Tíminn - 06.11.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.11.1990, Blaðsíða 15
aa Körfuknattleikur: ORUGGUR HAUKASIGUR Pétur Guðmundsson besti maöur „Stólanna" skoraði 30 stig gegn KR. Það er óhætt að segja að lið KR og Tindastóls hafi sýnt körfuknattleik á heimsmælikvarða er þau léku saman í Höllinni á sunnudagskvöld. Tindastóll sigraði í leiknum með 112 stigum gegn 92, eftir feikna- lega skemmtilegan endasprett þar sem Ieikmenn Iiðsins sýndu frábær- an körfuknattleik. KR-ingar byrjuðu leikinn betur og náðu strax góðu forskoti, en þegar leið á leikinn náðu aðkomumennim- ir að jafna leikinn. Staðan í hálfleik 48-44, KR í vil. Þessi munur hélst allt fram í miðjan síðari hálfleik, en þá tóku Norðlendingar yfir og flöttu KR út. Lokatölur eins og áður sagði: 112-92. Undir lok leiksins lentu Ieik- menn beggja liða í miklum villu- vandræðum en það virtist ekki hafa mikil áhrif á leik liðanna. Pétur Guðmundsson lék stórkost- Iega á sunnudag. Hann skoraði 30 stig og tók um tvo tugi frákasta ásamt fjölda stoðsendinga, sem margar hverjar vom sérlega glæsi- legar, yfir endilangan völlinn. Þá átti Valur Ingimundarsson mjög góðan leik og það sama má eiginlega segja um allt liðið, þá Sverrir Sverrisson, Einar Einarsson og Ivan Jonas. KR-liðið átti sömuleiðis góðan leik að undanskildum 10 síðustu mínút- unum. Þeir vom án Guðna Guðna- sonar og munar þar um minna. í KR-liðinu léku best þeir J.Bow og Haukar unnu góðan og ömggan sigur á Þór í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudag, 102- 87. Haukamir höfðu undirtökin all- an leikinn. Staðan í leikhlé var 54- 42 Haukum í vil. Sturla Örlygsson fékk fljótlega í leiknum að stefna til sturtu eftir ljótt brot á Haukamanni og var þar skarð fyrir skildi. Cedric Evans var bestur þeirra norðanmanna og þeir ívar Ásgríms- son og Jón Arnar bestir Hauka- manna. Stig Hauka: Jón Arnar 27, ívar 24, Pálmar 17, Pétur 15, Noblet 13, Henning 4, Sveinn 2. Stig Þórs: Evans 26, Guðmundur 24, Jón Örn 12, Jóhann 11, Björn 7, Konráð 7. Dauft í ljónagryfjunni Njarðvíkingar sigruðu Valsmenn 81-75 í daufum og frekar slökum leik. Staðan í hálfleik var 42-41. Stig Njarðvíkinga: Teitur 27, Ro- bertson 17, Kristinn 14, ísak 9, Hreiðar 8, Friðrik 6. Stig Vals: Magnús 28, Grissom 23, Helgi 8, Guðni 7, Jón 6, Matthías 3. Snæfellingar kjöldregnir Það er óhætt að segja að Grindvík- ingar hafi rúllað yfir Snæfell í Grindavík á sunnudag. Lokatölur urðu 103-51, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 46-25. Stig UMFG: Guð- mundur 21, Krebbs 19, Marel 17, Jó- hannes 14, Steinþór 9, Ellert 7, Rún- ar 6, Sveinbjörn 6, Guðlaugur 4. Stig Snæfells: Bárður 13, Peregeud 11, Brynjar 10, Ríkharður 8, Hreinn 5, Þorvarður 2, Hjörleifur 2. ÍR enn án stiga Keflavíkingar unnu sigur á ÍR-ing- um í Seljaskólanum á sunnudags- kvöld, 104-94. ÍR-ingar eru enn án stiga í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik, en þess verður eflaust ekki langt að bíða að þeir vinni sinn fyrsta leik. Stig ÍR: Shouse 35, Jóhannes 22, Björn B. 16, Brynjar 8, Hilmar 6, Márus 5, Gunnar 2. Stig ÍBK: Falur 36, Sigurður 20, Lytle 17, Jón KR 14, Hjörtur 6, AI- bert 6, Egill 4, Júlíus 1. -PS Ivar Hauksson á lyfjum í Malasíu á móti áhugamanna í vaxtarrækt: ISI vill vaxtar- rækt í eftirlit ívar Hauksson vaxtarræktarmaður var einn af tólf keppendum sem féllu á lyfjaprófi á Heimsmeistarakeppni áhugamanna í líkamsrækt sem fór fram í Malasíu um síðustu helgi. Mál þetta er afskaplega slæmt fyrir líkamsræktina í landinu og er Ijóst að fvar verður dæmdur í tveggja ára keppnisbann bæði heima og erlendis. Eftir því sem Jón Erlendsson hjá ÍSÍ segir, er sem betur fer lítið um þetta. Þetta er í annað sinnið sem ís- lenskur íþróttamaður fellur á lyfja- prófi. Árið 1984 féll Vésteinn Haf- steinsson á lyfjaprófi á móti í Banda- ríkjunum og tók hann út sína refs- ingu sem var tveggja ára keppnisbann. Eftir það bann hefur hann haldið ótrauður áfram og náð ágætis árangri. Vaxtarræktarmenn eru ekki aðilar