Tíminn - 17.11.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.11.1990, Blaðsíða 1
OOOI- -joHírTíM'íHn T t- liT.rhicniip i inirriT P 17.-18. nóvember 1990 „Ert þú Jón Magnússon eða andsk... sjálfur?" Arið 1887 stefnir enn eitt Ameríkufarið út Faxaflóa hlaðið farþegum og varningi, og þó ekki síst ríkum og innilegum vonum um betra og auðveldara líf en alþýðu hefur gefist kostur á síðustu árin á Fróni, sem einkennst hafa af harðindum, hafís og fleiri óáran. En það eru einkum þeir ungu sem geta búist við raun- verulegum umskiptum. Stöku á meðal farþega eru komnir á þann aldur að þeir geta ekki gert sér vonir um neitt sem kalla má „nýtt líf". — Hér á meðal er 58 ára gamall maður, sem komið hefur um borð á Akranesi. Hann er miðlungs- maður á hæð en afar þrekinn og ber ljóst al- skegg. Jón Magnússon heitir hann. Heima á Skaga hefur hann skilið eftir konu sína, Þórunni Þórðardóttur, eftir 36 ára samvistir. Þau eiga aldrei eftir að sjást framar. En það er fleira sem þessi kempulegi maður skilur eftir á íslandi: Óteljandi sögur um harðfengi og hreystiverk, sem sagðar verða upp aftur og aftur næstu ára- tugina og taka á sig æ ævintýralegri blæ, eins og verða vill. Seinna er þeim safnað saman og nú verður borið niður hér og hvar í syrpunni, eins og hún er skráð í „Söguþáttum landpóstanna". Jón Magnússon var sennilega mesta kempan af þeim öllum til samans og er þá nokkuð sagt. Jón póstur Magnússon var fæddur að Hrófá í Steingrímsfirði 21. júlí 1829. Hann ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Snartartungu og hafði amma hans, er Sigríður hét, hið mesta dálæti á drengnum. Beitti hann stundum smábrögðum við hana, hruflaði sig sjálfur eða blóðg- aði og sagði að hestur hefði slegið sig. Lá þá allt góðgæti Iaust fyrir hjá ömmu hans, því ekki var hætt við að hann Jón litli væri að skrökva! Það var vandi Jóns er hann ólst upp í Snartartungu að berja utan hóla og hæðir, þótt hann væri var- aður þrásinnis við því athæfi. Eitt sinn var hann að flytja hesta. Þegar hann var að taka beislið út úr síð- asta hestinum sér hann kvenmann koma fram úr gljúfrunum hinum megin við ána. Fór hún enga mannavegu og bar ört yfir. Verður Jóni bilt við og tekur á rás heimleið- is. En konan hleypur og hinum megin árinnar. Kemst hún einhvers staðar yfir ána og eltir nú Jón litla. Virðist honum hún vera alveg á hælum sér, er hann loks kemst inn í bæinn. Talar hún þá eitthvað, en hann má ekki greina orðaskil. Um nóttina eftir þótti honum sama konan vitja sín í draumi. Reif hún allóþyrmilega í hár honum en vann honum þó eigi annan miska. Þóttist Jón þess fullviss að þetta hefði verið huldukona, sem hann hefði ónáðað með barsmíð sinni á hólana. Er talið að huldukona þessi hafi oftar vitjað Jóns og barna hans og verið völd að ýmiss konar óhöpp- um og ógæfu er þeim bar að hönd- um. Rekja menn m.a. margvíslega hrakninga Jóns á sjó og landi til huldukonunnar, en þessir hrakn- ingar urðu ekki fáir, eins og hér mun mega lesa. Harðlyndur, hrein- lyndur og drenglyndur í Snartartungu virðist Jón hafa al- ist upp til fullorðinsára. Er hann talinn vinnumaður þar árið 1851 og kvænist þar um haustið yngisstúlk- unni Þórunni Þórðardóttur frá Hey- dalsseli í Hrútafirði. Er hann þá 22 ára en hún 21 árs. Árið 1854 eru þau Jón og Þórunn vinnuhjú í Bitru. En árið eftir reisa þau sér bú að Einfæt- ingsgili í Bitru og eru þar til vors 1860. Flytja þau þá að Ballará á Skarðsströnd og dvelja þar til vors 1861, en þá