Tíminn - 14.11.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.11.1990, Blaðsíða 8
Tíminn 9 8 Tíminn Miðvikudagur 14. nóvember 1990 Miðvikudagur 14. nóvember 1990 Útlit er fýrir að loðnuveiðar á haustvertíð verði stöðvaðar, annað hvort með loðnuveiðibanni eða verkfalli og hugsanlega með hvoru tveggja: Veiöibann og verkfall ógnar loðnuveiðunum Þeir aðilar, sem geta sagt af eða á með það hvort frekari loðnuveiðar verði stundaðar á Íiessari haustvertíð, voru flestir veðurtepptir á safirði við Skutulsfjörð í gær. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson, sem verið hefur við loðnurannsóknir síðan 6. nóv- ember, lá þar við bryggju, þar sem vonskuveð- ur á miðunum út af Vesjfjörðum hamlaði rannsóknum. Þá var formannafundur í Far- manna- og fiskimannasambandinu haldinn á ísafirði sl. mánudagskvöld og komust for- svarsmenn félagsins ekki til Reykjavíkur þar sem fyrirhugað er að halda sáttafund í kjara- deilu þeirra við útvegsmenn síðar í vikunni. Formannafundurinn hafnaði sl. mánudags- kvöld því tilboði, sem LÍÚ lagði fram á sátta- fundi í síðustu viku, á þeim forsendum að það gengi ekki nægilega langt. Samningur Bylgj- unnar, skipstjóra- og stýrimannafélags Vest- fjarða, og útvegsmanna á Vestfjörðum, sem skrifað var undir í síðustu viku, var samþykkt- ur með 69 atkvæðum gegn 8. Forráðamenn FFSÍ segja að ekki komi til greina annað en að félaginu verði boðinn sami samningur og Bylgjan fékk. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir að boðað verkfall hefjist 20. nóvember. Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, sagði að ekki stæði til að bjóða FFSÍ sömu samninga og samþykktir voru á Vest- fjörðum. Hann sagði að ástæðan fyrir því væri sú að þar væri um að ræða öðruvísi samning og aðrar forsendur sem liggi að baki þeim samningi, heldur en þeim samningi sem ver- ið sé að vinna að milli LÍÚ og FFSÍ. „Við erum að semja við skipstjóra, stýrimenn og vél- stjóra, en þeir á Vestfjörðum voru að semja við skipstjóra og stýrimenn. Við höfum haft ákveðið hlutfall milli skipstjóra, stýrimanna og vélstjóra í þessu fastakaupi sem þeir vilja ekki sætta sig við nú að fari sarnan," sagði Kristján. Hver 100 þús. tonn af smáloðnu gefa 280 þús. tonn að árí liðnu Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er um þessar mundir við loðnurannsóknir. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson kom úr fimm vikna loðnurannsóknartúr sl. laugar- dag, en leiðangursstjóri þar var Sveinn Svein- björnsson. í Ijós kom í þeim leiðangri að mik- ið er af smáloðnu innan um stærri loðnu og má jafnvel búastvið að banna þurfi loðnuveið- ar meðan smáloðnan er að skilja sig frá þeirri stærri. Loðnuskipin hafa verið að sleppa loðnu sem þau hafa veitt vegna þessa. Árni Friðriksson kannaði svæðið frá Látra- bjargi austur að Austfjörðum og sunnan 69. gráðu norðlægrar breiddar. Sveinn Svein- björnsson leiðangursstjóri sagði að veiði- stofninn væri blandaður við smáloðnu á öllu útbreiðslusvæðinu, þannig að ungloðnan og hrygningarstofninn væri öll á sama svæðinu eins og er. „Ástæðan fyrir þessu er sennilega sú að loðnan hefur haldið sig mjög sunnar- lega og hefur ekki gengið norður í þessa venjulegu ætisleit sem hún gerði áður, en þá aðskildi hrygningarloðnan sig frá ungloðn- unni. Hún hefur sennilega ekki haft í neitt að sækja þarna norðurfrá, þar sem ástandið í haf- inu norður af landinu hefur verið mjög slæmt.“ Eins og gefur að skilja veldur þetta miklum vandræðum í veiðunum. „Það er drepið mikið af smáloðnu og satt að segja eru það ákaflega óhagkvæmar veiðar. Ungloðnan er í fyrsta lagi lélegt hráefni. Hún er miklu horaðri en eldri loðnan og gefur minna lýsi. Önnur ástæða er sú að þegar smáloðna er drepin tapast mikil verðmæti. Ef loðnan fengi að lifa, þá myndu hver 100 þúsund tonn gefa okkur 280 þúsund tonn að ári liðnu í afla, þegar búið er að taka tillit til náttúrlegra af- falla. Með því að ávaxta hana í sjónum í eitt ár þá þrefaldarðu uppskeruna. Það sér það hver heilvita maður að það er mjög heimskulegt að drepa smáloðnuna með þessum hætti," sagði Sveinn. Hann sagði að það sem þeir fundu af veiði- stofninum hafi verið mun minna en þeir áttu von á. „Hins vegar gefa mælingar í október yf- irleitt minni veiðistofn en síðari mælingar. Kvótatölum, sem hafa verið byggðar á októ- bermælingum, hefur venjulega verið breytt í þá veru að kvótinn hefur verið stækkaður eft- ir að mælingar hafa verið gerðar síðar á árinu eða í byrjun janúar. Þessir hlutir geta því breyst mjög fljótt, en vissulega mældist ekki það mikið að menn hafa verulegar áhyggjur af því að stofninn sé í töluverðri lægð,“ sagði Sveinn. Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson, en Hjálmar Vilhjálmsson er þar leiðangursstjóri, mun fara á sama svæði og Sveinn og félagar á Árna Friðrikssyni könnuðu. „Þeir fara á þetta svæði aftur og m.a. í þeim tilgangi að sjá hvort hægt væri að beita svæðislokunum. Ef að stóra loðnan er aðskilin frá smáloðnunni á einhverjum hluta á svæðinu, þá væri hægt að beita svæðislokunum og þá þyrfti ekki að koma til stöðvunar. Hins vegar verður ekki tekin nein ákvörðun íyrr en búið er að kanna þetta mjög vel og rækilega og það er ekki hægt að svara með vissu hvenær það verður." Sveinn sagði að þeir vissu ekki hvenær loðnan færi af stað í hrygningargönguna, en þá gæti þetta breyst geysilega hratt, því hún aðskilji sig þá mjög fljótt frá ungloðnunni. Hins vegar væri smáloðna fyrir öllu Norðurlandi lang- leiðina austurundir Sléttu og hún væri í gönguleið loðnunnar þegar hún færi til hrygningar. Haustvertíðin ónýt ef veiðar liggja niðri fram að áramótum Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra fiskimjölsframleiðenda, sagði að vissulega setti hugsanlegt bann við loðnu- veiðum strik í reikninginn hjá loðnubræðsl- unum, en þeir væru mótfallnir smáloðnu- drápi. „Þetta þýðir það að vinnslan fer hægar af stað en ella, en maður á eftir að sjá hvernig þetta þróast. Ef þetta verður langt bann, þá hefur það slæmar afleiðingar, en ef þetta verð- ur stutt bann, þá á það ekki að þurfa að vera voðalega slæmt." Jón sagði að öll vinnsla yrði seinna á ferðinni og þeir væru að tapa af loðn- unni meðan hún væri afurðaríkust. „En við erum fjarri því að vera ánægðir með að það sé verið að grautast í loðnunni á meðan hún er svona blönduð." Aðspurður sagði Jón að menn færu varlega í það að gera fyrirfram- samninga meðan þetta óljósa ástand vari. Menn viti hvernig veiðarnar þróuðust síðasta haust og þeir selji ekki fyrirfram þannig að þeir lendi í vandræðum. Jón sagði að hugsanlegt verkfall hefði einnig áhrif á fiskimjölsframleiðendur og það mætti segja að ef loðnuveiðibann skellur á um svip- að leyti þá breytir það ekki neinu. „Þetta er hvorutveggja mjög slæmt," sagði Jón. „Ef verkfall stendur fram að áramótum þá er haustvertíðin ónýt. Síðasta haustvertíð var einnig ónýt og það hafði mjög slæmar afleið- ingar fyrir okkur og hleypti þeim 20 verk- smiðjum, sem eru í loðnubræðslu, í hið mesta basl.“ Jón sagði að erfitt væri að segja um hversu mikið tap væri að ræða. Þeir þyrftu fýrst að gefa sér hvað þeir hefðu getað veitt á vertíðinni og sá heildarkvóti sem sé nú til ráð- stöfunar sé ósköp rýr. Erfítt að reka 20 verksmiðjur með 460 þúsund tonna kvóta Loðnukvótinn fyrir þessa haust- og vetrar- vertíð er 600 þúsund tonn með endurskoðun- arákvæðum. Islendingar fá 78% af honum en Grænlendingar og Norðmenn sín hvor 11%. íslensku skipin fá 460 þúsund tonna kvóta og af honum er búið að veiða eitthvað í kringum 50 þúsund tonn, sem er áþekkt því sem var síðustu haustvertíð, en þá veiddust 54 þúsund tonn. Jón sagði að það hefði aðeins verið brot af því sem þeir hefðu vanist, því vertíðirnar þar á undan hefðu verið veidd 300 þúsund tonn. Jón sagði að engin verksmiðja hefði helst úr lestinni þá, þar sem vetrarvertíðin hafi verið mjög góð, en þá veiddust yfir 600 þúsund tonn. „Við veiddum 660-670 þúsund tonn á síðustu vertíð og sá kvóti, sem við höfum fengið útgefinn, er ekki nema 460 þúsund tonn.“ Aðspurður sagðist Jón ekki geta ímyndað sér að hægt verði að reka þessar 20 loðnubræðslur með 460 þúsund tonna kvóta. „Það er mjög erfitt að segja til um það hvort einhverjir heltist úr lestinni. Víða er þetta blandaður rekstur. Loðnubræðslan er hluti af stærra fyrirtæki og því er hægt að halda verk- smiðjunni gangandi þó að tap sé á henni. Eftir Stefán Eiríksson Þetta er engin áfkoma fyrir 20 verksmiðjur að gutla í svona litlu magni, en ég get ekki dæmt um það hverjar eða hvort einhverjar heltist úr lestinni. Manni finnst að þannig hljóti að fara, en hvort raunin verður sú er hins vegar allt annað mál,“ sagði Jón. Örvæntum ekki Kristján Jóhannesson hjá Síldarútvegsnefnd sagði að þeir væru ekkert farnir að örvænta vegna hugsanlegs verkfalls. Sfldarvertíðin stæði til jóla og stundum haft verið veidd sfld t janúar. Búið er að salta í 49 þúsund tunnur og sagð- ist Kristján ekki búast við því að búið yrði að salta f þær 70 þúsund tunnur sem búið sé að selja fyrir 20. nóvember, söltunin nú gangi sæmilega en stóru sfldina vanti. Kristján sagði að sfldveiðileyftn giltu fram að áramótum en í undantekningartilfellum hefði verið leyft að veiða í janúar, eins og t.d. í sl. janúar, þegar þeir bátar, sem ekki voru búnir að klára sinn kvóta fyrir áramót, fengu að klára hann þá. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.