Tíminn - 08.11.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.11.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 8. nóvember 1990 Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda: Hugsanleg áhrif GATT-samn- inga um landbúnaðarmál á íslenskan landbúnað Um fátt hefur veríð meira taiað að undanfömu á vettvangi land- búnaðarmála en yfírstandandi GATT-samningar um landbúnaðar- mál og hugsanleg áhríf slíks samkomulags á starfsskilyrði landbúnaðar. í yfírstandandi samningaiotu innan GATT eru iand- búnaðarmál einn þeirra 15 málafíokka sem fjallað er um. Þetta er í fyrsta sinn sem reynt er að ná samkomulagi um aukið frelsi í við- skiptum með landbúnaðarvörur innan GATT. Það kann að þykja undarlegt að á rúmiega 40 ára ferli GATT skuli þessi mikilvægi málaflokkur ekki hafa verið tekinn til umfjöllunar fyrr. Skýringin er þó að líkindum sú að landbúnaðarmál eru það flókin og nátengd öryggi og viðkvæmustu hagsmunum hverrar þjóðar að menn hafa ekki treyst sér til þess að gera tilraun til samræmingar á þeim vettvangi fyrr en nú. Mismunandi sjónarmið í grófum dráttum má segja að í þessum viðræðum takist á tvenn sjónarmið. Annars vegar er það sjónarmið þeirra landa sem stunda útflutning búvara í miklum mæli, þ.e. Bandaríkjanna, Argentínu, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Þessi lönd vilja afnema sem mest allar hömlur á milliríkjaviðskipum með búvörur. Hins vegar eru svo sjónar- mið Evrópubandalagsins, Norður- landa, Japans o.fl. ríkja sem vilja sjálf fullnægja eigin þörfum fyrir búvörur sem mest og styrkja land- búnað sinn á þann hátt sem nauð- synlegt er talið í því skyni. Þessar þjóðir leggja áherslu á að hlutverk landbúnaðarins sé ekki eingöngu matvælaframleiðsla, heldur þurfi einnig að taka tillit til byggðasjón- armiða, umhverfismála og öryggis- sjónarmiða hvað varðar fæðuöflun. Ekki er tóm til þess hér að rekja gang þessara viðræðna sem nú hafa staðið yfir í rúm 4 ár, en segja má að þær hafi smám saman leitað í þann farveg að reynt yrði að ná samkomulagi um að draga sem mest úr þeim stuðning við land- búnað sem hefur markaðstruflandi áhrif. Þar er fyrst og fremst um að ræða um beinar niðurgreiðslur á vöruverði og útflutningsbætur. Á fundi GATT-viðræðunefndar- innar í júlí var málamiðlunartillaga formanns landbúnaðarnefndar, Hollendingsins de Zeeuw, hafnað. Hins vegar varð samkomulag um að hvert land gæfi fyrir 1. október samræmt yfirlit um stuðning við landbúnað og fyrir 15. október legðu löndin fram hugmyndir sínar eða tilboð um hvernig dregið yrði úr slíkum stuðningi á tilteknu ára- bili. Það er hins vegar ekki einfalt mál að henda reiður á því hvernig stuðningi við landbúnað í einstök- um löndum er háttað. Öll hin iðn- væddu ríki heimsins styðja land- búnað sinn. Hin hefðbundna og um leið mik- il- vægasta ástæða er þörfin fyrir að tryggja nægilegt og öruggt fram- boð matvæla. Vegna árferðissveiflna væri stöð- pgt og öruggt vöruframboð í mörg- um greinum óhugsandi án skipu- lags og stuðnings hins opinbera. Þá styðja margar þjóðir landbún- að sinn beinlínis sem hagvarnir til þess að vera ekki öðrum þjóðum háðar um nauðsynlegustu matvæli. Loks vil ég nefna sem ástæðu við- leitni manna og til þess að stuðla að tekjujöfnun í þjóðfélaginu og sem jafnastri tekjulegri og félagslegri stöðu bænda borið saman við aðra þjóðfélagshópa. Neikvæðar aukaverkanir Það verður hins vegar að viður- kenna að þessi stuðningur hefur ýmsar neikvæðar aukaverkanir í för með sér, meðal annars þær að verð búvara á heimsmarkaði eru í mörg- um tilfellum langt undir fram- leiðslukostnaði. Þar er í mörgum tilfellum verið að selja afgangsvörur á verði sem ekki er í neinum tengslum við fram- leiðslukostnað