Tíminn - 16.11.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.11.1990, Blaðsíða 8
Talið er að allt að 500 unglingar á aldrinum 13-19 ára séu djúpt sokknir í fíkniefnaneyslu og hefur ástandið farið hríðversnandi síðastliðin ár: Eftir Stefán Eiríksson 8 Tíminn Föstudagur 16. nóvember 1990 Föstudagur 16. nóvember 1990 Tíminn 9 í gær var haldinn blaðamannafundur þar sem kynnt var innihald skýrslu sem ber nafnið „Ungir fíkniefnaneytendur. Hvaðan koma þeir og hvert halda þeir?“ Skýrslan er unnin að frumkvæði Landlæknisembættis- ins, en vegna gruns um vaxandi fíkniefna- neyslu unglinga kallaði landlæknir saman fuíltrúa þeirra sem með þessi mál hafa að gera. Þetta voru m.a. fulltrúar frá lögregl- unni, félagsmálastofnunum, Unglingaheim- ili ríkisins, Rauða kross húsinu, fangelsis- málastofnun og fleiri. Það sem helst var til umræðu var fíkniefna- neysla unglinga, áhættuhópar og úrbætur. í þeirri umræðu kom fram að ábendingar um fíkniefnaneyslu væru algengastar innan þriggja hópa unglinga. Þetta eru þeir sem ekki hafa lokið grunnskólanámi, þeir sem eru atvinnulausir og þeir sem lent hafa í af- brotum. Ákveðið var að kanna þetta nánar og var upplýsinga leitað á ýmsum stöðum. 2-4% hvcrs árgangs á skyldunámsstigi hafa hætt í skóla Þær upplýsingar sem skýrsluhöfundar fengu eru eftirfarandi: Á undanförnum árum hefur komið í ljós að nokkur hópur unglinga á skyldunámsstigi hefur hætt námi. Líkur benda til að um sé að ræða 2-4% hvers ár- gangs. 20-35% 16-17 ára unglinga virðast ekki stunda framhaldsnám. 63 unglingar leituðu í 96 skipti til Rauða kross hússins í Tjarnargötu árið 1989. Meðal- aldur þeirra er 16-17 ár. Aðstæður þessa hóps voru sem hér segir: Atvinnulausir 65% Mikil vímuefnaneysla 35% í vinnu eða skóla 35% Flosnað upp úr skóla 40% Um 50% áttu lögheimili í Reykjavík, 15% annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og 35% úti á landi. Mörg þessara ungmenna telja sig vera „heimilislaus". Áfengi er helsti vímugjaf- inn. Ef aðeins eru teknir þeir sem ættu að vera í vinnu, þá eru 84% atvinnulausir, en 60% í leit að vinnu. Af 41 atvinnulausum voru 48% í mikilli neyslu. Hátt á þriðja þúsund símtala ungmenna bárust og af þeim voru 94 í sjálfsmorðshugleiðingum. 72 unglingar leituðu til Útideildar Félags- málastofnunar Reykjavíkur 1989 vegna um- talsverðrar neyslu fíkniefna. Aðstæður margra voru bágbornar. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hafði afskipti af 206 ungmennum á aldrinum 15-25 ára á árunum 1989 en 261 árið 1988 vegna fíkniefnaneyslu. Um 30% þeirra voru atvinnulausir. Vímuefni tengjast stórum hluta afbrota þessara ungmenna. Meðal ungmenna 15-24 ára á öllu landinu jókst atvinnuleysi (samfellt í 3 mánuði) úr 32 í 259 á tímabilinu frá febrúar ‘89 til febrúar ‘90. Um 60% þeirra búa í Reykjavík. Árið 1989 komu 112 unglingar á Unglinga- heimili ríkisins, en það hefur sinnt göngu- deildarþjónustu. 16% þeirra höfðu flosnað upp úr skóla án þess að ljúka grunnskólanámi og 9% voru í sérskóla. 43% voru í töluverðri eða mikilli neyslu, 17% notuðu hass og um 28% voru með óljósa neyslusögu, en talin vera í blandaðri neyslu. 25% höfðu verið kærð til lögreglu einu sinni eða oftar. 233 unglingar á aldrinum 15-21 árs falla í þann flokk unglinga sem er með ákærufrest- un, þ.e. ákæru á hendur þeim hefur verið frestað skilorðsbundið. Um er að ræða 199 pilta og 34 stúlkur og rúmlega 70% eru á aldr- inum 15-17 ára. Helmingur þeirra hefur ekki lokið 9. bekk. Ofneysla áfengis er tíð, en um 10% eru í fíkniefnaneyslu. 