Tíminn - 08.11.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.11.1990, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 8. nóvember1990 Miönætursýning í Borgarleikhúsinu Fimmtugasta sýning á „Sigrúnu Ástrósu" cftir Willy Russell vcrður næst komandi fbstudag á litla sviði Borgarlcikhússins. Uppsclt cr á sýninguna. „Sigrún Ástrós" var frumsýnd seint á síðasta lcikári, fór í lcikfor um landið í sumar og hcfur átt áframhaldandi vinsældum að fagna í haust. Scm kunnugt cr, lcikur Margrct Hclga Jóhannsdóttir cina hlutvcrkið, cn Hanna Maria Karlsdóttir cr lcikstjóri. Miðnætursýning vcrður fbstudaginn 9. nóvember á „Fló á skinni". Uppsclt hefúr vcrið á nær allar sýningamar á „Flónni" f haust. Vcgna þcssarar miklu aðsóknar er miðnætursýningu skotið inn og cinnig cftirmiðdagssýningu, scm vcrður á sunnudaginn kemur, 11. nóv. Enn cr hægt að fá miða á þessar sýningar. „Eg cr mcistarinn", frumsmíð hbfúnd- arins, Hrafnhildar Hagalín Guðmunds- dóttur, hefur hlotið mjbg góðar viðtökur lcikhúsgesta. Uppselt hcfúr vcrið á allar sýningamar — og reyndar er uppselt á „Meistarann" út nóvember. „Ég cr hættur! Farinn!" cftir Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur hefúr cinnig hlot- ið góðar viðtökur. Næsta sýning er mið- vikudaginn 7. nóvcmbcr. Atlantshafsverölaun NATO 1990 Sjöunda árið í röð, veitir NATO Atlants- hafsverðlaunin borgara f aðildarriki sem hcfúr starfað ötullega að markmiðum Atl- antshafsbandalagsins. Þctta árið hlýtur vcrðlaunin Giovanni Malagodi scnator ffá Ítalíu. Verðlaunin veitti sjálfstæð úthlutunamefnd undir for- sæti I. Bourioyannis-Tsangaridis scndi- JÍcrra, fastafúlltrúa Grikklands í Atlants- hafsráði. Giovanni Malagodi fæddist í London. Hann lagði stund á laganám við háskól- ann i Róm og lauk brottfararprófi mcð rit- gcrð um pólitísk hugmyndakcrfi, scm hinn kunni heimspckingur Bencdctto Crocc lauk lofsorði á. Á löngum og glæsilcgum fcrli hefúr Malagodi scnator ávallt verið dyggur málsvari samvinnu Evrópu og Bandarikj- anna og vestrænnar samstöðu. Gcrt er ráð fyrir að Malagodi taki við vcrðlaununum úr hcndi aðalritara NATO, Manfrcds Wömcr, við athöfn i aðalstöðv- um NATO scinna á þessu ári. Áður hafa efíirtaldir mcnn hlotið Atl- antshafsvcrðlaun NATO: Dr. Pcr Markus- scn, Danmörku; E.H. van dcr Bcugcl pró- fessor, Hollandi; dr. Karl Waiser prófcss- or, Þýskalandi; Picrrc Harkcl, Bclgíu; Paul Nitzc scndiherra, Bandaríkjunum; Sir Michael Howard, Brctlandi. Nýjar kiljur íslenski kiljuklúbburinn hefúr sent ffá sér þijár nýjar bækur: Gunnlaðar saga cr önnur skáldsaga Svövu Jakobsdóttur. Sagan hefúr vakið mikla athygli ffá þvf hún kom fyrst út át|- ið 1987, hún hefúr verið gefin út á erlend- um málum og var tilncfnd af íslands hálfú til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1989. í bókinm segir ffá þvf að ung íslensk stúlka cr tekin höndum f Þjóð- minjasafni Dana þar sem hún stendur við brotinn sýningarglugga með forsögulegt gullker í