Tíminn - 16.11.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.11.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 16. nóvember 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Áskell Einarsson: Vitnað yfir moldum Byggða- stofnunar og byggðastefnu Hugleiðing í framhaldi svara Fjórðungssambands Norðlendinga í Borgarnesi 8. október 1990 Með bréfi 26. júní s.l. til landshlutasamtaka sveitarfélaga kynnti Byggðanefnd forsætisráðherra stefnu sína í atvinnumálum. Að- gerðir í byggðamálum markaði nefndin í þrem meginatriðum. í fyrsta lagi stofnun atvinnuþróunarfélaga í samstarfi við Byggða- stofnun. í öðru lagi að starfsháttum Bygjgðastofnunar verði breytt svo að hún sinni atvinnuráðgjöf. I þriðja lagi stuðli Byggðastofnun að samstarfi við rannsóknarstofnanir atvinnu- veganna og Háskóla íslands um miðlun tæknilegra framfara. Niðuriag stefnumótunar Byggðanefndar er svohljóðandi: „Þaö er ekki ætlun nefndarinnar að ríkisvaldið taki að sér aukna ábyrgð á atvinnuþróun í landinu heldur er atvinnuþróunarfélögum ætlað að sinna undirbúningi og stofnun fyrirtækja, sem verði síðan á ábyrgð þeirra sem reksturinn annast, þannig að ríkisvaldið styðji heimaaðila, en stjórni þeim ekki.“ Það er deginum Ijósara að orðalag nefndarinnar má túlka á þann veg að ríkisvaldið hætti að stuðla að al- mennum byggðaaðgerðum, t.d. já- kvæðum byggðaþróunaráætlun- um, en haldið verði áfram þeirri bitapólitík, sem er að ganga af Byggðastofnun sjálfdauðri í ætlun- arverki sínu. Krossaprófið í Borgamesi Alls var 37 aðilum stefnt í Borgar- nes 8. október s.l. til að svara eftir- farandi spurningum: í fyrsta lagi: Telur þú þörf á að sporna við bú- seturöskun? í öðru lagi: Hvað sérðu þér fært að gera til að draga úr búseturöskuninni? í þriðja lagi var óskað ábendingar um mark- vissar aðgerðir. Svo fór sem fyrr, að eigi gátu tíu svarað því, sem einn spurði. Sumir héldu sig við leistann sinn, í þeim hópi var Fjórðungssamband Norð- lendinga. Aðrir viku frá spurning- unum eða virtu þær ekki viðlits. Leiðir til jákvæðrar byggðaþróunar Þjóðfélagsstefna, sem stuðlar að félagslegu jafnrétti þegnanna, án tillits til búsetu. Jafnræði þegn- anna um nýtingu hagstæðra land- kosta og búsetuskilyrða, hvar sem er í landinu. Undirstöðuatvinnu- vegirnir, gjaldeyrisöflunin og nýt- ing landkosta, búi við eðlilegt fjár- hagslegt umhverfi, til að vera leið- andi afl í efnahagskerfinu og um val búsetuskilyrða í landinu. Stjórnsýslulegt mótvægi verði í landinu í samræmi við búsetu- hagsmuni og byggðaþróun. Ríkisþjónusta gegn sama gjaldi um landið allt Stjórnsýsluþjónusta og velferðar- þjónusta, sem kostuð er af al- mennu fé, verði veitt á sama verði, hvar sem er í landinu. Byggðasjónarmið um staðarval vegi á móti forréttindum til útlendinga vegna stóriðju Staðarval stóriðjufyrirtækja mið- ist við að saman fari byggðahags- munir þjóðarinnar um eflingu byggðaþróunar, þegar erlendum stórfyrirtækjum eru látnar í té ívilnanir, fram yfir innlenda aðila í landinu um atvinnurekstur í land- inu. Gegnir Byggðastofnun hlutverki sínu? Hverfa verður frá starfsháttum, sem einkennt hafa vinnulag Byggðastofnunar síðustu árin. Að- skilja verður hjálparaðgerðir vegna atvinnuástands frá langtíma byggðaaðgerðum. Verði þetta ekki gert gleypa hjálparaðgerðirnar áfram allt það fjármagn, sem ætlað er til byggðaaðgerða, þannig að ekki fæst nægur stuðningur til raunverulegra byggðaþróunarað- gerða. Byggðaþróunarsjóðir landshlutanna Sérstakir byggðaþróunarsjóðir landshlutanna njóti verulegra óafturkræfra framlaga af fjárlaga- fé, auk framlaga heimamanna. Landshlutasjóðirnir tengist Byggðasjóði. Þeir kosti