Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.11.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. nóvember 1990 HELGIN 15 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL aðist við og veifaði til hennar en hún svaraði kveðjunni ekki. Hún mundi að hann hafði starfað í versluninni. Nú sat hann þar úti fyrir með bílinn f gangi. Konan gaf lögreglunni nafn mannsins. Eigandi verslunarinnar sagði að maðurinn hefði starfað þar fram í júlí árið áður og vissi auðvitað hve- nær opnað væri og hvar peningar væru geymdir. Mary Slover hefði vissulega þekkt hann og hugsanlega hleypt honum inn áður en hún opn- aði. Jarnagin og Cook tókst ekki að hafa uppi á manninum en komust að því að hann starfaði nú hjá brauðgerð skammt frá. Þegar hann kom til vinnu sinnar klukkan hálf- eitt á þriðjudagsmorgun beið lög- reglan hans þar. Leitað var í bflnum og þar fannst rauð lambhúshetta með götum fyrir augu og munn, bómullarhanskar og blá hafnabolta- húfa. Þegar Jarnagin opnaði skottið varð honum litið á númer bflsins. Það var DEBEAST. Jarnagin spurði hvað það þýddi og eigandinn sagði að það væri latína og þýddi „Barn Guðs“. Ekkert var í skottinu nema ábreiða yfir grillhlífina. Dularfullt byssuhvarf Farið var með manninn til yfir- heyrslu á stöðina. Hann sagði að á sunnudagsmorgun hefði hann farið úr vinnu til að fara í kirkju þar sem átti að skíra barn í fjölskyldunni. Þegar hann ók framhjá versluninni mundi hann að hann hefði gleymt nestinu sínu í brauðgerðinni. Hann beygði inn á bflastæðið til að snúa við en sá þá að hann hefði ekki tíma til að sækja nestið svo hann ók burt aftur og hélt áfram heim. Hann var spurður hvort hann hefði séð einhvern meðan hann var á stæðinu og þá nefndi hann konuna sem kom að sækja blaðið. — Það var kjánalegt að veifa til hennar því ég vissi að hún sæi mig ekki, sagði hann. Hins vegar hefði blaðburðar- konan kannski séð hann því hann hefði blikkað bflljósunum að henni um leið og hann ók út af stæðinu. Maðurinn viðurkenndi sem sé fúslega að hafa verið við verslunina en kvaðst ekkert vita um ránið eða morðið. Mary væri vinkona sín og ekki hvarflaði að sér að skaða vini sína. Maðurinn sem var 21 árs var frá Swannsylvaníu í Jefferson—um- dæmi. Hann leigði herbergi hjá vini sínum í Morristown en notaði það bara þegar veður var svo vont að hann komst ekki heim. Þangað var hann að fara til að hafa fataskipti þennan sunnudagsmorgun. Hann gaf upp nafn húseigandans. — Þegar ég heyrði nafn konunn- ar, hringdu bjöllur í höfðinu á mér, sagði Cook fréttamönnum seinna. — Einmitt þessi kona hafði tilkynnt að hún saknaði byssu. Ekki hafði verið brotist inn þannig að konan taldi að einhver í húsinu hefði tekið byssuna. Þeim grunaða var leyft að fara til vinnu sinnar og Ijúka vaktinni en var beðinn að koma klukkan 11 fyrir hádegi á þriðjudeginum til að gang- ast undir lygamælispróf. Cook athugaði tilkynningu kon- unnar sem var frá 2. janúar 1989 en byssan gæti hafa horfið síðustu daga desember. Hún var af hlaupvídd .25. Cook og Jarnagin fóru heim til kon- unnar. Hún tjáði þeim að hinn grunaði hefði búið í húsinu þegar byssan hvarf. Hann hefði einnig komið heim á sunnudagsmorgun- inn milli átta og hálfníu til að hafa fataskipti. Hún sagðist ekki muna að hann hefði tekið annað með sér en dós sem hann geymdi smápeninga í. Hann hefði komið aftur laust eftir kl. eitt og farið með þrjú börn henn- ar út og gefið þeim ís. Það hafði aldrei gerst áður. Síðar um daginn kom hann til að biðja um rúmföt til skiptanna og sagði henni þá að Mary Slover hefði verið myrt. Konan kvaðst hafa spurt hann um sjón- varpsmyndavélina sem fylgdist með öllu í versluninni. Hann svaraði því til að hún hefði aldrei verið í lagi. Grunur staðfestur Sá grunaði kom í lygamælisprófið en meðan á því stóð breytti hann skyndilega ljúfmannlegri framkomu sinni og heimtaði að fá lögfræðing