Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. nóvember 1990 HELGIN 11 AP IITAN Nú, nokkrum vikum eftir að Þýskaland sameinaðist eru stræti í austurhluta landsins ekki lögð nýjum hellum, heldur eru þau á kafi í ruslahaug- um! Skyndileg kynni af neysluþjóðfé- laginu, eftir40 ára kommún- isma, hafa ekki einungis fyllt stórmark- aðina af vest- rænum vör- um, þau hafa líka fært með sér fjallháa hauga af plast-, papp- írs- og málm- umbúðum sem enginn veit hvernig á að koma fyrir. ■ ■ ■ Nú hafa Austur-Þjóðverjar ekki bara ama af því hvað götum er þar illa viðhaldið. í ofanálag eru þær þaktar alls kyns rusli eftir að þelr komust í kynni við hið vestræna neysluþjóðfélag. Myndin er frá smábænum Boizenburg. Austurhluti Þýskalands er á kafi í rusli eftir sameininguna! Umhverfisveradarfulltrúi í Prenzlauer Berg hverfinu í Austur-Berlín segir að í hans hverfi falli nú þrisvar sinnum meira rusl til en áður og götuhreinsarar hafí ekki yfír að ráða nægum mannafla, útbúnaði né fé til að fjarlægja það. í fjölbýlishúsum flæðir ruslið yfir barma öskutunnanna, matarleifar rotna í húsagörðum, gamlir ísskápar og bfiar liggja umhirðulausir á götunum. Fyrirmyndar sorphreinsunarkerfi hrunið Hið fyraim afkastamikla sorp- hreinsunarkerfi Austur-Þýskalands er nú hrunið, og þar með er aukið á hin alvarlegu félagslegu og efna- hagslegu vandamál, sem hafa hrúg- ast upp í landshlutanum eftir hin skyndilegu skipti yfir í markaðsbú- skap í júlí sl. „Hæsta fjall heims verður innan skamms sorphaugur," stendur á dapurlegu veggspjaldi á skrifstofu umhverfisvemdarfulltrúans í Prenz- lauer Berg hverfinu og endurspeglar áhyggjur af úrgangi með þjóð sem til þessa hefur verið stolt af hreinlaeti og reglusemi þegnanna. Umhverfis- verndarsinnar segja að enginn vandi hefði verið að komast hjá þessum ósköpum, en úr því sem komið er geti tekið mörg ár að hreinsa upp óþverrann. Sú var tíðin að SERO, austur- þýska endurvinnslukerfið sem víða naut aðdáunar, greiddi heimilunum fyrir brotajám, gler og pappír. Þéttriðið þjónustunet þess með 16.000 skrif- stofur og 11.000 starfsmenn sá síðan til þess að þessi efni kæmust aftur í viðeigandi notkun. Fjölskyldurnar flokkuðu ruslið sitt niður og við fjöl- býlishús var jafnvel einn gámur, kallaður „svíns-flesktunna", ætlaður fyrir matarleifar sem síðan vom not- aðar í svínafóður. í borgum Vestur-Þýskalands er líka endurvinnsla á gleri og pappír, en íbúarnir fá ekki greitt fyrir að skila þessum úrgangi og þess vegna finnst mörgum ekki taka því að flokka msl- ið sitt niður heldur henda því bara holt og bolt. Austur-Þjóðverjar, sem hafa vanist því að flokka sorpið sitt em þess vegna bara famir að taka landa sína í vesturhlutanum sér til fyrirmyndar. Efnahagslögmál markaðsbúskaparins umhverfisvemd til bölvunar En efnahagslögmál markaðsbú- skaparins hafa lagt SERO í rúst, fyr- irtækið sem í eina tíð var eitt af fáum sem var í fyrirmyndarrekstri í allri óstjóminni sem ríkti á flestum svið- um í Austur-Þýskalandi. Flóð vest- ræns vamings, sem oft er pakkað inn í fyrirferðarmiklar óendur- vinnsluhæfar umbúðir, hefur ýtt vömm frá austurblökkinni sem var í sínotkunammbúðum af markaðn- um. Allt í einu fá afgreiðslumar, sem áður tóku við endurvinnsluúrgang- inum á vegum SERO, engin við- skipti. Banabiti fyrirtækisins kom svo í september sl., þegar austur-þýsk stjómvöld sviptu SERO fjárstuðn- ingi, sem varð til þess að fýrirtækið varð að loka flestum afgreiðslum sínum og segja starfsfólkinu upp. Nú fleygja Austur-Þjóðverjar hrein- lega mslinu sínu hvar sem er. „Það hefði verið miklu ódýrara og skynsamlegra frá umhverfisverndar- sjónarmiði að viðhalda SERO,“ segir sérfræðingur á vegum Greenpeace í Austur-Berlín. Hann bætir því við að þær 170 milljónir marka sem hefði kostað að styrkja kerfið á hverju ári væm smáaurar miðað við hvað kosti að koma nýju kerfi á laggimar. Hvar á að koma úr- ganginum fyrir? Umhverfisvemdarsinnar hafa kraf- ist róttækra aðgerða, þ.á m. að skatt- ur verði lagður á óendurhæfar um- búðir til að minnka mslahaugana og greiða fyrir uppsetningu nýrra end- urvinnsluverksmiðja. En yfirvöld sameinaðrar Berlínar hafa trú á því að vandamálið sé tímabundið, a.m.k. í þeirra borg. Þau álíta að ekki líði á löngu þar til sorphirðan í Vestur- Berlín hafi náð tökum á henni í austurhluta borgarinnar líka. Umhverfisverndarsinnar em ekki jafnbjartsýnir. Þeir segja stærsta vandamálið enn óleyst, þ.e. hvar eigi að koma úrganginum fyrir. Þeir segja enga peninga til í austurhluta landsins til að reisa nýjar sorpeyð- ingarstöðvar, sem þar að auki tæki mörg ár að byggja. Og Vestur-Þýska- land eigi meira en nóg með sinn eig- in úrgang. Græningjar og aðrir umhverfis- sinnar hafa ámm saman húð- skammað stórmarkaði og skyndi- bitakeðjur fyrir að eiga sök á fjallhá- um hraukum af óendurvinnsluhæf- um umbúðum og nú em sum þessara fyrirtækja orðin viðkvæm fyrir ásökunum um að þau séu að „ógna“ umhverfinu. Vestur-þýsku jámbrautimar em m.a.s. famar að gera tilraunir með æta diska, í stað plastdiskanna í veitingavögnunum. V.-Þjóðveijar sendu áður eitraðan úrgang til A.-Þýskalands — gegn greiðslu Áður greiddu vestur-þýsk stjóm- völd Austur-Þjóðverjum fýrir að taka við umffamsorpi, sem í mörgum til- fellum var baneitrað. Og Austur- Þjóðverjum var svo mikið í mun að fá beinharðan gjaldeyri fýrir þessa þjónustu, að þeir tóku við úrgangin- um þó að engin aðstaða væri til að koma honum fýrir á viðunandi hátt Hann hefur eitrað ár, skóga og and- rúmsloft og þar með aukið á ógn- vænleg umhverfisvandamál í land- inu. Nú hefur þessi vandi bara verið færður lengra austur á bóginn, til Póllands, segja þýskir umhverfis- vemdarsinnar. Þeir segja að þýsk fýr- irtæki séu enn og aftur að leita að íá- tækari granna í austri til að létta af þeim eitmðum úrgangi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.