Tíminn - 14.11.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.11.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 14. nóvember 1990 ÚTLÖND Tékkóslóvakía: Forsætisráðherrar reyna að koma sér saman um skiptingu valdsins Framtíð Tékkóslóvakíu sem ríkis er nú óviss og forsætis- ráðherrar hinna þríggja ríkisstjórna landsins gerðu í gær enn eina tilraunina til að komast að samkomulagi um vald- dreifingu í landinu. Marian Calfa forsætisráðherra, sem telur að alríkisstjórnin verði að( vera sterk, hélt fund með Petr Pit- hart, forsætisráðherra Tékka, og Vladimir Meciar, forsætisráðherra Slóvaka. í kjölfar kröfu Slóvaka um fullveldi geta viðræður um skiptingu valds- ins milli miðstjórnar og tveggja lýð- velda orðið ríkjasambandinu að falli. Fyrir viðræðumar sagði Calfa að hann væri bjartsýnn á að þeir myndu komast að niðurstöðu eftir rúmlega þriggja mánaða samningaþóf. Ríkisstjórn Slóvakíu krefst þess að lausn verði fundin fyrir áramót. Al- ríkisstjórnin verður að leggja frum- varp fýrir þingið í síðasta lagi 20. nóvember, ef það á að verða að lög- um 1. janúar 1991. Calfa sagði í sjónvarpsviðtali á mánudagskvöld að hann teldi að al- ríkisstjórnin og þingið yrði að hafa fullt vald yfir varnar-, utanríkis- og efnahagsmálum. Vaclav Havel forseti fylgir Calfa að málum. Hann sagðist sammála Calfa um að umheimurinn gæti ekki tekið Tékkóslóvakíu alvarlega, nema landið væri undir sterkri al- ríkisstjórn. Stjórnir Tékka og Slóvaka sam- þykktu í seinustu viku tillögu sem færir mörg málefni beint undir stjórn lýðveldanna tveggja. En alríkisstjórnin gat ekki kyngt þeirri tillögu allri og munu aðal- ágreiningsefnin varða eignarhald á fasteignum, bankakerfið, utanríkis- Vaclav Havel telur að sterka alrikisstjóm þurfi til að forða Tékkóslóvak- íu frá því að liðast í sundur. viðskipti og efnahagsmál ríkisins. með talinn Kristilegi demókrata- Stjórnmálaflokkar í Slóvakíu, þar flokkurinn sem á fulltrúa í öllum þremur ríkisstjórnum landsins, hafa krafist fullveldis Slóvakíu. Kröfurnar hafa styrkst eftir að mikil þjóðernishyggja braust út eft- ir að kommúnistastjórnin féll fyrir ári. Ýmsir hópar Slóvaka krefjast al- gers fullveldis og stjórnin í Bratisla- va hefur jafnvel sinn eigin utanrík- isráðherra. Meciar segir Slóvakíu ekki geta bjargast á eigin spýtur og varar við því að ef ekki verði komist að sam- komulagi um valddreifingu geti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir Tékkóslóvakíu. Forseti tékkneska þingsins, Dag- mar Buresova, viðurkenndi einnig að ástandið væri alvarlegt og að mikil spenna ríkti í viðræðunum. Hún sagðist ekki telja það hyggi- legt að stofna til þjóðaratkvæða- greiðslu um þetta mál nú, þar sem mikill tilfinningahiti sem er nú uppi varðandi það gæti blindað skynsemi manna og leitt til sundrungar Tékkóslóvakíu. ísrael: Þrír leiðtogar Palestínumanna handteknir ísraelar fangelsuðu án undanfar- andi réttarhalda þrjá leiðtoga Palestínumanna á Vesturbakkan- um og Gazasvæðinu í gær, eftir margra vikna átök milli Palest- ínumanna og Gyðinga. Varnarmálaráðefnið tilkynnti að það hefði fyrirskipað að Radwan Abu Ayyash, formaður arabíska blaðamannafélagsins, og frétta- maðurinn Ziad Abur Zayyad yrðu hafðir í fangelsi í sex mánuði fyrir þá sök að vera meðlimir í PLO. í yfirlýsingu frá ráðuneytinu sagði: „Handtakan er framkvæmd í dag, þar sem þeir eru báðir hátt- settir í hryðjuverkasamtökum og gerðir þeirra ógna öryggi ísraels og Júdeu og Samaríu (Vestur- bakkans)." Þar að auki var dr. Ahmed al- Yazigi, sem talinn er virkur með- Iimur PLO á Gazasvæðinu, skikk- aður til eins árs fangavistar án þess að réttarhöld færu fram. Þetta er sagt gert samkvæmt lög- um um neyðarrétt. Mennirnir þrír voru handteknir tveimur dögum áður en tvö ár voru liðin frá sjálfstæðisyfirlýs- ingu Palestínu, sem lögð var fram af Palestínska þjóðarráðinu í AI- sír. Handtökurnar fylgja í kjölfar sí- endurtekinna árása Araba á Gyð- inga undanfarnar vikur, en þær hafa verið í hefndarskyni fyrir morðin á Musterishæð í síðasta mánuöi. Arabi stakk tvo lögreglu- menn í Jerúsalem í gær og særði þá lítillega. Þetta ofbeldi, þar með talið morðið á rabbínanum Meir Ka- hane í New York, hefur orðið til þess að Shamir forsætisráðherra hyggst taka harkalega á uppreisn Palestínumanna á herteknu svæð- Shamir, forsætisráðherra fsraels, hefur nú ákveðið að láta hart mæta hörðu í viðureigninni við Palestínumenn. unum, sem nú hefur staðið í 35 mánuði. Abu Ayyash, sem