Tíminn - 15.11.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.11.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. nóvember 1990 Tíminn 7 Hermann Pálsson: Hvers á þjóðin að gjalda? - Áminningar handa alþingi Þegar þjóðinni var um og ó hvort hún ætti heldur að halda fom- um sið feðra sinna ella þá að taka kristni að hætti annarra þjóða, var heiðingjanum Þorgeiri að Ljósavatni fólginn sá vandi á hend- ur að segja upp þau lög sem fylgja skyldu nýjum sið. „En síðan er menn komu í búðir,“ stendur í fslendingabók Ara fróða, „þá lagðist hann niður Þorgeir og breiddi feld sinn á sig og hvíldi þann dag allan og nóttina eftir og kvað ekki orð.“ Hér voru góð ráð dýr, og því þurfti mikið við; vandinn varð ekki leystur nema með því móti að hugsa málið rækilega og í góðu næði. Málamiðlun Þorgeirs á al- þingi árið 999 (að tali Fomaannáls; aðrar heimildir nefna árið 1000) hefur löngum þótt frábært snilldar- bragð og bera vitni um skýra hugs- un undir feldi. Síðan þjóðin varð sjálfstæð að nýju hefur hún kosið fulltrúa þá sem setja henni lög á alþingi og velja rík- isstjóm, en helsta hlutverk stjómar- innar er að ráða úr öllum þeim sundurleitu vandamálum sem ber að höndum. Þjóðin greiðir ráðherr- um sínum laun fyrir að hugsa rök- samlega um hlutina og þegar ein- hver ráðherra hefur svikist um þá skyldu að hugsa tiltekinn vanda til hlítar, þá er mál til komið að víkja honum úr starfi og senda kauða í vinnumennsku austur fyrir fjall eða þá í vegabætur norður á Melrakka- sléttu. Alþingi er skylt að fylgjast með öllu því sem ríkisstjóm lætur af sér leiða og kynna sér þau rök sem liggja til þess sem hún gerir. Ég sé yfirleitt ekki íslensk dagblöð, svo að ég veit harla lítið um hugsan- ir þeirra ráðherra sem nú stýra landi og þjóð, enda er íslands sjaldan get- ið í þeim bresku blöðum sem ég les að jafnaði. En um daginn rakst ég á danska blaðið Politiken og í því las ég þá ömurlegu og ótrúlegu frétt að íslenskir ráðamenn hefðu gefið út- lendum herveldum 150 milljónir króna, og þessa fémuni tóku þeir ekki úr eignum vösum heldur af þeim peningum sem þjóðin hafði falið alþingi og ríkisstjóm að ávaxta sem best og verja til þarfra hluta. Hvers á þjóðin að gjalda? Hvers kon- ar rök lágu til þess að ráðamenn þjóðarinnar töldu sér heimilt að glutra þannig fjármunum hennar? Ég hef velt slíkum spumingum fyr- ir mér um hálfsmánaðar bil og rætt málið við þá íslendinga sem hér eiga heima, og hef nú komist að þeirri niðurstöðu að ráðherrar hafi bmgð- ist þeirri heilögu skyldu að hugsa málið ofan í kjölinn áður en þeir tæmdu ríkissjóð og gáfu stórveld- um slíka rausnargjöf. Vel má vera að með þessu móti geti stjómin komið sér í mjúkinn hjá Bandaríkjamönn- um, Bretum og öðmm sem bíða eft- ir því í óþreyju að hleypa nýrri styrj- öld af stað í arabískri eyðimörk, en þótt hér sé um mikinn auð að ræða Hvers konar rök lágu til þess að ráðamenn þjóðarinnar töldu sér heimilt að glutra þannig fjármunum hennar? Ég hef velt slíkum spurn- ingum fyrir mér um hálfsmánaðar bil og rætt málið við þá ís- lendinga sem hér eiga heima, og hef nú komist að þeirri niðurstöðu að ráðherrar hafi brugðist þeirri heilögu skyldu að hugsa málið ofan í kjöl- inn áður en þeir tæmdu ríkissjóð og gáfu stór- veldum slíka rausnar- gjöf. að íslenskri mælingu þá horfir mál- ið öðruvísi við úr bæjardymm stór- velda. Kostnaður Breta við herdeild- irnar í Arabíu nemur meim en 200 milljónum íslenskra króna á dag, og þó em útgjöld Bandaríkjanna mörgum sinnum meiri. Þær 150 milljónir sem þjóðin hefur ekki efni á að fleygja í arabíska eyðimörk em Hermann Pálsson. því ekki nema svo sem dropi í hafi. Vitaskuld er það siðferðileg skylda allra þjóða að fordæma árás íraka á Kúveita, en hitt nær engri átt að skattleggja íslenska þjóð í því skyni að bjarga Kúveitum úr klóm íraka. Ef ríkisstjórn hefði fárið eftir for- dæmi Þorgeirs að Ljósavatni og lagst undir feld til að rökhugsa mál- ið, hefði hún komist að þeim niður- stöðum sem nú verða raktar. 