Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 20. nóvember 1990 ÚTLÖND Ráðstefna um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) í París: Kalda stríðinu formlega lokið Nú fer fram í París ráðstefna um öryggi og samvinnu í Evrópu, en hana sækja leiðtogar og ráðamenn 34 ríkja. Á RÖSE í gærmorgun var undirrítað samkomulag milli 22 aðildarríkja Atiantshafsbanda- lagsins og Varsjárbandalagsins sem formlega lýkur kalda stríðinu. Samkomuiagið „CFE“ kveður á um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu, utan kjamorkuvopna, um tugir þúsunda og snýr þar með við mesta vígbúnaðarkapphlaupi sem um getur. Að auki var undir- rítuð yfirlýsing um að bandalögin tvö skuii ekki ógna hvort öðru. Undirritun CFE samkomulagsins, sem fór fram við athöfn í bústað Frakklandsforseta, Elysee höll í Par- ís, er aðalviðburður RÖSE ráðstefn- unnar, en hún hófst í gær og stend- ur yfir í 3 daga. Francis Mitterand Frakklandsforseti undirritaði samn- inginn fyrstur og sagði af því tilefni að þessi dagur yrði tvímælalaust rit- aður á spjöld sögunnar og að „þetta samkomulag sé mikil sönnun þess að þau lönd sem lengi hafa ógnað og hótað hvert öðru, séu nú ákveðin í að byggja samskipti sín á samvinnu og öryggi". Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra undirrituðu samninginn fyrir hönd íslands. CFE samkomulagið er fyrsti samn- ingurinn um fækkun hefðbundinna vopna síðan síðari heimstyrjöldinni lauk og nær yfir hervæddasta land- svæði heimsins, eða frá Atlantshaf- inu til Uralfjalla og frá íshafinu til Miðjarðarhafsins. Hvort bandalag um sig skuldbindur sig til að fram- fylgja ákvæðum hans fyrir 1994. CFE samkomulagið takmarkar bandalögin tvö til þess að minnka vopnamagn sitt niður í 20.000 skriðdreka, 30.000 herbfla, 20.000 stórskotaliðstæki, 6.800 herflugvél- ar og 2.000 herþyrlur hvort í Evr- ópu. Varsjárbandalagið hefur átt mun meira af þessum vopnum en Atlantshafsbandalagið, en sam- kvæmt samningum eiga nú bæði bandalögin að standa jafnt að vígi. í samningnum eru ítarleg ákvæði til að hindra svik, í þeim eru m.a. ákvæði um eftirlit með hergögnum sem mun jafnvel fara fram með mjög stuttum fyrirvara. í samningn- um eru þó engin ákvæði um fækkun hermanna á þessu svæði, en það málefni mun verða tekið fyrir á áframhaldandi ráðstefnu aðildar- ríkjanna í Vín innan viku. CFE samkomulagið var undirritað af 16 aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins og 6 aðildarríkjum Varsjárbandalagsins. Að sögn Manfr- ed Woerner, aðalritara Atlantshafs- bandalagsins, þá mun þetta sam- komulag ekki koma í stað þess, því Atlantshafsbandalagið hefur staðið fyrir sameiginlegum málum aðild- arríkja þess í 40 ár. En þetta kom fram í viðtali við Woerner í franska blaðinu Le Figaro. Eftir undirritunina afhenti Mitter- and Frakklandsforseti Hans Van Den Broek, utanríkisráðherra Hollands, 160 síðna skjalið og sagði um leið að „samningur þessi er nú í góðum höndum", en það er hlutverk Hol- lands að varðveita hann. Á RÖSE ráðstefnunni eru, eins og fyrr sagði, viðstaddir leiðtogar og ráðamenn 34 ríkja þar á meðal eru George Bush Bandaríkjaforseti og Michael Gorbatsjev leiðtogi Sovét- ríkjanna ásamt fulltrúum allra sjálf- stæðra ríkja í Evrópu utan Albaníu, auk Kanada og Bandaríkjanna. Eftir athöfnina í Elysee höll héldu menn til ráðstefnuhallarinnar þar sem Parísarfundur ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu var settur. í hléi milli funda ráðstefnunnar sást Bush Bandaríkjaforseti í við- ræðum við yfirmann í Bandaríkja- her, en sá hélt á svartri leðurtösku sem var hlekkjuð við úlnlið hans. Taskan, sem er þekkt undir nafninu „fótboltinn", inniheldur fjarsam- bandstæki og dulmálslykil sem gera forsetanum kleift að fyrirskipa kjarnorkuárás innan sekúndna. Hermaður þessi fylgir Bush hvert sem hann ferðast og þar á meðal alla fundi hans í París. —GEÓ, Reuter Leiðtogabaráttan í Bretlandi: Thatcher og Hesel- tine skattyrðast Baráttan um forsætisráðherraembætti Bretlands var í fullum gangi í gærkvöldi, kvöldið fyrir kosningar um leiðtogaembætti íhalds- flokksins. Margaret Thatcher og Michael Heseltine voru óspör á að láta í ljós skoðanir sínar hvort á öðru. Margaret Thatcher, sem nú er á evr- ópsku öryggisráðstefnunni í París, svaraði bíaðamönnum sem spurðu hvort hún teldi sig hljóta meirihluta fkosningunum: „Ég er alveg sannfærð um að við verðum í Downing stræti 10 í lok þessarar viku og mun lengur en það.