stjómvalda, Ólafúr Ás- geirsson þjóðskjalavörður, Þorleifúr Frið- riksson sagnfræðingur og Amar Páll Hauksson fréttamaður, fúlltrúi Blaða- mannafélags íslands. Stjómandi vcrður Magnús Guðmundsson, skjalavörður Há- skóla íslands. Fundargcstir cm hvattir til að koma með fyrirspumir og taka þátt I umræðum. Mál og Ijóó Hjá Námsgagnastofnun em komnar út bækumar Málvísi 2 og Ljóðsprotar. Málvísi 2 eflir Indriða Gíslason er gmnnnámsbók í íslensku og hefúr verið i notkun í gmnnskólum á undanfómum ár- um. Bókin kom út i cndanlegri gerð árið 1985 en kemur nú í endurskoðaðri mynd. Efnislega hefúr bókin lítið brcyst frá fyrri útgáfú en myndcfni hefur verið endumýj- að. í bókinni cr m.a. fjallað um orðflokka og einkenni þeirra. Hvaðan orðin koma, hvemig þau myndast, hvað þau merkja og hvemig þau beygjast, em allt spumingar sem reynt er að svara. Fjallað er um ritun texta og sögð deili á þeim orðabókum sem hclst mcga að gagni koma. Loks er vikið að sögu íslcnskunnar og tcngslum hennar við grannmálin. Katrin Briem er höfúndur tcikninga en Sigurður S. Jóns- son tók ljósmyndir. Málvísi 2 er ætluð efri bekkjum grunnskóla, ernkum 9. bekk. Bókin cr alls 104 blaðsíður, prentuð í Prentstofu G. Ben. hf. Ljóðsprotar em þriðja og síðasta bókin í nýrri Ijóðaútgáfúr Námsgagnastofnunar. Áður hafa komið út bækumar Ljóðspor og Ljóðspcglar. Ljóðsprotar cm einkum ætlaðir bömum í 1 .-4. bekk gmnnskóla. Í bókinni em um 170 ljóð og kvæði eflir 93 núlifandi og eldri höfunda. Kolbrún Sig- urðardóttir, Sverrir Guðjónsson og Þórdís Mósesdóttir söfnuðu ljóðunum. Anna Cynthia Leplar er höfúndur myndcfnis. Einn kafli bókarinnar hefúr að gcyma al- kunna íslenska söngva og hefúr hann ver- ið sunginn og Icikinn á hljómband af bamakór og hljóðfæralcikumm, undir stjóm Þómnnar Bjömsdóttur tónmcnnta- kennara. Hljómbandið ásamt nótnahcffi er fáanlcgt með bókinni. Bókin er 144 bls., innbundin og litprcntuð. Útlit, um- brot og setning fór fram á vegum Náms- gagnastofnunar. Prentstofa G.Ben. hf. prentaði, Korpus hf. annaðist litgreiningu og Amarfell hf. bókband. Óóur til vors og konu Bókaútgáfan Goðorð hefúr sent frá sér ljóðabókina „í gróðurreit vorsins" eftir Þór Stefánsson. í bókinni em tveir ljóðaflokkar. Fyni flokkurinn, samnefndur bókinni, er eins konar dagbók að vori, þar sem skáldið lýsir fögnuði sínum og hugrenningum þegar náttúran endumýjast og við verðum vitni að enn einu kraftaverki. í scinni flokknum, „Bláum appelsín- um“ em helgiljóð um ást og erótík, dýrðaróður til konunnar. Ljóð Þórs em jarðbundin, ljóð efa- semda og lífsgleði, blandin orðaleikjum og kimni. Þetta cr önnur ljóðabók höfúndar en sú fýrri, „Haustregnið magnast" kom út í fyrra hjá sama forlagi. Þá var Þór einn úr hópi átta Ijóðskálda sem gengu undir nafninu „Orðmenn" (eða jólasveinar einn og átta) og lásu upp Ijóð sín á ýmsum stöðum í borginni, m.a. í Þjóðlcikhús- kjallaranum og Borgarleikhúsinu. Félag eldri borgara Opið hús verður að Hvcrfisgötu 105 ftá ki. 14 í dag. Skáldakynning verður ld. 15 að H verfisgötu 105. Lesið verður úr verk- um eftir Magnús Ásgcirsson. Umsjón hcfúr Hjörtur Pálsson cand.mag. Lesarar mcð honum verða Gils Guðmundsson rit- höfúndur og Alda Amardóttir leikari. Reykjavík Skoðanakönnun fulltrúaráðs framsóknarfélaganna f Reykjavlk um val á frambjóðendum Framsóknarflokksins I Reykjavlk, fyrir næstu kosningar til Alþingis, fer fram dagana 10. og 11. nóvember nk. að Hafnarstræti 20, 3. hæð, Reykjavlk (væntanlegri skrifstofu Framsóknarflokksins ( húsnæði Strætisvagna Reykjavlkur við Lækjartorg). Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 20.00 báöa dagana. f FRAMBOÐI ERU EFTIRTALDIR AÐILAR: Anna Margrét Valgelrsdóttir, neml Ásta Ragnheiöur Jóhannesdóttir, deildarstjóri Bolli Héðinsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra Finnur Ingólfsson, aöstoðarmaður heilbrigðisráðherra Guömundur Blrglr Heiöarsson, leigubifreiðastjóri Guömundur G. Þórarinsson, alþingismaður Hermann Sveinbjömsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra Sigfús Ægir Ámason, framkvæmdastjóri Þór Jakobsson, veðurfræðingur. Rétt til þátttöku I skoðanakönnuninni hafa allir fulltrúaráösmenn I fulltrúa- ráði framsóknarfólaganna ( Reykjavlk og varamenn þeirra. