Tíminn - 09.11.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.11.1990, Blaðsíða 8
Jarðgöng undir Hvalflörð eru samkvæmt skýrslu Vegagerðarinnar þjóðhagslega arðbær framkvæmd. Hlutafélag um verkið hugsanlega stofnað á næstunni. Vegur undir sjávarbotni opnaður 1996? Stefnt að því að framkvæmdir við jarðgöngin standi yfir í eitt ár Vegagerð ríkisins hefur á undanfömum árum látið kanna ýmsa þætti varðandi hugsanlega vegatengingu um utanverðan Hvalfjörð. í skýrslu frá þeim er greint frá þeim athugunum og helstu niðurstöðum þeirra. FVrir tuttugu ámm var gerð ítarleg athugun á þessum málum og þá var talið fýsilegast að leggja fullkominn veg fýrir fjörðinn. Vaxandi áhugi hefur verið fýrir því á síðari ámm að kanna aftur samgöngur um fjörðinn og þá ekki hvað síst tengingu yfir hann utanverðan. Á síðastliðnu ári skipaði samgönguráðherra starfshóp til að fjalla um samgöngur undir eða yfir Hvalfjörð og skil- aði sá starfshópur áliti um síðustu áramót. í maí 1987 var myndaður starfshópur inna Vegagerðarinnar til að hafa yfimmsjón með fmmrannsóknum á samgöngumöguleikum um utanverðan Hvalfjörð. Gerðar hafa verið yfirlitsrannsóknir um jarðfræði svæðisins, umferðarkannanir, fmmáætlanir um kostn- að mannvirkja og lagt mat á arðsemi þeirra. Fyrirhugað er á næstunni að stofna hluta- félag um gerð ganga undir Hvalfjörð. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, sagði að undirbúningur væri hafinn fýrir stofnun hlutafélags en hann væri ekki kominn mjög langt því þeir vildu sjá fýrir endann á samn- ingum við samgönguráðuneyti áður en þeir fæm formlega af stað með það. „Ef við get- um klárað þennan samning í þessum mán- uði verður það komið á fljúgandi ferð í mán- aðarlok eða byrjun næsta mánaðar," sagði Gísli. Hann sagði að íslenska jámblendifé- lagið, Sementsverksmiðja ríkisins, Akranes- kaupstaður og sveitarfélög á Vesturlandi og sunnan við Hvalfjörð myndu líklega taka þátt í því hlutafélagi en þeir væm opnir fýr- ir öllum áhugaaðilum. „Félagið myndi aðal- lega til að byrja með fjármagna nauðsynleg- ar rannsóknir og í framhaldi annast fjár- mögnun og framkvæmdir á göngunum," sagði Gísli. Aðspurður sagði hann að þær rannsóknir sem Vegagerðin hefði gert væru ekki nándar nærri nægar og það vantaði mjög mikið upp á. Gísli sagði að það væri fullkomlega ótímabært að taka um það ákvörðun hvor jarðgangaleiðin væri betri því rannsóknir væm komnar mjög skammt á veg og væru með miklum fýrirvörum. Gísli sagði að þeir byggjust við að rann- sóknarferillinn tæki eitt til eitt og hálft ár og það tæki einnig tíma að hanna göngin og fjármagna. Þrjú, fjögur ár í þann undir- búning væri ekki óraunhæft þannig að árið 1994 eða 1995 mætti búast við að fram- kvæmdir hæfust. „Framkvæmdin er dýr og þarf að ganga hratt fýrir sig, þannig ef við byrjum árið 1995 á göngunum þá verða þau tilbúin ekki seinna en 1996,“ sagði Gísli. Hann sagði að þeir væru fullkomlega með- vitaðir um það að auðvitað væri áhætta í öllum hlutum fólgin og sérstaklega í svona stóru dæmi. „En við erum tilbúnir til þess að fara af stað með fleirum í það að leggja af mörkum áhættufé til rannsókna," sagði Gísli. „En miðað við það sem við vitum núna og miðað við þær spár sem eru fýrir- Iiggjandi um þann fjölda sem myndi nota göngin þá teljum við þetta hagkvæmt." Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar Þótt jarðgöng undir Hvalfjörð hafi ekki þótt fýsilegur kostur árið 1972 hafa miklar framfarir orðið í gerð slíkra mannvirkja í heiminum síðan. Starfsmenn Vegagerðar ríkisins kynntu sér töluvert jarðgöng og jarðgangagerð í Noregi á miðjum níunda áratugnum, einkum til undirbúnings fram- kvæmda í Olafsfjarðarmúla, og kynntust þá m.a. stórfelldum áætlunum og einstökum verkefnum við gerð neðansjávarganga þar í landi. Fyrsta lauslega skoðun Vegagerðarinnar á gerð jarðganga undir Hvalfjörð var kynnt í skýrslu nefndar um jarðgangaáætlun og var í stórum dráttum miðað við norsk göng, en áætlanir um bergstyrkingu o.fl. miðaðar við íslenskar aðstæður. Niðurstaða arðsemisreikninga bentu til að slík jarð- göng yrðu þjóðhagslega hagkvæm. Á fundi í Verkfræðingafélagi íslands kynnti Hreinn Haraldsson jarðfræðingur framvindu þess- ara athugana hjá Vegagerðinni og rann- sóknaráætlun næstu ára en Hreinn hefur stýrt öllum jarðfræðirannsóknum og ann- ast áætlanagerð fýrir jarðgöng. í þeirri áætlun var ekki miðað við eina ákveðna lausn eða staðsetningu, heldur var um að ræða jarðgöng, botngöng eða brú, einhvers staðar við utanverðan Hvalfjörð. Rannsóknir hafa verið skipulagðar og þeim stýrt af Vegagerðinni. í vegaáætlun 1988 var fýrst veitt fé í þessar rannsóknir, 2 mkr., og síðan sömu upphæð 1989 og 3 mkr. 1990. Unnið hefur verið að umferðar- rannsóknum, öldureikningum, arðsemis- reikningum o.fl. hjá Vegagerðinni en samið við Hafrannsóknastofnun, Orkustofnun o.fl. um framkvæmd ýmissa jarðlagamæl- inga. Þá hafa allir kostnaðarreikningar, gagnasöfnun erlendis frá o.fl. verið í hönd- um Vegagerðarinnar. Haustið 1988 gerðu íslenska járnblendifélagið, Sementsverk- smiðja ríkisins og verktakafýrirtækið Kraft- tak sf. frumathugun á gerð jarðganga undir Hvalfjörð, sem byggð var á fýrstu niður- stöðum úr könnunum Vegagerðarinnar, og 1989 gerði verktakafyrirtækið fstak frum- könnun á botngöngum. Þekking á jarðfræðilegum aðstæðum mjög mikilvæg í skýrslu Vegagerðarinnar segir að þekk- ing á jarðfræðilegum aðstæðum á ganga- leiðum sé líklega hvergi mikilvægari en við gerð neðansjávarganga. Öllu vatni þurfi að dæla upp úr neðansjávargöngum og hætta sé á að mikill vatnsmassi streymi inn í slík göng ef sprungur opnist upp í sjó. Líkur séu á að vatnsstreymi inn í þau göng aukist með tímanum í stað þess að sprungur þéttist eða tæmist eins og oft verði í venjulegum göngum. Kostnaður við bergþéttingu og dælingu sé mikill og lekt geti jafnvel verið svo mikil að hún úti- loki gerð jarðganga. Þekking á jarðlögum undir Hvalfjörð sé þegar það mikil að telja verði gerð jarðganga vel framkvæmanlega, að frátöldu því atriði að lekahættu sé ekki hægt að meta fýrr en eftir ítarlegri rann- sóknir. „Auk framangreindra rannsókna á lekt jarðlaga er nauðsynlegt að kanna gerð laganna og dýpi á klöpp. Við hefðbundna jarðgangagerð er mikið stuðst við jarð- fræðikortlagningu, sem að sjálfsögðu er um utanverðan Hvalfiörð hefur lengi veríð draumur þeirra sem leið eiga norður í land eða vestur um land. Þessi atorkusama