Tíminn - 14.11.1990, Side 3

Tíminn - 14.11.1990, Side 3
Miðvikudagur 14. nóvember 1990 Tíminn 3 Landsamband smábátaeigenda vinnur að þróunarverkefni vegna grásleppu: Verðmæti aflans aukið margfalt Landsamband smábátaeigenda hefur að undanförnu unnið að verk- efni um þróun og markaðssetningu á hrognkelsum; gráslepppu og rauðmaga. Tilgangur þessa verkefnis er að kanna nýja markaðs- möguleika fyrir hrognkelsi og að þróa og markaðssetja nýjar afurð- ir úr hrognkelsum. Grásleppa er svo til eingöngu veidd vegna hrognanna en fisknum sjálfum hent og þar með miklum verðmæt- Akureyri: Aðkomumenn í auðgunarbrotum um að mati LS. LS telur að þetta verkefni muni stuðla að festu og stöðugleika í byggð landsins og geti mögulega tvöfaldað útflutningsverðmæti hrognkelsisafurða og minnkað óvissuþætti í greininni. í maí sl. sótti LS um 10 millj. króna styrk til stjórnar byggðar- stofnunar þar sem ítarlega var gerð grein fyrir uppbyggingu og tilgangi verkefnisins. LS áætlar að þessi upphæð myndi kosta fyrsta hluta verkefnisins, sem tekur til forkönn- unar og stefnumótunar, en að verk- efnið muni kosta um 60 millj. króna í heild. Svar byggðastofnun- ar barst LS 4.júlí sl. og í því segir orðrétt: „Á fundi stjórnar byggða- stofnunar þann 26. júní 1990 var fjallað um umsókn yðar um styrk til markaðssetningar. Stjórn stofn- unarinnar getur ekki orðið við beiðni yðar, og tilkynnist það yður hér með.“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, sagði í samtali við Tímann að þeir hefðu orðið fyrir miklum von- brigðum með þetta snubbótta svar við jafnmiklu verkefni, því að svar- inu hefði ekki fylgt álit eða afstaða byggðastofnunar á verkefninu sem slíku. Stjórn LS ákvað því að kanna hvort afstaða byggðastofnunar end- urspeglaði álit sveitar- og bæjar- stjórna út á landsbyggðinni og sendu þeim því greinargerð um málið. Viðbrögð þeirra hafa hins vegar verið mjög jákvæð, að sögn Arnar, og flest á þann veg að þau hafa sent byggðastofnun samþykktir þar sem skorað er á þá að endurskoða af- stöðu sína til verkefnisins og styrk- veitingarinnar. Forsaga þessa verkefnis er sú að ár- ið 1988 gætti verulegrar sölutregðu á hrognkelsum og þá fór LS að at- huga hvernig hægt væri að ná meiri festu á markaðinn og möguleika á nýtingu annarra hluta fisksins en hrognunum. LS fékk til liðs við sig sérfræðinga á sviði þróunar og markaðsmála, þá auglýsinga- og markaðsstofuna Argus hf. í Reykja- vík og ráðgjafafyrirtækið Ara hf. á Akrueyri. í mars sl. kynnti LS verk- efnið fyrir sjávarútvegsráðuneytinu og Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins við góðar undirtektir. Því var ákveðið að halda undirbúningi verk- efnisins áfram og leita eftir styrk til frekara framhalds. í greinargerð LS kemur fram að grásleppuveiðar hafi átt ríkan þátt í að viðhalda byggð í landinu, og mun félagið hafa staðið fyrir könnun sem sýndi fram á þá niðurstöðu. Einnig að miklum verðmætum sé kastað á glæ við öflun hrogna, af hrognkels- um eru hrognin einungis hirt og að- eins lítið eitt af rauðmaganum sem fer næstum allur í innanlands- neyslu. Örn tjáði Tímanum að áætl- að magn sem fer til spillis sé um 8000 tonn og með verkefninu er vonast til að finna leiðir til að nýta aðrar afurðir úr aflanum, svo sem fiskinn sjálfan (grásleppu og rauð- maga), hvelju, lifur og svil. Undan- farin ár hafi verið fluttar út að með- altali 16.000 tunnur af grásleppu- hrognum, en í hverri tunnu eru um 105 kg. Heildarútflutningsverðmæti á hrognum og kavíar var 621 millj. kr árið 1989, en þeir áætla að með verkefninu verði hægt að auka út- flutningsverðmætið upp í 1,5 millj- arð króna. LS tók þátt í alþjóðlegri sjávarút- vegssýningu í Singapore í ágúst sl. þar sem þeir kynntu helstu afurðir hrognkelsanna, og fengu þar nokk- uð jákvæðar unditektir, sem bentu til þess að stór markaður gæti verið í Suðaustur-Asíu og Japan. Örn sagði einnig að stjórn LS muni lík- lega láta undan þrýstingi frá bæjar- og sveitarfélögum og endurnýja um- sókn sína til byggðastofnunar. —GEÓ Tveir sunnlcndingar á tvítugs- aldri hafa verið úrskurðaðir í sjö daga gæsluvarðhald vegna inn- brota á Akureyri um helgina. Mennirnir voru gómaðir í Sund- laug Akureyrar aðfaranótt sunnudags, en þar höfðu þeir brotist inn og m.a. stolið skipti- mynt. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknardeildar lögreglunnar á Ak- ureyri, voru mennimir færðir til innbrot á nokkrum stöðum, m.a. Skrifstofu Skapta, Fræðsluskrif- stofunni, Sálfræðideild skóia, Hjjóðmyndum og Háskólanum. Þá var tilkynnt að bfi hefði verið stolið, en hann fannst seinni part sunnudags. Grunur beindist að mönnunum tveimur, og við yfir- hcyrslur játaði annar þelrra aðild að innbrotunum og bfiþjófnaðin- um. Mennimir vom úrskurðaðir í sjö daga gæsluvarðhald, og vinn- yfirheyrslu og síðan vistaðir í fangageymslum. Á sunnudag bárust síðan tilkynningar um ur lögreglan nú að frekari rann- sókn máisins. hiá-akureyri. RETT FJARFESTING - A RETTUM TIMA Nú í lok skattársins er rétti tíminn fyrir bændur til að huga að fjárfestingu í atvinnutækjum. Massey Ferguson eru mest seldu dráttarvélarnar frá Vestur-Evrópu hérlendis enda hafa þær þjónað íslenskum bændum í hartnær hálfa öld. Fjórði hver bóndi sem keypti dráttarvél á þessu ári valdi Massey Ferguson. Við bjóðum þrjár meginlínur í Massey Ferguson vélum. Einfaldar vélar sem hafa enst frábærlega vel. Mjög vandaðar dráttarvélar, sem hafa sannað ágæti sitt við erfiðar aðstæður. Þetta er mest selda Vestur-Evrópu dráttar- vélin á íslandi. Hágæða dráttarvélar, búnar allri hátækni sem á annað borð nýtist í dráttarvélum. Innan þessara meginflokka er svo hægt að velja um hestaflafjölda og margskonar aukabúnað. Allar þessar vélar eiga margt sameiginlegt. # Þær eru úrvals verkfæri, þar sem er hugsað fyrir notagildi, öryggi og þægindi í starfi. # Varahluta- og viðgerðarþjónusta eru viðurkenndar. # Greiðslukjörin eru þau bestu á markaðnum. # Endursöluverð er mjög hátt og sala nær örugg. Láttu JÖTUN og MASSEY- FERGUSON koma til liðs við þig á komandi ári! Wlésúdfiq HOFÐABAKKA 9 112 REYKJAVIK SIMI 91-670000

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.