Tíminn - 09.11.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.11.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 9. nóvember 1990 "Tíminn 3 Þjóðarflokkur hafnar og afneitar aðild að Heimastjórnarsamtökum: Tómar flugufregnir Þjóðarflokkurinn á enga aðild að stofnun Heimastjómarsamtak- anna og engar viðræður hafa átt sér stað milli talsmanna þessara flokka um samruna þeirra eða bandalag á einu eða öðm sviði. Það er því rangt, sem skilja má af ummælum hvatamanna að stofnun Heimastjómarsamtakanna, að Þjóðarflokkurinn eigi aðild að kosn- ingaundirbúningi á vegum Heimastjómarsamtakanna. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá Þjóðarflokknum sem send hefur verið til fjölmiðla. í tilkynningunni segir ennfremur að harma beri að ranglega hafi verið greint frá þessu máli, slíkt hafi aldrei verið til fram- dráttar góðum áformum um sam- stillingu þeirra krafta sem helst gætu orðið til framdráttar lýðræði í land- inu og landsbyggðinni til réttarbóta. Árni Steinar Jóhannsson, talsmaður Þjóðarflokksins, segir að með þessu vilji Þjóðarflokksmenn leiðrétta end- urteknar flugufregnir um meinta að- ild flokksins að stofnun Heimastjóm- arsamtakanna. Ámi sagði að síðustu fiögur ár hafi Þjóðarflokkurinn þurft hvað eftir annað að leiðrétta fullyrð- ingar Stefáns Valgeirssonar um sam- vinnu og/eða sammna samtaka hans og Þjóðarflokksins. Ámi sagði að fylg- ismenn Þjóðarflokksins hefðu áhyggjur af þessu og til að leiðrétta slíkan misskilning í eitt skipti fyrir öll, þá stæði sú ákvörðun óhögguð að Þjóðarflokkurinn byði fram f öllum kjördæmum landsins við næstu al- þingiskosningar. Landsfundur Þjóðarflokksins verður haldinn í Ölfusborgum dagana 23.- 25. nóvember nk. Helstu umræðu- efni verða stefnuskrá flokksins og stjómmálayfirlýsing flokksins verður rædd og afgreidd. Undirbúningur kosninga er hafinn í öllum kjördæmum landsins og segir Árni Steinar að á landsfundinum sé stefnt að því að lögð verði fram drög að framboðslistum og þeir verði síðan gerðir opinberir fljótlega eftir lands- fund. hiá-akureyri. Menntaskólinn við Hamrahlíð: Myndbands- tækjum stolið Tveimur myndbandstækjum, af gerðinni Panasonic og Fisher, var stolið úr Menntaskólanum við HamrabJfð um heigina. Tældn voru geymd í tækjakompu í austur- hluta skólans en ekki er vitað ná- kvæmlega hvenær um helgina þau hurfu. Þjófnaðurinn var tilkynntur til Rannsóknariögreglu ríkisins sl. mánudag og vinnur hún að rann- sókn málsins. —SE m iipj SKOÐANAKONNUN fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík um val á frambjóðendum Framsóknarflokksins í Reykjavík, fýrír næstu kosningar til Alþingis, fer fram laugardaginn 10. og sunnudaginn 11. nóvember nk. að Hafnarstræti 20,3. hæð, Reykjavík (væntanlegri skrífstofu Framsóknarflokksins í húsnæði Strætisvagna Reykjavíkur við Lækjartorg). I framboði eru eftirtaldir aöilar: Anna Margrét Valgeirsdóttir, nemi Ásta Ragnheiður Bolli Héðinsson, Finnur Ingólfs- Guðmundur Jóhannesdóttir, efnahagsráðgjafi son, aðstoðar- Birgir Heiðars- deildarstjóri forsætisráðherra maður heilbrigð- son, leigubif- isráðherra reiðastjóri Guðmundur G. Þórarinsson, al- þingismaður Hermann Svein- bjömsson, að- stoðarmaður sjávarútvegsráð- herra SigfúsÆgir Ámason, fram- kvæmdastjóri Þór Jakobsson, veðurfræðingur. ✓ Skoðanakönnun fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík ^ ÍATKVÆÐASEÐILL Velja skal fjóra frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Merkja skal með tölustöfum 1,2,3, og 4 í reiti framan við nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem kjósandi vill aðframbjóðendurtaki sæti áfTamboðslistaFramsóknarflokksins í Reykjavík Rétt til þátttöku í skoðanakönnuninni hafa allir fulltrúaráðsmenn í fulltrúaráði framsóknarfélaganna í Reykjavík og varamenn þeirra. Kjósendur skulu velja fjóra frambjóðendur, hvorki fleiri né færrí, og merkja með tölustöfum við nöfn þeirra og í þeirri röð sem þeir vilja að frambjóðendur taki sæti á framboðslistanum, þ.e. 1 við þann sem kjósandi vill í fyrsta sæti, 2 við þann sem sem skipa á annað sæti, 3 við þann sem skipa á þríðja sætið og 4 við þann sem skipa á fjórða sætið. Sá frambjóðandi sem flest atkvæði fær í 1. sætið telst kjörinn í það sæti, sá sem flest atkvæði fær í 1. og 2. sætið samanlagt hlýtur annað sæti, sá sem flest atkvæði fær í 1., 2. og 3. samanlagt hlýtur þríðja sætið og sá sem flest at- kvæði fær í 1., 2., 3. og 4. sæti samanlagt hlýtur fjórða sætið. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar er bindandi hvað snertir þá frambjóðendur sem hijóta 50% eða meira gildra atkvæða í eitthvert af fjórum efstu sætun- um. Sími á kjörstað er 624480 Utankjörfundarkosning fer fram á skrífstofu Fram- sóknarflokksins í dag, föstudag 9. nóv. milli kl. 16-18. í kjörnefnd eiga sæti: Jón Sveinsson formaður, s. 75639, Steinþór Þorsteinsson, s. 16388, Helgi S. Guðmundsson, s. 77622, Sigrún Sturludóttir, s. 30448, Anna Kristinsdóttir, s. 21883. Veita fulltrúar kjömefndar frekari upplýsingar um framkvæmd skoðanakönnunarínnar. Kjömefnd fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík Anna Marsrét Valseirsdóttir, nemi Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir, deildarstjóri Bolli Héðinsson, efnahassráðaíamfcrsætisráðherra OÍy Finnur Insólfsson. aðsJHBblmamir heilbrisðisráðherra Guðmundur BireirtleiaíSson, leigubifreiðastióri Guðmundur c^ÞóÞíminsson, alþingismaður V Hermann Sveinbiömsson, aðstoðarmaður siávarútvegsráðherra Sigfús Ægir Árnason, framkvæmdastjóri Þór Jakobsson, veðurfræðingur Ath. Merkja skal við Qóra frambjóðendur með tölustöfum . Ef merkt er við færri en fíóra telst seðillinn ógildur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.