Tíminn - 16.11.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.11.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. nóvember 1990 Tíminn 3 Fyrsta íslenska fyrirtækið sem tekur til starfa í Tókýó Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur komið á fót dótturfyrirtæki í Tókýó í Japan og hefur það starf- semi sína í dag. I fréttatilkynningu frá SH segir að þetta sé fýrsta ís- lenska fyrirtækið sem tekur form- lega til starfa þar í landi og verður Vigdís Finnbogadóttir forseti við- stödd við það tækifæri. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins verður Helgi Þórhallsson viðskiptafræð- ingur, en hann hefur veitt markaðs- skrifstofu SH í Tókýó forystu. í tilefni opnunarinnar verður sjáv- arréttaveisla í einu af hótelum stór- borgarinnar, en frá íslandi var sent fyrir nokkru úrval íslenskra sjávar- Hótel Borgar* nes til sölu Óformlegar viðræður standa nú yfir milli Péturs Geirssonar veitinga- manns og eigenda Hótels Borgarness um að Pétur kaupi hótelið. Pétur hef- ur í fjölda ára stundað veitingarekst- ur í Hreðavatnsskála í Norðurárdal og Botnsskála í Hvalfirði. Rekstur Hótel Borgamess hefur verið þungur um nokkurra ára skeið. Ástæðan er m.a. mikill fjármagns- kostnaður. Stærstu hluthafar í hótel- inu eru Kaupfélag Borgfirðinga, Borgamesbær og Mýra- og Borgar- fjarðarsýslur. Pétur staðfesti í samtali við Tímann að viðræður hefðu farið fram. Hann sagði þær vera á algeru byrjunarstigi og óvíst væri hvort þær leiddu til ein- hverrar niðurstöðu. Hann sagðist þurfa að fá svör við nokkmm spurn- ingum áður en hægt yrði að hefja eiginlegar samningaviðræður. -EÓ Akureyri: Atvinnumálanefnd ræður starfsmann Sjö umsóknir bámst um stöððu starfsmanns Atvinnumálanefndar Ak- ureyrar sem auglýst var fyrir skömmu. Starfsmaðurinn verður ráð- inn ffá og með áramótum, þegar þjónustusamningur Atvinnumála- nefndar við Iðnþróunarfélag Eyja- íjarðar rennur út. Samningstími er óbundinn, en starfsmanninum er ætl- að að vinna að atvinnuþróun bæjar- ins, uppbyggingu og nýsköpun. Um- sækjendurnir em: Bjarni Árnason há- skólanemi, Davíð Hjálmar Haraldsson hagræðingur, Helgi H. Bergs hag- fræðingur og Sveinn Björnsson tæknifræðingur. Þá óskuðu þrír um- sækjenda nafnleyndar. Umsóknirnar em nú til umfjöllunnar hjá Atvinnu- málanefnd, og búist er við að niður- stöður liggi fyrir innan hálfs mánaðar. Að sögn Heimis Ingimarssonar, for- manns Atvinnumálanefndar Akureyr- ar, hefúr Atvinnumálanefnd ekki haft sérstakan starfsmann um eins og hálfs árs skeið, heldur annaðist Iðnþróun- arfélag Eyjafjarðar ýms verkefni fyrir nefndina. Átvinnumálanefnd sagði hins vegar upp starfssamningi við Iðnþróunarfélagið fyrr í sumar, og í kjölfar þess var ákveðið að ráða sér- stakan starfsmann atvinnumála- nefndar til að vinna að atvinnuþróun og vinna brautryðjendastarf við ný- sköpun atvinnutækifæra á Akureyri. Heimir segir að það hafi verið mat manna að samstarf atvinnumála- nefndar og Iðnþróunarfélagsins dreifði kröftunum of mikið. Því var ákveðið að ráða sérstakan starfsmann sem helgaði sig óskiptur þróun at- vinnuuppbyggingar á Akureyri. Verk- efnin em ærin því niðursveifla hefúr verið í atvinnulífi á Akureyri undan- farið. afurða sem nota á í veislumat gest- anna. Meðal gesta við vígslu hins nýja fyrirtækis verða forráðamenn sjávarafurða- og matvælafyrirtækja sem versla við SH, ásamt yfirmönn- um sérstakra japanskra verslunar- fyrirtækja, sem sérhæfa sig í að fjár- magna jafnt inn- og útflutning til Japans. Alls er búist við um 100 gestum í opnunarmóttökuna og þar verður Vigdís Finnbogadóttir heið- ursgestur. í fréttatilkynningunni frá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna segir að viðskipti hennar við Asíu, og þá sér- staklega Japan, hafi aukist umtals- vert undanfarin ár. Árið 1989 fóru t.d. 17% af útflutningi SH í verð- mætum talið til Asíulanda, en það er að andvirði 2,3 milljarða íslenska króna. „Ljóst er að miklar vonir eru bundnar við framtíðarþróun sölu- mála íslenskra sjávarafurða í þess- um heimshluta og þá sérstaklega í Japan, en Japanir borða meira af sjávarafurðum en nokkur önnur þjóð veraldar."-^ -hs. NýWELGERrúllubindivél Full af tækninýjungum Væntanleg í desember á sérstöku kynningarverði Meðal nýjunga: Ný 2ja metra breið spóluvinda, aðeins 28 sm í þvermál Nýr hliðar- og millimötunarbúnaður við sópvindu jafnar heyinu inn í bagga- hólfið og gerir mötun vélarinnar auð- veldari en áður hefur þekkst Ný hólf á báðum hliðum fýrir allt að 12 bandhnotur Nýtt sjálfvirkt bindikerfi sem bindur af tveim bandhnotum samtímis og trygg- ir hámarksafköst við bindingu Nýr öryggisbúnaður ver vélina fýrir álagi og gerir alla öryggisbolta óþarfa Nýr búnaður fýrir tvö landhjól á sóp- vindu Eldri eiginleikar WELGER rúllubindivélarinnar halda sér einnig í þessari nýju vél, svo sem 4 mm efnisþykkt í völsum og 1“ drifkeðjur. Þessi búnaður gerir WELGER rúllubindivélina sniðna fyrir hið íslenska smágerða og þunga hey. Einstakt gangöryggi og ending hafa gert WELGER rúllubindivélina að mest seldu rúllubindivélinni á íslandi sem og í Evrópu. ÞEIR VELJA WELGER SEM LÁTA GÆÐIN RÁÐA Hafið samband við sölumenn okkar sem gefa allar nánarí upplýsingar. G/obusi Lágmúla 5, s:681555 hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.