Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 5
Tíminn 5' /w». • r e. Þriðjudagur 20. nóvember 1990 Steingrímur Hermannsson um undirritun afvopnunarsamnings Evrópu: Tímamótasamningur Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði það vera sögu- lega stund að vopnlaus þjóð eins og við íslendingar skrifuðum und- ir tímamótasamning um fækkun vopna, þegar Tíminn ræddi við hann í gær í tilefni undirritunar afvopnunarsamningsins í París í gærmorgun. Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra undirrituðu báðir afvopnun- arsamninginn um fækkun hefð- bundinna vopna í Evrópu fyrir ís- lands hönd. Steingrímur ritaði jafn- framt, ásamt leiðtogum hinna 22 rfkja Atlantshafs- og Varsjárbanda- lagsins, undir yfirlýsingu þar sem því er heitið að þessi lönd leysi ekki sín deilummál með vopnum. í því sambandi sagði Steingrímur að þó að við séum fámenn þjóð án vopna höfum við „þarna staðfestingu frá 21 öðru ríki á að þeir munu ekki beita okkur vopnavaldi". Um herstöðina í Keflavík taldi Steingrímur það „eðlilegt, að við ís- lendingar spyrjum hvort hlutverk varnarstöðvarinnar í Keflavík hljóti ekki að breytast. Ég held að hún hljóti fyrst og fremst að vera rekin til þess að skapa traust á þá samn- inga, sem hafa verið gerðir, en er þó einnig háð því að samningar takist um afvopnun á höfunum". Þegar Steingrímur var inntur eftir því hver framtíð Atlantshafs- og Var- sjárbandalagsins yrðu sagði hann að löndin innan Varsjárbandalagsins hefðu sundrast það mikið að raddir heyrðust um að það væri úr sög- unni. Steingrímur telur að framtíð Atlantshafsbandalagsins hljóti nú að gjörbreytast, en það „muni taka þó nokkurn tíma. Það er gert ráð fyrir því í samkomulaginu að komið verði á fót stofnunum til að fylgjast með og gæta að því að farið sé að, eins og um er samið, og ég held að það fari mjög eftir því hvernig þær stofnanir þróast hver framtíð Atlantshafs- bandalagsins verður.“ En þessar stofnanir verða í Prag, Berlín og Var- sjá og þeirra hlutverk er m.a. að kljást við deilumál þau, sem upp kunna að koma á milli ríkjanna. Steingrímur sagði jafnframt að á RÖSE fundunum í gær hefði kveðið við nokkuð mismunandi tóna: Gor- batsjov Sovétleiðtogi talaði t.d. um áframhaldandi afvopnun og tjáði vilja sinn til að semja einnig um af- vopnun á höfunum, en þessi samn- ingur hljóðar upp á afvopnun á landi en ekki á hafi úti. En Margaret Thatcher forsætisráðherra Bret- lands hins vegar, lagði áherslu á að það þyrfti að hafa kjarnorkuvopn og bandalög til að tryggja friðinn. Þessi tvö sjónarmið voru afar ríkjandi að sögn Steingríms. Hins vegar kom líka fram það sjónarmið að leggja þyrfti áherslu á efnahagssamvinnu við Austur-Evrópulöndin og mikil- vægi þess að styðja þau efnahagslega til að þau geti tekið virkan þátt í samvinnu landanna. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði í gær um þýðingu þessa samnings fyrir okkur íslend- inga að hann hefði „þann snerti- punkt, að það er flugvélakostur í eft- irlitsstöðinni á Keflavíkurflugvelli, sem er flokkaður undir flota, þannig að við þurfum að gera grein fyrir til- vist þessara flugvéla. Annað er það, að við erum skyldug til þess að veita viðtöku fulltrúum þess erlends ríkis, þ.e.a.s. úr fyrrum Varsjárbandalagi fyrst og fremst, sem óskar eftir því að fá að skoða. Jón Baldvin benti jafnframt á að þetta væri samningur um eyðilegg- ingu á hefðbundnum vopnum á landi, en nær ekki yfir höfin. „Þetta er risavaxinn vopnaskurður, meiri eyðilegging á vopnum en nokkurn tímann hefur gerst í nokkurri styrj- öld frá upphafi. Engu að síður er þetta aðeins fyrsti áfanginn, því inn- an viku héðan í frá halda þessir samningar áfram, CFE 2 eins og það Steingrímur Hermannson. er kallað. En af því, er varðar höfin, er það svo, að til þess að fá fram samninga eða samkomulag um af- vopnun á höfunum, þarf að takast samkomulag, eða breyting á umboði svokölluðu, hinna 22 eða 34 ríkja og það tekur lengri tíma en að það verði gert svona á einu síðdegi." Jón Baldvin minntist jafnframt á það, að í þessum samningi fælist að Sovétmenn dragi til baka herlið sitt úr öllum löndum Austur-Evrópu á umsömdum tíma. Pólland er þó undanskilið þar því Sovétmenn Jón Baldvin Hannibalsson. vildu ekki ganga frá þeim samning- um fyrr en sameining Þýskalands væri frágengin og þeir hefðu trygg- ingar um öryggi sinna landamæra, en það mun líklega skýrast á næsta ári. Jón Baldvin sagði einnig að Var- sjárbandalagið væri nánast úr sög- unni sem slíkt og að „fulltrúar hinna ýmsu aðildarríkja Austur- Evrópu tala hér fullum fetum um það Varsjárbandalagið sé úr sög- unni.