höndunum. Móðir stúlkunnar fer til Kaupmannahafnar á fúnd hcnnar. Skýringar dótturinnar á vcrknaðinum hrinda af stað óvæntri atburðarás svo að dvöl móðurinnar verður önnur en fyrir- hugað var. Bókin cr 196 bls. Hvita húsið hannaði kápu. Grasið syngur er víðffæg skáldsaga eftir Doris Lessing. Þar er sagt frá Mary, hvítri konu í Ródcsíu, sem kveður til- breytingarlaust lff f stórborginni og hafn- ar f gæfúsnauðu hjónabandi með bónda nokkrum. Hún hcfúr andúð á lífinu f sveitinni og lítur niður á þá innfæddu. Af ofstækisfúllri hörku snýst hún gegn svört- um þjóni sínum scm hún þó bæði laðast að og fyrirlítur, uns valdið snýst í höndum hcnnar. Birgir Sigurðsson þýddi bókina sem er 200 bls. Hvíta húsið hannaði kápu. Stálhellar er ein frægasta vísindaskáld- saga allra tíma og höfúndurinn, Isaac As- imov, einn sá virtasti í þcssari bókmcnnta- grcin. í fjarlægri framtfð fær lögreglu- maðurinn Lije Balcy það erfiða verkcfni að rannsaka dularftillt morð á mikils- metnum Geimverja. En ekki nóg með það, Geimvcijar treysta ekki Jarðarbúum einum til að fást við málið og senda hon- um aðstoðarmann til fijlltingis, Daneel V. Olivaw, sem reynist óvenju fúllkomið vélmenni. Geir Svansson þýddi bókina sem er 236 bls. Næst hannaði kápu. Sérstakir Sinfóníutónleikar í tengslum viö Undraheim IBM Niunda sinfónía Dvoraks, aría greifafrú- arinnar úr Brúðkaupi Fígarós og Adagio ffá 1965 fyrir flautu, hörpu og strcngi cft- ir Jón Nordal — þetta cru nokkur atrið- anna á efnisskrá sérstakra tónlcika Sin- fóníuhljómsveitar íslands sem haldnir verða næstkomandi laugardag í tcngslum við sýninguna Undrahcimur ÍBM 7.-11. nóvcmbcr. Tónleikamir verða kl. 15 i Há- skólabíói. Stjómandi er Páll P. Pálsson og cinsöngvari Sólrún Bragadóttir. Tónleikamir eru haldnir fýrir sérstaka boðsgesti IBM á íslandi. Það helgast af því að IBM á íslandi er aðalstyrktaraðili Sinfóníunnar á yfirstandandi starfsári og jafnframt fýrsta cinkafýrirtækið til að axla þá menningarlegu ábyrgð að styrkja starf- semi Sinfóniunnar. Styrkur IBM á íslandi cr umtalsverður. Hann er Sinfóníuhljómsveitinni mikil hvatning og kærkomin viðurkenning á gildi hcnnar f menningarlífi þjóðarinnar. Hann mun tvímælalaust auka Sinfóníunni þrótt til að cfla hljómsveitina og takast á við ný verkcfni í uppbyggingu hennar. Það er skoðun Sinfóniuhljómsveitarinnar og vclunnara hcnnar að ÍBM á Islandi hafi með þcssum hætti sýnt íslenskri menningu og tónlistarlífi mikla hollustu og vclvild í verki. Vonast hljómsvcitin til að fleiri öflug fýrirtæki á íslandi fýlgi þessu cinstæða fordæmi IBM á íslandi. í samningi IBM á fslandi og Sinfóníu- hljómsveitarinnar er gcrt ráð fýrir að Sin- fóníuhljómsveit íslands haldi eina tón- leika fýrir IBM á starfsárinu. Það er Sin- fóníunni gleðicfni að fá þannig tækifæri til að þakka IBM stuðninginn. IBM hefúr valið að gefa sérstökum boðsgcstum sfn- um tækifæri til að hlýða á Sinfóniuhljóm- svcitina í tcngslum við sýninguna Undra- hcimur IBM scm stcndur yfir dagana 7.