1. íslendingar áttu engan þátt í hermdarverkum íraka, en á hinn bóginn em stórveldin að nokkm leyti samsek írökum. Allt fram að þeirri stundu að írakar sendu her- sveitir sínar að leggja Kúveitu undir sig, þá vom Bretland, Bandaríkin, Sovétríkin, Frakkland og Kína að selja írökum hvers konar vopn, en vopnasölur hafa jafnan leitt til styrj- alda. Stórveldin eiga sjálf að gjalda þeirrar heimsku sinnar að fylla vopnabúr íraka, en hitt er fjarstæða að fara að refsa vopnlausri og sak- lausri þjóð sem hefur raunar óbeit á öllum hemaði. 2. Þótt herveldin eyði geysimiklu fjármagni til hemaðar í Arabíu, þá telja þau slíkum peningum ekki illa varið. Hershöfðingjar hafa nú þegar numið geysimikla þekkingu um hernað í eyðimörkum; verið er að reyna ný vopn, og hitt þykir ófriðar- sinnum fróðlegt að vita hvemig hermenn bregðast við ofurhita í eyðimörk, hve lengi þeir þola að sitja í skriðdrekum, hvers konar búningar henti best og hvers konar mataræði, enda þykir sjálfsagt að fara vel með þá ungu menn sem em dæmdir til fallbyssufóðurs. Þá hefur þekkingu manna á hemaði að næt- urlagi skotið fram svo að um mun- ar. Slíka þekkingu telja stórveldin sér til tekna, þótt íslendingar græði harla lítið á henni. 3. í stað þess að greiða herveldum mikla peninga í uppbót fyrir þá heimsku þeirra að selja írökum vopn, þá hefði stjómin getað varið þessu fjármagni í því skyni að Ijúka við þjóðarbókhlöðu vestur á Melum. En fjárveitinguna hefði stjómin get- að tileinkað friði og menningu um leið og mótmælt var morðför íraka suður í Kúveitu. Hlöðver Þ. Hlöðversson, formaður Útvarðar: Jafnvægi í efnahags- og gengis- málum spornar við byggðaröskun Álit Byggðahreyfingarinnar Útvarðar Hér fani á eftír svör stjómar Byggðahreyfingarinnar Útvarðar við spum- ingum frá byggðanefnd forsætisráðherra um úrræði í byggðaþróun: Útverði bárust eftírfarandi spum- ingar frá byggðanefnd: 1. Telur Útvörður þörf á að spoma við þeirri byggðaröskun sem áffamhald á fólksflutningum síðari ára mun leiða til? . Svar. Hjá sérhverjum þeim, er reikn- ar með sjálfstæðri, sérstæðri íslenskri þjóð, er svariðJÁ. 2. spuming: Hvað sér Útvörður sér fært að gera til að draga úr þessum fólksflutningum? Svar Að reyna að vera og verða vaki -hvati þess að efla mönnum heilbrigð- an metnað, raunsæi, kjark og frum- kvæðisþrek og það geð að finna í eigin garði „bölvabætur, ef hið betra tel ég,“ eins og Egill Borgarbóndi kvað í sínu Sonatorreki. Að andæfe því smámannlega viðhorfi að flest sé jafnan betra í grannans garði. Að reyna að vinna því skilning að þjóðfélagið má ekki án landsbyggðar- innar vera né þess fólks sem þar elst og starfer og kveða niður það öfugmæli að það sé ómagi á þjóðfélaginu. Þetta hefúr verið meginstef í mála- fylgju Útvarðar. 3. spuming: Hverju telur Útvörður æskilegt að breyta til þess að gera bet- ur feert að vinna að því markmiði? Svar. Fyrst skal vikið að hugmyndum byggðanefhdar. Þar eru, að mati Útvarðarmanna, mjög jákvæðar áherslur svo langt sem þær ná. Má nefna efnislega: * Að stjómvöld tryggi jafnvægi í efna- hags- og gengismálum í miði af þörf grunnatvinnuveganna. * Að laðað sé fram og eflt ffumkvæði heimamanna til margs konar atvinnu- rekstrar og samstillt átak sem flestra aðila til að standa að rekstri, sem eftir vandlega könnun er metinn rekstrar- hæfur þegar sleppir stuðningi við byrj- unarskref. * Það viðhorf að atvinnuþróun á hverjum stað hljóti fyrst og fremst að byggjast á vilja, þekkingu, dugnaði og ffamtaki heimamanna og þeirra sem með þeim vilja þar hasla sér völl. * Áhersla verði lögð á sjálfstæði hvers sveitarfélags, héraðs og landshluta til að ráða þeim málefnum sem þau hafe töká. Hér hafe í ágripi verið raktar áherslur byggðanefndar, en endurtekið jákvætt viðhorf