“ -GEÓ Fjármálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi stjórnarfrumvarp um starfsmannamál: Þrjú þúsund fleiri ríkis- starfsmenn um áramót Á myndinni eru firá vinstri: Haukur Tómasson hjá Orkustofnun, Jakob Bjömsson orkumálastjórí, Siguijón Rist höfundur bókarínnar Vatns er þörf, Einar Laxness hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs, Oddur Sigurðsson hjá Orkustofríun og Svanur Pálsson hjá Orkustofríun. Tímamynd: Pjetur Bók um vatnamælingar og vatnafar íslands: Vatns er þörf Reiknað er með að um 3000 manns í heilbrigðisþjónustu skipti um vinnuveitanda og gerist ríkisstarfs- menn ef stjómarfrumvarp, sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi, nær fram að ganga. í frum- varpinu er ennfremur gert ráð fyrir því að ráðningarsamningar verði staðfestir af stjómendum stofnana og framkvæmd kjarasamninga verði á heimavelli. Frumvarp fjármálaráðherra, sem fjallar um starfsmannamál, tengist breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. í því er gert ráð fyrir að stjórnendur þeirra stofnana, sem um næstu áramót flytjast frá sveit- arfélögum til ríkisins, munu áfram annast ráðningar og launavinnslu starfsmanna sinna í héraði. „Um leið er rudd sú braut að aðrar einstakar ríkisstofnanir geti annast fram- kvæmd kjarasamninga fyrir hönd fjármálaráðuneytisins", segir í fréttatilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu. Mun þessi málsmeðferð ráðuneyt- isins vera í samhengi við þá stefnu ríkisstjórnar að færa umsjón og ábyrgð í fjármálum og rekstri til stjórnenda einstakra ríkisstofnana. Samkvæmt þessum breytingum munu um 3000 starfsmenn í heil- brigðisþjónustu skipta um atvinnu- rekanda um áramótin og gerast rík- isstarfsmenn. Þó gerir frumvarpið ráð fyrir því að hinir nýju starfs- menn ríkisins eigi kost á að vera áfram félagar í sínu gamla stéttarfé- lagi, og sérstakar deildir ríkisstarfs- manna verða í starfsmannafélögum sveitarfélaganna. „Hér er því um að ræða mikilsvert spor í átt til vald- dreifingar í launa- og starfsmanna- málum ríkisins. Af því leiðir jafn- framt að störf við launavinnslu flytj- ast í auknum mæli til stofnana ríkis- ins um allt land, sem styrkir þjónustu á landsbyggðinni", segir ennfremur í fréttatilkynningunni. -hs. Út er komin hjá Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs bókin Vatns er þörf eftir Sigurjón Rist vatnamælingamann. í formála bókarinnar þakkar Jakob Björnsson orkumálastjóri höfundi og samstarfsmönnum hans við Vatnamælingar Orkustofnunar fyrr og síðar fyrir ómetanlegt framtak undanfama áratugi til þekkingar á vatnsorku landsins og vatnafari þess. Á bókarkápu segir, að í bókinni sé rakin þróunarsaga vatnamælinga og varpað ljósi á vatnafar íslands. Bókin skiptist í fjóra aðalkafla sem heita Vatnamælingar á íslandi, Eðlisþætt- ir vatna, Ár og vötn í einstökum landshlutum og Þjóðin og vatns- nytjar. Bókin hefur ennfremur að geyma formála, eftirmála, viðauka og skrár. Hún er 248 bls. og í stóru broti og prýðir hana fjöldi mynda, uppdrátta og teikninga. —SE Þrjú jafntefli og biðskák Ölympíuskákmótsins verður tefld í dag. -SE GAS0UA HÆKKAR UM 17,1% Þriðja umferð á Ölympíuskákmót- inu í Novi Sad í Júgóslavíu var tefld í gær og tefldu íslendingar á móti Frökkum. Úrslitin voru þau, þegar ein skák hafði farið í bið, að hvort liðið hafði hlotið 1 1/2 vinning. í fyrstu umferð tefldu íslendingar við Indverja og töpuðu óvænt, fengu einn og hálfan vinning á móti tveimur og hálfum. í þeirri umferð tapaði Helgi Ólafsson, Jón L. Árna- son gerði jafntefli, Jóhann Hjartar- son vann og Margeir Pétursson tap- aði. 1 annarri umferðinni hvfldi Marg- eir og Héðinn Steingrímsson kom inn í Iiðið. íslendingar kepptu þá við Úrúgvæ og sigruðu á öllum borð- um, 4-0. Eftir fyrstu umferðina voru íslend- ingar í 61. sæti en komust upp í 31. sæti eftir árangurinn í annarri um- ferð. í gær gerðu þeir Helgi, Margeir og Jóhann jafntefli, en skák Jóns L. fór í bið. Staða Jóns var hins vegar ekki góð og útlit fyrir að hann myndi tapa henni. Fjórða umferð Verðlagsráð samþykkti í gær beiðni olíufélaganna um hækkun á útsölu- verði gasolíu um 17,1%. Ástæða fyrir þessir beiðni er hækkun á inn- kaupsverði olíu. Síðast hækkaði verð á gasolíu hinn 1. október s.l. um 40% og er þessa öra hækkun fyrst og fremst vegna ástandsins við Persaflóa. í gær kost- aði lítrinn af gasolíu 21 krónu, en í dag kemur hann til með að kosta tæpar 25 krónur. Þó þessi hækkun hafi verið samþykkt í Verðlagsráði þá er ekki talin þörf á að hækka aðr- ar tegundir eldsneytis. -hs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.