- 11. nóvcmbcr í Hekluhúsinu við Lauga- veg. Efnisskrá tónlcikanna cr valin af starfsmönnum IBM. Efnisskrá IBM-tónlcikanna verður sem hér segir: Katsjaturian: Tveir þættir úr Masqu- eradc Suitc. Mozart: Aría grcifafrúarinnar úr Brúðkaupi Fígarós. Einsöngvari Sólrún Bragadóttir. Jón Nordal: Adagio ffá 1965. Lehar: Lag úr ópcrcttunni Zarcwitch. Ein- söngvari Sólrún Bragadóttir. Sigvaldi Káldalóns: Sprcngisandur. Útsctning Páll P. Pálsson. Hlé. Dvorak: Níunda sinfón- ian — Úr nýja heiminum. Bresk minningarathöfn í Fossvogskirkjugaröi Hin árlcga minningarathöfn um fallna hermenn Breska samveldisins verður haldin sunnudaginn II. nóvember, við hermannagraffeitinn í Fossvogskirkju- garði og hefst athöfhin að venju klukkan 10.45. Þama gcfst fólki tækifæri til að heiðra minningu þeirra miljóna manna sem I gegnum árin hafa látið lffið í þágu ffiðar og ffelsis. Séra Amgrímur Jónsson stjómar minningarathöfhinni og öllum er vclkomið að taka þátt f hcnni. Flugvél úr konunglega breska flug- hemum mun fljúga yfir kirkjugarðinn klukkan 10.55, til heiðurs hinum follnu. f hermannagraffeit Breska samveldis- ins í Fossvogskirkjugarði em grafir 128 breskra hcrmanna og 84 grafir hermanna ffá öðmm löndum, þar á meðal 47 Kan- adamanna og 5 Ástralfumanna. Sýning á vegum Háskólabókasafns í tilefni af 50 ára afmæli Háskólabóka- safns hefúr verið efnt til sýningar í and- dyri aðalbyggingar háskólans. Greint er á vcggspjöldum ffá starfsemi safnsins, sögu þess og þróun, bæði f máli og myndum. Sýndar era bókagjafir sem safninu hafa borist á afmælisárinu, svo og ýmis gömul og merk rit úr eigu safnsins. Sýningin stcndur til 15. nóv. nk. Breiðfirðingafélagið Félagsvist verður nk. fostudag, 9. nóvem- bcr, ld. 20.30 f Breiðfirðingabúð, Faxa- fcni 14. Allir vclkomnir. Félag eldri borgara Opið hús f Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag. Kl. 14 Fijáls spilamennska. Kl. 19.30 félagsvist. KI. 21 Dansað. FEB óskar eflir fólki til að sclja jólakort, upp- lýsingarí síma 28812. Kynningarfundur AL-ANON-samtakanna Opinn afmælis- og kynningarfúndur AL- ANON-samtakanna vcrður haldinn sunnudaginn 18. nóvcmber 1990 í Bú- staðakirkju kl. 16.00. AL-ANON-samtökin voru stofnuð á íslandi 18. nóvember 1972 og era félags- skapur ættingja og vina alkohólista. AL-ANON-samtökin hafa aðeins cinn tilgang: að hjálpa aðstandendum alkohól- ista. Á fundinum munu koma fram og segja sína sögu þrír AL-ANON-félagar, einn félagi AA-samtakanna, sem era samtök alkohólista og cinn félagi frá ALATEEN, scm era félagsskapur aðstandcnda alko- hólista 12-19 ára. Kaffiveitingar. Nánari upplýsingar um samtökin er hægt að fá á skrifstofu AL-ANON í sima 19282, frá kl. 9.00-12.00 alla virka daga. Tónleikar í Ásmundarsal Þau Robyn Koh scmballeikari og Einar Kristján Einarsson gftarleikari halda tón- leika f Ásmundarsal við Freyjugötu sunnudaginn 11. september klukkan 16. Meginhluti efhisskrárinnar er