Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur 10. nóvember 1990 up og bætti vígið vægum fégjöld- um. Enn er þess að geta um Torfa að hann hafði á sér fornan stór- mennabrag og skaut skjólshúsi yfir stórbrotamenn og hélt þeim hjá sér. Kom þetta oft illa við vald kirkjunnar. Varð af þessu meðal annars óvild mikil með þeim Stef- áni biskupi. Er svo mælt að tvívegis hafi Torfi hugað að fara að Stefáni biskupi. Var Þjórsá að þröskuldi í annað sinnið, en í hitt skiptið þótti Torfa sem liðsafli væri meiri til varnar í Skálholti en hann fengi rönd við reist. Var þá raunar leikið á hann af vöskum manni sem var einn skóla- sveina í Skálholti. Hefur minning Torfa lengi lifað í þjóðsögum og skipti hans við Stefán biskup. Um samkomulagið í milli þeirra má nefna sem dæmi að ekkja Torfa varð að gjalda biskupi nokkrar jarð- ir svo maður hennar fengi leg í Skálholti er hann lést. Bjöm í Ögri Björn Guðnason í Ögri var voldug- astur manna á Vestfjörðum á þess- um tíma. Faðir hans var Guðni sýslumaður Jónsson á Kirkjubóli í Langadal en afi í móðurættina Björn hirðstjóri hinn ríki Þorleifs- son á Skarði á Skarðsströnd. En föðurbróðir Björns var Páll sýslu- maður á Skarði, hetja mikil og vaskleikamaður. Ber allt því vitni að Birni hafi kippt í kyn sitt um kapp og harðfylgi við hvern sem var að etja, enda auðugur og héraðsrík- ur. Fékk hann sýsluvöld um Breiða- fjarðardali um 1492, en á Vestfjörð- um 1503. Hélt hann þessum emb- ættum lengst af. Erfðamál Deiluefnin með þeim Birni og Stefáni biskupi voru mörg og margvísleg. Fyrst var það tilkall yf- ir staðnum í Vatnsfirði, sem Skál- holtsstóll hafði lengi talið kirkju- jörð, en Björn taldi bóndaeign, enda höfðu forfeður hans talið staðinn eign sína. í annan stað dró til deilna með biskupi og Birni vegna arftökutilkalls eftir skyld- menni Björns, sem var vellauðugt fólk. Er þar fyrst að telja Solveigu, móðursystur Björns, sem átti Pál að Skarði, föðurbróður hans, og áð- ur er getið. Voru þau Páll fjór- menningar að frændsemi og hjóna- band þeirra því ekki löglegt að kirkjulögum þeirra tíma og börn þeirra ekki næst arfi. Þau höfðu þó fengið páfalegt leyfisbréf, ef biskup vildi leggja blessun sína yfir, en því höfðu Skálholtsbiskupar neitað. Páll á Skarði hafði verið veginn 1496 og tók þá Guðni bróðir hans að sér forræði eigna barna hans, ef þau yrðu arfbær eftir dómi. Ella taldi Guðni eignirnar fallnar skil- getnum börnum sínum. Komu hér og til eignir Einars, bróður Solveig- ar, en hún og þau Páll höfðu tekið þær undir sig. Nú víkur sögunni að Þorleifi Björnssyni, hirðstjóra að Reykhól- um, móðurbróður Björns í Ögri. Hann hafði búið með frændkonu sinni í fjórmenning og átt börn með henni, en síðan fengið leyfis- bréf páfa til hjúskapar og sæst við Skálholtsbiskup með fébótum fyrir barneignabrot sín. Skyldu börn hans þar með arfgeng. En við lát Þorleifs hirðstjóra um 1486 gerðist fyrst Einar bróðir hans og síðan aðrir frændur til þess að veita við- nám arftöku barna hans. Báru þau því við að öll börn Þorleifs og konu hans væru fædd áður en þau bundu löglegan hjúskapareið. Tæki bréfið því ekki