flytja þau út fyrir Klofn- ing að Vígólfsstöðum á Fellsströnd. Um það leyti tekur Jón að sér póst- ferðirnar milli ísafjarðar og Reykja- víkur. Fáir meðal íslenskra pósta, ef Jón Magnússon vestanpóstur. Hann var ein mesta kempan af öllum þessum hreystikörium. nokkur, urðu almenningi jafn hug- þekkir og Jón og minnisstæðir. Ber margt til þess. En þó fyrst og fremst karlmennska hans og kappgirni, drenglund og góðmennska. Er Jóni vel lýst í ummælum Jóns bónda Guðmundssonar í Ljárskógum, en hann segir: „Jón Magnússon var mest dáður og allra uppáhald þegar ég var unglingur... Jón var glæsi- menni í sjón og vexti, harðlyndur, hreinlyndur og drenglyndur með afbrigðum." Jón var síðasti póstur- inn sem fór gangandi milli Reykja- vfkur og Vestfjarða. Bogi amtmaður og Jón póstur Um þær mundir er Jón Magnússon var póstur var Bogi Thorarensen, sonur Bjarna skálds og amtmanns, sýslumaður að Staðarfelli. Bogi var stórbokki í lund og gjarn á að láta menn finna til þess að hann taldi sig allmiklu meiri en allan almúga, svo sem títt var um embættismenn þá. Bráðlyndur var hann svo orð var á gert og þurfti oft ekki annað tilefni en að honum fyndist sér ekki nægi- leg virðing sýnd. Greip hann þá stundum til korða síns eða byssu og ógnaði mönnum. Og dæmi voru til þess að menn flýðu lafhræddir af fundi hans af þessum sökum — án þess að bera upp erindi sín. Nú kemur Jón póstur eitt sinn að Staðarfelli. Bogi var þá nýlega sett- ur amtmaður. Gengur Jón í stofu til sýslumanns og heilsar honum með þessum orðum: „Komið þér sælir, sýslumaður góð- ur." Snýr sýslumaður sér þá heldur hvatskeytilega að Jóni og segir, án þess að taka kveðju hans frekar: „Vitið þér ekki að ég er orðinn amtmaður!" „Jú, vissi ég vel," svarar Jón, „en mér þótti heldur langt í því að segja: „Sælir verið þér, sýslumaður góður, settur amtmaður!" Þá var Boga nóg boðið. Sprettur hann upp og grípur til korðans. Jóni pósti var líka nóg boðið, grípur utan um handlegg sýslumanns og hristir korðann úr hendi hans, tek- ur hann síðan upp og brýtur á hné sér. Það fylgir sögunni að Bogi sýslumaður hafi jafnan borið mikla virðingu fyrir Jóni pósti eftir þetta. Jón Magnús- son vestan- póstur var eitt mesta þrefc- menniðaf gömlu land- póstunum. Fótgangandi fór hann í ára- tugi milli ísa- fjarðar og Reykjavíkur og var orðinn þjóðsagna- persóna er hann nær sex- tugur fluttist til Ameríku Kappglíman að „ : Staðarfelli „ Hraustum monnum og metnaðar- gjörnum lá við að öfunda Jón póst af kröftum hans og vildu gjarna geta talið sig honum jafn snjalla. Gekk það orð af honum að fáir þyrftu við hann að reyna ef hann reiddist. Er eftirfarandi saga tekin eftir frásögn tveggja sona hans: Eitt sinn var Jón staddur á Staðar- felli í póstferð og var að bíða eftir tösku sinni. Þar var þá staddur mannaumingi einn úr sveitinni er sýna vildi amtmanni sérstaka virð- ingu og nefndi hann hátign. Bogi brást reiður við og sagði: „Ekki hátign, heldur tign! Farðu út. Þú kannt ekki að tala!" Vindur hann sér að manninum og stjakar við honum. Viðstaddur var einnig skrifari sýslumanns, Pétur nokkur, er var hinn mesti glímu- maður, en ofláti mikill og nú auk þess hreifur af víni. Telur hann sér skylt að veita sýslumanni og stjakar því við manninum. Jón póstur var nærstaddur og segir við Pétur: „Taktu heldur í mig og láttu þenn- an aumingja vera." Lætur Pétur ekki segja sér það tvisvar, en ræðst að Jóni. Verða all-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.