Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 1
10.-11. nóvember 1990 ¦ : m:mmm MM&MmlB „Stefán Jónsson stoltarmann, stýrði klerkalýði", kvað Fornólfur er hann orti um deilur Stefáns biskups Jónssonar og Björns Guðnasonar í Ögri. Liðið er hátt á fímmtu öld frá því er Stefán bar mítur og bagal í Skálholti og ekki er hans og sam- tíma hans oft getið í seinni tíð og fremur tekin dæmi úr ýmist nálægarí eða enn eldri tímum, er við grípum niður í þjóðarsögunni. Hér skal nú að litlu leyti um bætt, og er reyndar alveg ástæða til, því hvortd skortir á ríkiláta menn né tilþrifamikla atburði í frásögninni hér á eftir. Ögur við ísafiarðardjúp. „Harður bæði og Ijúfur í lund" ar'getur fyrst Stefáns biskups ÞJónssonar að Sveinn biskup hinn spaki telur hann djákn Skálholti 1472. Getur hann þá í bréfinu um vígslur hans allar og veitir honum samtímis prests- vígslu. Er það bréf jafnframt með- mælabréf eða vegabréf hvert á land er hann kunni að fara. í lok bréf þessa er skeytt viðbót frá árinu 1476 eða 1479. Mætti af henni ráða að þá fyrst hafi Stefán brugðið til utanfarar. En svo herma elstu söguheimildir að hann hafi stundað nám f Frakka- rfki og víðar um lönd og verið lengi utanlands. Ef nokkuð er að ráða af háttsemi hans og líferni síðar meir, er hann var biskup orðinn, mætti helst ætla að hann hafi einkum sótt þá skóla annarra þjóða, þar sem agi var í strangara lagi og lítt hafði enn orðið vart hinnar suðrænu forn- menntastefnu. Af langdvölum hans við nám er það og að ráða að for- eldrar hans hafi verið vel efnum búnir, enda var faðir hans Jón bryti Egilsson í Skálholti. Kom Stefán aftur til landsins með þá nafnbót að hann væri orðinn „baccalaurus artium", en hún var ekki ýkjahá, miklu óveglegri en t.d. magisters- nafnbót. Stefán er aftur til landsins kominn 1482 og getur hans síðan í nokkr- um bréfum með Magnúsi biskupi Eyjólfssyni í Skálholti. Er hann þar talinn næstur biskupi, svo auðsætt er að biskup hefur haft á honum miklar mætur. Ætla allir þeir sem á þetta minnast að hann hafi þá tekið við eða gegnt prestsþjónustu ein- hversstaðar í Skálholtsbiskups- dæmi. En líklegra mætti þykja að skólahald hafi þá verið í Skálholti og að hann hafi þá verið rektor þar. Kemur það vel heim við það hve annt hann lét sér um skólahald síð- ar, en hann var talinn lærðasti maður landsins um sína daga. Vel mætti og vera að hann hafi samtím- is verið kirkjuprestur í Skálholti eða haft eitthvert annað gott prestsembætti. Báru prestar svo ríkt traust til Stefáns að hann var kjörinn biskup við lát Magnúsar Eyjólfssonar. Fór hann utan og tók vígslu 1491 og kom til landsins sama ár. Hélt hann biskupsdæmi til dauðadags, 16. október 1518. Dagleg háttsemi Svo er lýst daglegri háttsemi Stef- áns biskups að hann hafi jafnan er auðið var setið við lestur og að rit- störfum. Lét hann sér og annt um menntun prestsefna, hélt skóla í Skálholti og hefur vandað val kenn- enda. Ekki hefur hann verið flas- fenginn, því aldrei reið hann hesti á skeið. Aldrei bragðaði hann mjöð og því síður annan drykk áfengan svo mikið í senn að á sæi. Aldrei lagði hann sér til munns kjötmeti, nema á þrem stórhátíðum ársins. Var hann öldurmannlegur í fasi og ráðsettur. Hlaut slfkur maður að afla sér virðingar manna. Ekki er það efamál að Stefán bisk- up hefur rækt vel öll boð kirkju- deildar .sinnar. Þess má þó geta að svo hermir heimild ein að á hans dögum hafi komið í Skálholt sendi- maður páfá og farið með sölu syndalausnabréfa um landið, en slíkt var þá