Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 2
2-Tíminn Þriðjudagur 20. nóvember-1990 21. flokksþing Framsóknarflokksins tekur ákveðna afstöðu gegn inngöngu íslands í EB Vilja halda húsnæðis- kerfinu f rá 1986 opnu Fjölmennu og velheppnuðu flokksþingi Framsóknarflokksins lauk í Reykjavík um helgina. Forysta flokksins var endurkjörin. Stærstu mál þingsins voru málefni Gvrópubandalagsins og EFTA, byggða- mál, velferðarmál, umhverflsmál og efnahagsmál. Tekin var mjög ákveðin afstaða gegn inngöngu fslands í EB. Flokksþingið samþykkti að halda húsnæðiskerfinu frá 1986 áfram opnu fyrir þá, sem eru að eignast sína fyrstu íbúð, en að húsbréfakerf- ið verði fyrir þá, sem eiga íbúð til að selja, svo og til viðbygginga og end- urbóta á húsnæði. Þessi ályktun gengur þvert á vilja Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra og er einnig í ósamræmi við yfirlýsingar Steingríms Hermannssonar. Samþykkt var ályktun um al- mannatryggingar þar sem lögð er áhersla á að lög um almannatrygg- ingar tryggi landsmönnum ákveðna lágmarksafkomu. Jafnframt segir að nauðsynlegt sé að þeir fjármunir, sem varið er til þessa málaflokks, nýtist sem best. Samþykkt var að líf- eyrir lífeyrissjóðanna skerði ekki líf- eyri almannatrygginga. Flokksþingið samþykkti að láta reyna til þrautar hvort niðurstaða fæst í viðræðum EFTA og EB um evrópskt efnahagssvæði. Samþykkt var að takist það ekki, verði farið í tvíhliða viðræður við EB. Flokks- þingið samþykkti að aðild íslands að EB kæmi ekki til greina. Minnt var á að stjórnarskrá EB, Rómarsáttmál- inn, byggir á sameiginlegri stjóm og rétti allra þegna bandalagsins til sameiginlegrar nýtingar á auðlind- um. íslendingar yrðu því sem aðild- arþjóð að veita öðrum aðgang að fiskimiðum okkar og orkulindum, en flokksþingið taldi að slíkt gæti aldrei komið til greina. Deilur vegna úrslita í prófkjöri flokksins í Reykjavík settu nokkum svip á þingið á laugardeginum. Jónas Hallgrímsson varaþingmaður frá Seyðisfirði hóf umræðuna og sagði að deilurnar í Reykjavík sköðuðu flokkinn. Ásta R. Jóhannesdóttir sagði engar deilur vera meðal fram- sóknarmanna í Reykjavík. Um væri að ræða að einn þátttakandi í próf- kjörinu sætti sig ekki við niðurstöð- ur þess. Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður tók til máls og rakti hvernig staðið var að prófkjörinu. Hann gagnrýndi framgöngu Finns Ingólfssonar og sagði að hann hefði svikið samkomulag sem þeir gerðu. Finnur sagðist ekki kannast við að slíkt samkomulag hefði verið gert. Hann kvaðst harma viðbrögð Guð- mundar. Steingrímur Hermannsson tók einnig til máls og sagði að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem deilur hafa orðið eftir prófkjör í Reykjavík. Hann sagði útilokað að fara að breyta úrslitum prófkjörsins. „Guðmundur á að taka annað sætið og vinna það,“ sagði Steingrímur. Guðmundur svaraði ekki áskorun formanns flokksins, en meðal þingfulltrúa var talsvert rætt um hugsanlegt sér- framboð Guðmundar. Litlar breytingar urðu á forystu flokksins. Steingrímur Hermanns- son var kjörinn formaður flokksins. Hann hlaut 323 atkvæði samtals, eða 95.6% atkvæða. Halldór Ásgrímsson fékk 330 atkvæði í varaformanns- Sigmundur Guðbjamason háskóla- rektor ávarpaði þingið að lokinni kosningu forystu flokksins. í ræðu sinni fjallaði hann um Evrópubanda- lagið og þau rök sem stundum heyr- ast, að hætta sé á að ísland einangr- ist á sviði mennta- og menningar ef landið gangi ekki í Evrópubandalag- ið. Rektor sagðist telja enga hættu á að sú yrði reyndin þó að ísland verði utan Evrópubandalagsins. Hann sagði íslendinga hafa næg tækifæri til rannsóknasamstarfs innan Evr- Tímamynd; Pjetur ópubandalagsins á fjölmörgum svið- um. „Vandamálið á íslandi er ekki að afla þekkingar heldur að fá menn til að hagnýta fáanlega, þekkingu, sem er fyrir hendi, ýmist innan lands eða utan. Áhyggjuefni okkar ætti að vera framtaksleysi í atvinnumálum. Evr- ópubandalagið læknar ekki fram- taksleysi okkar, þeir gætu einfaldlega tekið við hlutverki atvinnurekenda." Nánar verður fjallað um flokksþing- ið í Tímanum síðar í vikunni. -EÓ Fulltrúar á flokksþinginu. kjöri, eða 94,3% atkvæða. Guð- mundur Bjamason var kosinn ritari. Hann hlaut 311 atkvæði eða 88.6%. Gjaldkeri var kjörinn Finnur Ingólfs- son. Hann hlaut 226 atkvæði samtals eða 63.5%. Ragnheiður Sveinbjömsdóttir baðst undan endurkjöri sem vararitari. í það embætti var kjörin Valgerður Sverrisdóttir. Hún hlaut 63 atkvæði samtals eða 20.0%. Varagjaldkeri var kosin Sigrún Magnúsdóttir. Hún hlaut 219 atkvæði samtals eða 87.6%. Upp