Tíminn - 15.11.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 15.11.1990, Blaðsíða 17
Tíminn 17 Fimmtudagur 15. rióvember 1990 HAUSTVERÐ Á FELLA SLÁTTUVÉLUM Aðeins kr. 128.000.- Án v.s.k. Góð greiðslukjör Globus*F Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK Lausar stöður Tvær stöður eftirlitsmanna með vínveitingahús- um eru lausar til umsóknar. Um vaktavinnu er að ræða. Skilyrði er að umsækjendur séu orðnir 30 ára, reglusamir og hafi góða kunnáttu í íslensku. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Umsóknir ásamt sakavottorði skilist til starfsmannastjóra fyrir 15. des. nk. Lögreglustjórínn í Reykjavík. BÍLALEIGA með útibú allt í kringum landið, gerir þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis JEPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá Kóreu 215/75 R15 kr. 6.950,- 235/75 R15 kr. 6.950,- 30/9,5 R15 kr. 6.950,- 31/10,5 R15 kr. 7.950,- 33/12,5 R15 kr. 9.950,- Örngg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 91- 84844 interRent Europcar Astkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Fríðríka Sigríður Bjamadóttir Hraunbæ 5, Reykjavík verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 19. nóvember kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Ari Jósefsson Kristín Aradóttir Guðmann Sigurbjömsson Ómar K. Arason Ásiaug Pétursdóttir og bamaböm Hnattsiglarinn Tracy Edwards heilsar hér upp á ráðstefnugesti. KONUR ÁRSINS Konur ársins er nafn á mikilli sam- komu sem haldin er áriega til styrktar blindum og hefur svo ver- ið í 35 ár. Áskorun ársins var yfir- skriftin í ár. 500 konur komu saman í Savoy- hótelinu í London, fulltrúar stjórnmála, viðskipta, fjölmiðla, vísinda, læknisfræði og alls sem nöfnum tjáir að nefna. Við háborðið sat Díana prinsessa af Wales ásamt markgreifafrúnni af Lothian, sem er formaður sjóðs- ins, og Ieikkonunni Marti Caine. Heiðursgestur kvöldsins var Petra Kelly, leiðtogi þýska Græn- ingjaflokksins, og í ræðu sinni tal- aði hún um breytingar þær sem eiga sér nú stað í Evrópu. Hnattsiglarinn Tracy Edwards hélt ræðu um jafnrétti kynjanna sem vakti mikla lukku. Hún ræddi um stöðu konunnar í nútímalegu þjóðfélagi og komst að þeirri nið- urstöðu að nú, eins og alltaf, væri það hlutverk kvenna að greiða úr flækjunum. Sérstök verðlaun eru veitt á þessum samkomum sem gert hafa sérstakt átak til að bæta stöðu blindra eða biinds fólks sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði. Að þessu sinni hlaut verðlaunin 22 ára gamall flugvélaverkfræð- ingur sem er háttsett hjá Rolls Royce verksmiðjunum. Yuen Har Tse, en svo heitir verkfræðingur- inn, er frá Hong Kong og hefur verið nær blind frá fæðingu. Safnað var 60.000 pundum til styrktar blindum við þetta tæki- færi. Díana prinsessa afhendir Yuen HarTse verðskuldaða viöurkenningu. Tom Cruise sparkað Tom Cruise var trúlofaður ástr- ölsku leikkonunni Nicole Kidman, sem lék á móti honum í Dögum þrumunnar, þar til fyrir skemmstu. Þau kynntust við tökurnar á áður- nefndri kvikmynd og opinberuðu trúlofun sína í júní sl. Tom Cruise vildi þó ekki sætta sig við að vera ekki eina stjarnan og brást hinn versti við þegar hann gerði sér grein fyrir að Nicole hafði fleiri markmið í lífinu en að vera frú Cruise af lífi og sál. Hann fór að draga lappirnar í sam- bandinu, neitaði að ákveða gifting- ardaginn og hafði allt á hornum sér. Það endaði með því að kærast- an setti honum úrslitakosti, annað hvort ákvæðu þau brúðkaupsdag- inn eða slitu sambandinu. Það dugði ekki til og því skellti hún hringnum á borðið, sagði kappan- um að hann gæti átt sig og fór í fússi. Tom Cruise fékk algert áfall við þessa höfnun og nú streyma blóm- vendirnir og afsökunarbeiðnirnar yfir unnustuna fyrrverandi og hann segist allt til vinna að fá hana aftur. Nicole lætur sér hvergi segjast og stendur fast á sínu. Það er haft eftir henni að Tom sé eigingjarnt karl- rembusvín af verstu sort sem álítur að konur séu best settar í eldhús- inu, óléttar og berfættar. Tom situr því eftir með sárt ennið og 4 milljóna dollara hús sem hann var búinn að kaupa handa þeim. Nicole Kidman gat ekki sætt sig við eigingimina og karirembuna í Tom Cruise. Tom Crnise var búinn að kaupa 4 milljóna dollara hús handa sér og konuefninu, þegar honum var sagt að fara í rass og rófu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.