Tíminn - 07.11.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.11.1990, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 7. nóvember 1990 Tíminn 15 Handknattleikur: Guðjón Ámason átti mjög góðan lelk og skoraði 10 mörk fýrír FH. Tfmamynd: Pjetur Hnefaleikar: Vilja Tyson, ekki Foreman Svo gæti farið að Evander Hollyfield yrði sviptur heimsmeistaratitlinum í hnefaleikum ef hann ákveður að leggja hann undir í viðureign við George Foreman. Þetta segja forr- ráðamenn Hnefaleikasambandsins alþjóðlega. Akureyri: Skauta- svellið opnað Skautasvellið á Akureyri var opnað um helgina, og um leið hófst starf- semi Skautafélags Akureyrar. Að sögn Jóns Hjaltasonar verður reynt að blása nýju lífi í starfsemi félagsins í vetur. Auk hefðbundinna almenn- ingstíma verður boðið uppá þjálfun og tilsögn í íshokkí. A.m.k. 3 flokkar verða í gangi, og annast Héðinn Björnsson og Baldur Sigurðsson þjálfunina. Þá verður í fyrsta sinn í vetur boðið upp á tilsögn í listhlaupi á skautum. Fastir æfingatímar verða á hverjum virkum degi. Til að byrja með verða hóparnir þrír og verður raðað í hópana eftir getu. Þjálfari verður Þórunn Ó. Rafnsdóttir. Skautasvellið verður opið í vetur sem hér segir: Á laugardögum og sunnudögum frá 13-16 og 20-22. Mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga frá 20-22, og þriðjudaga og fimmtudaga frá 19-21. hiá-akureyri. Ástæðan fyrir því að þeir hóta að svipta Hollyfield titlinum er sú, að það hafi verið búið að ákveða að Mike Tyson eigi að keppa við Hollyfi- eld um heimsmeistaratitilinn í þungavigt. í þessari íþróttagrein, eins og mörgum öðrum, eru það peningar sem tala og þykjast pen- ingasérfræðingar í hnefaíeikastétt ekki sjá eins mikla út úr gamla brýn- inu George Foreman, sem nú er 42 ára gamall eins þeir hafi út úr bar- daga við TVson. Ráðgert var að bar- daginn milli Hollyfields og Foreman færi fram í vor. -PS Selfoss sofnaði í síðari hálfleik FH sigraði Selfoss með 22 mörkum gegn 18 í tiiþrifalitlum leik í íþróttahúsinu í Kaplakrika. Seifyssingar byrjuðu betur og höfðu frum- kvæðið í fyrri hálfleik. Staðan var 8-11 Seifoss í vil þegar tæplega sjö mínútur voru til leikhlés og hélst sá munur út fyrri háifleikinn. Piltarnir frá Selfossi voru því þrem- ur mörkum yfir í hálfleik og var það verðskuldað. FH-ingar voru slappir í sókninni og þá vantaði sárlega einn útispilara í viðbót. Þorgils Óttar brá sér af línunni og spilaði fyrir utan og kom það ekki vel út. Selfyssingurinn Sigurður Þórðarson skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og var býsna góður. í síðari hálfleik snérist dæmið al- gjörlega við. FH-ingar mættu frískir til leiks ogvoru búnir að jafna 12-12 þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Piltarnir frá Selfossi voru algjörlega sofandi fyrstu 13 mínúturnar af síðari hálfleik og skoruðu ekki nema eitt mark allan þann tíma. Þeir náðu síðan að hrista af sér slenið og jafna eftir það. FH- ingar héldu samt frumkvæðinu, komust aftur yfir og áttu síðan glæsilegan endasprett og sigruðu með 4 marka mun, 22-18. Guðjón Árnason skoraði 10 mörk og var lang markahæstur FH-inga. Gunnar Beinteinsson og Hálfdán Þórðarson léku fantavel í vörninni og Óskar Helgason átti góða spretti. Bergsveinn Bergsveinsson varði oft mjög vel. Þorgils Óttar Mathiesen lék líklega sinn versta leik og missti boltann oft klaufalega frá sér. FH- ingum voru heldur mislagðar hend- ur í sókninni og var það helst Guð- jón Árnason sem vissi hvernig átti að enda þær. Þeir náðu ekki einu hraðaupphlaupi í leiknum þrátt fyr- ir nokkur tækifæri og voru ieik- menn FH alltof seinir fram þegar boltinn náðist óvænt. Vörnin var aft- ur á móti sterk, sérstaklega í síðari hálfleik. Gísli Felix Bjarnason var mjög góð- ur í marki Selfyssinga og varði um 10 skot. Einar G. Sigurðsson skoraði 5 mörk, mörg hver mjög falleg. Sig- urjón Bjarnason fór á kostum í síð- ari hálfleik og eins sýndi Gústaf Bjarnason góðan leik. Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson dæmdu leikinn og voru þeir mjög góðir. —SE Körfuknattleikur Vals og KR: LEIÐINLEGT Það var engu líkara en að á köflum hefði verið steypt upp í körfurnar að Hlíðarenda, svo léleg var hittni leikmanna Vals og KR í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í gærkvöldi. KR sigraði með flmm stiga mun, 76-71, í afskaplega lélegum leik, sem var einnig frekar leiðinlegur á að horfa. Það var ekki sami bragur á leik KR-liðsins í gærkvöldi og á sunnudag þegar liðið lék gegn Tindastól. En hvað um það. Valsmenn hófu leikinn af krafti og náðu strax for- ystu. Hún var ekki mikil, en Vals- menn léku betur í fyrri hálfleik og uppskáru samkvæmt því. Staðan í hálfleik 43-36, Valívil. En það var eitthvað annað upp á teningum í síðari hálfleiknum. KR- ingar skoruðu tíu fyrstu stigin í síð- ari hálfleik og komust í 43-45, án þess að Valsmenn gætu svarað fyrir sig. Forystunni héldu KR- ingar út allan leikinn. Besti maður KR var Páll Kolbeinsson og gerði hann 17 stig. Þá áttu þeir ágætan leik þeir Matthías með 13 stig og Lárus sem gerði 12 stig. Stigahæstur Vals- manna var Magnús Matthíasson með 21 stig. David Grisson gerði 16 stig í fyrri hálfleik, en aðeins 1 í þeim síðari. Á Sauðárkróki sigraði Tindastóll, Snæfell 93-85 eftir að Snæfell hafði haft yfir í hálfleik 43- 48. -PS Evrópukeppnin í knattspyrnu: Bayern Munchení aðra umferð Fjórir leikir fóru fram í Evrópu- keppninni í knattspyrnu í gær- kvöldi. Þýsku liðin Bayern Múnchen, B.Dortmund og FC. Köln tryggðu sér áframhaldandi þátt- töku í keppninni. En úrslit leikja var eftirfarandi. Samanlögð úr- slit innan sviga: Evrópukeppni meistaraliða: CSKA - Bayern Múnchen 0-3 (0-7) Evrópukeppni félagsliða: Int. Bratislava - Köln 0-2 (1-2) Bordeaux - Magdeburg 1-0 (2-0) B.Dortmund - Craiova Rúm. 1-0 (4-0) -PS Hið unga og efnilega lið Fram leikur í dag á Nou Camp, hinum stórglæsilega leikvangi Barcelona: Stóra stundin í klukkan 19.45 hefst síðari ieikur Barcelona og Fram í Evrópukeppni bikarhafa í Barcelona. Eins og öll- um knattspyrnuáhugamönnum er kunnugt þá mörðu „Börsungar" Framara með tveimur mörkum gegn einu og þóttu heppnir að sleppa svo vel. í leiknum í kvöld verður Fram með fullskipað lið, en í þeim fyrri voru þeir án Viðars Þorkelssonar og Pét- urs Ormslev. Þeir verða að öllum líkindum báðir í liðinu í dag. Þá er Jón Sveinsson kominn til Spána, en hann stundar nú nám í Bandaríkj- unum og hefur því þurft að fá leyfi frá því til að spila þessa evrópuleiki. í lið Barcelona að þessu sinni vant- ar Ronald Koeman en hann er illa meiddur. Að öðru ieyti er Barcelona með sitt sterkasta lið. Þess má geta að leiknum verður lýst á Rás 2. Knattspyrna: Lendir Maradona á Rauða torginu? KnattspymustjÖmunni Diego Armando Maradona hefur aldeilis tekist að þyrla upp ryld hjá ítölsku meisturunum Napolí. Liðsmenn Napolí flugu á mánudag til Moskvu þar sem liðið á að leika seinni leikinn í Evrópukeppni meistaraliða við sovésku meistaranna Spartak Moskvu. En viti menn, Mar- adona, knattspymugoðið sjálft og fyrirliði liðsins, mætti ekki í flugið. Hann 1 En í gærdag, sólarhring eftir að fé- lagar hans í Uðinu héldu til Moskvu, fregna heimildir að kappinn hafl haflst handa við útvega sér flug með einkavél tii Sovétríkjanna. Eigin- kona hans, Ciaudia, sagði tvdmur áhangendum Napolí, sem var hleypt inn læst virid þeirra hjóna, að Mar- adona rildi fljúga tíl Moskvu. Áhangendumir tveir sögðu að Claudia væri búin að leigja einkavél og væri hún að bíða eftir svari við því hvort vélin fengi að lenda í Moskvu. Ef leyfl fæst ekki eru kapp- anum góð ráð dýr. Kannski hann feti í fótspor Matthíasar Rust og lendi óvænt á Rauða torginu. En Maradona þarf ekíd endilega vera borgið þó að hann komist til Moskvu, því að forseti Moggi, sem árangurslaust haföi reynt að ná í Maradona fyrir ferða- lagið, iét hafa eftir sér, að þó að Mar- adona kæmi til Moskvu þá fengi hann ekki að leika. ítölsku meisturunum veitír víst ekki af öllum sínum mannskap í lcikinn þar sem þeir gerðu marka- laust jafntefli í fyrri leik liðanna. Aukinheldur er hinn brasilíski framlínumaður Careca er fjarri góðu gamn! vegna meiðsla. Itölskum flölmiðlum er allt annað en skemmt yfir framkomu Marad- ona og segja framkomu hans vera hneyksli. Þeir segja einnig að Mar- adona komi til með gjalda þessa því að forrráðamönnum Napolí sé nóg boðið. Blöðin líkja ftainkomu goðs- ins, að neita að koma með þegar mest ríðurá, við það að sldpsljórinn yflrgefi sökkvandi skip með farþega og áhöfh enn um borö. En hvemig sem því liður er Maradona heima, líklega í góðu yfiriætí og ef hann kemst ekki til Moskvu, horfir hann kannski á leikinn í sjónvarpi. Hver veit. Þess má einnig geta að á þriðjudag- inn var lögreglan kvödd að heimili -PS/reuter

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.