Tíminn - 17.11.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.11.1990, Blaðsíða 12
?■£ nnirriT 20 ffi HELGIN 0R8t isdmevön .Tl ‘iugebuköT Laugardagur 17. nóvember 1990 James Joyce. F. Scott Fitzgerald. George Orwell. Marcel Proust. Aldous Huxley. „Nóbelshöfundar" sem hlaupið var yfir 3 Það er alkunna að þegar Nóbelsverðlaunin í bókmenntum eru veitt skáldsagnahöfundi, þá er það fyrir einhveija eina af sögum hans. Þannig fékk Pearl S. Buck verðlaunin fyrir „Gott land“ og John Galsworthy fékk þau fyrir „Sögu Forsyte ættarinnar“. Hemingway fékk þau fyrir „Gamli maðurinn og hafið“. Að vísu ber um leið að skilja mál svo að verið sé að verðlauna allt verk höfundar, en það er alltaf ein saga, sem dómendur þykjast allir geta sameinast um. Fyrir kemur að ekki er um nema eina sögu að ræða hvort sem er, eins og í dæmi Eliasar Canetti. Margir eru auðvitað þeirrar skoðun- ar að verðlaunin hafi oft verið veitt fyrir ranga bók, svo hér skal getið um nokkrar bækur og höfunda, er ffemur hefði átt að verðlauna. Menn munu taka eftir að margar eru bæk- ur þessar með gamansömu ívafi, en Nóbelsnefndin tekur sig hátíðlegar en svo að hún vilji með neitt spé hafa. , Af þeim höfundum sem ég nefni hér er bara einn sem skrifaði fleiri en eina stórbók er skilið hefði átt stórverðlaun. Hann er James Joyce. Það var ranglátt að nemandi hans og sporgöngumaður, Samuel Bec- kett — sem skrifaði aðeins eina skáldsögu og eitt Ieikrit, þótt titl- arnir væru margir — skyldi krýnd- ur lárviði Nóbelsnefndarinnar fyrir hönd írlands en ekki Joyce. Beckett ritaði skáldsögur með titli en engu innihaldi og leikrit þar sem ekkert gerist og ekkert er sagt. Hann fékk verðlaunin fyrir nokkurs konar þögn. Meistari hans Joyce var víst aftur á móti of hávær og það er hann ritaði of tilþrifamikið. Það féll ekki í kramið í Stokkhólmi. „Odysseifúr hinn nýi“ fék menn til að hrökkva í kút er hann kom út 1922, ekki síst af því að hann sagði írska brandara um sjálfsfróun og þvaglát, að ekki sé minnst á drykkjuskap og trúarleg efhi. Bókin er ein firnamikil hindrun byggð úr aðhlátursefni, sem söguhetjan, Leo- pold Bloom, verður að klöngrast yf- ir. Meginhindranimar felast í tungutakinu sem notað er og em trúar veruleikanum til hins ítrasta, en eru þó engan veginn góður og gildur „prósi“. Bloom er kokkálaður klukkan fjögur síðdegis þann 16. júní 1904, en hann kemst yfir þetta og heldur það hátíðlegt með að biðja um tvö egg í morgunmatinn. Eggin merkja endurheimt mann- dóms hans. Bókinni Iýkur með því að kona hans segir ,já“ við hverju sem vera skal, sem þýðir að heimur- inn er ekki annað en einn geysimik- ill grínleikur. En grínleikur þeirrar tegundar sem ekki hæfir þeim er kjósa sér Barböru Cartland. Annað stórvirki Joyce er „Finneg- ans Wake“, sem út kom 1939. Hún er enn talin óskiljanleg af þeim er lesa sér til skemmtunar á flugferð- um — nema þeir séu að koma af ráðstefnu um James Joyce. Þá skulum við víkja að „Gatsby mikla" eftir Scott Fitzgerald. Hún er ekki fyndin, en hún er hæðin. Þetta er sú bókin sem gerð er af mestum hagleik. Það má vel hugleiða hvort þetta sé ekki eina fullkomna skáld- sagan á öldinni. Hún er um amer- íska drauminn — að eignast fullt af peningum án þess að skeyta of mik- ið um lög og reglur — og harmræn- ar afleiðingar þess er draumurinn rætist. Þetta er enginn doðrantur. Sagan er stutt og engu orði er of- aukið. Guð birtist í mynd af gler- augum á auglýsingaskilti gler- augnasala. Fitzgerald var í stöðugu peninga- hallæri. Nóbelsverðlaun hefðu get- að gert honum kleift að kaupa sér áfengismeðferð, sem hann þurfti sannarlega á að halda. Nóbelsnefhd- in hefur annars aldrei haft neitt á móti stórdrykkjumönnum, sbr. Hemingway. En hún kann