Tíminn - 15.11.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.11.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. nóvember 1990 Tíminn 3 Fiskiskipaflotinn stefnir í höfn 20. nóvember vegna verk FFSÍ og LÍÚ snýst nú aöeins um rúman hundraökall. falls FFSÍ. Deilan milli Kristján Ragnarsson: Mesta misnc itkun á ver k- fallsvopni frá uppha fi Ljóst er að deilan á milli Farmanna- og fiskimannasambandsins og Landsambands íslenskra útvegsmanna stendur um það hvort yfír- menn á fiskiskipum fái hundrað krónum hærra eða lægra kaup á tímann — en aðeins í undantekningartilfellum. Þessi umdeilda tímakaupsgreiðsla er nefnilega aðeins borguð í undantekningartil- fellum og skiptir að sögn kunnugra nánast engu máli. Þessi hundraðkall er það eina sem ber í milli. Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, sagði að fyr- irhugað verkfall FFSÍ væri að sínu áliti mesta misnotkun á verkfalls- vopninu sem nokkurn tímann hefur átt sér stað á íslandi. „Það er ákveðin tímakaupsgreiðsla Snær Karlsson, formaður fiskvinnslu- deildar Verkamanna- sambandsins: Deiluaðilar ráðskast með fé og fólk Snær Karlsson, formaður fisk- vinnsludeildar Verkamannasam- bandsins, sagði að þeir hefðu haft óstaöfestar fregnir af því að upp- sagnir í fiskvinnslunni væru að fara í gang vegna fyrirhugaðs verkfalls FFSÍ. Allt virðist nú stefna í verk- fall og sagði Snær að þeir hjá Verka- mannasambandinu reiknuðu með því að ef til verkfalls kæmi, þá stæði það lengi, jafnvel langt fram á næsta ár. Hann sagði að þeir sæju ekki fram á annað, miðað við yfirlýsingar deilu- aðila, en að til verkfalls komi og af þessum yfirlýsingum sé hægt að draga þáályktun að um langtverkfall verði að ræða. Snær sagði að fyrir fiskvinnslufólk þýddi þetta gífurlegt tekjufall. „Ef að launin eru um 80-90 þúsund á mánuði og atvinnuleysis- bætumar í kringum 40 þúsund, þá er það geysilegt tekjufall." Snær sagði að Vestfirðimir slyppu nú við þetta, en þrátt fyrir það mætti búast við að á níunda þúsund fiskvinnslufólks yrði atvinnulaust. Aðspurður sagði Snær að þeir hefðu aldrei verið hrifnir af því að sett yrðu lög á vinnudeilur og það sé ekkert sem þeir geti mælt með. „Hins vegar hljóta menn að fara að skoða þessa hluti í stærra sam- hengi, því auðvitað væru þessir aðilar með mikil verðmæti í höndunum og það sé spurning hvort þeir eigi eitt- hvað að ráða yfir þessum verðmæt- um á þennan hátt,“ sagði Snær. Leikfélag Hveragerðis: Frumsýnir á föstudag Leikfélag Hveragerðis sýnir á morg- un, fostudag, verk sem er að mestu glefsur úr verkum eftir Halldór Laxness. Leikstjóri er Valdimar Ingi Guð- mundsson, en Anna Jóna Stefáns- dóttir sér um að þjálfa leikarana í söng. Um 25 manns taka þátt í leiknum. -hs. sem um er að ræða, sem í sumum tilfellum er greidd þeim skipum sem ekki eru í úthaldi. í samningnum sem var felldur var þetta tímakaup fyrir skipstjóra 448 krónur, en í samningunum sem voru gerðir á Vestfjörðum, 549 krónur. Þetta er spurning um 100 kall á tímann í undantekningartilfellum og FFSÍ er því að senda fiskiskipaflotann í höfn með þeim afleiðingum sem það hef- ur, út af 100 krónum,“ sagði Krist- ján. Aðspurður sagði Kristján að ef þeir létu skipstjóra fá þessa tíma- kaupshækkun, þá bæðu vélstjórar um það sama, þó þeir séu ánægðir með það sem þeir hafi fyrir. „Skip- stjórinn heimtar síðan aftur hækk- un þar sem vélstjórinn hækkaði og svo á ég að labba upp þá tröppu þangað til ég dett,“ sagði Kristján. Hann sagði að þeir yrðu að leysa sín innbyrðis hlutfallamál sín á milli, LÍÚ gæti ekki gert það fyrir þá. Þessi tímakaupshækkun er það eina sem FFSÍ stendur ekki til boða af því sem samið var um á Vestfjörð- um. Kristján sagði að þeir myndu ekki leita til yfirvalda um það að sett verði lög á verkfallið. „Menn eiga að bera ábyrgð á svona vitleysu sjálfir, það á ekki að hjálpa þeim frá því,“ sagði Krisján. Vinnumálanefnd samvinnufélag- anna hélt fund í gær þar sem eftir- farandi samþykkt var gerð: „Stjórn Vinnumálasambands samvinnufé- laganna skorar á FFSÍ og LÍÚ að gera enga þá kjarasamninga sem brjóti þá sátt í kjaramálum, sem gerð var síðasta vetur. Þeirri sátt er ætlað að opna nýjar leiðir í sam- skiptum á vinnumarkaði, auka