Tíminn - 14.11.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.11.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 14. nóvember 1990 Norræna barnahjálpin: Byggir norrænt þorp fyrir heimilislausa Norræna barnahjálpin stendur í ströngu þessa dagana í að kynna og afla fjár til verkefnis er kallast „Scandinavian Viilage". Ráðgert er aö byggja þorp fyrir fjölskyldur á eynni Leyte en þar missti fólk al- eigu sína í fellbyljum. Island er síðasta landið á Norður- löndum þar sem verkefnið er kynnt en þegar er búið að safna peningum til þess að byggja yfir hundrað hús. Ráðgert er að mála hvert hús í fána- lit þess lands er fjármagnar það.'í Húsin eiga að rúma níu manna fjöl- skyldur og þeim fylgir einnig land- skiki sem hægt er að rækta. Auk þess verður stofnaður saumaskóli á staðnum. Sigvard Wallenberg, stofnandi og forstöðumaður Norrænu barna- hjálparinnar, kom sérstaklega hing- að til lands til þess að kynna verk- efnið og starfsemi Barnahjálparinn- ar. Norræna barnahjálpin var stofn- uð árið 1983* til að sinna þeim börnum sem búa við aumastar að- stæður í löndum þriðja heimsins. Megin áhersla hefur verið lögð á starfið í aumustu fátækrahverfum Filippseyja en einnig hefur verið send aðstoð til Sri Lanka og fleiri staða. Talið er að í höfuðborg Filippseyja, Manila, hafi meira en ein milljón Á myndinni sést Sigvard Wallenberg, forstöðumaður Norrænu barna- hjálparinnar, vera að lýsa ástandinu í Filippseyjum. barna framfæri af því sem þau finna á sorphaugum borgarinnar. Þá er fullyrt að meira en 25.000 börn, yngri en tíu ára, séu þvinguð til vændis til að afla sér og fjölskyldum sínum viðurværis. Norræna barna- hjálpin er meðal stærstu líknar- og hjálparstofnana á Filippseyjum. Daglega er meira en 7000 börnum gefið að borða, þeim veitt sjúkra- hjálp og önnur aðhlynning. Starf- rækt er sjúkradeild fyrir mjög van- nærð börn, og vöggudeild fyrir kornabörn sem finnast yfirgefin á götum úti. Þá er reynt að styðja for- eldra til sjálfshjálpar, með starfs- fræðslu, útvegun húsnæðis og lands til ræktunar. khg. Ólíklegt að próf- kjöiið verði ógilt Ólíklegt er talið að skoðanakönnun sú, sem fór fram meðal félaga í full- trúaráði framsóknarfélaganna í Reykjavík um síðustu helgi verði dæmd ógild, en Guðmundur G. Þór- arinsson alþingismaður hefur gert kröfu um að það verði gert. Guðmundur hefur lýst því yfir að hann muni fara fram á það við stjórnir framsóknarfélaganna í Reykjavík að félagsfundir í félógun- um fjalli um kröfu sína. Alfreð Þor- steinsson, formaður Framsóknarfé- lags Reykjavíkur, sagðist ekki geta tjáð sig fyrirfram um hvernig stjórn félagsins muni bregðast við kröfu Guðmundar, komi hún fram. Hann sagðist verða að sjá rökstuðning Guðmundar fyrir þessari kröfu áður en hann gæti sagt álit sitt á henni. Sigrún Sturludóttir, formaður Fé- lags framsóknarkvenna í Reykjavfk, sagði að frá sínum bæjardyrum séð kæmi ekki til greina að verða við kröfu Guðmundar. Það væri einfald- lega ekki hægt. Hún benti á að fjól- mennur aðalfundur fulltrúaráðsins hefði tekið ákvörðun um þá aðferð sem valin var við að velja menn á listann. Að þeirri ákvörðun hefði verið staðið á fullkomlega lóglegan hátt. Sigrún sagðist hins vegar harma að til deilna skuli hafa komið vegna þessa máls. Anna Margrét