að hafa fundið að því að hann telst hafa fundið upp djassöldina og verið á einhvern óútskýranlegan hátt „ábyrgur" fyrir heimskreppunni miklu 1929. Hann vissi án vafa að hún var yfirvofandi, því innsæi hans var mikið. En menn fengu ekki verðlaun út á það. Þá er komið að einhverri skáld- sagna P.G. Woodhouse. Allar bæk- urnar um Bertie Wooster og þjón- inn Jeeves eru eigínlega sama bók- in, svo það verður að velja blind- andi. Wooster er ungt flón sem mjög þarf á föðurlegri umhyggju þjóns síns að halda, en hann er ekk- ert flón þegar að „prósanum" kem- ur. Þegar hann segir: ,Mér leið eins og Prómeþeifi hlýtur að hafa liðið, þegar gammarnir settust kring um hann og hugðust gera sér veislu," þá veit lesandinn að þetta er klassískt menntaður maður. Þegar hann seg- ir að ís sé að myndast í efri hlíðum Jeeves, þá veit lesandinn að skáld er á ferð. Saga George Orwell, „Nítján hundruð áttatíu og fjögur", er eins konar gamansaga, hvort sem menn vilja nú á það fallast. Þegar klukk- umar slá þrettán í fyrstu setning- unni má sjá að hrikalegt skop er á ferð. Alræðisríkið er í óðaönn að tortíma tungumálinu, eins og það hafði verið talað um aldir, en þetta ríki á sér þjóðsögng „Heill þér Oce- ania“. Einna kátlegast er að renglu- legir heimspekiprófessorar hafa tek- ið að sér stjóm heimsins. Þeir em hugsjónamenn að því leyti að þeir álíta að aðeins hugmyndir séu raun- vemlegar og að raunvemleikann sé því aðeins að finna í kollinum á hin- um ríkjandi flokki. Það ber að pynda hvem þann, sem ekki kannast við að tveir plús tveir séu fimm. Þetta var satt að segja trúarsetning Sovétríkjanna í mörgum fimm ára áætlananna. Fimm ára áætlanimar skyldu framkvæmdar á fjómm ár- um með smáhvíldum í milli. Sýn Orwell í 1984 rættist ekki og rætist sjálfsagt aldrei. Við höfum við ann- an vanda að fást en Stóri bróðir. Það má sem betur fer hlæja hjartanlega að Hugsanalögreglunni og kynlífs- banninu. „Fagra, nýja veröld" eftir Aldous Huxley kom út 1932 eða sextán ár- um áður en hin nöturlega framtíð- arsýn Orwells kom á prent. Orwell dregur upp mynd af endalausum hrellingum, einsýni og flokksást, en Huxley lætur alla vera hamingju- sama í sinni veröld — með einni eða tveimur undantekningum, sögu- þráðarins vegna. Árið EF 632 mun Guð vera dauður, en andi Henry Fords er bráðlifandi. (EF þýðir „eftir Ford“ í tímatalinu). í þessari fjar- lægu framtíð er sagt að Ford hafi stundum stafað nafn sitt Freud. Manneskjumar eru framleiddar á færiböndum og eftir að þær eru full- smíðaðar (að „fæðast" er klúryrði líkt og „móðir") hljóta þær efna- fræðilega meðhöndlun. Þannig verða þær hamingjusamar með hlutskipti sitt. Alfa-fólkið er gáfað, Beta-fólkið ekki sem verst, Gamma- fólkið er svona la-Ia og Delta-fólkið tóm fi'fl. Fólk er ungt og fagurt uns það deyr. Tilfinningum er útdeilt í kvikmyndum. Þeir borgarar sem ekki eru glaðir og ánægðir og vilja hafa synd, sjúkdóma og ófullkom- leika eru fluttir út á mannlausar ís- auðnir. Skáldsagan „Breytingin" (The Alt- ernation) eftir Kingsley Amis getur virst tvírætt val. Þó ekki svo mjög ef þú lest „Gamli maðurinn og hafið" upp á nýtt. En menn ættu að meta að verðleikum skáldsögur er sýna fram á takmarkanir mannsins, eins og þessar tvær gera. Þeir Orwell og Huxley sýna okkur ólíkindalega framtíð, en Amis sýnir okkur ólík- indalega nútíð. Hann lætur atburði gerast í fortíðinni sem aldrei gerð- ust, þótt þeir hefðu getað gersL Árið 1588 leggur Flotinn ósigrandi, mannaður hinum kaþólsku Spán- verjum, England undir sig og þegna þess er voru mótmælendatrúar. Því er það England sem við blasir árið 1970 mjög öðruvísi en það í raun- inni var. Voldugt páfavald ríkir yfir heiminum og rannsóknarétturinn starfar af fullum