islensk samtímatónlist fýrir sembal og gftar. Flutt vcrða samleiksverk eftir Þorkel Sigur- bjömsson og Áskel Másson, „Þijár pre- Iúdíur" fýrir sembal cftir Hróðmar Sigur- bjömsson, „Hvaðan kemur lognið?" cflir Karólfnu Eiríksdóttur, auk verka eflir Manuel Ponce og Luigi Boccherini. Robyn Koh og Einar Kristján Einars- son hafa lcikið saman um þriggja ára skeið og komið ffarn víða á Islandi og Englandi, þar sem þau stunduðu nám. HONNUN auglýsingar ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í Tímanum AUGLÝSINGASÍMI MINNING Bjöm Gunnarsson bóndi að Hofi í Fellum Nú styttist óðum í að aldamótakynslóðin hverfi af yfirborði jarðar. Hér vcrður minnst Bjöms Gunnarssonar, bónda að Hofi f Fcllahreppi, sem andaðist 20. april s.l., tæplcga 86 ára. Bjöm var fæddur 22. júlí 1904 að Hofi, og þar ól hann allan sinn aldur, var bóndi þar i rúm 50 ár. Gunnar, faðir Bjöms, var Jónsson, Rafnssonar i Gilsártcigshjáleigu. Gunnar var bóndi á Hofi, mcð Bimi bróður sínum, cn varð skammlífúr, lést 1919. Þcir bræð- ur giftust systram frá Finnsstöðum í Eiða- þinghá, Stcinunni og Ingibjörgu Áma- dætram. Þeir vora búmenn góðir og sam- hcntirum búreksturinn. Hcimili þcirra var orðlagt fýrir gestrisni og grciðasemi. Móðir þcirra bræðra var Guðflnna Bjömsdóttir, Jónssonar í Snjóholti. Jón Rafnsson var annar maður hcnnar, en fýrr átti hún Bjöm Bjamason, bónda á Hofi. Sama ættin hcfur búið á Hofi frá því um 1860. Sagt cr að séra Sigurður Gunnarsson á Valþjófsstað hafi fært inn f prcstþjónustu- möppu sina, að Jón Rafhsson á Hofi væri bcsti kall, þó hann kæmi sjaldan til kirkju. Stcinunn, móðir Bjöms, var Ámadóttir, Þórðarsonar á Finnsstöðum. Kona Þórðar bónda var Eygcrður Jónsdottir panfils, scm kallaður var. í þjóðsögum scgir, að Þórður hafi slcgið slöku við hcyskapinn fýrsta sumarið sem Eygcrður var á Finns- stöðum, því hann/fyddi svo miklum tima f að horfa á hanar; og varð heylaus um vor- ið. Hann bætti 'þetta brot sitt þó rækilega upp aftur, því hann \>ar jafhan vél birgur af hcyjum og gat miðlaðöðrum í hörðum ár- um, cnda era Finnsstáðjr einhvcr bcsta heyskaparjörð á Héraði. Áí Bimi á Hofi kippti f kynið lil þessara for- feðra sinna, því hann var góður bóndi í þess orðs fýllstu mcrkingu; aldrci ncinn stórbóndi, cn hann átti fallcgar skcpnur, fóðraði þær vcl og var natinn við hirðingu þeirra, svo þær gáfu góðar afúrðir. Þröng- býlt var á Hofl, alltaf tvíbýli og stundum þríbýli. Þótt jörðin sé ekki stór er hún með hinum bctri í Fellum, landið mcstallt gró- ið og gamla túnið óvcnju gott. Hcstamir á Hofi vora um citt skcið stærri en almennt var á bæjum. Kannskc hafa það verið crfðir, en Ifklcga þó mcst af góðu uppeldi, cnda þolnir undir klyfjum og traustir til rciðar. Kærlciki mikill var mcð Bimi og systk- inum hans, scm aldrei féll skuggi á. Þctta fólk á Hofi vann ætið saman, að öllum störfúm, meðan Jón Gunnarsson, bróðir hans, lifði, þótt búin á Efra-Hofi væra tvö og þau hefðu sínar skcpnur