tíl þeirra -svo langt sem þær ná. En hér vantar herslumun. Héraða- vald til að hafe yfirstjóm heima, á þeim málum er sérlega varða heimamenn en eru ofviða einstökum sveitarfélög- um. Hér er ffamlag okkar Útvarðar- manna: Bókin Byggðamál á Norðurlöndum. Ekki er hér tóm til að rekja efni henn- ar. Öll þurfið þiðað lesahanavandlega, en nefndar skulu nokkrar mótbárur sem heyrast: Sumir segja: * ,Jíkki á það sama við hjá okkur og hinum Norðurlöndunum." Auðvitað eigum við að fella erlendar hugmyndir að íslenskum veruleika. En hvemig er með lög okkar? Eru þau ekki flest nánast „kópíá' af Norð- urlandalögum, einkanlega dönskum? Því er stungið við fótum að læra af grönnum okkar um valddreifingu, héraðavald? „Við erum svo fá,“ segja menn og endursegja. Var ekki Borgarfjörðurinn of fámenn- ur, Lundarreykjadalurinn, Reykja- heimilið, til að senda afbragðsmann- inn Leif Ásgeirsson til Göttingen, að hann þroskaðist til að verða einn mestur stærðfræðingur samtíðar- manna á heimsbyggð? Metnaður okkar og skylda er að koma sem flestu okkar fólki til þroska Ef menn ekki hefðu þetta hugsunariítið hver eftir öðrum, væri fullyrðingin móðgun við landsbyggð- arfólk. Treystir einhver sér til að staðhæfa og rök- styðja í alvöru að lands- byggðarfólk sé vanhæfara við stjóm eigin mála en fjarstýrismenn úr stofnun- um í Reykjavík? -hærri hundraðshluta en öðrum sam- félögum tekst Þá má ekki of- eða fjarstjóma. Ennsegja menn: * „Þriðja stjómsýslustigið yrði bara stórtbákn." Ef menn ekki hefðu þetta hugsunar- lítið hver eftír öðrum, væri fullyrðing- in móðgun við landsbyggðarfólk. TVeystir einhver sér til að staðhæfe og rökstyðja í alvöru að landsbyggðarfólk sé vanhæfera við stjóm eigin mála en fjarstýrismenn úr stofnunum í Reykjavík? Til dæmis Finnar dreifa verkefrium til að ná meiri árangri fyrir minna fé. Sama yrði hér. Auk atvinnu í héraði við stjóm eigin mála. Ef hugsað er til auðæfa lands eða byggðarlags skal fyrst telja mannauð- inn, fólkið sjálft Minnast ber snilliyrða Kristjáns Eldjám um lífbeltin tvö, auð- inn í lífríki sjávar og gróðri lands. Svo er það orkan, fallvötnin og jarðhitinn. Éf gálauslega er með farið og flutt veldur það tjóni, ekki einasta heima- byggð heldur samfélaginu öllu. Énn minnist ég ferðar um Suðurland á Reykjavíkurleið, í niðdimmu nátt- myrkri. Flestar lágu sveitimar í skugga, bjarmaði yfir þéttbýlisstöðum austan fjalls en Ijómaði upp í skýi yfir Reykjavík, þegar þangað sást Þá hafði verið virkjað við Sog. Reist orkuver í svokallaðri einkaeign Reykjavíkur, þó að í stofnkostnað rynni að nokkru svokölluð Marshall- hjálp, er íslendingar -ekki sumir ís- lendingar -fengu á sinni tíð. En ýmsar sveitir í héraði orkukost- anna voru enn án rafinagns. Væri ekki rétt, í sviptingum samtímans, að hrista ryk af hugmynd sem Áskell Ein- arsson reifaði á tímum Laxárdeilu, að leggja á umtalsvert „rennslisgjald" sem heimahérað nyti. Jlugmyndin, hámark þröngsýni," myndu sumir segja. Hámark skammsýni er að gera sér þess ekki grein að öll skipsrúm fleyt- unnar þurfa að vera vel mönnuð, ef hún á ekki að fera höll á hlið. Er ekki rétt að skoða þetta í víðu sam- hengi áður en menn ljúka reikniæf- ingu um það hver annan styður eða styrkir? Áð lokum skulu spurðir stjómmála- menn, viðstaddir: Hver verða viðbrögð ykkar þegar fram kemur það, sem við blasir, að helmingur alþingismanna eða fleiri verða úr landnámi Ingólfs? Komið þið ykkur saman um að byggja upp til jafhvægis. RAUNVERULEGT LANDSHLUTA- VALD? MEÐ VAXANDI ÞUNGA VERÐUR SPURT. Svo vilja sumir spyija ykkur. Verður sigling þjóðarskútunnar og ferðalok eins og hjá Stjána bláa við Keilisnes? Og Öm Amarson dáinn, svo að ekki kvæði hann erfiljóðið. . Ólöf ríka sagði: „Ekki skal gráta Bjöm bónda, heldur safría liði.“ Er ekki hollast að safría liði? Þá mætti sleppa erfiljóðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.