til annarra barna en þeirra er borin væru eftir hjúskap foreldr- anna. \ \ 1 Varð þannig hið mesta bál með þessum ættmehnum. Björn í Ögri stóð í móti börnum Þorleifs hirð- stjóra, þótt Stefán biskup úrskurð- aði þau öll arfbær 1495. Aftur á móti lýsti hann hjónaband þeirra Solveigar og Páls hafa verið ógilt og þeirra börn því ekki arfbær. En Björn Guðnason þóttist jafnan finna smugur gegn slíkum úr- skurðum. Úrskurður Jóns lögmanns Slgmundssonar um réttan eiganda einnar þeirra jarða er Bjöm Guðnason taldi sér, er deilur þeirra Stefáns bisk- ups stóðu hæst. Jörðin sem hér er um getið er Nes í Grunnavík. Urðu nú látlausar stefnufarir, dómar og jafnvel heimreiðir og búsupptektir með ýmsum þessara frænda. Gekk á þessu árum saman. Sjálfur settist Björn Guðnason að Vatnsfirði við lát Páls föðurbróður síns, en í fardögum 1503 skildi hann við staðinn og stóð reiknings- skap Vatnsfjarðarkirkju um 120 ár, enda hafði biskup hótað að leggja bann á hann og allt hans fólk, ef hann stæði ekki upp af staðnum. Settist Björn þá að í Ögri. Komu góðir menn á sáttum með þeim biskupi um það leyti. En Björn undi málalyktum illa. Leiðarhólmsskrá Árið 1509 fékk Björn til liðs við sig Jón lögmann Sigmundsson, frænda sinn. Virðist svo sem Jón hafi um það leyti verið búinn að fá hirð- stjóravald á Vestfjörðum af kon- ungi. Er ekki annað sýnna en Jón hafi verið sem í þjónustu Björns í Ögri næstu árin. Ekki miklu síðar varð til Leiðar- hólmsskrá, er svo hefur verið köll- uð, kennd við Leiðarhólm í Breið- fjarðardölum. Voru þeir Björn og Jón lögmaður frumkvöðlar að henni. Var þeim ríkast í huga að setja skorður við valdi biskupa. Höfðu þeir samtök við alla sýslu- menn, lögréttumenn og helstu bændur milli Hvítár í Borgarfirði og Helkunduheiðar á Langanesi og hittust þessir menn á fyrrgreindum stað, líklega í maí 1513. I skránni, sem nú er ekki varðveitt, hefur ver- ið átalin hverskyns valdníðsla bisk- upa og misbeiting bannfæringa- valdsins og ýmis yfirgangur annar. Ekki kom samþykkt þessi að miklu gagni, svo öflugt sem kirkjuvaldið var, en skráin sýnir þó viðleitni til þess að rísa gegn rangindum er menn þóttust beittir. En auðvitað hafa arfsmálin verið mesti hvatinn hvað Björn áhrærði. Bjöm hittir Kristján konung Þetta sama ár, 1513, andaðist Hans konungur, en við ríkjum tók sonur hans Kristján, sá annar með því nafni. Er fregnin spurðist til ís- lands brá Björn Guðnason sér til utanfarar og hugðist fá hinn nýja konung til fylgis við sig. Veitti kon- ungur honum þá verndarbréf fyrir sig og sína og lagði svo fyrir að erfðamálin skyldu á ný tekin til dóms undir forsæti Jóns lögmanns Sigmundssonar. f þriðja bréfinu lagði konungur svo fyrir að Stefán biskup og Vigfús lögmaður Einars- son skyldu rannsaka eignarheim- ildir að fáeinum jörðum vestra, sem ágreiningur haföi verið um. Er skemmst af því að segja að Jón lögmaður kvaddi saman tylftardóm sumarið 1514 um Vatnsfjörð og fleiri jarðir og urðu úrslitin Birni í Ögri í vil. Staðfesti konungur dóm- inn þá um haustið. Sama haust dæmdi og tylftardómur kvaddur af Jóni lögmanni Birni í vil um erfða- eignir þeirra