Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 3
Þriðjudagur-20/ nóVember 1990 Tíminn.S' Verðkönnun Verðlagsstofnunar sýnir hjaðnandi verðbólgu: Fjarðarkaup lægst, Langholtskjör hæst Niðurstöður verðkannana sem Verðalagsstofnun hefur gert í mat- vöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í lok apríl, júií og nú síðast í lok október leiða í ljós hjaðnandi verðbólgu. Þá sýnir sig að meðal- verð hefur lækkað um 1% frá því sem var í júlímánuði. Sé hins veg- ar litið til tímabilsins apríl-október hefur verðlag matvöru hækkað um 2,1%. f síðustu verðkönnun í október voru alls skráðar 1885 verðupplýsingar. Borið var saman verð á 50 algengum vörutegundum í 49 verslunum. Rúmur helmingur þeirra sýndi óbreytt eða lægra verð en var í aprfl- könnuninni. Meðalverð í fimm verslunum lækkaði á sama tímabili og mest í Fjarðarkaupum, 3,3%. Þar var ekki um neinar hækkanir að ræða. Vörur ýmist stóðu í stað eða lækkuðu í verði. í öðrum verslunum hækkaði verðlag um 0,1-4,7% Þegar athuguð er meðalverðbreyt- ing í öllum verslununum kemur í Ijós að á tímabilinu júlí-október lækkaði meðalverð á þeim vörum sem kannaðar voru um rúmt 1%. Á tímabilinu apríl-október hækkaði það hins vegar um 2,1%. Jafhframt hækkaði framfærsluvísitala, sem mælir breytingar á mun fleiri vör- um en könnunin náði til — auk þjónustu — um 2,6%. Meðalverð reyndist lægst íverslun- um Bónus í Reykjavík. Þar fékkst hins vegar aðeins rúmur helmingur af könnuðum vörutegundum. Af stórmörkuðum var meðalverð í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði lægst eða 83,5 miðað við meðalverð 100. 46 af vörutegundunum 50, sem könnunin náði til, fengust í Fjarðar- kaupum. Hæsta meðalverð reyndist í Lang- holtskjöri 110,1, Júllabúð 109,2 og Versluninni Austurstræti 17108,6. Ráðstefna um fráveitur og sorp: Sérstakt sorphirðugjald lagt á íbúa og fyrirtæki? Sorp- og endurvínnslunefnd um- hverfisráouneytisins leggur til að rekstur sorphirðu verði greiddur með sérstöku sorphirðugjaldi sem lagt er á íbúa og fyriríæki. Einnig leggur nefndin til að sveitarfélög komi sér upp safnstöðum, td. gáma- svæðum, og sjái um rekstur þeirra. í niðurstöðuriti nefndarinnar segir m.a.: „Móttöku- og förgunarstöðvar byggðasamlaganna verði rekin fyrir sérstakt móttökugjald sem er inn- heimt af íbúum og fyrirtækjum. Gjaldið er fyrir neysluúrgang og framleiðsluúrgang. Fyrir sérúrgang er greitt úr sérstökum sjóði. Fjárfest- ing í móttöku- og förgunarstöð er greidd með framlagi aðila byggða- samlags og lánum. Veittar verði kringum hundrað milljónir króna af Alþingi á ári næstu fimm árin til að- stoðar byggðarsamlögum." Þessar tillögur nefndarinnar komu fram á ráðstefnu um fráveitur og sorp sem var sett í gær að Borgartúni 6. Það eru Samband íslenskra sveitarfé- laga, Hollustuvemd ríkisins og Lagnafélag íslands í samstarfi við Samtök tæknimanna sveitarfélaga og umhverfisráðuneytið sem standa að ráðstefnunni. Ráðstefnan um fráveltur og «orp var vel sðtt elns og viö sjáum á þess- arimynd. Sorp- og endurvinnslunefndin var skipuð í byrjun maí á þessu ári og er ætlað að skila tillögum og greinar- gerð