Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 6
14 HELGIN Laugardagur 10. nóvember 1990 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁ Ð VAR KALT og napurt í Morris- town í Tenn- essee að morgni sunnu- dagsins 5. febrúar 1989 en það skipti ekki máli nema fyrir þá sem þurftu til vinnu. Hinir gátu sofíð út og kært sig kollótta um kuldann og rigninguna sem spáð var. Ein þeirra sem þurftu til vinnu var Mary Slover en hún starfaði í dagvöru- verslun sem var opnuð klukkan átta á sunnudögum en sjö alla aðra daga. Carl nokkur Jackson vissi um opnunartímann og klukkan var nákvæmlega átta þegar hann kom að versluninni en þá var enn lokað. Hann beið nokkrar mínútur en þegar enginn opnaði fór hann á bak við húsið og fann þar dyr sem stóðu opnar með lykilinn í skránni. Tveir aðrir viðskiptavinir voru komnir og allir þrír fóru inn fyrir. Þeir töldu að afgreiðslustúlkan væri svo upptekin að hún hefði gleymt að opna. Mary Slover eins og hún fannst á vinnustað sínum, skotin í hnakkann. Hann var í ökuferð með morðingjan- um og sá byssuna í bílnum. Byssan fannst aldrei síðan en framburður drengsins vó þungt í rann- sókninni. Sex ára drengur réð úrslitum við morðrannsókn Jackson tíndi til það sem hann ætl- aði að kaupa og gekk með það að kassaborðinu. Þegar hann hafði beð- ið þar stundarkorn ákvað hann að leita að afgreiðslustúlkunni. Hann fór inn á lagerinn og að snyrting- unni en fann engan. Það var ekki fyrr en hann fór enn lengra inn, þangað sem kælivaran var geymd, að hann fann stúlkuna. Hún lá þar á gólfinu með höfuðið í blóðpolli. Jackson þaut að símaklefa fyrir utan og leit á klukkuna í leiðinni. Hún var tólf mínútur yfir átta. Sím- inn reyndist bilaður en Jackson fór þá yfir götuna að öðrum símaklefa og hringdi til konu sinnar sem síðan kallaði lögregluna til. Umferðarlögreglumaðurinn Ran- dall Noe var kominn á staðinn eftir þrjár mínútur og hringdi þegar á sjúkrabfl en ekkert var hægt að gera fyrir konuna. Hún hafði verið skotin til bana. Þá var hringt á lögreglu- lækni. Rannsóknarlögreglumaðurinn Esco Jarnagin var að borða morgun- verð hjá móður sinni þegar hann var kallaður út. Þegar hann kom á stað- inn voru lyklarnir enn í hurðinni. Allt benti til að fórnarlambið hefði verið að sinna störfum sínum. Búið var að kveikja á kaffikönnunni og fata með klaka í drykkjarvélarnar stóð hálffull á gólfinu. Þessi verk voru venjulega unnin áður en opnað var. Það benti til þess að morðinginn hefði annaðhvort komið að dyrun- um um leið og Mary, farið með henni inn og beðið þess að hún hæfi störf sín, eða komið á eftir henni og hún hleypt honum inn. í báðum til- fellum hlaut Mary að hafa þekkt manninn. Vinurinn var kvæntur Þegar Jarnagin fór að spyrjast fyrir kom á daginn að Mary Slover hafði undanfarið átt í deilum við vin sinn. Hún var 33 ára og fráskilin en komst að því nýlega að vinur hennar var kvæntur. Hún kunni ekki við slíkt og reyndi að binda enda á samband- ið. Jarnagin fékk nafn mannsins og konu hans. Fyrst heimsótti hann konuna ef vera kynni að hún hefði skotið Mary í hefndarskyni. Hann vakti konuna og hún sýndi honum byssu sem hún geymdi í húsinu og var af sömu stærð og morðvopnið var taliö vera. Bfll stóð í bflskýlinu og Jarnagin spurði kon- una hvort þetta væri eina ökutæki hennar. Hún kvað svo vera. Blautt hafði verið á allan morguninn og heimreiðin var blaut en engin blaut hjólför lágu inn í bflskýlið svo ljóst var að bfllinn hafði ekki verið hreyfður um morguninn. Það úti- lokaði konuna. Þá fór Jarnagin í verksmiðjuna þar sem maður konunnar starfaði. Hann sagðist hafa komið snemma til vinnu þar sem veðurspáin var slæm eða um hálfsexleytið Ekki var stimpilklukka til að sanna það en vörður kvaðst minnast þess að hafa séð mann koma inn um hliðið um þetta leyti. Maðurinn sýndi engin viðbrögð þegar honum var sagt að Mary SIo- ver væri látin og það olli Jarnagin óróa. Hann rannsakaði bfl mannsins og spurði hvort hann vildi gangast undir rannsókn sem leiddi í ljós hvort hann hefði skotið af byssu ný- lega. Útkoman var neikvæð og mað- urinn féllst á að gangast undir lyga- mælispróf síðar. Yfirmaður í rannsóknarlögregl- unni, 'Sam Cook, var að kenna í sunnudagaskóla um morguninn og vissi ekkert um morðið fyrr en hann var sóttur í kirkjuna og ekið á morð- staðinn. Þá var Jarnagin farinn að ræða við áðurnefnda eiginkonu vin- ar Mary. Cook var tjáð að hin myrta hefði fundist á gólfinu framan við opinn, tóman peningaskápinn og að engir peningar væru í búðarkassan- um. Blár peningapoki var ósnertur undir kassanum. Stimpilkort Mary sýndi að hún hafði komið til vinnu kl 7.43 en Jackson og