systkina Þorleifs hirð- stjóra og Solveigar ríku, en Hannes Eggertsson, sem þá var orðinn hirðstjóri, lagði samþykki sitt á dóminn í öllum greinum. Stefndi Björn Guðnason síðan séra Jóni Ei- rfkssyni Vatnsfjarðarpresti til næsta Öxarárþings undir dóm Jóns Sigmundssonar fyrir aðtekt Vatns- fjarðar að fyrirlagi konungs. Stórhýðing Jörundar prests Stefán biskup svaraði með því að leggja Birni stefnudag til Skálholts 26. febrúar 1515 og greindi sakar- giftir á hendur honum í sjö grein- um. Björn lét ekki á sér standa og svaraði biskupi með því að skjóta málum þeirra til konungs og skrif- aði jafnframt kennimönnum Skál- holtsbiskupsdæmis bréf um þetta. Þá tók hann einnig að sér Vatns- fjörð aftur. Var nú ekki lengur að sökum að spyrja. Auk svæsinna bréfagerða með þeim Stefáni og Birni bar fundum þeirra saman á Alþingi um sumarið. Lauk viðtali þeirra með bannfæringu biskups yfir Birni, nema hann vildi láta Vatnsfjörð af hendi. Bauð Björn góð boð, en Vatnsfirði vildi hann ekki sleppa. Að þessu hafði einnig dregið það að þá um vorið hafði Stefán biskup sent vestur prest einn, Jörund Steinmóðsson, sem heldur virðist hafa verið misyndismaður. Skyldi prestur lesa Birni dóm einn, sumir segja bannfæringarbréf. Hittust þeir í Súðavík, prestur og Björn, og galt Björn honum heldur en ekki þung lestrarlaun. Flýði presturinn í kirkju, en Björn lét draga hann þaðan og leika heldur óþyrmilega. Hýddu tveir menn hann fjötraðan, þegar klæðin höfðu verið tætt af honum. Síðan barði á honum rammefldur maður, en prestur lét ekki æðruorð til sín heyra, heldur hrukku honum storkunarorð af vörum. Bauð Björn þá að hætta enda var prestur þá að dauða kom- inn. Var hann þá lagður í rekkju og græddur. Björn var sjálfur yfir hon- um í átta daga meðan hættan var mest, en leysti hann að síðustu út með gjöfum. Mun Björn mjög hafa iðrað þessa verks er honum rann reiðin, enda hafði hann með þessu gerst margsekur við kirkjulög og kristnirétt. Fyrir þesar sakir gekk tylftardómur presta þá um haustið og varð sú niðurstaða hans að með samþykki Stefáns biskups að allar eignir Björns Guðnasonar, fastar og lausar, skyldu fallnar undir kirkju og konung með þeim skilmála, sem lög mæla fyrir um óbótamál. Björn reyndi nú að leita sátta við biskup, en skilmálar hans voru svo harðir að hann treysti sér ekki til að ganga að þeim. „Og svo eruð þér harðstakkaður, Björn“ Sumarið 1517 fór Stefán biskup í yfirreið um Vestfirði. Var þá svo þrengt að Birni Guðnasyni að hann treystist ekki til annars en að leita sátta við biskup, enda var hann með miklu fjölmenni, þrem hundr- uðum manna. Krístján konungur II. Hann dró taum Bjöms gegn biskupi. Björn var þó ekki óviðbúinn komu biskups og hafði safnað að sér mönnum vel búnum vopnum, er hann frétti til hans. Segja sumir að hann hafi jafnvel verið fjölmennari en biskup, er hann kom að Ögri. Greina góðar heimildir skipan hans á herafla sfnum, svo ekki er auðið að vefengja frásögnina. Tjaldaði biskup fyrir innan Ögursá, en reið heim við tólfta mann og gekk til kirkju. Fór þá Björn til fundar við hann, einnig við tólfta mann. Allir voru þeir í