úr samningaviðræðum sjómanna og vinnuveitenda siitnaði í gær: Hefst verkfall sjómanna í dag? Samningar í deilu Farmanna- og fiskimannasambands íslands og viðsemjenda þeirra náðust ekki í gær eins og vonast hafði verið eftir. Flest bendir því til að verkfall skelli Brotist inn í sláturhús: Byssum stolið Brotist var inn í stórgripaslát- urhús Kaupfélags Borgfirðinga í Brákarey um helgina og þaðan stolið tveimur byssum og skot- færum. Tálið er að innbrotið hafi verið framið aðfaranótt mánudags. Önnur byssan er fjárbyssa og hin svokölluð rot- byssa. Málið hefur ekki verið upplýst og em allir þeir, sem upplýsingar hafa um málið, beðnir um aö hafa samband við lögregluna í Borgarnesi þar sem byssurnar tvær geta verið stór- hættulegar þeim sem ekki kunna með þær að fara. —SE á í dag. Nýr samningafundur verður boðaður í dag ef annar hvor deilu- aðila óskar eftir því eða ef sátta- semjari telur að fundur leiði til ein- hvers. „Það skelltist allt í lás þar sem báð- ir forystumenn deiluaðila héldu að væri búið að ná saman," sagði Guð- laugur Þorvaldsson sáttasemjari eft- ir fundinn í gær. Forystumenn atvinnurekenda sögðu, eftir að slitnaði upp úr samn- ingum í gær, að sjómenn hefðu sett fram nýjar kröfur á síðustu stundu og því hefðu samningaviðræður siglt í strand. Guðjón Kristjánsson Mikill kippur virðist vera kominn í veiði á djúpsprengjum og tundur- skeytum. Fyrir helgi fékk togarinn Bliki sprengju í vörpuna og í fyrrinótt fékk togskipið Hálfdán úr Búð ÍS 19, í hluta úr tundurskeyti. formaður Farmanna- og fiski- mannasambands íslands sagði það ekki koma sér á óvart að atvinnurek- endur notuðu þennan gamla frasa um orsök samningslita. Hann sagð- ist ekki vilja deila við þá um af hverju svona fór. Hann sagði að sjó- menn hefðu einfaldlega ekki sætt sig við þær tölur sem viðsemjendur þeirra lögðu á borð þeirra. Þrátt fyrir árangurslausan fund í gær var Guðjón ekki úrkula vonar um að samningar næðust fljótlega. Hann sagði að samningamenn myndu halda áfram að þreifa fyrir sér. -EÓ Hálfdán í Búð var á veiðum á Halam- iðum í fyrrinótt þegar skeytið fannst. Hann stefndi strax til hafnar á ísafirði og komu sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar á staðinn og gerðu skeytið óvirkt seinni partinn í gær. MIKILL KIPPUR í SPRENGJUVEIÐUM TVúnaðarmenn KGB á íslandi? „Þetta kemur mjög á óvart og kanna viðhorf okkar til þeirra. ég trúi því ekki að menn setji sig Þetta hafa starfsmenn sendiráða í slík sambönd við eriend stór- gert hér á iandi, svipað þvf sem veldi án þess að gæta hagsmuna okkar sendiráðsstarfsmenn sinnar þjóðar númer eitt“, sagði hljóta að gera erlcndis. En að Jóhann Einvarðsson formaður menn þiggi gjafir fyrir og séu utanríkisnefndar Alþingis í sam- komnir í annarlegt trúnaðarsam- tali við Tímann, þegar frétt Morg- band, því trúi ég ekki og set því unblaðsins um trúnaðarmenn fyrirvara fyrir þessa frétt í Morg- KGB hér á landi var borin undir unblaðinu“, sagði Jóhann. hann. Þorsteinn Ingólfsson ráðuneyt- Frétt Moggans byggir á viðtali isstjórí í utanríldsráðuneytinu við íyrrum foringja í sovésku sagðl f samtali við Tfmann, að leyniþjónustunni KGB, sem ráðuneytið hafi haft samband við heldur því fram, að útsendurum dómsmálaráðuneytið um hvort, þcirra hafi tckist á árunum 1981- og þá hvemig ástæöa væri til að '82, að koma á trúnaðarsambandi íjalla frekar um þetta mál. „Þelm við þrjá sfjómmálamenn úr Sjálf- samræðum er ekki loldð. Þetta stæöisflokki, Framsóknarflokki eru óljósar upplýsingar og ég skal og Alþýðubandalagi. „Ég trúi ekld segja hvað úr verður, en efn- þessu varla og þekki engin dæmi islega er þetta mál sem heyrir um það sjálfur", sagði Jóhann undir dómsmálaráðuneytið ef um Einvarsson. Hann sagði ekki einhvera slfkan grun er aö ástæðu til að kalla saman neinn ræða.“ Þorsteinn sagöi að sam- skyndifund í utanríkismálanefnd sldpti sendiráðsmanna við fs- Alþlngis tll að ræða um fréttina. lenska sfjómmálamenn, embætt- Fundur f nefndinni hefur verið ismenn og menn f atvinnulífi boðaður á fóstudag n.k. og þá vera út af fyrir sig ekld óeðlileg, mun málið tekið tí! umfjöllunar. en greiðslur fyrir upplýsingar em „Nú veit ég það, að eriend rild mjög athugaverðar, ef um slíkt hafa nokkuð samband við okkur værí að ræða. Þær upplýsingar, þingmenn, ekki síst utanríkis- sem fram hafa komið, em hins nefndarmenn og margir sendi- vegar svo óljósar að mati Þor- herrar búsettir eriendis vilja steins, að ekld er hægt að leggja kynna málcfni sinnar þjóðar og dóm á þær að svo stöddu. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.