Tíminn - 09.11.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.11.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 9. nóvember 1990 Tíminn 5 Aðalfundur Landsambands íslenskra útvegsmanna var settur í gær. í ræðu sinni ræddi Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra m.a. um Hagræðingarsjóð: Mikilvægt að aðstoða ilia stödd byggðarlög Aðalfundur Landsambands íslenskra útvegsmanna, sá 51. í röðinni, var settur í gær. Á fundinum sitja á annað hundrað útvegsmanna frá öllu land- inu og lýkur þinginu í dag. I framsöguræðum sínum á þinginu ræddu þeir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra um Hagræðingarsjóð í sjávarútvegi og sýndist sitt hvorum. Frá aðalfundi LÍÚ. Kristján benti m.a. á í framsögu- ræðu sinni, að tekjur hins nýja sjóðs, Hagræðingarsjóðs, væru sambæri- legar við þær sem áður runnu til Ald- urslagasjóðs, sem nú er lagður niður. „Stjórn LÍÚ var andvíg stofnun þessa sjóðs og taldi hann óþarfan og geta valdið skaða. Gamli Aldurslagasjóð- urinn styrkti útgerðarmenn til þess að úrelda skip og var það nægiíegt. Með heimild til varanlegs flutnings aflamarks milli skipa mun markaður- inn sjá um eðlilega þróun til minnk- unar flotans. Opinber afskipti eru skaðleg, þar sem sjálfsbjargarviðleitni er rýrð með sjóði, er komi fólki til hjálpar. Það hefúr komið ítrekað í ljós, að metnaður útgerðarmanna og fólksins í viðkomandi byggðarlagi stendur til þess að koma í veg fyrir að útgerð leggist niður", sagði Kristján. HalldórÁsgrímsson benti hins vegar á, að fullyrðingar sumra manna úr röðum LÍÚ, um að Hagræðingarsjóð- ur ætti að vera tæki, sem sjávarút- vegsráðherra gæti ráðskast með, væru rangar. „Þeir sem halda því fram hafa greinilega ekki lagt sig eftir því að kynna sér efni laganna. Sam- kvæmt lögunum hvílir sú skylda fyrst og fremst á herðum stjórnar sjóðsins að móta reglur um þá þætti í starf- semi hans, sem ekki eru lögbundnir.“ Varðandi það hlutverk sjóðsins, að aðstoða byggðalög, sem standa höll- um fæti, sagði Halldór að mikilvægt væri að hugsa vandlega hvemig sinna bæri því úrlausnarefni. Dæmin sanna að ef byggðarlag missir fiskiskip með þeim afleiðingum að verulegt at- vinnuleysi blasir við, myndast pólitísk samstaða um aðstoð. Halldór sagði það úrslitaatriði að slíkur vandi yrði ekki leystur með fjölgun fiskiskipa, eins og gjaman var gert hér fyrr á ár- um. „Þessi vandi verður heldur ekki leystur með því að rígbinda veiði- heimildir við tiitekin byggðarlög." Hann taldi einnig að ýmsar stórar breytingar í sjávarútvegi geti haft mikil áhrif á smærri byggðalög úti á landi. ,Af þeim ástæðum m.a. tel ég hlutverk Hargræðingarsjóðs sjávar- útvegsins mikilvægt. Með starfsemi hans er hægt með sameiginlegum hætti að fækka fiskiskipum. Útvegs- menn geta haft áhrif á hvemig sú fækkun fer fram. Ef það er t.d. mark- miðið að veiðiheimildir færist ekki á of fáar hendur, getur sjóðurinn stuðl- að að því. Ef það er markmiðið að fækka frekar togumm en bátum, má nota sjóðinn til þess.“ Halldór sagði að sjóðnum yrðu sett mikil takmörk og nákvæmar vinnu- reglur við þetta verkefni. „Uppfylli byggðarlag skilyrði fyrir aðstoð mun viðkomandi sveitarstjóm boðinn for- kaupsréttur að tilteknum veiðiheim- ildum til eins árs í senn með sömu kjörum og útgerðarfyrirtæki fá vegna þess hluta veiðiheimilda sem þau eiga árlega forkaupsrétt á. Ákvörðun um aðstoð nær aldrei til lengri tíma en eins árs. Á þeim tíma gefst tími til að endurmeta atvinnumál á viðkomandi stað og e.t.v. verður niðurstaðan sú að byggja beri atvinnulífið upp með öðr- um hætti en áður.“ -hs. Varaflugvöllur er viðkvæmt mál í þingsölum: DEILT UM SAGN- FRÆDIÁ ÞINGI Varaflugvöllur vegna alþjóðaflugs kom til umræðu á þingi í gær, þeg- ar Guðmundur H. Garðarsson al- þingismaður spurði samgönguráð- herra hvað því máli liði. í svari ráð- herra kom fram að stefnt væri að byggja upp varaflugvelli á Akureyri og Egilsstöðum og hugsanlega einnig á Húsavík og Sauðárkróki. Hann sagði brýnt að nú þegar yrði Akureyrarflugvelli gert kleift að halda vellinum opnum allan sólar- hrínginn og halda brautarskilyrð- um í lagi. Samgönguráðherra sagði að þegar framkvæmdum lyki við Egilsstaða- flugvöll árið 1992 myndi hann geta gegnt hlutverki varaflugvallar. Framkvæmdir væru miðaðár við að svo mætti verða. Fram að því yrði að treysta á Akureyrarflugvöll. Sá flug- völlur þykir hins vegar