sinn. Þegar lögfræðingurinn kom ráðlagði hann manninum að segja ekkert meira og krafðist þess að skjólstæðingur sinn yrði annað- hvort látinn í friði eða ákærður. Þegar hér var komið styrktust grunsemdir lögreglunnar um allan helming. Maðurinn, fyrrum sam- starfsmaður Mary Slover í verslun- inni, hét Jonathan Vaughan Evans. Ákveðið var að kanna feril hans nánar. Yfirmaður hans í brauðgerðinni sagði að hann hefði beðið um frí til að vera við skírn þennan sunnudag. Vinnufélagar hans sögðu að honum hætti til að ýkja og gera meira úr sjálfum sér en efni stæðu til. Ein saga hans var sú að náinn ættingi hans væri heilaskurðlæknir. Markverðustu upplýsingarnar komu frá góðvini hans sem vann með honum. Sá sagði að Jonathan hefði iðulega talað um hversu auð- velt væri að ræna verslunina sem hann hefði starfað í áður. Bara þyrfti að fara þangað snemma morguns og taka peningana frá deginum áður. Myndavélin væri biluð, maður gengi bara inn, tæki peningana og færi aftur. Jonathan hefði oft minnst á þetta. Á sunnudagsmorguninn hafði hann get tvennt óvenjulegt: Þegar hann fór úr vinnunni hafði hann verið sérdeilis illa klæddur miðað við að hann gerði sér alltaf far um að vera fínn. Vinurinn veitti því líka at- hygli að þegar Jonathan ók burt beygði hann til hægri, í átt að versl- uninni en ekki til vinstri eins og hann hefði átt að gera til að fara heim til sín. Vinurinn hafði einnig séð Jonat- han nokkrum sinnum með litla byssu, í fyrsta sinn um áramótin. Þá sagði hann að Jonathan hefði hringt til sín milli hálfníu og níu á sunnu- dagsmorguninn og tilkynnt að af- greiðslustúlkan í versluninni hefði verið myrt. Á miðvikudag fékkst heimild til að gera húsleit heima hjá Jonathan en vinkona hans bjó þar þá líka. Sitt- hvað markvert fannst, m.a. nokkrar rúllur af skiptimynt, alls 120 dollar- ar sem er svipuð upphæð og venju- lega var geymd yfir nótt f verslun- inni. Þá kom fram að Jonathan hafði látið gera við bfl vinkonunnar og greitt viðgerðina með þremur rúll- um af smápeningum. Þá fannst kvittun frá veðlánara fyrir skartgrip- um og riffill sem keyptur var á sama stað. Hins vegar fannst engin skammbyssa. Bankareikningur Jonathans sýndi að á mánudeginum hafði hann lagt inn samtals 400 dollara í tveimur útibúum sama banka. Þetta var und- arlegt þar sem hann hafði aðeins fengið útborgaða 92 dollara vikuna áður. Gaf bömunum ís Eftir húsleitina var farið með vin- konu Jonathans á stöðina til yfir- heyrslu. Hún sagði að Jonathan hefði komið heim á sunnudags- morgun áður en hún fór á fætur. Þau fóru síðan til kirkju í Jefferson. Á leiðinni heim aftur óku þau fram- hjá versluninni og komust þá að því að afgreiðslustúlkan hefði verið skotin. Hún hélt því fram að Jonat- han hefði ekki notað símann þennan morgun. Hann hefði komið með smápeningabaukinn fullan heim, á mánudeginum keypti hann sér 50 dollara skó sem hann greiddi með reiðufé. Stúlkan kvaðst fyrst hafa séð hann með byssuna um áramótin. Á þriðjudagsmorgun hefði hann hringt heim úr vinnunni, beðið hana að taka byssuna úr skápnum og losa sig við hana. Þegar hér var komið sögu kom lögfræðingur stúlkunnar og bannaði henni að segja meira. Jonathan hafði hringt til hans og beðið hann að fara á stöð- ina. Fleira kom fram þegar rætt var við börnin þrjú sem Jonathan hafði gefið ísinn síðdegis á sunnudegin- um. Þau sögðu að hann hefði alltaf haft rauðu lambhúshettuna hang- andi í speglinum en hún hefði ekki verið þar þá. Þau mundu ekki eftir hafnaboltahúfu eða hönskum í bfln- um. Hins vegar hefði grillábreiðan alltaf verið framan á bflnum en í þetta sinn var hún í skottinu. Þau sáu hana þegar Jonathan þurfti að skipta um hjólbarða framan við hús- ið eftir ökuferðina. Þau sáu líka sím- tól þar með snúru en ekki meira af símanum. Elsta telpan sagði að Jonathan hefði gefíð sér tíu dollara. Hann hefði sagt að lögreglan kæmi eflaust og vildi