Tíminn - 14.11.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.11.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 14. nóvember 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Guðmundur P. Valgeirsson: Hljóp Ragnhildur á sig -» Ragnhildur Helgadóttír, alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins. lýsti því yfir á Alþingi 29. fyrra mánaðar, að hún teldi að Islendingar ættu nú þegar að sækja um aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. — Hún mun hafa orðið fyrst alþingismanna til að taka hreint af skarið um það sem aðr- ir ráðamenn Sjálfstæðisflokksins, utan þings og innan, hafa verið að hukla á án þess að þora að segja það upphátt. í þeim hópi eru formaður og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins. Og sjálfur utanríkisráðherra ís- lands lýsti þeirri skoðun sinni á flokksþingi Alþýðuflokksins, fyrir skömmu, að ísland yrði komið í EB fyrir næstu aldamót. Að dómi þessara manna er það því aðeins tímaspursmál hvenær sú ákvörð- un verður tekin. — Það er alvar- legur hlutur. Svo er að sjá, að margur hafi hrokkið við að heyra þessa hrein- skilni af vörum Ragnhildar og nokkurt fjaðrafok orðið út af því. - - Ýmsir alþingismenn urðu strax til að gera athugasemdir og and- mæla þessari skoðun Ragnhildar & Co rækilega. Ber þar fyrst að nefna Steingrím Hermannsson forsætisráðherra. Daginn eftir voru þau Steingrím- ur og Ragnhildur drifin af Ríkisút- varpinu á Rás 2, í kompu uppundir þaki Alþingishússins (að sögn þul- ar), þar sem þau voru látin skiptast á orðum og skoðunum um þessa yfirlýsingu Ragnhildar. — Það verður að segjast, að þessum at- burði var hvorki valin stund né staður við hæfi, svo almenningur gæti fylgst með þeim orðaskiptum sem þar fóru fram, með viðeigandi hætti þegar um svo stórt mál var rætt. Og þess hefur ekki orðið vart að fjölmiðlar, Útvarp og Sjónvarp, hafi séð ástæðu til að gefa þjóðinni annan kost á að sjá eða heyra það sem þeim fór á milli. Hefur þó margt af því sem léttara er á met- unum verið endurtekið af þeim og það oftar en einusinni. Ragnhildur lýsti þar skoðun sinni á, að nauðsyn bæri til þess að við sæktum um aðild og gengjum í Efnahagsbandalagið. Skírskotaði hún til þeirrar visku, sem hún hefði aflað sér með þátttöku í ein- hverri nefnd um samskipti þjóða. Undir þeirri þátttöku væri velferð íslensku þjóðarinnar komin. — Steingrímur lýsti sig algerlega andstæðan skoðun Ragnhildar. Hann vísaði henni algerlega á bug og kvaðst undrandi á að nokkur skyldi halda slíku fram. Sagði það banabita sjálfstæðis þjóðarinnar og „Gamla sáttmála" í nýjum stíl, og vitnaði til Rómarsáttmálans máli sínu til sönnunar. Ragnhildur og skoðanabræður hennar hefðu líklega ekki kynnt sér hann. — Hann var mjög þungorður um þá kenningu, sem Ragnhildur og skoðanabræður hennar héldu fram. Þau alvarlegu viðvörunarorð hans eiga brýnt erindi til sérhvers hugsandi manns, sem ann þjóð sinni og vill varðveita frelsi hennar og sjálfstæði meðal annarra frjálsra þjóða. Eins og ég gat um, hefur orðið nokkurt fjaðrafok út af þessari játningu Ragnhildar og framtíðar- sýn hennar um frelsi þjóðarinnar. Dagblaðið Tíminn tekur málið upp á miðvikudag 31. október (Opnu viðtöl) þar sem sú spuming er lögð fyrir ellefu áhrifamenn í þjóðfélag- inu, þar af sjö alþingismenn, hvort Ragnhildur hafi sagt það sem aðrir hugsuðu, eða hvort hún hafi hlaupið á sig. Svör þessara manna eru á ýmsa lund eins og vænta mátti. En það sem kemur mér mest á óvart er hvað loðin svör margra þeirra eru, og hve áberandi margir verjast að svara spurningunni beint. Nær all- ir sem spurðir eru taka svo til orða, að ekki sé tímabært (nú) að sækja um aðild að EB. í þeim orðum þeirra felst undanfærsla við að svara spurningunni, rétt eins og þeir séu að segja: Ég geri þetta ekki í dag eða á þessu ári, en ég geri það kannski á morgun eða þegar betur stendur á fyrir mér! Með þessu loðna og óákveðna orðalagi eru þessir menn að lýsa því óbeint yfir, að aðild að EB sé sá kostur sem við kjósum okkur sjálf- um og afkomendum okkar á næst- unni. — Bara ekki í dag eða í ár. Á næsta ári geti það gerst. — Aðeins einn þeirra, sem spurðir