Tíminn - 08.11.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.11.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. nóvember 1990 Tíminn 3 „Lambakjöt á lágmarkssölu?“: KONNUM MOGULEIKANN IÁ KVÓTAKAUPASJÓEH Drífa Sigfúsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Keflavík og forseti bæjarstjómar, gegnir nú embætti bæjarstjóra í íjarveru Ell- erts Eiríkssonar. Drífa sagöi í sam- tali við Tímann að m.a. væri skoð- aður sá möguleiki að stofna kvóta- kaupasjóð til að mæta því að mikill kvóti hefur farið frá Keflavík til annarra byggðarlaga. Mikið hefur verið rætt um það í fréttum upp á síðkastið, að Suður- nesin hafi misst töluvert af fiskkvóta til annarra landshluta. Drífa sagði Keflavíkurbæ hafa verulegar áhyggj- ur af því, enda hafi um 8 þúsund tonn farið af svæðinu. Ýmislegt er á döfinni til að breyta þeirri þróun. „Bærinn hefur reyndar ekki hugsað sér að vera almennt í atvinnurekstri. Við hins vegar jukum hlutafé okkar í Eldey til þess að bæta stöðu greinar- innar hér á svæðinu. En við teljum að það geti verið heppileg leið, og við erum að skoða möguleika á því núna, að stofna kvótakaupasjóð. Sú hugmynd er reyndar ekki komin það langt, að hægt sé að útskýra hana nákvæmlega, en þetta er ein af þeim hugmyndum sem við viljum skoða.“ Drífa sagði eitt helsta verkefni nú- verandi meirihluta, sem er Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, vera að koma skuldum bæjarins í viðunandi horf, en skuldastaðan hefur verið slæm. Hún benti t.d. á að fyrstu sex mánuði þessa árs hafi Keflavíkurbær borgað 8 milljónir á mánuði í vaxtagjöld, sem er sama upphæð og rekstrargjöld fyrir grunnskóla bæjarins, sundmiðstöð og þau tvö dagheimili sem hafa ver- ið starfandi. „Það segir okkur að hlutfallið er mjög hátt. Á síðasta kjörtímabili fóru vaxtagjöld yfir 200 milljónir, en það eru peningar sem nota má til annarra hluta. Á því höf- um við tekið með aðhaldi og skuld- breytingum, og ástandið hefur lag- ast en við verðum að halda áfram á þessari braut." Drífa sagði að fram- kvæmdir myndu óhjákvæmilega dragast saman vegna þessa, en meirihlutinn kýs frekar að draga saman seglin tímabundið, heldur en að leggja hærri gjöld á bæjarbúa. Unnið hefur verið að því á vegum atvinnumálanefndar bæjarins, að Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjómar í Keflavík og bæjarstjórí í afleys- ingum. samhæfa aðila í byggingariðnaði á Suðurnesjum, svo þeir verði betur í stakk búnir til að taka að sér verk- efni vegna nýs álvers á Keilisnesi. Drífa sagði þetta álver mikilvægt fyrir svæðið. „Reiknað er með að fyr- ir hvern einn starfsmann í verinu komi 0,8 störf í hlut okkar Suður- nesjamanna. Hins vegar má ekki líta á málin þannig, að álverið bjargi öllu. Okkur vantar t.d. störf fyrir konur og þó að konur starfi í sam- bærilegum fyrirtækjum erlendis, þá er það ljóst að konur sækja ekki vinnu jafnlangt og karlar.“ -hs. Virkuöu auglýs- ingarnar ekki? Akveðið hefur veríð að framlengja yfirtitssýningu Svavars Guðnasonar til 11. nóvember vegna gífuriegrar aðsóknar, en um 16 þúsund manns hafa séð sýninguna. Framlengt vegna mikillar aösóknar Auglýsingamar sem bám yfirskríftina „Lambakjöt á lágmarksverði" skiluðu ekki aukinni sölu á lambakjöti. í raun lækkaði salan tölu- vert frá því í fyrra. í júlí 1989 seldust 824 tonn, en 717 tönn í júlí á þessu árí og er það 13% minnkun á heildarsölu þessa mánaðar, en mest var selt er umræddar auglýsingar vom sýndar í júlí s.l. í ágúst 1989 seldust 1018 tonn, en 974 tonn í ágúst á þessu ári, en það er 4,5% minnkun. Ákveðið hefur verið, vegna gífur- legrar aðsóknar, að framlengja yfir- litssýningu Svavars Guðnasonar í Listasafni íslands um aðeins eina viku til sunnudagsins 11. nóvember. Safnið vill vekja athygli á því að að- eins verður framlengt um þessa einu viku og er þetta því allra síðasta tækifærið til að upplifa þennan ein- Komið er að fyrsta útdrætti bréfa í húsbréfakerfinu, sem fara mun fram með svipuðum hætti og t.d. dráttur hjá Happdrætti Háskólans. Sala húsbréfa hófst þann 15 nóvember í fyrra og í byrjun september s.l. voru uppseld öll húsbréf í 1. flokki, sem var 2.500 milljónir króna. í fréttabréfi Húsnæðisstofnunar segir að fyrsti útdráttur bréfa úr þessum flokki, og þar með fyrsti út- dráttur f húsbréfakerfinu, eigi