hinir fundu hana rétt rúmlega átta. Bfll hennar stóð þá á bflastæðinu. Nokkur hundruð dollara vantaði í peningaskápinn og um 150 dollarar í skiptimynt áttu að vera í búðar- kassanum. Einkennilegt var að sím- tólið var líka horfið. Það hafði verið slitið af símtækinu og fannst hvergi í versluninni. Náinn ættingi Mary sagði að hún hefði starfað hjá fyrirtækinu í 13 mánuði, lengst af í þessari verslun. Kaldhæðni örlaganna var að þetta átti að vera síðasta vika hennar því hún ætlaði að hefja störf í verk- smiðju eftir næstu helgi. Símtólið var barefli Lögreglu- og tæknimenn unnu á vettvangi langt fram eftir degi og Jarnagin sagði síðar að menn hefðu um tíma óttast að málið leystist aldrei. — Við höfum ekkert nema lyklana, líkið og þá vitneskju að Mary hefur þekkt morðingjann, sagði hann. Nokkrir menn gengu um ná- grennið og ræddu við íbúana en aðr- ir leituðu byssunnar á stóru svæði umhverfis. Tæknimenn fínkembdu verslunina, einkum í leit að skot- hylkinu en það fannst hvergi. Kúla úr .25-hlaupvíddar byssu var fjar- lægð úr hnakka Mary við krufningu. Krufningarlæknirinn fann tvo áverka á höfði líksins sem tengdust skotsárinu ekkert. Lögreglumenn- irnir spurðu hvort hugsanlegt væri að símtól hefði getað orsakað áverk- ana. Læknirinn mældi bilið milli áverkanna og reyndist það nákvæm- lega jafnlangt og bilið milli munn- og eyrnastykkisins á viðkomandi símtóli. Þá kom sú kenning fram að Mary hefði verið slegin fast með símtólinu, jafnvel svo hún féll við. Síðan hefði hún verið dregin þangað sem hún fannst og skotin í höfuðið, eins og við aftöku. Ef til vill hafði hún verið að reyna að hringja eftir hjálp eftir að hún opnaði peninga- skápinn fyrir morðingjanum. Þegar dagurinn leið að kvöldi voru Jarnagin og menn hans komn- ir með nokkrar vísbendingar til að rannsaka nánar. Maður sem átti heima skammt frá kvaðst hafa farið að versluninni til að hitta ættingja sinn snemma um morguninn. Ættinginn hafði ekki komið en sjálfur hefði hann keypt brauð og talað við afgreiðslustúlk- una. Þar með var hann síðasti mað- urinn sem sá Mary á Iffl. Það og sú staðreynd að hann hafði nýlega ver- ið látinn laus úr fangelsi vörpuðu óneitanlega á hann grunsemdum. Maðurinn sagði að níu ára sonur sinn hefði verið með sér. Lögreglumenn fóru heim til mannsins en fundu ekkert sem benti til að hann hefði keypt brauð. Leitað var jafnvel í sorptunnunni en hvergi fannst heldur kvittun frá versluninni. Sonurinn var spurður hvað þeir feðgar hefðu gert um morguninn en hann svaraði því til að þeir hefðu ekki gert neitt. Þegar gengið var betur á manninn viðurkenndi hann að hafa logið. Hann ætti í vanda vegna ákæru um líkamsárás og óttaðist að sér yrði kennt um morðið. Hann hafði farið að hitta ættingja sinn en þegar sá kom ekki fór hann heim aftur. Hann hvorki sá afgreiðslustúlkuna né tal- aði við hana. Ættinginn sem hann ætlaði að hitta staðfesti að það væri rétt. Ungur maður sagði lögreglunni að hann hefði ekið framhjá versluninni snemma um morguninn og þegar honum varð litið þangað sá hann konu detta og einhvern hlaupa burt. Tveir ættingjar hans voru með hon- um í bflnum en hann nefndi ekki at- vikið við þá. Maður í bfí þekktist Snemma á mánudagsmorgun eftir fárra stunda svefn voru Cook og Jar- nagin aftur teknir til við rannsókn- ina. Þeir ákváðu að ræða við starfs- fólk verslunarinnar og þá sem starf- að hefðu þar áður. Morðinginn var einhver sem Mary hafði þekkt og treyst nóg til að hleypa honum inn. Aðeins kunnugur maður vissi að blái peningapokinn undir búðar- kassanum var tómur á þessum tíma. Aðrir hefðu umsvifalaust tekið hann. Send var út beiðni til allra sem kynnu að hafa átt leið framhjá versl- uninni á sunnudagsmorgun að gefa sig fram ef þeir teldu sig geta að- stoðað við rannsóknina. Laust fyrir hádegið barst lögreglunni vísbend- ing um að ákveðinn maður hefði verið að verki. Farið var heim til hans. Hann viðurkenndi að hafa um tíma haft byssu undir höndum og hafa fengið hana lánaða hjá vini sín- um vegna hótana. Vinurinn staðfesti það og sýndi byssuna sem var af hlaupvídd .38. Maðurinn var þar með laus undan grun. — í fyrstu reyndust allar upplýs- ingar sem við fengum gagnslausar, sagði Jarnagin. — Það var logið að okkur og við sendir í margar gabb- ferðir. Síðdegis á mánudeginum bárust athyglisverðar upplýsingar. Kona sem átti heima í húsi sem sneri beint að bakdyrum verslunarinnar kvaðst hafa farið fram úr til að sækja sunnudagsblaðið sitt í póstkassann við götuna. Þegar hún gekk frá hús- inu sá hún bfl standa við verslunina. í bflnum var maður sem hún kann- /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.