Valgeirsdóttir, for- maður Félags ungra framsóknar- manna, sagðist ekki sjá hvaða rök lægju að baki kröfu Guðmundar og því kæmi ekki til greina að verða við henni. Hún sagði útilokað að sam- staða næðist um lýsa skoðanakönn- unina ógilda og efna til opins próf- kjörs. Hún benti á að ákveðið hefði verið að láta fulltrúaráðinu eftir að velja listann m.a. vegna þess að menn hefðu verið sammála um að margir gallar fylgdu opnum próf- kjörum. -EÓ Skáldsaga um ævintýri amerískrar stúlku á íslandi: Jólasveinasaga á ensku Jónas Þór hefur sent frá sér barna- bók á ensku sem nefnist „The Christmas trolls". Sagan, sem mætti þýða „jólaálfarnir" á íslensku, fjallar um níu ára ameríska stúlku sem kemur til íslands í desember. Hún dvelur á afskekktum bóndabæ um tíma þar sem undarlegir hlutir ger- ast. Inn í söguna fléttast íslensku jólasveinarnir eða jólaálfarnir og spurningum eins og af hverju þeir hafa dvalið svona lengi á íslandi, af hverju þeir heita einkennilegum nöfnum og af hverju íslensk börn setja skóinn út í glugga í desember eru meðal þeirra sem lesandinn á möguleika á að fá svar við með því að fylgjast með ævintýrum stúlk- unnar. Jónas bjó í Kanada í um 10 ár og segir að hann hafi orðið var við mik- inn áhuga fólks af íslenskum ætt- um, sem ekki les íslensku, á ís- lensku efni. „Jólasveinarnir hafa alltaf þótt forvitnilegir, svo að ég setti þetta saman og hugsaði þetta nú mest sem hugsanlega jólagjöf til ættingja og vina í Norður-Ameríku," sagði Jónas Þór f samtali við Tím- ann. En að sögn Jónasar fjallar þessi saga ekki einungis um jólasveinana því inn í hana fléttast nokkurs konar kynning á Reykjavík og landinu líka, söguhetjan Iýsir því í upphafi hvað ber fyrir augu þegar til íslands kem- ur. Því má segja að bókin sé ekki ein- ungis ætluð börnum og einnig vegna þess að eitt af ævintýrum söguhetjunnar er að hitta íslensku jólasveinanna þar sem þeir segja henni frá fornum syndum. Jónas Þór sagði að hann hefði kynnt íslendingafélógum vestra bókina, en enn sé þó alls óvíst hvort hún verði gefin út þar, fyrst um sinn hefði hann hugsað sér bókina sem jólagjöf frá íslendingum til vina og ættingja erlendis. Jónas Þór gefur bókina út sjálfur og er hún til sölu í Fimm bjóða sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna á Vesturlandi: Afhendir Friðjón syninum ríkiö? Fimm framboð bárust í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins á Vest- urlandi, en framboðsfrestur rann út um helgina. Rétt til þátttoku í prófkjörinu hafa aðal- og vara- menn í kjördæmisráði flokksins. Kosið verður 24. nóvcmber. Fimmmenningarnir eru: Guð- jón Guðmundsson skrifstofu- stjóri, Akranesi, Guðjón Krist- jánsson kaupfélagsstjóri, Ásum í Saurbæ, Guðjón Ingvi Stefáns- son framkvæmdastjóri, Borgar- hesi, Slgarður Rúnar Friðjóns- son mjólkursamlagsstjóri, Búð- ardal, óg Sturla Böðvarsson bæj- arstjóri, Stykkishólmi. Friðjon Þórðarson og Valdimar Indriöason, sem skipuðu fyrsta og annað sæti listans í síðustu kosningum, sækjast ekki eftir sæti á listanum. Reiknaö var meö að Sturla Böðvarsson og Guðjón Guömundsson tækju sæti þeirra. Óvíst er að það gangi cftir vegna þess að Friðjón Þórðarson al- þingismaður leggur mikla áherslu á að sonur sinn, Sigurð- ur Rúnar, taki við fyrsta sætinu. Ýmsir telja aö Sigurður Rúnar