tala við hana. Þá skyldi hún segja að hann hefði komið heim úr vinnunni kl 7.45 en ekki átta á sunnudagsmorguninn. Hann rétti henni peningana fyrir að gera það. Haft var samband við konuna sem bar út blöðin á sunnudagsmorgun- inn. Hún kom með blöðin í verslun- ina klukkan hálfátta en þá var eng- inn þar. Hún skildi blöðin bara eftir og hélt leiðar sinnar eftir næstu götu til að bera út í húsin bak við verslunina. Þegar hún fór yfir göt- una mætti hún bfl og bflstjórinn blikkaði ljósunum að henni. Hún hugsaði ekki meira um það fyrr en tveimur dögum seinna þegar maður ávarpaði hana við útburðinn. Hann sagðist hafa verið á ferð við verslunina á sunnudagsmorgun og blikkað ljósunum. Hann lagði áherslu á að hafa verið að koma frá versluninni þegar hann var í raun að fara þangað. í augum lögreglumanna fól þetta í sér tvo möguleika. Jonathan hafði ekið um til að athuga hvort einhver væri á ferð um svæðið eða að hann hafði viljað láta fólk sjá sig til að fá það til að styðja rangan framburð sinn seinna. Hann talaði ekki við konuna sem sá hann í bflnum á stæðinu því hann taldi að hún hefði ekki séð hann. Sex ára barn lykilvitni Sannanir hlóðust upp gegn Jonat- han Evans og 10. febrúar var hann formlega ákærður fyrir morðið á Mary Slover. Bfll hans var dreginn á lögreglustöðina og þar sá Harrison umferðarlögreglumaður hann. Hann sagðist hafa verið við umferð- arstjórn við morðstaðinn á sunnu- dagsmorgun þegar ökumaður þessa bfls hefði spurt sig hvað væri á seyði. Hann mundi eftir bflnum vegna hins sérkennilega númers DEBE- AST. Jarnagin spurði latínukennara hvað orðið þýddi og fékk þær upp- lýsingar að það þýddi alls ekki „Barn Guðs“ heldur nánast andstæðu þess og tengdist djöfladýrkun. Eftir handtökuna var haldið áfram að safna sönnunum. Allt skyldi smella vandlega saman. Nú kom f ljós að byssa konunnar hafði átt það til að standa á sér og var þar komin skýringin á hvers vegna skothylkið fannst ekki í versl- uninni. Það hafði ekki spýst úr byss- unni. Farið var á stað þar sem konan hafði skotið npkkrum æfingaskot- um og þau fundust eftir mikla leit með málmleitara. Nú voru kúlurnar bornar vandlega saman við kúluna úr höfði Mary til að athuga hvort um sömu byssu væri að ræða. Svo reyndist vera. Konan sem átti byssuna kom á skrifstofu saksóknara með tvö af börnum sínum og þegar farið var að tala um byssuna varð 6 ára sonur hennar áberandi órólegur. Cook fór með hann fram á gang og spurði hvort hann vissi eitthvað um byss- una. Drengurinn kinkaði kolli og sagði svo frá því að þegar Jonathan fór með þau út að kaupa ísinn hefði hann séð kassa í aftursætinu og opnað hann. Þar hefði hann séð byssuna ásamt fleira dóti og sagt sem svo: — Þetta er byssan hennar mömmu. Þá hefði Jonathan snögghemlað, tekið hníf úr hanskahólfinu, rekið hann upp að andlitinu á drengnum og sagt honum að ef hann stein- þegði ekki yfir þessu fengi hann að kenna á því. Cook fór aftur inn með drenginn sem endurtók frásögn sína fyrir sak- sóknara. Hitt barnið staðfesti frá- sögnina. Nú var bara eftir að finna skýr- ingu á frásögn unga mannsins sem ók framhjá versluninni, sá konu detta og einhvern hlaupa burt. Haft var samband við hann og borið upp á hann að hann lygi sögunni. Hann viðurkenndi það og skýrði með að hann hefði verið í vinnuleyfi úr fangelsi þegar marijuana fannst á honum. Hann taldi að ef hann reyndi að hjálpa lögreglunni yrði vægar tekið á málinu. Réttarhöldin yfir Jonathan Evans hófust 12. desember 1989. Saksókn- ari kallaði 37 vitni. Það tók kviðdóm aðeins 45 mínútur að komast að þeirri niðurstöðu að hann væri sek- ur um morð að yfirlögðu ráði. Þann 16. desember var hann dæmdur til dauða í rafmagnsstólnum. Rafstöövar OG dælur FRÁ 5UBARU BENSfN EÐA DIESEL Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 W Dælur: 130-1800 l/min

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.