eru, segir hreint og afdráttarlaust að slíkt komi alls ekki til greina — og megi alls ekki koma til greina. Þessi maður er Hjörleifur Gutt- ormsson alþingismaður. — Þökk sé þér, Hjöríeifur. Okkur óbreytta alþýðumenn rek- ur í rogastans þegar við sjáum þessi svör ráðandi manna. — Þar eru ráðvilltir menn að svara. Það eiga ekki að koma til greina nema afdráttarlaus svör við svona spurn- ingu: Það má ekki koma til greina, að við afsölum sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar til að ráða sínum eigin málum í eigin landi. Það má ekki koma til greina, að við seljum eða gefum auðlindir lands okkar á láði og legi erlendum aðilum og auðhringum, sem hafa það eitt að markmiði, að hafa sem mest upp úr þeim fyrir sjálfa sig og sína eigin hagsmuni. ¦Y> li ^. m ^Mi Wi Guðmundur P. Valgeirsson Það kemur ekki til greina, að við leggjum okkur undir erlenda lög- sögu. Sporin hræða. Verum þess minnug. Það kemur ekki til greina, að við opnum land okkar fyrir óheftum innflutningi erlends fólks af ýmsu kyni og þjóðerni, þó færa megi rök að því, að íslenska þjóðin sé að verða svo lærð og fín með sig, að henni finnist sér ekki samboðið að vinna algeng störf í framleiðslu og þjónustu. Við neitum óheftum innflutningi erlends fjármagns til þátttöku og yfirráðum í athafnalífi þjóðarinnar og fjármálakerfi hennar. — Og þannig mætti áfram telja. — Við viljum óskertan rétt til að ráða yfir landi okkar og þjóð. — Óbreyttir alþýðumenn neita erlendri yfir- drottnun og láta það ekki á sig ganga þó íhaldsbroddarnir í Sjálf- stæðisflokknum og Jónarnir sjái ekki önnur ráð sjálfum sér til frama og framdráttar. Þegar við hugsum til ljósra og óljósra orða þessara manna, sem Ragnhildur hefur nú haft orð fyrir, þá fögnum við orðum Steingríms Hermannssonar, sem hann mælti í viðræðu sinni við Ragnhildi Helgadóttur, og hann hefur áður lýst sem skoðun sinni og Fram- sóknarflokksins. Og við þökkum nýliðanum í Sjálfstæðisflokknum, Einari Kr. Guðfinnssyni, fyrir hans einörðu og ákveðnu afstöðu gegn því valdaafsali, sem aðild að EB hefði í för með sér fyrir hina litlu og fámennu þjóð norður í Atlants- hafi, því það væri sama og að þurrka nafn okkar út meðal frjálsra þjóða. — Þjóðerni, menn- ing og tunga mundu fljótt heyra fortíðinni til. Sú svikagylling, sem reynt yrði að breiða yfir athæfið, hrykki skammt til varnar. En hætt er við að Einar Kr. Guðfinnsson eigi eftir að reyna það sama og margur annar sjálfstæðismaður- inn hefur orðið að reyna, og einn þeirra orðaði við mig á þessa leið: „Manni er jú lofað að tala eins og hugur manns býður við viss tæki- færi og láta sérskoðun sína í ljósi. En það er bara ekkert gert meira með það. Allt er fyrirfram ákveðið afþeimStóru." Ragnhildur Helgadóttir hljóp ekki á sig. Hún gerði aðeins upp- skátt hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætlast fyrir eftir næstu kosningar. Og hann mun ekki skorta með- reiðarsveina, ef marka má orð Birgis Árnasonar í blaði Alþýðu- flokksins, Pressunni, fimmtudag- inn 25. október s.l. Það þarf varla að draga í efa hvað gerist eftir næstu kosningar, ef ís- lands ógæfu verður það að vopni, að Sjálfstæðisflokkurinn nái að- stöðu til að mynda ríkisstjórn að kosningum loknum, með eða án hjálparkokka sinna f Alþýðu- flokknum. — Það liggur mikið við, að svo fari ekki. Bæ, 3. nóvember 1990 BOKMENNTIR Stjórnmál og ef na hagsþróun í 60 ár Dr. Magni Guðmundsson hefur sent frá sér bók undir nafhinu Líf og lands- hagir, þar sem hann gefur samfeUt yf- irlit yfir íslenska hagsögu síðustu 60 ár. Bókarhöfundur er kunnur hagfræð- ingur, sem nam fyrst viðskiptafræði í París og var um skeið framkvæmda- stjóri fyrirtækja í Reykjavík, en stund- aði síðar hagifræðinám í Kanada og lauk doktorsprófi við Manitobaháskóla í Winnipeg. Að loknu doktorsprófi starfaði hann í Kanada, kenndi m.a. við Manitobaháskóla og vann sér- fræðistörf fyrir stjóm Manitobafylkis í banka- og peningamálum, en réðst síðan til Hagráðs Kanada í Ottawa, sem gegnir víðtæku ráðgjafarhlut- verki í þágu sambandsstjómar Kanada á sviði efnahagsmála. Hér heima hefur dr. Magni unnið að ýmsum sérfræði- verkefnum á vegum ráðuneyta og