krafti. Öll vísindi eru í viðjum og verktæknin er ófúll- komin. Það geisar stríð milli mú- hameðstrúarmanna og kristinna (þar var höfundur meiri spámaður en hann sjálfur vissi) en aftur á móti er enginn kommúnismi við lýði. Karl Marx lést fyrir löngu sem rabb- íni. Rússland er enn Hið heilaga Rússland. Þessi saga er kannske leikur, en er leikurinn ekki ríkur þáttur mannlegrar tilveru? Við verðum að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. En sjálfsagt vill sænska akademían ekki hafa það svo. Það er kannske goðgá að nefna hér amerískan doðrant, nærri þúsund síður, sem hrekja mundi Nóbels- nefndina frá sér með þyngd sinni einni. En mér finnst að „Haukurinn ungi“ eftir Herman Wouk komi til greina. Þetta er eina sagan sem fjall- ar um þær þjáningar er því fylgja að öðlast bókmenntafrægð í Ameríku. Velgengninni fýlgja einkum skatta- viðjar, gjaldþrot, taugaáföll og loks dauði fyrir aldur fram. Hræðileg kvikmynd var gerð eftir bókinni, þar sem kvenhetjan kallar karlhetjuna stöðugt „Bloody" (Kiss me Bloody). En það hve myndin ,ér slæm hlýtur að sanna hve góð sagan sé. Það hef- ur aldrei verið gerð góð kvikmynd eftir góðri sögu. Bæði „Gott land“ og „Gamli maðurinn og hafið" hljóta að vera mjög góðar bækur samkvæmt þessari kenningu. Leik- skáldið Harold Pinter hefur gert kvikmyndahandrit af „í leit að liðn- um tírna" eftir Marcel Proust — að- allega til þess að sýna fram á hve vonlaust er að kvikmynda slíkt verk. Ef til vill hefði átt að minnast á þessa risastóru sögu fyrst allra hér. Sumir segja að þetta sé eina bókin frá þessari öld sem öld okkar hefði ekki getað verið án. Eins og Fitzger- ald var kennt um heimskreppuna, hefur Proust verið legið á hálsi fyrir að hafa stuðlað að hruni frönsku yf- irstéttarinnar, af því að hann lýsti henni svo vel. Saga liðins tíma er á einhvem hátt steingerð og óhöndl- anleg seinni mönnum, rétt eins og vísindaskáldsögur Orwells og Hux- leys. Samt lætur Proust okkur finn- ast að það megi endurheimta fortíð- ina, bara ef réttum skilyrðum er fullnægt og það gerist einmitt í lokabindinu. Persónumar, franska andrúmsloftið, hinar mannlegu ástríður eru ekki bara eitthvað skrif- að á pappír. Þetta er allt raunveru- legra en raunveruleikinn. Hvað var Nóbelsnefndin að hugsa er hún missti af Proust? Að lokumn ætla ég að minnast á tvær bækur, sem þú munt aldrei fá tækifæri til að lesa. Sú fyrri er ,Aug- ustus Carp Esq. by Himself', en hún var gefin út án höfundamafns 1924. Nú er vitað að hún var eftir einka- lækni Georgs konungs V. Þetta er snjallasta greining á yfirdrepsskap og hræsni frá því er „Tártuffe" eftir Moliére kom út og er miklu skemmtilegri. Bókin kemur ein- göngu út aftur, vegna þess að einn unnenda hennar krafðist þess svo ákaft. Eftir það mun hún týnast að nýju. Hún er of skemmtileg fyrir svo ófullkominn heim. Að lokum kýs ég mér „Vindobona" eftir Jakob Strehler. Þetta er skáld- saga í bundnu máli um rottuskara sem tekur völdin í Vínarborg og kemur þar á hinu fábrotna tungu- máli sínu og lögmálum einfaldrar græðgi sinnar. Rottukóngurinn heitir Adolphus. Fáni rottanna er mynd gerð úr fjórum rottulöppum sem mynda hakakross. Mesta dyggð- in er dráp en sú næstmesta ofát. Hið merkilega er að þessi bók var rituð löngu áður en nasistar komu til sög- unnar. En þú munt ekki hafa uppi á sögunni, því ég hef bæði skáldað upp söguna og höfund hennar. En ég vildi að hún væri til. Þú getur verið handviss um að Nóbelsnefndin hefði ekki gefið henni minnsta gaum (Snarað úr Scanorama) Breski rithöfundurinn Anthony Burgess gerir hér grein fyrir nokkrum bókum - í gamni og alvöru - sem gjarna hefðu mátt afla höfundum sínum Nóbelsverðlauna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.