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu Framsóknarflokksins að Höfðabakka 9, Reykjavik. At- hugasemdir við kjörskrá þurfa að berast kjömefnd fyrir kl. 14.00 þriðjudag- inn 6. nóvember nk. Kjósendur skulu velja fjóra frambjóðendur, hvorki fleiri né færri, og merkja með tölustöfum við nöfn þeirra og [ þeirri röð sem þeir vilja að frambjóðendur taki sæti á framboöslistanum, þ.e. 1 við þann sem kjósandi vill I fyrsta sæti, 2 við þann sem skipa á annaö sæti, 3 við þann sem skipa á þriðja sætið og 4 við þann sem skipa á fjórða sæt- ið. Sá frambjóöandi, sem flest atkvæði fær ( 1. sætið, telst kjörinn I það sæti, sá sem flest atkvæöi fær 11. og 2. samanlagt hlýtur annaö sæti, sá sem flest atkvæði fær I 1., 2. og 3. samanlagt, hlýtur þriðja sætið, sá sem flest atkvæði fær (1., 2., 3. og 4. sæti samanlagt hlýtur fjórða sætið. Niðurstaöa skoðanakönnunarinnar er bindandi hvað snertir þá frambjóðendur sem hljóta 50% eða meira gildra atkvæða I eitthvert af tjórum efstu sætunum. Kjömefnd hefur ákveðið að fram fari utankjörfundarkosning vegna skoð- anakönnunarinnar. Fer kosningin fram á skrifstofu Framsóknarflokksins að Höfðabakka 9, Reykjavik, laugardaginn 3. nóvember og sunnudaginn 4. nóvember nk. milli kl. 14.00 og 16.00 báða dagana. Dagana 5. nóvember til 8. nóvember er heimilt að greiða atkvæðl utan kjörfundar á skrifstofu Framsóknarflokksins milli kl. 16.00 og 18.00. I kjörnefnd eiga sæti Jón Sveinsson formaður, s. 75639, Steinþór Þor- steinsson, s. 16388, Helgi S. Guðmundsson, s. 77622, Sigrún Sturiu- dóttir, s. 30448, Anna Kristinsdóttir, s. 21883. Veita fulltrúar kjörnefndar frekari upplýsingar um framkvæmd skoð- anakönnunarinnar. Kjömefnd fulltrúaráös framsóknarfélaganna I Reykjavlk 21. flokksþing Framsóknarflokksins 21. flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið á Hótel Sögu, Reykjavlk, dagana 16.-18. nóvember 1990. Um rétt til setu á flokksþingi segir I lögum flokksins eftirfarandi: 7. grein. Á flokksþingi framsóknarmanna eiga sæti kjömir fulltrúar flokksfélaga. Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa á flokksþinOg fyrir hverja byrjaða þrjá tugi félagsmanna. Fulltrúar skulu þó aldrei vera færri en 1 fyrir hvert sveitarfélag á félagssvæöinu. Jafnmargir varamenn skulu kjömir. 8. grein. Áflokksþinginu eiga einnig sæti miðstjóm, framkvæmdastjóm, þingflokkur, formenn flokksfélaga og stjórnir LFK, SUF og kjördæmissambanda. Dagskrá þingsins verður auglýst siðar. Framsóknarflokkurinn. Keflavík — Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guöbjörg Ir, verður á staðnum. Sími 92-11070. Framsóknarfélögin Ámesingar Hin ártega félagsvist Framsóknarfélags Ámessýslu hefst föstudaginn 2. nóvember kl. 21.00 i Aratungu, föstudaginn 9. nóvember I Þjórsárveri og lýkur 23. nóvember að Flúðum. Aðalvinningur, ferð fyrir tvo að verðmæti 80.000,- Allirvelkomnir. Stjómin. Selfoss og nágrenni Fjögurra kvölda keppni Félagsvist verður spiluö aö Eyrarvegi 15, þriðjudagana 30. okt., 6. nóv., 13. nóv. og 20. nóv. kl. 20.30. Kvöldverölaun - Helldarvorölaun Fólk má missa úr eitt kvöld ánþess að verða af heildarverðlaununum. Allir velkomnir. j , J I Framsóknarfélag Selfoss -----------------------T---------T---------------------- Félag Framsóknarkvenna í Reykjavík Fundur miðvikudaginn 7. nóvember kl. 20,30 I sal BKR, Hallveigarstööum við Túngötu. Áslaug Brynjólfsdóttir R. Jóhannesdóttir Anna Margrét Valgelrsdóttir Dagskrá: 1. Áslaug Brynjótfsdóttír minnlst 45 ára afmælls félagsins. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing. 3. Önnur mál. Gestir fundarins þær konur sem taka þátt I skoöanakönnun framsóknarfélaganna [ Reykjavlk 10. og 11. nóvember n.k. Wætið vel. Stjómin. Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Slmi 43222. K.F.R. Borgarnes - Nærsveitir Spilum félagsvist I Félagsbæ föstudaginn 9. nóvember kl. 20,30. Fyrsta kvöld I þriggja kvölda keppni. Mætum vel og stundvlslega. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Borgamess. Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Slminn er 22547. Félagar eru hvattir til að líta inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.