atvinnu- ráðgjöf, frumathuganir á atvinnu- möguleikum og stuðli að undir- búningi að stofnun fyrirtækja. Sjóðirnir annist einnig sérstaka lánafyrirgreiðslu til að stuðla að eiginfjármyndun fyrirtækja, t.d. í formi víkjandi lána eða afskrifta- lána, á meðan fyrirtækin búa við þyngstu greiðslubyrðina, vegna fjármagnskostnaðar og afborgana stofnlána. Ríkisframlag til byggða- aðgerða verði 2% af fjárlagafé Framlög af fjárlagafé til byggða- mála verði á ný 2% allra ríkis- tekna, eins og ákveðið var, þegar lagaákvæði um Framkvæmda- stofnun ríkisins voru sett í upp- hafi. Ákveðinn hluti Lánasjóðs sveitarfélaga til byggðaaðgerða Lánasjóði sveitarfélaga verði skylt að veita sveitarfélögum þróunar- lán út á stofnkostnaðargreiðslur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, og til sama tíma og þessar greiðslur ber- ast. Skattlagning til Reykjavíkurborgar er á kostnað landsbyggðarinnar Tekjustofnakerfi sveitarfélaga verði breytt á þann veg að komið verði í veg fyrir varanlegt misvægi sveitarfélaga á landsbyggðinni gagnvart höfuðborginni, um tekjuöflun til að sinna verkefnum sínum á sambærilegan hátt. Sjálfstæð útibú fjárfestingasjóða og forræði útibúa ríkisbankanna Eftir sameiningu fjárfestinga- sjóða verði stofnuð útibú í lands- hlutunum, sem hafi sjálfstæða yf- irstjórn sinna mála. Komið verði á sjálfstæði útibúa ríkisbankanna til ákvarðanatöku. Lýðræðislega kjöríð stjómvald í landshlutunum - Þjónustu- stofnanir landshlutanna Ráðstafanir verði gerðar til að koma á raunverulegri valddreif- ingu frá ríkiskerfinu til stjórn- valds, sem sæki umboð sitt milli- liðalaust til kjósenda, í hverjum landshluta eða kjördæmi. Reistar verði þjónustustofnanir ríkisþjón- ustu í hverjum landshluta, með dreifðum þjónustuútibúum, sem færi þjónustuna nær starfsvett- vangi þeirra, er nú þurfa að sækja hana til fjarlægari byggða. Dreifing umboðsstjómar sýslumanna Við aðskilnað dómsvalds og um- Áskell Einarsson Byggðaáætlun til aldamóta - Ný holskefla í búsetu þjóðarinnar Sérstök byggðaþróunaráætlun, sem miðar við næstu aldamót, til að vega á móti búsetu- og atvinnu- röskun, sem kemur í kjölfar stór- iðju á Suðvesturlandi. Með áætl- uninni verði gerðar sérstakar ráð- stafanir til að koma í veg fyrir, að lyrirhugaðar samdráttaraðgerðir Má vera að stutt verði í það, að raunhæf byggða- stefna verði tröllum gefin í þessu landi og að sá þáttur fari fyrir róða í hagstjórninni. Það læðist að mér sá grunur, að fleiri en ég hafi verið sama sinnis um að rekunum hafi verið kast- að. Var þetta nánast minningarfundur um Byggða- stofnun og genginn veg byggðastefnu á íslandi, ferð án fyrirheits eða vissa um framhaldslíf? boðsstjórnar í héraði verði komið á umboðsþjónustu, með útibúum, frá sýslumannsembættum, sem taki að sér umboðsstörf fyrir fleiri opinbera aðila. Þannig verði aukin þjónusta tiltæk víðar og nær þeim, sem nú sækja hana oft um lengri veg og með ærnum kostn- aði. Byggðasjóður stuðli að raunverulegri byggðaþróun, Atvinnutryggingarsjóður annist hjálparaðgerðir við byggðalögin Hlutverk Byggðastofnunar verði endurskoðað. Atvinnutrygginga- sjóður annist framvegis hjálpar- aðgerðir vegna bágrar stöðu ein- stakra byggðarlaga og hafi til þess afmarkað fjármagn. Byggðastofn- un annist áætlanagerð um upp- byggingu landsvæða og lands- hluta, sem stuðli að eflingu og framsækni einstakra byggðar- laga. vegna stóriðjuframkvæmda bitni á landsbyggðinni, utan Suðvestur- landsins. Byggðaröskunartímabilinu verði lokið fyrir árið 2000 Markmið þessarar áaetlunar er að árið 2000 verði lokið núverandi búseturöskunar-tímabili og þá verði tryggður varanlegur árangur um mótvægi í byggð landsins til