hafa ýmsa ókosti frá náttúrunnar hendi og því hefur verið lögð áhersla á uppbygg- ingu Egilsstaðaflugvallar. Hann sagðist vonast til að þessir tveir flug- vellir ásamt hugsanlega flugvöllun- um á Húsavík og Sauðárkróki myndu í framtíðinni gegna hlut- verki varaflugvalla. Ekki mun lengur inn í myndinni að mannvirkjasjóður Atlantshafs- bandalagsins taki þátt í að byggja varaflugvöll á íslandi, en umræður um þá hlið málsins hefur einkennt umræður um málið í þingsölum fram til þessa. Það fór samt svo að Nató var dregið inn í umræðuna. Þorsteinn Pálsson mótmælti um- mælum ráðherra um að ekkert hefði verið unnið í málinu fyrr en núver- andi ríkisstjórn komst til valda. Hann sagði ennfremur aö sú yfirlýs- ing ráðherra, að við stjórnarskiptin 1987 hefði orðið sú stefnubreyting, að ekki var beðið lengur eftir svari frá Nató, staðfesta þá fullyrðingu sjálfstæðismanna, að Alþýðubanda- lagið hefði sett utanríkisráðherra stólinn fyrir dyrnar. Þessu mót- mæltu Eiður Guðnason og Karl Steinar Guðnason, þingmenn krata. í framhaldi af því tók Steingrímur Sigfússon samgönguráðherra aftur til máls og sagðist nú vera farinn að kannast við sig í þessum umræðum. Hann lagði áherslu á að sú stefnu- breyting, sem varð 1987, hefði ekki síst orðið í vinnubrögðum. Hætt hefði verið að bíða eftir svörum frá Nató, en farið að vinna að málinu á íslenskum forsendum. Hann sagði biðina eftir svari frá Nató hafa tafið málið. Fleiri tóku til máls, en greinilegt var að Guðrúnu Helgadóttur, forseta sameinaðs þings, þótti umræðan vera orðin einum of sagnfræðileg og komin í ógöngur. Þess vegna stöðv- aði hún umræðuna. Hún sagði rétt að gera það nú áður en þingmenn yrðu búnir að rekja sig aftur til sfð- ari heimsstyrjaldar. Nýr bankastjóri Landsbankans: Ráðningu frestað fram yfir jólin Bankaráð Landsbankans hefur Þá hefur bankaráð Landsbankans ákveðið að gengið verði frá ráðn- ákveðið að hækka ekki vexti þar ingu nýs bankastjóra á milli jóla sem engin tillaga liggur fyrir um og nýárs. Nýi bankastjórinn mun slíkt og að þar sem bankaráð telur taka við stöðu þeirri er Valur Am- að þess sé ekki þörf. þórsson gegndi. khg. Matarskammtur ertendra ferðamanna minnkaður úr 10 kílóum í 3: Mega taka nteð sér 3 kg af mat Fjármálaráðherra hefur boðað að hann ætli á næstu vikum að gefa út reglugerð, sem takmarki þann mat- arskammt, sem erlendir ferðamenn mega koma með inn í landið, við þrjú kfló. Hingað til hafa ferðamenn mátt koma með 10 kfló með sér til lands- ins. Þetta kom fram í svari samgöngu- ráðherra við fyrirspum frá Guðna Ág- ústssyni alþingismanni, en Guðni spurði ráðherrann hvað hann hefði gert til að reyna að draga úr innflutn- ingi ferðamanna á matvælum til landsins. Guðni hafði stór orð um það ástand sem skapaðist eftir að Jón Baldvin Hannibalsson, þáverandi fjár- málaráðherra, hækkaði mörkin upp í 10 kfló. Hann sagði algengt að ferða- menn komi til landsins með mat og annað sem þarf til langra ferðalaga. Eina þjónustan sem þetta fólk þarf á að halda er salemisaðstaða, sagði þingmaðurinn. Guðni benti á að hvergi íheiminum gittu jafn frjálsleg- ar reglur hvað þetta varðar eins og á íslandi. í svari samgönguráðherra kom fram að fjármálaráðuneytið hefði boðað að reglugerð um innflutning matvæla yrði breytt á þann veg að miðað yrði við þrjú kíló. Þetta er m.a. gert vegna eindregna óska frá íslenskum aðilum sem sinna ferðamannaiðnaði. - EÓ Hjörleifur nr. 3 Hjörleifur Guttormsson, alþingis- maður, lenti í þriðja sæti í fyrri um- ferð forvals Álþýðubandalagsins á Neskaupstað sem fram fór á mið- vikudagskvöld s.l. Einar Már Sig- urðsson, kennari, fékk langflestar tilnefningar en Elma Guðmunds- dóttir lenti í öðru sæti. Forvalið fer fram í tveimur umferð- um og í fyrri umferðinni koma fram tilnefningar innan hvers alþýðu- bandalagsfélags í kjördæminu. I síð- ari umferðinni, sem fer fram 1. des- ember í Austurlandskjördæmi, kjósa flokksmenn og stuðnings- menn milli hinna tilnefndu úr al- þýðubandalagsfélögunum í öllu kjördæminu. khg. Leiðrétting í grein Gunnars Guðbjartssonar í Tímanum á þriðjudaginn varð sú prentvilla í talnadálki að í stað kr. 3.245 milljóna, prentaðist kr. 2.345 þegar talin voru upp framlög til bú- vörusölu hér á landi. Þetta breytti þó ekki í neinu lokatölu samlagn- ingarinnar né upplýsingum sem greinin flutti. Ritsfj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.