stúlka virðist ekki geta beðið til 1996, en þá er hugsanlegt að jarðgangagerðinni verði lok- innfelldu myndinni má sjá langsnið af jarðgöngum undir Hvalfiörð miðað við Kiðafellsleið. Tímamynd Pjetur (sviðsett mynd) ekki möguleg fyrir neðansjávargöng. í staðinn er notast við ýmsar jarðeðlis- fræðilegar mælingar og á seinni stigum oft stuðst við rannsóknarboranir," segir í skýrslunni. Jarðgöng verða 4-5 kflómetrar á lengd Jarðfræðilegar aðstæður og lengd ganga eru mikilvægustu þættirnir við val á jarð- gangaleið, segir í skýrslunni. Gangalengd ræðst af fjarlægð milli stranda fjarðarins og mesta dýpi á klöpp undir firðinum, þar eð hámarkshalli í göngum og lágmarksþykkt bergs í yfirgöngum er sá sami á öllum leið- um, í áætlun Vegagerðarinnar 8% halli og 40 metrar. Á Hvalfjarðarsvæðinu vega þess- ir tveir þættir hvorn annan töluvert upp, þar eð dýpið eykst almennt inn fjörðinn en um leið þrengist hann. Ef þær forsendur sem gengið er út frá eft- ir frumrannsóknirnar eru réttar er stysta jarðgangaleiðin milli Kiðafellsár og Graf- armels. Þau göng yrðu um 4.430 metra löng, með 7% halla á syðri hluta og 8% í þeim nyrðri og gólf jarðganganna lægi dýpst tæplega 140 metra undir sjávarmáli. Hnausaskersleið er vestar og yrðu göng þar um 5.160 metra löng og lægju dýpst 150 metra undir sjávarmáli. Hallinn í syðstu 500 metrunum yrði 8%, síðan 4,2% niður í lágpunkt og svo 8% að norðan- verðu. Breidd á þversniði jarðganga er háð áætl- aðri umferð, lengd ganga og lengd þeirra kafla sem hafa halla yfir ákveðnu marki. Vegagerðin hefur almennt stuðst við norsk- ar reglur og staðla í hönnun jarðganga, og er svo einnig í þessum frurnáætlunum um Hvalfjarðargöng. í þeim áætlunum er á Kiðafellsleið reiknað með u.þ.b. 1,7 km með 8% halla, um 1,8 km með 7% og ann- að með minni halla. Á Hnausaskersleið er reiknað með u.þ.b. 2,5 km með 8% halla og 2,5 km með rúmlega 4% halla. Ef farið er eftir þessum norsku stöðlum um hefð- bundin jarðgöng á að nota tvíbreitt þver- snið þar sem umferð er allt að 3000 bflar á sólarhring og hallinn allt að 7%, en fyrir 3000- 5000 bfia á sólarhring er hámarks- hallinn 6%. Ef bætt er klifurrein við þver- sniðið og það gert þríbreitt, sem eykur kostnaðinn mikið og ekki síst í íslensku bergi sem tiltölulega mikið þarf að styrkja, hækka framangreind mörk í 8% fýrir báða umferðarflokkana, segir í skýrslunni. Göngin verði ekki vatnsþétt í kostnaðáráætlun Vegagerðarinnar er reiknað með þeim stöðlum sem gilda um hefðbundin jarðgöng, þ.e. að göngin yrðu tvíbreið, 8 metrar, þar sem hallinn er 7% eða minni, en annars með klifurrein, 11 metra breiðri. Miðað er við 4,60 metrum sem minnstu lofthæð yfir akbraut. í skýrslunni segir að í tvíbreiðum göngum sé reiknað með útskotum á 500 metra bili fyrir bíla sem bila og til að bílar geti snúið við. Reiknað er með að sprengja sérstaka lekavatnsþró í lágpunkti ganganna, sem geti tekið við a.m.k. sólarhringsleka ef raf- magn eða dælur gefa sig. Dælukerfi er annars alltaf haft tvöfalt vegna viðhalds og bilana. Göngin eru sem sagt ekki byggð sem vatnsþétt mannvirki, heldur er lekan- um haldið innan ákveðinna marka, oftast 300 lítrar per mínútu á hvern kílómetra í göngum, með