“ Áður hafði hún ráðist harkalega á Heseltine í orðum. Hún sagði fyrrum varnarmálaráðherra sinn rekinn áfram af persónulegum metnaði. Hann myndi örugglega hækka skatta og spilla fyrir frjálsu framtaki. Hann minnti helst á frambjóðanda fyrir Verkamannaflokkinn, sagði hún. Stuðningsmenn Heseltine sögðu að hún virtist nánast móðursjúk. En Heseltine hafði líka ýmislegt til mál- anna að leggja. Hann sagði að eftir 11 ára veru hennar í forsæti væri þjóðin orðin dauðleið á einræðishyggju hennar. Hann sagði ennfremur að hún hefði eitt sinn falsað skýrslu til stjórnar sinnar varðandi fund sem aldrei hefði verið haldinn. Heseltine, sem sagði sig úr ríkis- stjórn í fússi árið 1986 eftir rifrildi við Thatcher, sagðist öruggur um stuðning vel yfir 100 þeirra 372 þing- manna sem ganga til kjörs um for- manninn. Reglumar varðandi formannskjör innan íhaldsflokksins að meirihluta upp á 15% — eða 214 ef enginn þing- manna er fjarverandi — þurfi til að sigur vinnist í fyrstu umferð kosn- inganna í dag. Seinni umferð, ef þörf krefur, verður haldin 27. nóvember. Einn stuðningsmanna Heseltines, David Howell, fyrrverandi ráðherra, sagði: „Ég held að það sé mjög út- breidd skoðun að breytinga sé þörf og ég held að syo sé einnig meðal þing- manna." En Douglas Hurd utanríkisráðherra spáir Thatcher sigri í formannskjör- inu. Dagblaðið Daily Mail, sem er dyggur stuðningsaðili Thatchers, sagði að ef hún verði felld í kosningunni jafnað- ist það á við pólitískt móðurmorð. Skoðanakannanir, sem gerðar voru um helgina, spáðu Heseltine mun betra gengi en Thatcher í komandi alþingiskosningum sem verða um mitt árið 1992. Efnahagsstjómin hefur alltaf verið sterkasta hlið Thatchers en nú er svo komið að Bretar búa við 11% verð- bólgu. Vextir hafa verið hækkaðar til að berjast gegn verðbólgunni sem hefur aftur orðið til þess að þrengt Skoðanakannanir sýna að breskur almenningur styður ekki lengur Margaret Thatcher. hefur að atvinnuvegunum og veðlán kjósenda hækka. Tölur sem stjórnin -''birti í gær sýna að þjóðarframleiðsl- an hefur dregist saman um 1% pró- sent júní- september miðað við næstu þrjá mánuði á undan og er það mesti samdráttur sem orðið hefur í 10 ár. Þar af leiðandi geta skoðanakannan- irnar haft áhrif á þingmenn sem ótt- ast um sæti sín. Ásakanir hennar í garð Heseltine um að skoðanir hans séu fengnar að láni frá Verkamannaflokknum eru taldar eiga rætur sínar að rekja til frumvarps sem hann lagði fram um breytingu á nefskattinum illræmda sem nota átti til að borga opinbera þjónustu, allt frá skólum til sorphirð- ingar og átti að deilast jafrit á alla, ríka sem fátæka. Skattur þessi hefur leitt til mikilla andmæla og uppþota og er talin hafa kostað íhaldsflokkinn mörg atkvæði. En Thatcher segir Heseltine hafa í hyggju að hækka tekjuskatt. Tilboö I Tílboð Saddams Hussein um að láta lausa alla gísla mill) jóla og marsioka varð til þess að ob'uverð lækkaði verulega í Evrópu í gær. Verð fyrir olíu sem verður af- greidd á heimsmarkaði í janúar lækkaði um átta sent á alþjóðaol- íumarkaðinum í London. „Þetta er klókt útspil hjá Sadd- am tíl að slá hernaðaraðgerðum á frest," sagðí Lawrence Eagles, sérfræðingur hjá GNI Commod- ities í London. Olíumarkaðir: íraski leiðtoginn setti fram þetta tUboð um helgina með því skilyrði að friður héldist þennan tíma. Lækkunin núna kemur í kjölfar lækkunar sem hefur verið hæg og sígandi undanfama viku og er verðið nu fjórum dollurum lægra en fyrir víku. Tölur yfir birgðir og neyslu í Bandaríkjunum ásamt tiltölulega mUdu veðri á helstu eftirspum- arsvæðum og minnkandi ótta við yfirvofandi styrjöld hefur komið á jafnvægi í eftirspum. Fréttir herma að Saudi-Arabar geti haldið áfram að framleiða 8,5 milljón tunnur á dag út des- ember. Framleiðsla í október var 7,8 milljónir tunna. Saudi-Arabar hafa nú aukið framleiðslu sína um þijár millj- ónir tunna á dag frá því írakar réðust inn í Kúvæt 2. ágúst sl. og spannar sú aukning 75% af þeirri olíu sem tapast vegna við- skiptabanns Sameinuðu þjóð- anna á írak og Kúvæt SÖgusagnir em uppi um að Lí- býa aðstoði íraka við að losna við olíu sína með því að markaðs- setja hana sem sína eigin. Líkur em taldar á að Líbýumenn hafi sett 2,5 milljónir tunna á mark- að á þennan hátt á verði sem er einn til tveir dollarar fyrir neðan markaðsverð. Þessar upplýsing- ar hafa þó ekki fengist staðfest- ar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.