Tíminn - 09.11.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.11.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstdagur 9. nóvember 1990 Reykjavík Skoðanakönnun fulltrúaráðs framsóknarfélaganna I Reykjavlk um val á frambjóðendum Framsóknarflokksins I Reykjavik, fyrir næstu kosningar til Alþingis, fer fram laugardaginn 10, og sunnudaginn 11. nóvember nk. að Hafnarstræti 20, 3. hæð, Reykjavík (væntanlegri skrifstofu Framsóknar- flokksins i húsnæði Strætisvagna Reykjavikur við Lækjartorg). Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 20.00 báða dagana. I FRAMBOÐI ERU EFTIRTALDIR AÐILAR: Anna Margrét Valgeirsdóttir, nemi Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir, deildarstjóri Bolli Héðlnsson, efnahagsráðgjafi forsætisráöherra Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heilbrigöisráðherra Guðmundur Blrgir Heiöarsson, leigubifreiöastjóri Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður Hermann Sveinbjömsson, aðstoðarmaöur sjávarútvegsráðherra Sigfús Ægir Amason, framkvæmdastjóri Þór Jakobsson, veðurfræöingur. Rétt til þátttöku I skoöanakönnuninni hafa allir fulltrúaráðsmenn I fulltrúa- ráði framsóknarfélaganna I Reykjavik og varamenn þeirra. Kjósendur skulu velja fjóra frambjóðendur, hvorki fleiri né færri, og merkja með tölustöfum við nöfn þeirra og ( þeirri röð sem þeir vilja að frambjóö- endur taki sæti á framboðslistanum, þ.e. 1 viö þann sem kjósandi vill ( fyrsta sæti, 2 við þann sem sem skipa á annaö sæti, 3 við þann sem skipa á þriðja sætið og 4 við þann sem skipa á fjórða sætið. Sá frambjóöandi sem flest atkvæöi fær! 1. sætið telst kjörinn f þaö sæti, sá sem flest at- kvæði fær ( 1, og 2. sætið samanlagt hlýtur annað sæti, sá sem flest at- kvæði fær I 1„ 2. og 3. samanlagt hlýtur þriðja sætið og sá sem flest at- kvæði fær (1„ 2., 3. og 4. sæti samanlagt hlýtur fjórða sætið. Niðurstaða skoöanakönnunarinnar er bindandi hvað snertir þá frambjóðendur sem hljóta 50% eða meira gildra atkvæða I eitthvert af fjórum efstu sætunum. Sfmi á kjörstað er 624480. I kjörnefnd eiga sæti: Jón Sveinsson formaður, s. 75639, Steinþór Þorsteinsson, s. 16388, Helgi S. Guðmundsson, s. 77622, Sigrún Sturiudóttir, s. 30448, Anna Kristinsdóttir, s. 21883. Veita fulltrúar kjör- nefndar frekarí upplýsingar um framkvæmd skoðanakönnunarinnar. Kjörnefnd fulllrúaráðs framsóknarfélaganna I Reykjavlk Akranes — Bæjarmál Opinn fundur með bæjarfutltrúum verður laugardaginn 10. nóv. kl. 10.30 ( Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Veitingar á staðnum. Bæjarmálaráð. Amesingar Félagsvist Framsóknarfélags Árnessýslu verðurfram haldið I Þjórsárveri föstudaginn 9. nóvember kl. 21 og lýkur 23. nóvember á Flúðum. AðaMnningur, ferö fyrir tvo að verömæti 80.000,-. Allir velkomnir. Stjómin. Borgarnes - Nærsveitir Spilum félagsvist I Félagsbæ föstudaginn 9. nóvember kl. 20,30. Fyrsta kvöld f þriggja kvölda keppni. Mætum vel og stundvíslega. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Borgamess. Kökubasar Félag framsóknarkvenna í Reykjavík heldur kökubasar laugardaginn 10. nóv. kl. 14 að Hafnarstræti 20, III. hæð (( væntanlegri skrifstofu Framsóknarflokksins við Lækjartorg). Tekið verður á móti kökum á sama stað frá kl. 10 f.h. Nefndin. 