85% hópsins eru piltar og í 90% tilfella voru þeir kærðir fyrir þjófnað og eða skjalafals. Miðað við fyrri reynslu má ætla að um 20% rjúfi skilorð og stefni því í fangaklefann. Þetta eru því um 50 manns sem er mikil! fjöldi miðað við árlegan fangafjölda. Fíkniefnaneytendur segja að „krakk“ sé komið til landsins Samkvæmt upplýsingum sem skýrsluhöf- undar fengu frá Fangelsismálastofnun hefur föngum fjölgað sl. 10 ár og nokkrar breyting- ar orðið á tilefni fangavistar. Hlutfall kvenna hefur hækkað úr 1% í 10%. Árið 1979 sátu 9 unglingar á aldrinum 15-21 árs í fangelsum vegna fíkniefnabrota, 1984 voru það 40 og 1989 25. Mikil aukning hefur orðið á nytja- töku, áfengislaga- og umferðarlagabrotum og ofbeldisbrotum. Þjófnaðir hafa aukist meðal ungs fólks, en fækkun hefur orðið á kynferðis- afbrotum. Fjórði hver maður sem var í fang- elsi árið 1989 var þar vegna ölvunaraksturs. SÁÁ upplýsti að ungu fólki fjölgaði mjög meðal sjúklinga á Vogi. Þriðjungur sjúklinga nú væri undir 30 ára aldri. 26% af þeim höfðu ekki lokið skyldunámi, 40% voru atvinnulaus- ir, 40% notuðu amfetamín, 20% kannabisefni og 16% sprautuðu sig í æð. Á árinu 1987 voru 331 25 ára eða yngri vistaðir á Vogi og um 30% voru stúlkur. Ofneysla áfengis er mjög tíð meðal þessa fólks og meirihluti þessara ungmenna hefur búið við mjög erfiðar heim- ilisaðstæður. Kostnaður við meðferð hvers einstaklings er talin vera lágmark hálf millj- ón. Landlæknisembættið hefur framkvæmt 3 kannanir meðal framhaldsskólanema og sam- kvæmt síðustu könnun virðist áfengisnotkun hafa heldur aukist en færri unglingar á aldrin- um 15-19 ára hafi neytt kannabis en áður. Um 1% unglinga í framhaldsskólum neyta kanna- bis a.m.k. einu sinni í viku. Af umsögnum nokkurra skólahjúkrunarfræðinga virðist ekki hafa borið mikið á kannabisneyslu meðal grunnskólanemenda síðustu 3-4 árin, en vart varð nokkurrar aukningar sl. haust. Samtökin Krossinn, sem eru trúarleg sam- tök, hafa rekið heimili, byggt af eigin fé, fyrir ungt fólk sem illa er farið af vímuefnaneyslu. Mörgum hefur þar verið komið til góðs lífs þegar öll sund voru lokuð. Þetta heimili hefur engan stuðning frá rfki eða borg. Magnús Gunnarsson frá Krossinum sagði að hann hefði heyrt það frá þeim sem komið hefðu til þeirra að þeir sem væru í fíkniefnaneyslu væru í einhverjum mæli farnir að neita vímu- efnisins „krakk“ hérna, en fíkniefnalögreglan hefur ekki enn fundið efnið hér á Iandi. Krýsuvíkursamtökin hafa tekið nokkra mjög alvarlega skaddaða einstaklinga í vistun og meðferð. Þessir einstaklingar eru margir hverjir það illa farnir að mjög fáar stofnanir aðrar en fangelsin vilja taka við þeim. um séu þessi ungmenni úti í kuldanum á at- vinnumarkaðnum. Þess vegna sé það nokkur þversögn að þrátt fyrir tilkomu fjölbrautar- skóla virðist ástandið ekki hafa batnað á sl. 15 árum. í Bandaríkjunum og mörgum vestræn- um löndum er talið að 80-85% 18 ára ung- linga sem ekki halda áfram í lengra nám ljúki einhverju námi sem gefur starfsréttindi. Stofnanameðferð getur aldrei komið í stað forvama Þá benda höfundar skýrslunnar á að upplýsa þurfi foreldra betur um áhrif uppeldis á feril unglinga, t.d. að meðal þeirra unglinga, sem verja engum eða litlum tómstundum með for- eldrum, séu allt að helmingi meiri líkur á áfengisneyslu og 5-7 sinnum meiri líkur á kannabis- og sniffnotkun en meðal þeirra sem verja miklum frístundum með foreldrum. Enn fremur að meðal skilnaðarbarna og sér- staklega þeirra sem upplifa skilnað á unga aldri séu verulega meiri líkur á vímuefnanotk- un en meðal þeirra sem alast upp í traustum fjölskylduböndum. Áfengisnotkun og önnur vímuefnanotkun sé til muna algengari á heimilum þeirra unglinga, sem síður eigi við vímuefnavandamál að stríða en þeirra er ekki lenda í slíkum vandræðum. Þá leggja höfundar það til að Vímuvarnarráð