aðskildar. Jón lést árið 1969 og Guðfmna systir hans hætti búskap. Eflir það bjuggu þau Bjöm og Sigurlaug kona hans með bömum sín- um á Efra-Hofi, þar til Gunnar sonur þeirra og dóttir þcirra Sigurvcig tóku við búskapnum, ásamt mökum sínum, 1972, cn sfðan hefúr aftur vcrið tvíbýlt á Efra- Hofi. Bjöm átti þó lcngi fácinar kindur, sér til gamans, þar til honum fór að daprast sjón. Að öðra lcyti var hann hraustur fram á elliár. Hann var harðduglcgur og fýlginn sér, gat orðið hamhlcypa til vcrka ef mik- ið lá við, t.d. við hcyhirðingu. Bjöm hcit- inn var hressilegur í viðmóti, oflast fáorð- ur cn orðhcppinn og spaugsamur, náði tungutaki manna og töktum cf hann vildi. Hann lét meiningu sína í ljós i hvetju máli svo vel skildist, og var vinur vina sinna, sem aldrci brást. Gestrisni var bæjarbragur á Hofi og greiðascmi Hofsmanna alkunn. Þegar gcst bar að garði á Hofl og flciri en cinn heimamanna vora úti staddir, við bæjar- dyr eða í teignum, yar sá scm fýrst var hcilsað búinn að bjóða gcstinum inn, áður en þeim síðasta var hcilsað. En það skal tckið fram, að karlmcnn í Fellum heilsuð- ust með kossi á vangann, langt fram á þessa öld, a.m.k. á nágrannabæjum. Hér og f fýrri grcinum um ífofsmenn, hefúr það komið fram, hvcrsu mikil ein- drægni rikti í sambúð frændfólksins á Hofi. Það var réttncfút kærleiksheimili. Hofsfólk sótti lítið samkomur og fúndi f sveitinni, ncma lögboðna mannfúndi, cins og hreppamót, kosningar o.fl. Fyrir það losnuðu „Hobbar" líka við ýmislegt nefndarstúss. Þcir virtust því í rauninni ckki vera félagslcga sinnaðir. (Þeir áttu heldur cngin náin skyldmcnni í hrcppn- um, og gæti það hafa orsakað vissa ein- angrun). Iðjuscmi var mikil á heimilinu. Mikið var tætt, og tóku karlmenn jafnt sem kon- ur þátt I ullarvinnu. Karlmenn á Hofi sátu aldrei auðum höndum þegar f bæinn var komið, nema cf gcstir vora, þá gáfú þeir sér góðan tfma að ræða við þá. Allir undu sér vcl við sitt, og ekki held ég að fólkið hafi verið þankafúllt útaf skólagöngu. Enginn af aldamótakynslóðinni á Hofi fór f skóla, utan vcnjulega bamafræðslu, og var þó ekki fáfróðara en ýmsir þeir skóla- gengnu. Fólkið var mjög bókþyrst. Ekki var þar siður, að einn læsi fýrir alla, sem lengi hafði tíðkast á íslenskum heimilum. Karlmcnn áttu allir olíulampa, 6-8 lína brennara, scm héngu á nagla yfir rúmun- um eða stóðu á kofforti, og lesið var eflir að menn háttuðu, ofl æðistund fýrir svefn- inn. Þeir munu einnig hafa átt hver sinn steinolíudunk, 1-2 gallona, sem keypt var á f kaupfélaginu á haustin, en ckki hellt á lampana af olíuforða búanna. Olían á lampana var líka eini kostnaður við kvöídskólann á Hofi, því bækur fcngu þcir að láni flestar, úr Bókasafúi Fram- Fellinga. Voru það fúrðu góðar bækur, en þurfti þó ckki til, því að allar bækur í safú- inu vora þá lcsnar upp til agna. Góðar sögubækur urðu fólkinu líka ti! umtals og lærðu menn sumar þcirra utanbókar. Vfst vcita bækumar fólki fróðleik og skcmmtun, cn