21. flokksþing Framsóknarflokksins 21. flokksþing Framsóknarflokksins verður haldið á Hótel Sögu, Reykjavik, dagana 16.-18. nóvember 1990. Um rétt til setu á flokksþingi segir í lögum flokksins eftirfarandi: 7. greln. Á flokksþingi framsóknarmanna eiga sæti kjörnir fulltrúar flokksfélaga. Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa á flokksþingi fyrir hverja byrjaða þrjá tugi félagsmanna. Fulltrúar skulu þó aldrei vera færri en 1 fyrir hvert sveitarfélag á félagssvæðinu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. 8. grein. Á flokksþinginu eiga einnig sæti miðstjóm, framkvæmdastjórn, þingflokkur, formenn flokksfélaga og stjómir LFK, SUF og kjördæmissambanda. Dagskrá þingsins verður auglýst slðar. Framsóknarflokkurinn. Steingrímur Hermannsson Unnur Stefánsdóttir Kjördæmisþing í Norðurlandskjördæmi eystra 35. þing K.F.N.E. verður haldið á Hótel Húsavlk laugardaginn 10. nóvember. Dagskrá: Kl. 9.00 Skráning þingfulttrúa, þingsetning. Ávörp þingmanna og gesta. Framlagning mála. Ræða forsætisráðherra. 12.30 Matarhlé. 13.30 Stjómmálaumræður. Nefndarstörf. Af- grelðsla mála. Kosningar. Önnur mál. 19.30 Þingsllt 20.30 Árshátíö framsóknarmanna. Egill H. Gíslason Gestir fundaríns eru: Steingrlmur Hermannsson forsætisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, form. S.U.F., Unnur Stefánsdóttir, form. L.F.K., og Egill H. Gíslason, fram- kvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Selfoss og nágrenni Fjögurra kvölda keppni Félagsvistverður spiluð að Eyrarvegi 15, þriðjudagana 30. okt., 6. nóv., 13. nóv. og 20. nóv. kl. 20.30. Kvöldverðlaun - Heildarverðlaun Fólk má missa úr eitt kvöld án þess að verða af heildarverðlaununum. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Konur á flokksþingi Hittumst i morgunsöng á Hótel Sögu laugardagsmorguninn 17. nóvember kl. 8.30. Mætið með LFK-söngbókina. Stjóm LFK Landsstjóm og framkvæmdastjóm LFK Aðal- og varamenn i landsstjóm og framkvæmdastjóm LFK mæti á stjóm- arfund föstudaginn 16. nóvember kl. 19-21.30 á 3. hæð Hótel Sögu. Landssamband framsóknarkvenna Vestfirðingar— Aukakjördæmisþing Aukakjördæmisþing framsóknarmanna á Vestfjörðum verður haldið laug- ardaginn 10. nóvember nk. ( stjómsýsluhúsinu á Isafirði og hefst það kl. 14:00. Dagskrá: 1. Uppröðun á llsta v/alþingiskosnlnga. 2. Önnur mál. Hvert félag á rétt á að senda tvöfalda fulltrúatölu á þingið og em menn hvattir til að mæta. Stjómin. Keflavík — Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður ffamsóknarfélaganna, Guðbjörg, veröur á staðnum. Sími 92-11070. Framsóknarfélögin Rangæingar, spilakvöld Framsóknarfélag Rangæinga gengst að vanda fyrir hinum áriegu spila- kvöldum sunnudagana 11. og 25. nóvember, 9. desember og 13. janúar ( Hvoli kl. 21.00. Fjögurra kvölda keppni, 3 gilda. Helldarverðlaun ferð til Akureyrar fyrir 2, gist á Hótel KEA 2 nætur. Góð kvöldverðlaun. Mætið öll. Stjómin Frá SUF Fimmti fundur framkvæmdastjórnar SUF verður haldinn miövikudaginn 14. nóv. kl. 20:00 að Höfðabakka 9. Formaður. Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Sfmi 43222. K.F.R. MUNIÐ að senda tilkynningar, sem eiga að birtasr í flokksstarfi, tímanlega.í síðasta lagi fýrir kl. 4 daginn fyrir birtingu. TONLIST Fingrafimur sembalisti Háskólatónleikar eru nú komnir á fullan skrið; á tónleikum mið- vikudaginn 31. okt. spilaði Robyn Koh á sembal verk eftir þrjá bar- okkmenn, Frescobaldi (1583-1643), Marcello (1686-1739) og Gal- uppi (1706-85). Robyn Koh er fædd í Malasíu, en ólst upp að mestu í Bretlandi, þar sem hún sótti ýmsa tónlistarskóla frá ungum aldri. Hér á landi var hún um skeið, en starfar nú í Lundúnum. Ferill Robyn Koh, kunnátta við hljómborðið og framkoma öll ber með sér, að hún ætli sér ólítinn hlut á tónlistarsviðinu í framtíðinni — að veröldin í heild eigi að verða hennar vettvangur með stefnu á efsta þrep. Robyn Koh er óumdeil- anlega mjög fær semballeikari, fmgrafim og nákvæm, enda get ég ekkert að spilamennsku hennar fundið, hvorki tæknilega né tónlist- arlega. Efnisskráin var líka ágæt og skemmtileg — en furðulegt raunar, að áhrifamesta stykkið var sembal- útsetning Jóhanns Sebastíans Bach á Adagio-kafla úr óbókonsert eftir Marcello; þessi dæmalausi snilling- ur upphefúr alla tónlist með töfra- sprota sínum. Það er til marks um hve löng listin er miðað við mannsævina — ars longa, vita brevis — að tónskáldin þrjú, sem leikin voru, spanna 300 ár, og hreint ekki ljóst að tónlistin hafi „þróast" neitt á þeim tíma, því a.m.k. við fyrstu heyrn virtist þetta hvað öðru líkt í stefjum og úr- vinnslu, og gera svipaðar tæknikröf- ur til hljóðfæraleikarans. Hinn stóri byltingarmaður á þessu skeiði skyldi maður auðvitað ætla að væri Jóhann Sebastian Bach (1685-1750), en jafnvel í lifanda lífi þóttu verk hans vera orðin gamaldags og úrelt mið- að við glaðlega framfaratónlist eins og synir hans sömdu og Georg Hándel. A þessum sama tíma, frá 1583-1785, varð hins vegar heljar- stökk áfram í vísindunum, því þá komu fram Johann Kepler (d. 1630), Galileo Galilei (d. 1642) og Isaac Newton (d. 1727), sem til samans steyptu 2000 ára gamalli heims- mynd Grikkjanna og skópu aðra nýja, svo veröldin hefur aldrei verið söm síðan, hvort sem menn átta sig á því eða ekki. Enda hefur því verið haldið fram að meginmunurinn á listum og vísindum sé sá, að í vís- indunum verði stanslausar framfar- ir en listin sé í aðalatriðum „dans á staðnum" eða ferðalag í hring eins og tískan. Sumir telja jafnvel, að það svið listanna sem almenningur get- ur notið án þess að gerðar séu erfða- verkfræðilegar breytingar á mann- kyninu í heild, sé þegar fullskil- greint fyrir löngu, og að allar til- raunir til að fara út fyrir það svið séu dæmdar til að mistakast — líkt og það er ofætlun venjulegu fólki, þótt vel sé komið á sig líkamlega, að hlaupa jafnhratt og atvinnumenn í spretthlaupi eða stökkva jafnhátt eða -langt og sérfræðingar á þeim sviðum. Sig.St. Toyota Double Cap 2.400 dísil, árg. ’90, til sölu, 5 gíra, bronsblár, útv./ segulband. Uppl. í síma 91-84024 og 91-73913 eftir kl. 18. í BÆNDATRYGGINGU SJÓVÁ-ALMENNRA SAMEINAST EINKATRYGGINGAR FJÖLSKYLDUNNAR 0G VÁTRYGGINGAR SNIÐNAR AÐ ÞÖRFUM LANDBÚNAÐARINS SJQVADlfjALMENNAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.