því að bora sífellt út frá göngunum meðan á framkvæmd stendur og þétta lek svæði með grautun. Þar sem vatn eða sjór heldur áfram að Ieka inn í göngin eru þau klædd að innan með plöt- um sem vísa vatninu niður í frárennsli- slagnir og áfram niður í lekavatnsþróna. Þaðan er því dælt upp í aðra áttina og út í fjörðinn sem það kom úr. í Hvalfjarðar- göngunum er reiknað með að þurfi að klæða allt að 50% ganganna með vatns- varnarplötum, og að þétta þurfi berg með grautun á 20% lengdarinnar. Miðað er við sömu öryggiskröfur og í norskum göngum, t.d. neyðarsíma með 250 metra millibili, slökkvitæki helmingi þéttar, slár til að loka göngum í neyðartil- fellum o.s.fr. Kröfur um lýsingu eru mun meiri en t.d. í Ólafsfjarðarmúla, einkum vegna meiri umferðar. Göngin yrðu loft- ræst langsum með viftum upp undir lofti sem unnt er að blása í hvora áttina sem er. Margir óvissuþættir eru í þessum útreikn- ingum Vegagerðarinnar. Tiltölulega lítil óvissa er tengd berginu sjálfu en mikil óvissa er tengd leka inn í göngin, eins og lýst hefur verið hér að framan og mun það verða meginóvissuþáttur meðan á fram- kvæmdum stendur. Minni óvissa er tengd legu ganganna á ytri leiðinni, Hnausa- skersleið, en Kiðafellsleið, segir í skýrsl- unni. Jarðgöng eru þjóðhagslega arðbær Kostnaðartölur sem birtast í skýrslunni eru hærri en þær sem áður hafa birst og byggjast þær á reynslutölum frá Noregi. Hækkunin er einkum komin til vegna virð- isaukaskatts og meiri kostnaðar við berg- þéttingu vegna vatnsleka á framkvæmda- tíma en áður var reiknað með. Stofnkostn- aður við Kiðafellsleið er samkvæmt skýrsl- unni 3.820 m.kr. Stofnkostnaður við Hnausaskersleið er áætlaður 4.270 m.kr. Rekstrarkostnaður við göng í Hvalfirði er talinn vera 8 m.kr. pr. km. í göngum eða 35 m.kr. á Kiðafellsleið og 40 m.kr. á Hnausa- skersleið ár hvert. Botngöng eða brú eru einnig talin koma til greina en þó eingöngu á Kiðafellsleið. Þær kostnaðartölur sem hafa verið skoðað- ar benda ekki til þess að það séu hagkvæm- ari valkostir en jarðgöng, en þær tölur eru reistar á mun veikari grunni og því vart sambærilegar og segir í skýrslunni að slík mannvirki þurfi að skoða betur áður en þeim sé hafnað. í arðsemisútreikningum, sem verkfræð- ingarnir Arnar Guðmundsson og Halldór Pétursson gerðu, kemur fram að báðar jarðgangaframkvæmdirnar bera viðunandi afkastavexti, jarðgöng á Kiðafellsleið þó nokkuð hærri en göng á Hnausaskersleið, sem auk þess verði nokkuð óhagstæðari ef ekki verði byggður vegur og brú yfir Grunnafjörð norðan Akraness. Þá kemur fram að kostnaður má hækka töluvert og umferð minnka nokkuð án þess að afkasta- vextir verði óviðunandi. „Endurbygging vegar um Reynivallaháls og Botnsvog sýnir mun lægri afkastavexti en jarðgangaleið- irnar. Niðurstöður reikninga þessara eru því þær að gerð jarðganga undir utanverð- an Hvalfjörð sé þjóðhagslega arðbær fram- kvæmd. Ef nánari athugun á gerð brúar eða botnganga þar leiðir í Ijós að þau mannvirki séu ódýrari en jarðgöng fæst að sjálfsögðu enn meiri arðsemi," segir í skýrslunni. Eftir Stefán Eiríksson 8 Tíminn Föstudagur 9. nóvember 1990 Föstudagur 9. nóvember 1990

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.