í viðkomandi landi. f þessu sambandi er rétt að hafa í huga að einungis 2-3% af heildarbúvöruframleiðslu heimsins eru seld í milliríkjaviðskiptum. Þetta ástand er meginástæða þess að nú er reynt að koma betra skipulagi á þessi mál innan GATT. I umræðum um GATT-samning- ana hefur, að minnsta kosti hér á landi, mest verið fjallað um land- búnaðinn. Því fer hins vegar víðs fjarri að landbúnaðarvörur séu eini vöruflokkurinn sem þar er fjallað um. Alls er yfirstandandi GATT-viö- ræðum skipt f 15 málaflokka og eru iðnaðarvörur þar fyrirferðarmestar. Iðnaðarframleiðsla nýtur gífurlega mikils stuðnings hins opinbera í mörgum löndum, ekki síður en landbúnaður, og hefur sá stuðning- ur í mörgum tilfellum mjög mark- aðstruflandi áhrif. {skýrslu sem stjórn EB birti í júlí sl. kemur fram að opinber stuðn- ingur við iðnað í löndum banda- lagsins nemur um 650 milljörðum danskra króna á ári. Við íslendingar þekkjum áhrif slíkra aðgerða, t.d. á fataiðnað, skipasmíðar og skipaviðgerðir, sem nánast hafa lagt þá starfsemi í rúst hér á landi á undanförnum árum. Eins og áður segir styðja öll iðn- ríkin landbúnað sinn í verulegum mæli en í þróunarlöndunum er þessi stuðningur mun minni. Það er hins vegar mjög breytilegt frá einu landi til annars í hvaða formi stuðningur er veittur. Algengt er að veittir séu styrkir í ýmsu formi til endurskipulagning- ar og framleiðniaukandi aðgerða. Þar má nefna stuðning við fjárfest- ingar og til rannsókna og leiðbein- inga. Meiri þýðingu, bæði fyrir afkomu bænda og fyrir viðskipti með bú- vöru, hafa í raun ýmsar stuðnings- og verndaraðgerðir sem tengdar eru framleiðslu einstakra vara. Slíkar varnar- og stuðningsaðgerðir geta verið með ýmsu móti en í GATT-viðræðunum er þeim í megin atriðum skipt í þrjá flokka, þ.e. 1. stuðningur innanlands (intern stötte) sem byggir á beinum stuðn- ingi við tiltekna framleiðslu, 2. inn- flutningsvernd í formi tolla og/eða banns og 3. innflutningskvótar og útflutningsbætur. í þessu sambandi er einnig gerð- ur greinarmunur á annars vegar stuðningi sem fjármagnaður er með sköttum hins opinbera og hins vegar stuðningi sem neytendur greiða í formi hærra vöruverðs. Þessi fjölbreytileiki í stuðningi veldur miklum vandræðum í GATT- viðræðunum. í lyrsta lagi er mjög erfitt að bera saman stuðning í ein- stökum löndum og í öðru lagi er ágreiningur um hvað af þessum að- gerðum er mest markaðstruflandi. Þessi atriði eru það sem mestum ágreiningi valda milli hinna tveggja stóru í GATT-viðræðunum, þ.e. Bandaríkjanna og EB. Til þess að skýra þetta eilítið nán- ar má geta þess að Bandaríkjamenn hafa í aðalatriðum valið þá leið að styrkja sinn landbúnað með bein- um greiðslum til kornbænda. Þessi stuðningur nemur mismuni þess viðmiðunarverðs sem ríkisstjórnin hefur ákveðið innanlands og þess verðs sem fæst fyrir korn á heims- markaði. Stuðningur er greiddur jafnt á það korn sem nýtt er innan- lands í Bandaríkjunum og það sem flutt er út. Aðrar búgreinar, svo sem mjólk- ur- framleiðsla og kjötframleiðsla, njóta góðs af þessu, þar sem þær Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda. geta keypt fóðrið á heimsmarkaðs- verði. Þessar aðgerðir virka einnig óbeint sem innflutningsvernd þar sem verðlagi bandarískra búsafurða er með þessu móti haldið niðri. Þessar stuðningsaðgerðir túlka Bandaríkjamenn hins vegar sem innri stuðning en ekki útflutnings- bætur og gera kröfu um að mega halda honum áfram. Ástæða þess að ég hef skýrt þessi atriði hér, góðir fundarmenn, er sú að þau eru undirstaða þess að menn geti áttað sig á stöðu mála í GATT- viðræðunum og um hvað þær í raun og veru snúast. Hve mikill er stuðningurinn? Ýmsar aðferðir eru notaðar til þess að mæla stuðning við