að fara fram á tímabilinu 15. nóvember til 15. desember. Útdráttur fer fram staka listviðburð. Samkvæmt upplýsingum frá safn- inu hafa rúmlega 16 þúsund gestir skoðað sýninguna og um 5 þúsund manns komu í safnið í síðustu viku. Listasafn fslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. Kaffi- stofa safnsins er opin á sama tíma. Aðgangur á sýninguna er ókeypis. hjá Raunvísindastofnun Háskólans að viðstöddum fulltrúa húsbréfa- deildar Húsnæðisstofnunar og und- ir umsjón lögbókanda. Auglýsingar um útdregin bréf („vinningsnúmer") verða birtar í dagblöðum eigi síðar en 15. desem- ber. Byggingarsjóður ríkisins endur- greiðir hin útdregnu bréf að fullu ásamt vöxtum og verðbótum frá og með 15. febrúar n.k. Bréf, sem dregin eru út svo skömmu eftir útgáfu þeirra, eru í raun mikill happadráttur fyrir eig- í grein eftir Agnar Guðnason í októ- berhefti búnaðarblaðsins Freys, leiðir hann líkur að því að þessi aug- lýsingaherferð hafi haft þveröfug áhrif og að neytendum hafi verið of- boðið með þessu auglýsingaflóði. í greininni veltir Agnar því fyrir sér hvort að lambakjötið hafi ekki verið auglýst of mikið. í greininni segir: ,Auknar auglýsingar og áróður fyrir meiri neyslu á kindakjöti gæti helst skilað sér þannig að þær frestuðu því að neyslan dragist saman." í samtali við Tímann sagði Agnar að þróunin væri einfaldlega sú að við íslendingar borðuðum einu sinni 50 kg af lambakjöti og þá neyttum við lítils annars kjöts, nema þá kannski hrossakjöts. En nú endur þeirra, eins og nýbirtar aug- lýsingar Landsbréfa um allt að 45% raunávöxtun bera vitni um. En þar er átt við raunávöxtun þeirra sem keypt hafa húsbréf með þeim afföll- um sem undanfarið hafa gilt við sölu þeirra á verðbréfamarkaðnum. Útdráttur í húsbréfakerfmu og greiðsla útdreginna bréfa fer svo framvegis fram á föstum gjalddög- um fjórum sinnum á ári: 15. febrú- ar, 15. maí, 15. ágúst og 15. nóvem- ber ár hvert. - HEI er framboð orðið svo mikið á öllum matvörum að eðlilega dregst þessi neysla saman. Agnar spáir því jafn- framt að um árið 1995 hafi neysla á lambakjöti dregist saman í 24 kg á mann árlega, en nú er ársneyslan um 33 kg. Guðrún Helga Jónasdóttir, blaða- fulltrúi Bændasamtakanna, sagði í Tímasamtali að þessar auglýsingar hafi verið skipulagðar af samstarfs- hóp um sölu á kindakjöti og að hóp- urinn hafi sett sér það markmið að 25% af allri lambakjötssölu yrði lambakjöt á lágmarksverði. Því tak- marki var nokkurnveginn náð, eða um 24% af heildarsölunni var kjötið á lágmarksverðinu. „Þannig að ekki er hægt að segja að samstarfshópn- um hafi mistekist í þeim markmið- um sem þau settu sér, en við því var búist að þetta myndi auka söluna, en síðan dróst heildarneyslan saman. Því má spyrja sig hvað hefói gerst ef ekkert hefði verið aðhafst," sagði Guðrún. Agnar Guðnason segir jafnframt í grein sinni að ef til vill séu auglýs- ingaaðfarirnar rangar og bendir á að Norðmenn hafi haft við svipuð vandamál að stríða. Þeir hafa reynt ýmsar aðferðir til að auka sölu á kindakjöti, m.a. efnt til samkeppni um matreiðslu á lambakjötsréttum, þar sem verðlaunin voru ferð til ís- lands, og mun sú aðferð hafa aukið söluna nokkuð. En nú í ár beittu Norðmenn þeim aðferðum að bjóða ódýrara Iambakjöt í sláturtíðinni. Bæði bændur og sláturleyfishafar tóku á sig lækkunina. Þessi aðferð skilaði það góðum árangri að ekki var hægt að anna eftirspurn og FYRSTI DRÁTTUR í HÚSBRÉFALOTTÓINU Agnar Guðnason. gömlu birgðirnar seldust einnig upp. Þannig að t.d. dagana 27. ágúst til 8. september var slátrað 20.000 dilkum fleira en á sama tímabili árið 1989, en þrátt fyrir það var ekki hægt að anna eftirspurn. Því bendir Agnar á að hér sé ef til vill komin sú aðferð sem við íslendingar getum notfært okkur. „Lækka kjötið á haustin, selja sem mest ferskt og lengja sláturtíðina." —GEO Þvol er drýgra Þvol er einn elsti uppþvottalögur hér á landi. Samsetningu Þvols hefur hins vegar margoft verid breytt íkjölfar nýrra hráefna sem komiðhafa á markaðinn. Við vekjum sérstaklega athygli á að Þvol er drýgra ínotkun, vegna þess að það inniheldur meira af virkum sápuefnum, það gefur meiri gljáa og ermilt fyrir hendur. FTm Lyngási 1, Garðabæ, Sími: 65-18-22, Telefax: 65-18-57

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.