hag- vöxt á komandi árum, tryggja af- komu atvinnuveganna og bæta hag launþega. Þetta er margra ára verk- efni og verður ekki gert nema með sameiginlegu átaki allra samtaka á hinum almenna vinnumarkaði. Það er því mikil ábyrgð sem hvflir á þeim sem skerst úr leik og rýfur þessa Setningarræða formanns á 17. þingi Sjómannasambands íslands: Eru Vestfjarðasamning- arnir brot á þjóðarsátt? í setníngarræðu 17. þings Sjó- mannasambands fslands, sem sett var í gær, sagði óskar Vigfússon, formaður sambandsins, að for- maður VSÍ hefði upplýst að þeir samningar, sem gerðir voru á milli Bylgjunnar og útvegsmanna á Vestfiörðum, hafi verið brot á þjóó- arsátt. Óskar sagði að formaður VSÍ, sem sjálfur reki útgerð á Vestfjörð- um og hafi væntankga átt þátt í því að skrifað var undir þessa samn- inga á Vestfjörðum, láti sig hafa það að skora á LÍÚ í fjölmiðlum að leysa kjaramálin í Reykjavík ekki með sama hætti og Vestfirðingar gerðu, þar sem það sé brot á þjóð- arsátt „Hann lætur sig hafa það að upplýsa þjóðina um að hann hafi ekki skiliö hvað hann var að gera fyrir vestan og því séu atriði í samningnum á misskilningi byggð. Maður gæti haldið að þjóð- arsáttin nái ekki til Vestfjarða, eftir að hafa heyrt slíkar yfirlýsingar frá mönnum sem jafnframt eru for- svarsmenn þjóðarsáttarinnar," sagði Óskar. óskar sagði að stærstu málin, sem væntanlega verði rædd á þessu 17. þingi sambandsins, verði í fyrsta lagi kjaramálin og staða þeirra. í öðru lagi sé fram- undan fiskverðsákvörðun sem skipti miklu fyrir flesta sjómenn. Ijóst sé að f komandi fiskverðs- ákvörðun þurfi að finna nýjar leið- ir varðandi verðlagningu á afla upp úr sjó. Óskar sagði að á nýafstöðn- um aðalfundi LIU hafi frjálsu fisk- verði vcrið hafnað. „Tímabært er orðið að útgerðin fari að gera upp við sig hvoru megin við borðið hún er í þessum efnum. Nauðsynlegt er að skýr svör fáist frá útvegsmönn- um um hvort þeir eru fiskseljend- ur eða fiskkaupendur. Sjómenn hefðu haldið að hagsmunir útvegs- manna væru þeir sömu og hags- munir sjómanna, þegar fiskverð er annars vegar. Svo virðist ekki vera og sést best á því hver á útgerðina. Eg verð að lýsa undrun mlnni á af- stÖðu útgerðarmanna tíl fiskverðs og harma að fiskvinnslan skuli ráða helsta hagsmunamáli útgerð- arinnar," sagði óskar. Óskar minntíst í ræðu sinni þeirra 15 sjómanna, sem látíst hafa við störf sín frá því að síðasta þing var haldið fyrir tveimur árum. Sérstaklega minntist hann Sverrís Jóhannssonar frá Grindavík, en hann áttí sætí í sambandsstjóm- inni um árabil og var ötull baráttu- maður fyrir félagslegum réttind- um sjómanna, en hann lést 7. júní 1989. Þingfulltrúar vottuðu hin- um látnu og aðstandendum þeirra virðingu með því að rísa út sætum. ,—SE Frá 17. Formaðurinn, ( 1, í rœðUStÓII. Timamynd: F^otur Einar Oddur Krístjánsson: Elnar Oddur Kristjánsson, formaöur VSÍ, sagði að óskar Vigfússon hefði hann fyrir rangrí sÖk og þess- ar ásakanir ættu vlð engin rök að styðjast. „Ég varaði mjög við þessum samningum opinberlega, strax og þeir voru gerðir og taidi þá mjög varhugaverða." Að- spurður hvers vegna útvegsmenn á Vestfjörðum hefðu skrifað undir þessa samninga, sagði Einar að í þeirra augum hafi þetta efcki verið neitt atriði. Hann sagðist hafa verið frá upphafi á móti þessum samn- ingum og sagt að svona mætti ekki gera þetta. „Þetta voru tveir Iiðir sem vörðuðu kaupgjald tíl skipstjóra, sem í verki eru aldrel notaðir. Þess vegna litu þeir þannig á að það væri ailt f lagi að gera þetta. Ég mót- rangri sök mæltí því, þó svo að ég vissi að liðimir væru aidrei notaöir, vegna þess að þetta er brot á grundvallarat- ríðí,“ sagði Einar. Hann sagði að bæði hann og Krist- ján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, hefðu lagst gegn þessu atriði samningsins, en hins vegar hafi það verið að þeirra tillögu að breyting var gerð á olíu- viðmiðuninni. Einar sagði að það hefði verið mjög varhugavert að gera þennan samning fyrir vestan, vegna þess að þeir væru með alla samninga opna og þeir væru búnir að heita því að þeir skyldu ekki hreyfa kaupgjaldsliðina í neinum samningum og það sama skyldi yfir alla ganga. —-SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.