framtíðar. Byggðaþróunaráætlunargerð tengist landsskipulagi Samhliða slíkri byggðaáætlun verði gerð skipulagsáætlun um staðarval byggðar í landinu, þar sem mótað er byggðamynstur, sem leiði til jafnvægis í byggð og jafn- ræðis til hagsældar í landinu. Svo kom amen eftir efninu Sá prúði maður Jón Helgason, formaður Byggðanefndar forsætis- ráðherra, þakkaði mikinn mál- flutning, sem hann taldi að nefnd- inni komi að liði. Það er hennar hlutverk að skila tillögum til for- sætisráðherra. Á fundinum komu fram skondn- ar hugmyndir, t.d. að byggða- vandi íslendinga væri á heims- mælikvarða. Forstjóri Iðntæknistofnunar benti á gagnsleysi fjárvana at- vinnuþróunarfélaga og að Byggðastofnun ætti að söðla um og verða raunhæf þróunarstofn- un, sem leysti vandamál manna utan af landsbyggðinni. Enginn tók í ístaðið með Byggðastofnun, aðrir en þeir sem þar eiga hlut að máli. Þetta var líkast minningarathöfn um mis- lukkaða byggðastefnu og handar- bakavinnubrögð í Byggðastofn- un. Margir vitnuðu, svo að mest minnti á sveitajarðarför í Þing- eyjarsýslu um aldamót. Síðastur blessaði formaðurinn af sínum virðuleik. Ekki fékk hann það veganesti, sem dugar til að gera haldgóðar tillögur til „yfirboð- ara“ síns. Ljóst er að tillögurnar frá 26. júní s.l. hafa ekki nægi- legt flotmagn, sem lokaniður- staða. Kannski gleymist þetta allt, svo sem var um byggðaþáttinn í stað- arvali álvers á Islandi. Hann var aldrei inni í dæminu, upplýsti forsætisráðherra á fundi sæitar- stjórnamanna af Suðurnesjum í Vogum. Má vera að stutt verði í það, að raunhæf byggðastefna verði tröll- um gefin í þessu landi og að sá þáttur fari fyrir róða í hagstjórn- inni. Vonandi verður Jón Helgason búinn að segja amen eftir efninu, áður en svo verður. Byggðastefna verður ekki mótuð á kjaftamessu, eins og haldin var í Borgarnesi. Var þetta bara þykjustuleikur, eins og var um staðarval fyrir stóriðju á landsbyggðinni? Ég er efins um það að þeir, sem yfirgáfu fundarsætin í Borgarnesi 8. október, hafi í raun trúað að eftirtekja væri ráð til að stöðva búseturöskun í landinu. Það læðist að mér sá grunur, að fleiri en ég hafi verið sama sinnis um að rekunum hafi verið kastað. Var þetta nánast minningarfund- ur um Byggðastofnun og genginn veg byggðastefnu á íslandi, ferð án fyrirheits eða vissa um fram- haldslíf? Mikið eigum við undir nefnd Jóns Helgasonar um betra fram- haldslíf í byggðamálum. Hver veit, á dögum kraftaverka og tækni- framfara er flest mögulegt. Jón Helgason er vafalaust góður vatnamaður; má vera að hann komi safni sínu yfir aurana í hús hjá forsætisráðherra. LESENPUR SKRiFA Hver græðir á vaxtahækkun? Verkamannafélagið Dagsbrún mót- mælir vaxtahækkun Islandsbanka sem það á hlut í. Bankastjóra þykir skjóta skökku við ef Dagsbrún vill ekki ávaxta líf- eyrissjóð sinn þar sem vextir eru hæstir. Eðlilegt má kalla að menn vilji hafa ríflega vexti af sparifé þegar þeir eiga það en vilji jafnframt lága vexti þeg- ar þeir skulda. En fleira kemur hér til álita. Vaxta- kjör í landinu hafa áhrif á verðlag allt. Hækkun vaxta hækkar allt vöruverð. Þess vegna mótmælir Dagsbrún. Sparifjáreigandinn veit væntanlega að á móti hækkun vaxta af sparifé hans kemur almenn hækkun á því sem hann þarf að kaupa. Þá vaknar spurning. Hvað þarf maður að eiga mikið sparifé til þess að græða á vaxta- hækkun? Hversu mikið þarf spariféð að vera svo að vaxtahækkun á því geri betur en vega upp á móti hækk- un þess sem kaupa þarf? Okkur eru birtar ýmsar hagtölur um efnahagsmál og þjóðarhag. En ég man ekki til að hafa séð nein svör við þeim spurningum sem hér eru á blaði. H.Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.