landbúnað í hinum einstöku löndum. Á vegum OECD hefur stuðningur við land- búnað í löndum þess verið mældur samkvæmt svokallaðri PSE aðferð, Producer Subsidy Equivalent. Evr- ópubandalagið hefur notað afbrigði af PSE aðferðinni, þ.e. svonefndan SMU-útreikning; Support Measure- ment Unit. í GATT-viðræðunum varð hins vegar samkomulag um að nota svonefnda AMS aðferð ,Aggre- gate Measurement of Support" sem er eins konar samnefnari hinna að- ferðanna. Með þessari reikniaðferð er reynt að meta heildarstuðning við landbúnaðinn. Nú hafa verið reiknuð út AMS gildi fyrir ísland og kemur í ljós að sá stuðningur sem landbúnaður nú nýtur er svipaður og hjá nágranna- þjóðum okkar, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, eins og við hjá Stéttar- sambandinu höfum haldið fram. Heildarstuðningur við íslenskan landbúnað samkvæmt AMS út- reikningi er 9,1 milljarður króna á verðlagi ársins 1988. Þessi stuðn- ingur er flokkaður niður eftir eðli hans samkvæmt fyrirmælum frá höfuðstöðvum GATT. Þar vegur þyngst „reiknuð mark- aðsvernd", tæpir 4,4 milljarðar króna. í þeirri tölu er metinn til fjár sá stuðningur sem í því felst að ekki er leyft að flytja inn búvörur tillandsins. Einnig mætti segja að þessi tala sýni þann viðbótarkostn- að sem því fylgir fyrir neytendur að geta ekki keypt búvörur á heims- markaðsverði. Ég legg áherslu á að hér er um reiknistærð að ræða en ekki framlag af hálfu hins opinbera. Næst þyngst vega svo niður- greiðslurnar, 3,1 milljarðar króna. Þriðji liðurinn er framlag til lækk- unar á kostnaði, þ.e. framlag til ræktunar o.fl., 217 milljónir, og loks það sem nefnt er „almenn þjónusta" tæpar 1,7 milljarðar króna. Þar í eru meðal annars fram- lög til Framleiðnisjóðs landbúnað- arins, framlag til Lífeyrissjóðs bænda og til Sauðfjárveikivarna. Þessi stuðningur er síðan flokk- aður í annars vegar markaðstrufl- andi aðgerðir og hins vegar „innri stuðning" eða þjónustu. Undir markaðstruflandi stuðning fellur markaðsverndin og niðurgreiðsl- urnar upp á samtals 7,2 milljarða króna en undir almenna þjónustu koma tæpir 2 milljarðar króna. Ég vek athygli á því að framlög til svo- kallaðrar almennrar þjónustu eða „innri stuðningur" er mun lægri hér á landi en t.d. í Noregi. Hjá okk- ur er þessi hluti heildarstuðnings- ins 20,7% en hjá Norðmönnum er hann 43%. Ég vek einnig athygli á því að í GATT-viðræðunum er ekki gert ráð fyrir niðurskurði á þessum þætti og ekki gert ráð fýrir að athugasemdir verði gerðar við það þótt hann verði aukinn. Til viðbótar þeim stuðningi sem AMS útreikningarnir gefa til kynna koma svo útflutningsbæturnar sem á árinu 1988 voru 920 milljónir króna. í heild nemur því sá stuðn- ingur sem landbúnaðurinn nýtur rúmum 10 milljörðum króna m.v. árið 1988. Þar er hinn reiknaði markaðsstuðningur tæpir 4,4, milljarðar króna. í umræðum um stuðning við Iandbúnaðinn hafa ýmsir gripið til þeírrar einföldunar að hægt væri að bæta hag neytenda í landinu sem næmi þessari fjárhæð með því að afnema allan stuðning við landbún- aðinn. Jafnvel að beinlínis væri hægt að senda hverri fjölskyldu ávísun upp á 200 þúsund krónur. Slíkur málflutningur er fjarri öll- um raunveruleika þó að hann hafi verið borinn á borð. Engu er líkara en að þeir sem reka þann áróður haldi að í svo flóknu máli séu öll meðöl leyfileg þar sem almenning- ur hafi ekki aðgang að upplýsing- um sem geri honum kíeift að mynda sér sjálfstæða skoðun. Frá fúndi bændasamtakanna um GATT-viðræðumar. Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, í ræðustóli. Haukur Halldórsson er lengst til hægri. Við hlið hans situr Jónas Jónsson, búnaðarmálastjórí. Timamynd:. Ámi Bjama.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.