að ÍSÍ og að sögn Jóns hefur það ekki komið til tals. Hins vegar átti hann í fyrra viðræður við forráða- menn vaxtarræktarinnar um að þeir gengju inn í lyfjaeftirlit ÍSÍ, og var það niðurstaðan að það yrði gert um leið og vaxtarræktarmenn væru reiðubúnir til að fara eftir þeim regl- um sem íþróttafólk í ÍSÍ þarf að fara eftir. „Ef því væri fylgt eftir, sagði ég, myndum við aðstoða þá eins og við gætum. En það hefur ekkert heyrst í þeim síðan. Enh ég vonast til að það hafi verið upphafið af því sem hlýtur að fylgja í kjölfarið á þessu að þeir leiti samstarfs við okkur og að þeirra fólk beygi sig undir þær reglur sem almennt eru viðurkenndar í heimin- um og ég vænti þess líka að það sama verði upp á teningnum hjá Kraftlyftingasambandinu", sagði Jón Erlendsson hjá ÍSÍ. En eins og menn muna þá sagði Kraftlyftingar- sambandið sig úr ÍSÍ í kjölfar ágreinings um lyfjapróf. Þess má geta að lokum að Guðmundur Bragason tók einnig þátt í mótinu og stóðst hann lyfjaprófið. Hann komst ekki í úrslit. -PS Páll Kolbeinsson og Matthías Ein- arsson. Dómarar leiksins voru Bergur Steingrímsson og Kristinn Óskars- son og voru þeir slakir. Amalegt, þar sem vel leikinn körfubolti sást á fjöl- um Hallarinnar á sunnudag. Stig KR: Bow 32, Matthías 17, Páll 15, Lárus 14, Bjöm 10, Axel 4. Stig UMFT: Pétur 30, Jonas 23, Val- ur 23, Einar 21, Sverrir 10, Karl 3, Haraldur 2. -PS Handknattleikur: GÓÐUR ÍR-SIGUR ÍR-ingar tóku sig til og sigruðu ÍR- inga, 25-21, í Vís-keppninni í hand- knattleik á Iaugardag. Staðan í leik- hlé var 13-8 ÍR í vil. ÍR tók strax forystuna í upphafi leiks og náðu öruggri forystu sem þeir héldu raunar allt til leiksloka og átti hið unga lið Fram aldrei möguleika fiegn ákveðnum og baráttuglöðum R-ingum. Bestu menn liðanna voru þeir Karl Karlsson hjá Fram og þeir Hallgrímur Jónasson og Jóhann Ás- geirsson hjá ÍR. Leikinn dæmdu þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og Óli P. Olsen Mörk Fram: Karl 8, Gunnar 4, Her- mann 2, Jason 2, Páll 2, Andri 2, Eg- ill 1. Mörk ÍR: Ólafur 7, Jóhann 5, Frosti 4, Matthías 3, Róbert 3, Magnús 2, Erlendur 1. Grótta tapar enn með einu Selfyssingar unnu Gróttu, 26-25, í botnsslag 1. deildarkeppninnar í handknattleik á laugardag. Selfyss- ingar gerðu sigurmarkið á síðustu mínútu Ieiksins. Það er óhætt að segja að leikur lið- anna hafi verið sveiflukenndur. Grótta hafði betur framan af fyrra hálfleik, en seinni hluta hálfleiksins náðu Selfyssingar undirtökunum og náðu átta marka forystu í hálfleik: 20-12. En þá snerist dæmið við. Grótta skoraði 13 mörk á móti 5 mörkum Selfoss og var þá staðan orðin jöfn, 25-25, og Selfoss einum leikmanni færri þegar aðeins ein mínúta var eftir af leiktímanum. Þá skoraði Einar Guðmundsson 26. mark Selfoss sem þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Gróttu reyndist vera sigur- mark leiksins. Þeir félagar Gústaf Bjarnason og Einar Guðmundsson voru bestu menn Selfyssinga, en Halldór Ingólfsson og Stefán Arnars- son voru bestir Gróttumanna. Leik- inn dæmdu þeir Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson og gerðu vel. Mörk Selfoss: Gústaf 9, Einar Sig. 6, Einar G 5, Sigurjón 3, Sigurður 2, Stefán 1. Mörk Gróttu: Halldór 12, Stefán 4, Svafar 3, Davíð 2, Páll 2, Elliði 1, Kristján Brooks 1. -PS Handknattleikur: Gróttu- Rússinn farinn Rússneski leikmaðurinn, Vladimir Stefanov, sem leikið hefur með fyrstu deildar liði Gróttu í hand- knattleik það sem af er tímabilinu, hefur haldið til síns heima. Hann hefur að sögn forrráðamanna félags- ins verið kallaður til herþjónustu í Sovétríkjunum. Stefanov hefur á hinn bóginn ekki náð að sýna góða leiki og undir það síðasta lék hann lítið með, svo að brotthvarf hans kemur ekki á óvart. -PS Vinningstölur laugardaginn 3. nóv. ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 13.689.011 2. 9 151.668 3. 4af 5 414 5.687 4. 3af 5 13.756 399 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 22.897.085 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.