rit- að bækur og greinar um efnahags- og fjármál og almenn þjóðfélagsmál. í níu köflum bókarinnar rekur höf- undur stjómmálaþróunina allar götur frá Alþingishátíðinni 1930 til þessa dags. Farið er hratt yfir sögu, en meg- inatriði þó dregin þannig fram að það ' veitir heildarsýn yfir vandamálin. Leit- að er skýringa á verðbólgunni og sveiflum hennar á þessu tímabili. Þátt- ur vinnu og þáttur fjármagns eru bomir saman og vægi þeirra metið. Dr. Magni telur með tilvísun til hag- skýrslna að þau fyrirheit sem gefin voru með verðtryggingu fjárskuld- bindinga hafi brugðist: Útlán banka- kerfisins hjöðnuðu ekki heldur stór- jukusi Hið sama á við um erlendar lántökur. Grunnspamaður stóð í stað eða minnkaði. Lánskjaravísitalan og breyting á vaxtalögum skóp hins vegar nýja stétt verðbréfasala, segir höfund- ur. Vanskil í bankakerfinu hundrað- földuðust á átta árum skv. afskriftar- reikningum. Gjaldþrotahrina hófst og ekki séð fyrir endann á henni. Aðalor- sakir verðbólgunnar rekur höfundur til útgjaldastefnu ríkissjóðs og pen- ingastjórnar og sækir rök sín um það efniíhagskýrslur. í eftirmála setur höfundur fram ýms- ar tillögur til úrbóta á nokkrum vanda- málanna sem við er að etja í fslenskri efnahags- og fjármálastjóm. Nú er það ekki á færi leikmanns í hag- fræði að dæma um hvað eina sem fram kemur í þessari bók. Hins vegar er þar að finna aðgengilegt yfirlit yfir hin ýmsu skeið efnahags- og stjóm- málaþróunar síðustu aldar o kemur því áhugamönnum um þjóðfélagsmál að góðu gagni. Hún skýrir margt í þeirri þróun og er til fróðleiks og upp- rifjunar um annað. I.G. „Aldrei hverf ur mér það Ijós" Anna S. Snorradóttir Þegar vorið var ungt Ljóð Þess er getið á kápu að ljóðin í þess- ari bók séu ort á árunum 1984-1990. Höfundur er kunnur þeim sem muna til sín sem útvarpshlustendur á sjö- unda tug aldarinnar eða Iásu Dag á fimmta tug hennar. Þessum ljóðum er skipt f þrjá flokka. Gimburskeljar heitir sá fyrsti. Annar nefnist staðir. Hinn þriðji ber nafn bókarinnar: Þegar vorið var ungt. Gimburskeljar eru tákn bamagull- anna og fjörunnar á Flateyri þar sem höfundur átti fyrstu ár bemsku sinn- ar. Ég hygg að þau ljóð snerti þá sem muna Flateyri á þriðja tug aldarinnar. Hér er „fjaran tandurhrein undra- heimur full af ævintýrum". Svo var það að utanverðu þar sem báran gnauðaði löngum við grjóL Fjaran að innanverðu geymdi hins vegar ýmiss konar rusl. í minni minningu var hún þakin pjáturdósum undan niður- soðinni mjólk, danskri dósamjólk. En hús „Snorra kennara" stóð úti á kambi. Staðir eru minningar frá ýmsum stöðum sem leið hefur legið um. Þar kemur við sögu „næturhlátur syfju- legrar borgar", „marmari, silfur, stál, glitrandi hamrar" en líka „dimm bæj- argöng, rakir moldarveggir" á Gren- jaðarstað. Nafn þessarar bókar hygg ég að sé valið vegna þess að hér ber mest á kenndarljóðum sem einkum tengjast þeim æviámm þegar fólk er næmast. „Ég gekk yfir engið í leiðslu og rank- aði ekki við mér" eða „drakk ilminn með hjarta mínu sem átti heima hjá þér". En samofið þessu er þrá \>ess sem var. „Einhvers staðar er þetta allt ég get aldrei gleymt því." Einhvers staðar er allt það sem við áttum sam- an." Það er kvenlegur þokki yfir þessari bók. Síðasta ljóð gimburskelja er þetta: Þaðstimirá þúsundir stjama glitrandi himinhvolfs. Þú varst mitt Ijós, móðirmín, skcerasta stjaman sem tindraði meðan tímivannst, og aldrei hverfur mér það Ijós þótt horfíð sé. Aðeins tvö þessara ljóða eru ort sam- kvæmt gömlum og þjóðlegum brag- reglum. Annað þeirra, Júníljóð, er sonnetta, lýrískt ástakvæði sem sam- boðið er góðskáldi. Þar eru þessi orð: En ávallt síðan yrkisefni mitt einmana fuglsem býr íhjarta mér hann flýgur burt og færir kveðju þér og fínnur loks hið rétta hreiður sitt. Hinn eini fugl sem flbgrar burt frá mér fínnur og veit að allt var handa þér. Gömlu mennimir fyrir vestan hefðu ekki kallað sjóinn við fjörukambinn á Flateyri haf, enda þótt hafaldan næði stundum þangað. En þessi sjór dugði Önnu Snorradóttur til að skila góðu ljóði um hafið sitt. Það Ijóð vænti ég að yngri böm Flateyrar kunni að meta. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.