hittir reglulega útlenda ráðamenn, hefur verið kallaður leiðtogi byltingarinnar í ísraelskum dómsskjölum. Hann var fangelsaður án réttarhalda í upphafi byltingarinnar í desem- ber 1987. ísraelar saka Abu Ayyash um að vera meðlimur í stuðningssam- tökum PLO, sem voru viðriðin skipulagningu árása Fatah. Fatah er sterkasta hreyfingin innan PLO og er stýrt af Yasser Arafat. Varnarmálaráðherrann sakaði Abu Zayyad um þátttöku í skipu- lagningu og stjórn uppreisnar- innar, að dreifa ólöglegum bæk- lingum og hvetja til ofbeldis. Israelski herinn rak Yaziji úr stöðu sinni við Shifa-sjúkrahúsið í Gaza fyrir það sem kallað var fjandsamleg starfsemi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann er fangeis- aður án réttarhalda. Bngland: MARGARET THATCHER í HARDRI BARÁTTU Þrýstingurinn, sem stjórn Margaret Thatcher hefur orðið fyrir úr öllum áttum, jókst í gær þegar fyrrum aðstoðarmaður hennar, Sir Geoffrey Howe, bjó sig undir að leggja til atlögu gegn henni í þinginu. Þó svo að aðalkeppinautur henn- ar um formannsembættið í íhalds- flokknum, Michael Heseltine, fyrr- um varnarmálaráðherra, hiki enn við að gefa opinbera yfirlýsingu um hvort hann hyggst bjóða sig gegn henni, hefur Thatcher gert lýðum ljóst að hún muni berjast um það embætti sem hún hefur nú haldið í ellefu ár. Frestur til útnefningar til mót- framboðs gegn henni rennur út á föstudaginn og munu kosningar fara fram á þriðjudaginn. Búist var við að ræða Howes, ásamt heiftarlegum árásum blaðsins Sun á Heseltine, myndi stappa stálinu enn frekar í stuðn- ingsmenn Heseltines til mótfram- boðs. Howe, sem áður gegndi embætt- um fjármála- og utanríkisráð- herra, sagði af sér 1. nóvember sl. þar sem hann gat ekki sætt sig við andstöðu Thatcher gegn nánara sambandi Bretlands við Evrópu- bandalagið. Gert var ráð fyrir að Howe myndi gagnrýna harðlega framgöngu og þjóðernishyggju Thatchers, sem greindi hana alveg frá leiðtogum hinna EB-ríkjanna 11 á fundi EB í Róm í síðasta mán- uði. Mótframboðið gegn Thatcher nú er mögulegt vegna þess að mikill klofningur er í röðum forkólfa íhaldsflokksins vegna Evrópumála og vaxandi áhyggna um að kjós- endur, sem orðið hafa fyrir barð- inu á versnandi efnahag, séu orðn- ir þreyttir á henni sem leiðtoga. Heseltine er haröur málsvari nán- ari Evrópusamvinnu og hefur ver- ið samnefnari andstöðu gegn Thatcher í flokknum frá því hann sagði sig úr ríkisstjórn hennar árið 1986. Heseltine var væntanlegur frá Þýskalandi í gær og þá var búist við að niðurstaða væri fengin í því hvort fengist hefði stuðningur þeirra 159 þingmanna flokksins sem þarf til að mótframboð sé gilt. Heseltine var umkringdur frétta- mönnum þegar hann kom á hótel í Hamborg þar sem hann átti að Margaret Thatcher stendur nú frammi fýrir því að missa stöðu sína sem formaður íhaldsflokks- ins og þar með forsætisráð- herraembættið. halda ræðu á fundi evrópskra þing- manna. Hann vildi ekki svara því hvort hann hygði á mótframboð gegn Thatcher. Síðar sagðist hann ætla að bíða með að gefa yfirlýs- ingu þar til Howe hefði lokið ræðu sinni. Fréttayfirlit Rabat - írösk sendinefnd kom til Rabat í gær, eftir að Irakar gáfu til kynna að þeír kynnu að taka tilboði Marokkó um viðræð- ur Arabaríkja tii að reyna að koma í veg fyrir styrjöld við Persaflóa. Bagdad - Skortur á skilningl virðíst vera um það bil að draga íraka og vestræna andstæðinga þeirra inn í styrjöld. Tel Aviv - fsraelsk heryfirvöld segja fraka líklega til að ráöast með efnavopnum á Israel í upp- hafi stuttrar, harðrar og árang- urslítillar stytjaldar. Washington - Áhrifamikill öld- ungadeíldarþingmaður hvetur Bush forseta til að kalla saman þingið til að ræða hugsanlega stríðsyfirlýsingu á hendur írök- um. Hamilton, Bermúda - James Baker, utanríkisráðherra BNA, fór til Bermúda í gær til að skýra stöðuna við Persaflóa fyrir utan- ríkisráðherra Kanada. Þessar viðræður eru taldar varða næstu aðgerðir Sameinuðu þjóðanna gegn frökum. Moskva - Boris Jeitsin, forseti Rússlands, segir Mikhail Gor- batsjov vera samþykkan sam- steypustjóm. Paris - Franska ríkisstjómin, sem nú er sökuð um að hafa ekki látið lögregluna berjast gegn því er ruslaraiýður óð um strætí Parfsar brennandi og rænandi, stendur nú frammi fýrir kröfum um afsögn. Bonn - Leiðtogi þýskra Gyð- inga hvetur stjómvöld til að grípa tii aðgerða gegn nýnasist- um f austurhluta landsins, áður en gyðingahatrið fari úr böndun- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.