herneskjum undir stökkum sínum. Stefán biskup varð þessa var og er þeir höfðu skipst á kveðjum tók biskup á öxlum Björns og mælti: „Og svo eruð þér harð- stakkaður Björn". En Björn var skjótur til andsvara og mælti: „Hvern varðar það hvernig ég klæð- ist. En þér, herra, eruð mér vel- kominn með svo marga sveina sem yður heyrir með að hafa að kirkju- lögum réttum“. Áttu þá skynsamir menn og góðgjarnir af flokki beggja hlut að því að saman gengi með þeim. Leysti biskup Björn þá úr banni. En það varð Björn til að vinna að heita því í fyrsta lagi að öll bréf, skjöl og dómar, sem hann hafði fyrir Vatnsfirði skyldu rann- sakaðir á næsta ári fyrir ríkisráðinu í Noregi og konungi og skyldi hann láta sér lynda úrskurð þeirra. Þetta mun Birni samt ekki hafa verið óljúft, síður en svo, því að af kon- ungi hafði hann haft stuðning í deilum sínum hingað til. Þessu fylgdi og að Vatnsfjörður skyldi vera í umsjá Stefáns biskups uns úrskurður fengist frá Noregi. í ann- an stað hét Björn að bæta Jörundi presti miska þann og vansa er hann hafði hlotið í Súðavík. í þriðja lagi hét Björn svo hlýðni við kirkjuna og að bæta kirkju og biskupi mis- ferli sín. Fór svo að næsta vetur (11. feb> ar 1518) staðfesti Kristján konung^- ur II dóm Jóns Sigmundssonar, sem dæmt hafði Birni Guðnasyni og samörfum hans erfðaeignir Þor- leifs hirðstjóra og Solveigar ríku. Sýnir þetta að enn hafði Björn mjög sterkan bakhjarl, þótt að litlu gagni kæmi. Er þó óvíst hverjar lyktir hefðu á orðið ef dauða Björns hefði ekki borið að höndum, en hann andaðist fyrra hluta árs 1518. Bimi stefnt dauðum En Stefán biskup hélt sínu striki og lét stefna Birni fyrir dóm klerka á prestastefnu á Alþingi í júní 1518 til bóta fyrir misferli sín við kirkju og biskup. Gekk þar dómur og mundu aðfarirnar nú þykja ærið harkalegar, því enginn kom fram fyrir hönd Björns, ekkju hans né erfingja. Sakarefnin voru fjölmörg og bætur þær er Björn skyldi gjalda geysiháar. Stefán biskup dó síðar sama ár og Björn Guðnason og mundu menn ætla að er þeir voru báðir fallnir frá hefðu hin miklu arfdeilumál jafn- ast, enda hafði ekkja Björns sæst við Stefán biskup um afgreiðslu fjár þess er biskup hafði látið dæma hann til að lúka. En engan veginn var málum þessum þar með lokið. Deilurnar héldu áfram, þótt ekki risu öldurnar jafn hátt sem fyrr. Ögmundur biskup gekk hart eftir skuldalúkningunni og hótaði meira að segja að láta grafa Iík Björns Guðnasonar upp, ef ekki væri allt ríflega fram talið. Neyddist ekkjan til þess að fá Ögmundi í hendur Hvamm í Hvammssveit, sem verið hafði eign forfeðra Björns og fleiri jarðir, til þess að friður héldist. En hér íýkur að segja frá þessum deilumálum tveggja stórbrotinna manna. Sem í upphafi getur urðu þær einu skálda vorra að yrkisefni og Ijúkum við frásögninni með er- indi úr því kvæði um Stefán biskup og' áður er vitnað í, enda um frá- bæra mannlýsingu að ræða: Stefán Jónsson, stoltarmann stýrði klerkatýði. Kveð ég allir kalli hann kennimanna prýði, sóma lýðs og lands. Harður bæði og Ijúfur í lund, Iærður suður í Frans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.