eigi góða möguleika á að ná fyrsta sætinu, einkum þó vegna þess að Friðjón ku vinna ákaft að kjörí hans bak viö tjoldin. Aðrar heimildir herma að mikiö vanti á að eining sé um Sigurð Rúnar. Það er t.d. ekki alger eining um hann meðal sjálfstæðismanna í Dalasvslu. •,:::- -EÓ Margrét Rún Guömundsdóttir, höfundur myndarinnar Hættu nú þessu voli, Hermann minn. Þýsk kvikmynd eftir íslenska konu: Hættu nú þessu voli, Hermann flestum bókaverslunum á höfuð- borgarsvæðinu, á Akureyri, Kefla- vík, Hafnarfirði og á fleiri stöðum. —GEÓ Næstkomandi sunnudag verður sýnd í Ríkissjónvarpinu kvikmynd- in Hör auf zu heulen, Hermann, en á íslensku mun hún heita Hættu nú þessu voli, Hermann minn. Myndina gerði Margrét Rún Guðmundsdóttir þegar hún var á öðru og þriðja ári í Kvikmynda- og sjónvarpsskólanum í Miinchen, en þar hefur hún stundað nám frá haustmánuðum 1986. Myndin Hættu nú þessu voli, Her- mann minn, hefur verið sýnd á fjöl- mörgum alþjóðlegum kvikmynda- hátíðum, bæði í Evrópu og Ástral- íu, og hefur hlotið ágætar viðtökur. Erfiðlega gekk í upphafi að fá sjón- varpsstöðvar eða framleiðendur til að styrkja gerð myndarinnar og þurfti Margrét Rún því að eyða öll- um námslánum heilan vetur í myndina og þar að auki að taka bankalán. Wolfgang Langsfeld, pró- fessor við skólann, sagði við Mar- gréti að handritið væri dónalegt skrímsli og sennilega myndi engin alþjóðleg kvikmyndahátíð vilja taka hana til sýningar. Þrátt fyrir þetta, hvatti prófessorinn hana til að gera myndina því hún bæri vott um hugrekki og það væru einmitt slík- ar myndir sem þau þyrftu á að halda. Það kom líka á daginn að Þjóðverjar voru ekki á eitt sáttir um myndina. Alltaf þegar hún er sýnd í Þýskalandi vekur hún uppsteyt. Þýskum horfendum stekkur ekki bros, meðan áhorfendur annarra þjóða hlæja. Myndin var þrátt fyrir allar hrakspár valin til sýningar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín og var hún frumsýnd við mikil læti. Það var dauðaþögn í áhorfendasalnum á meðan á sýn- ingu myndarinnar stóð en eftir sýn- inguna öskruðu áhorfendur á hvern annan í a.m.k. hálfa klukku- stund, ýmist frávita af reiði eða mjög hrifnir. Eftir það fór hún á há- tíðir í Svfþjóð, Tyrklandi, Austur- ríki, Ástralíu, Portúgal og Grikk- landi. Myndin, sem er 40 mínútna löng, fjallar um Hermann Brunndeckeí sem hefur sjálfan sig ekki á hreinu og gekk hann þess vegna í Hjálp- ræðisherinn, eins og segir í til- kynningu frá Rúnfilm-Produktion. Þar hegðar hann sér hins vegar ekki vel og þess vegna verður hann að bæta svolítið fyrir það. Margrét Rún Guðmundsdóttir fæddist 15. nóvember 1960 í Reykjavfk. Hún hefur gert þrjár kvikmyndir. Sú fyrsta var 4 mín- útna löng og var gerð árið 1987 og heitir Mein halber Walser eða Hálf- ur vals. Önnur myndin er 40 mín- útna löng og svart/hvít leikin mynd eins og sú fyrsta og nefnist hún Showdown eða Uppgjör, og var hún gerð 1988. Þriðja myndin er síðan Hættu nú þessu voli, Hermann minn og er hún í lit. Þar að auki hefur hún gert nokkur handrit, m.a. handritið Wie gut erzogen Leute Sadisten werden können. Ein „Do-it- yourself-Film in 8 minuten, sem útíeggst á íslensku, Hvernig velsiðað fólk getur orðið sadistar. „Do-it-yourself-kvikmynd" á 8 mín- útum. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.