þó var sauðkindin mikill þáttur í lífi Hofsfólks, eins og auðvitað allra góðra fjármanna, og þurfa menn ckki að skammast sín fýrir það. Fjárhúsin á Hofi voru öll vel upp byggð og loflgóð, svo vel fór um skepnumar, og umhirða fjárins öll til fýrirmyndar. Á Hofi var hópur forystufjár og var fjölbreytni al- veg ótrúleg i litum þess. Forystuféð fór að halda hóp á haustin (og svona margt). Fengu Hofsmcnn oft sprett við það. í góðri hausttíð sókti féð í heiðina, og slóst þá fleira fé i forina. Hofspiltar vora frisk- ir á fæti, cnda vanir fjallgöngum. Hcyskapnum á Hofi lauk ætíð fýrir gangnahclgina. Var sle^ið úr vissan dag í vikunni fýrir göngur. Ut af því var aldrei bragðið, hvort sem heyjaðist vel cða illa. Allir urðu að vera fijálsir þegar smöluð var fýrsta gangan heim i réttina, og út á réttina kom hvert mannsbam á hveiju hausti. Væra litlir þurrkar fýrir gangna- hclgina og úthcy undir, var því jafnað of- an á i hlöðumar og kom ekki að sök. Þessi haustþrá eftir kindunum sínum er mörgu sveitafólki f blóð borin. Nú er farið að líta á kindina frá öðra sjónarmiði, siðan gagn- semi hennar breyttist sfðari áratugina. Ég hcf nú reynt að gera háttum Hofs- fólksins nokkur skil, eins og þeir birtust mér framan af öldinni, og minnast um leið mfns gamla vinar, Bjöms Gunnarssonar á Hofi. Ekki vcrður hans minnst, nema Sig- urlaugar (Laugu) konu hans sé að ein- hveiju gctið. Foreldrar hennar vora hjón- in Jón Pétursson og Rósa Hávarðardóttir, sem bjuggu á ýmsum bæjum i Fellum, m.a. á Setbergi. Föðurafi Sigurlaugar var Pétur Svcinsson, sem bjó um tíma á Bessastöðum, en var annars á ýmsum bæjum við smíðar og lenti að lokum suð- ur í Álflafjörð. Hann var sonur Svcins Pálssonar, Þorsteinssonar á Melum, scm Melaættin er talin frá. Kona Péturs var Ragnhildur Sigurðardóttir frá Amalds- stöðum. Rósa var dóttir Hávarðar Jóns- sonar, bónda á Grand í Mjóafirði, Torfa- sonar, og Sigurlaugar Sveinsdóttur úr Borgarfirði. Móðir Hávarðar var Rósa Guðmundsdóttir frá Hofi í Mjóafirði og hcnnar móðir Þórdís Gfsladóttir frá Finns- stöðum, systir Þórðar, langafa Bjöms Gunnarssonar, og þar koma ættir þcirra hjóna saman. Sigurlaug stóð dyggilcga við hlið bónda síns í búskaparönnum á Hofi, notaleg hús- móðir og bamgóð, og Bjöm var líka góð- ur heimilisfaðir, sem helgaði heimilinu hveija stund. Böm þcirra Bjöms og Sigurlaugar era: Bjöm Ingibcrgur, ógiflur, býr hcima á Hofi; Ragnhciður Nanna, gifl Þorsteini Þórhallssyni ffá Langhúsum, eiga tvo syni og búa á Reyðarfirði; Sigurveig, gifl Sig- urði Gylfa Bjömssyni ffá Grófarseli f Hlíð,. þau eiga 3 böm og búa á Hofi; yngstur er Gunnar, kona hans er Björg Guðlaugsdóttir ffá Fáskrúðsfirði, eiga 4 böm og búa félagsbúi við hin systkinin á Hofi, svo ættartengsl Hofsfólksins era þar enn til staðar. Að lokum þakka ég þér, Bjöm, fýrir langa og góða viðkynningu. Sjáumst síð- ar. Hallgrímur Helgason, Droplaugarstöðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.