alltítt orðið um kaþólsk lönd. Sagt er að biskup hafi tekið honum fálega og nálega ekki viljað við hann tala þann hálfa mánuð er hann var í Skálholti og ráðið mönnum frá að kaupa syndaaflausn af honum. Ekki skiptir það máli þótt ártalið sé rangt í þessari heim- ild, sem er biskupaannálar séra Jóns Egilssonar. En það er víst af gildustu gögnum að um 1503 var hér á landi syndaaflausnasali. Ekki hefur Stefán þó verið jafn einarður gegn syndaaflausn og Lúther nokkrum árum síðar, því á árunum 1492 -1515 hét hann sjálfur synda- aflausn þeim mönnum, „er buguðu gjöfum eða góðu að nýjum kirkjum eða nývígðum". Slík fyrirheit munu hafa fylgt kirkjuvígslum frá fornu fari, enda drógu þau ekki fé út úr landinu. Þorlákssúðin Eftir þessari lýsingu hefði mátt ætla að Stefán hafi í flestu hagað sér sem munkur. En dæmin sýna annað. Hann var í senn fram- kvæmdamaður hinn mesti, hag- sýnn og stjórnsamur um allar emb- ættisskyldur. Konungsleyfi fékk hann 1498 til þess að íáta skip ganga í milli allra landa er lutu Danakonungi. Lét hann flytja á því vörur til þarfa stólsins og aftur það- an afgjöld þau innlend sem gjald- geng voru utanlands og voru um- fram nauðsynjar. Lét hann inn- lenda menn stýra skipinu og var það nefnt Þorlákssúðin í höfuðið á Þorláki biskupi helga. Mun það jafnan um hans daga og Iengur hafa gengið til Noregs. í Björgvin eign- aðist Skálholtsstóll og átti lengi garð eða skógarteig. Skip héldust síðan f eigu Skálholtsstóls fram á daga Marteins biskups Einarssonar. Enn er þess að geta í þessu efni að Stefán lét sér annt um að hýsa stór- mannlega stað og kirkju í Skál- holti. Lét hann á vetrum verkmenn sína rífa upp grjót nærlendis í byggðarlaginu. Var það flutt til Skálholts og hlaðnir af garðar miklir. Er einkum getið um garð einn geysiháan, sem hann lét hlaða um kirkjuna til skjóls. Tvo menn fasta hafði hann til þess að flytja grjót heim á staðinn vetur og sum- ar. Tóku þeir upp grjót og hellur miklar hjá Vatnsleysu í Biskups- tungum. Var þetta flutt á skipum Stefán biskup Jónsson hafði lært í ströngum múnk- lífum suöur í Frakklandi. Hann þótti harður í hqrn að taka og frægar urðu deilur hans við Björn í Ögri niður Tungufljót og Hvíta, en á vetrum í akfæri var því ekið heim á staðinn og var akneytum beitt fyrir sleðana. Deilur við Torfa í Klofa Á öndverðum biskupsárum Stef- áns bjó Torfi Jónsson að Klofa á Landi. Mátti kalla hann nágranna biskups, þótt Þjórsá skildi í milli þeirra. Torfi var ríkastur höfðingja sunnanlands um sína daga, enda er hann í ritum kallaður Torfi ríki. Hann mun hafa fengið sýslumanns- vald um svipað leyti og Stefán tók við biskupsdómi. Hann var risnu- maður mikill og hafði oft samsæti með söng og hljóðfæraleik. Til hans er því heimfærður vísustúfur þessi: „Hefurðu komið að Klofa þar harpan bannar bómunum að sofa". Þau eru sögð ævilok Torfa að hann hafi látist við drykkju í þingaferð niðri í Landeyjum og hefur hann þá verið um fimmtugt eða varla það. Torfi var mikill fyrirferðar, harðger og sást ekki fyrir, hver sem í móti stóð. Um það er til marks að einn umboðsmaður hirðstjóra eða fógeti á Bessastöðum skömmu eftir alda- mótin 1500 þótti óeirðamaður mik- 111. Hét hann Lénharður. Torfi fór að honum 1502 er hann var staddur að Hrauni í ölvusi og réð niðurlög- um hans. Svo er mælt að ekki hafi Stefáni biskupi mislíkað þetta, heldur á hann að hafa sagt að verk þetta hafi Torfi unnið manna heil- astur. Gekk Torfi til skrifta við bisk-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.