sem geti orðið grundvöllur til laga um sorphirðu- og endurvinnslu- mál. Niðurstöður nefndarinnar sem birtust á ráðstemunni í gær eru fyrstu hugmyndir hennar að tillögum. Nefndin leggur megináherslu á, í til- lögum sínum, að sérúrgangur bland- ist ekki neyslu- og framleiðsluúr- gangi og að samin verði sérstök Norræna dvraverndunarráöiö: Gerið ekki hvali að sirkusdýrum Á ársfundi Norræna dýraverndunarráðsins, sem haldinn var í Finnlandi í byrjun september, var samþykkt ályktun varðandi háhyrninga og aðra smáhvali. Ályktun þessi hef- ur verið send Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra, Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra og Júlíusi Sól- nes umhverfisráðherra. í ályktuninni lýsir félagið van- þóknun sinni á veiðum íslend- inga á lifandi háhyrningum, geymslu þeirra í lítilli laug í Hafnarfirði í lengri eða skemmri tíma og væntanlegum útflutn- ingi. í henni segir að lífslíkur há- hyrninga séu um 80 ár i eðlilegu umhverfi. í sædýrasöfnum lifa þeir sjaldnast Iengur en 10 ár. Því er ekki haldið fram að há- hyrningastofninn sé í hættu vegna þessara veiða heldur sé það vegna dýraverndunarsjónar- miða sem þessum veiðum sé mótmælt. Það sé siðleysi að stuðla að því að villt dýr séu veidd í þeim tilgangi að gera úr þeim sirkustrúða. Þess vegna hvetur Norræna dýraverndunar- ráðið rfkisstjórn íslands til að stöðva veiðar og útflutning á lif- andi háhyrningum og stuðla þess í stað að hvalaskoðun undan ströndum íslands þar sem næg tækifæri bjóðast. —SE reglugerð um það hvernig með- höndla og farga skuli geislavirkum efnum og sýklaúrgangi. Nefndin vill að endurvinnsla verði rekin frá hreinu viðskiptalegu sjónar- miði, hvort sem það er rekstur einka- aðila eða hins opinbera. í því sam- bandi leggur nefndin til að sveitarfé- lögin gætu skyldað einstaklinga og fyrirtæki til að skila úrgangi flokkuð- um. khg. Síöar en ekki síöur Leiðinleg prentvilla var í opnugrein um ffkniefnavandamál unglinga sl. föstudag. Aftarlega í greininni stóð í miðri setningu orðið „síður" en eins og glöggir lesendur tóku eftir þá átti að standa þar „síðar". Setningin átti að vera þannig: „Áfengisnotkun og önnur vímuefnanotkun er til muna algengari á heimilum þeirra ung- linga sem síðar eiga við vímuefna- vandamál að stríða en þeirra er ekki lenda í slíkum vandræðum." —SE Smáloðna norður af Vestfjörðum Ákveðið var sl. laugardag að loka svæði norður af Vestfjörðum vegna mikillar smáloðnu sem er þar. Svæðið er norður af Kögurgrunni og Stranda- grunni á milli 67 og 67,30 gráðu norð- lægrar breiddar og 22 og 24 gráðu vestlægrar lengdar. Svæðið verður líkt og venjulega lokað í viku til að byrja með. Ekki hafa fleiri lokanir verið ráð- gerðar en rannsóknarskipið Bjami Sæmundsson er við rannsóknir á þessu svæði. —SE verðtækkun AIAMRA- MMMIMMM MANAÐA- ••••p••••• Nú gefst þér tækifæri til að spara, svo um munar, í matar- innkaupum til heimilisins. Um er að ræða takmarkað magn af fyrsta flokks lambakjöti úr A-flokki frá haustinu '89. Notaðu tækifærið -áður en það verður um seinan SAMSTARFSHÓPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.