verði stofnað og komi í stað Áfengisvarnarráðs og stofnaður verði sérstakur forvarnasjóður. Hann eigi að sjá um að úthluta þeim samtök- um sem eru í forvarnarstarfi fjárframlögum og sjá til þess að þeir aðilar séu starfi sínu vaxnir. Lagt er til að 20 milljónir fari í þann sjóð og eru það að sögn hreinir smámunir miðað við það sem þjóðfélagið þurfi að eyða vegna vímuefnamála. Kostnaður hins opin- bera vegna eins vímuefnaneytenda er talinn vera lágmark ein milljón króna hvert ár og er þar stuðst við þriggja ára feril dæmigerðs eit- urlyfjaneytanda. Þá er lagt til að ísland gerist aðili að sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn ólöglegri verslun með fíkniefni og skynvilluefni, en það mun gera það auðveldara að þeir fjármunir sem gerðir eru upptækir af Iögreglu vegna fíkni- efnamála renni beint til forvarnarstarfs. Skýrsluhöfundar leggja á það ríka áherslu að yfirvöldum beri að taka upp mun öflugra íyr- irbyggjandi starf en nú sé gert. „Við ákvarð- anatöku um aukin fjárútlát í þessu skyni ber að hafa í huga að þeir einstaklingar er síðar gista fangelsi og sjúkrastofnanir vegna afbrota og fíkniefnaneyslu koma að verulegu leyti úr hópi þeirra ungmenna er hér hefur verið lýst,“ segir í lok skýslunnar. „Nú hafa stjórn- völd komið á fót meðferðarheimili fyrir þau ungmenni sem verst eru farin af vímuefna- neyslu og er það vel. Þetta má þó ekki verða til þess að stjórnvöldum finnist nóg að gert, stofnanameðferð getur aldrei komið í stað for- varna.“ —SE hið innra andrúmsloft fjölskyldunnar, þ.e. slæm hjúskaparaðlögun, sinnuleysi, skortur á hlýju, ósamkvæmni eða mikill strangleiki for- eldra eru taldar hafa mikil áhrif á börn í yfir 15% hjónabanda. Nokkur tengsl eru við sum- ar ytri aðstæður, s.s. starf föður og menntun, greind barns, geðheilsu og námsárangur. Enginn vafi leikur á að óhemju vinnuálag margra foreldra og miklar fjarvistir frá heim- ilinu hafa hér áhrif,“ segir í skýrslunni. Tímamynd: Pjetur Þá segir að gera þurfi skólum kleift að sinna betur þeim nemendum sem eiga erfitt með að fylgjast með í náminu. Frekari úrræði þurfi að vera til fyrir þá nemendur sem ekki hafi áhuga á menntaskóla- eða háskólanámi, s.s. mögu- leiki á námi í sérdeiidum og starfsnámi, þ.e. námi við framleiðslu-, þjónustu-, iðnaðar- og skrifstofustörf. 36% ungmenna á aldrinum 22-25 ára ljúka ekki menntun sem nægir til starfsréttinda. f skýrslunni segir að nú á tím- 500 unglingar á aldrinum 13-19 ára mjög djúpt sokknir í neyslu í skýrslunni segir að ekki sé hægt með vissu að fullyrða um heildarfjölda ungmenna í þess- um þremur hópum sem talað var um í upp- hafi, því að sömu einstaklingar komi fyrir í fleiri hópum en einum, en ljóst sé að þeir skipti ekki tugum heldur hundruðum. Einar Gylfi Jónsson, forstöðumaður Unglingaheim- ilis ríksins, sagði að gera mætti ráð fyrir að um 500 unglingar á aldrinum 13-19 ára væru djúpt sokknir í neyslu vímuefna og áfengis, þ.e. neyttu efnanna vikulega eða oftar. Af þeim, sem leita aðstoðar hjá félagsmálastofn- un og félagasamtökum vegna vímuefna- neyslu, ber mest á þeim sem búa við erfiðar heimilisaðstæður, hafa hætt í grunnskóla eða eru atvinnulausir. „Neysla vímuefna og fíkni- efna meðal þessara unglinga er margfalt tíðari en meðal þeirra sem stunda nám eða ein- hverja vinnu,“ segir f skýrslunni. Skýrsluhöfundar benda á það sem helst sé til ráða. „Efla verður aðstoð við heimili og fjöl- skyldur er minna mega sín. Hafa verður nokkra hliðsjón af hvaða breytur í uppeldi tengjast fráhvarfí nemenda úr námi. Sam- kvæmt athugun prófessors Sigurjóns Björns- sonar kom í ljós að þær breytur varða fremur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.