Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 20. nóvember 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Gunnar Dal: UPPRUNI MANNSINS Við lifiim að vísu í heimi hinna stöðugu breytinga. Samt er það helsti lærdómur allrar sögu þegar litið er til skamms tíma, að lítið breytist í raun og veru og afar seint. Sagnfræði er að skilja samhengi. Sagnfræði er ekki uppákoma, ekki framvinda ótengdra atburða, sem spretta fram á sviði sögunnar nýir og óvæntir. Göngulag þróunarinn- ar er fhaldsgöngulag, hvort sem framgjörnum mönnum lfkar það betur eða verr. Það sama endurtek- ur sig með ótrúlega litlum breyt- ingum, ótrúlega lengi. Það, sem þykist of merkilegt til að nota þetta gamla fhaldsgöngulag, dettur ein- faldlega út úr þróuninni. Sagt er, að menn sjái vel þegar þeir horfa aftur, illa þegar þeir horfa fram. Marga hluti má þó sjá fyrir, og aðrir eru svo sjálfsagðir, eins og árstíðirnar, aldursskeið mannsins og gangur sólar, að menn halda að þeir geti aldrei breyst. En auðvitað er fram- vindan ekki eins og plata, sem sett er á fón og leikin aftur og aftur, hvað sem Nietzsche segir. Og fram- vindan er ekki heldur eins og spil, sem stokkuð eru upp og gefin á ný. Algerlega nýir hlutir ganga raun- verulega fram á sviðið. En sé hið nýja komið til að vera, er það ævin- lega afsprengi fhaldssamrar þróun- ar. Undanfarinn er langvarandi prófanir og endurtekningar. Þetta er allsherjarlögmál og gildir jafnt í náttúrlegri þróun og í framvindu menningarinnar. Á bak við hið nýja stendur allt hið gamla. Og allt hið gamla, allt sem áður var komið, endurfæðist með vissum hætti í hinu nýja. Hið nýja þarf langan tíma til að skapast vegna þess að FYRSTA GREIN það þarf að samstillast öllu öðru. Það þarf að samræmast öllu öðru samræmi. Annars stenst það ekki. Eitt sinn var okkur sagt, að saga mannsins hefði aðallega gerst við Miðjarðarhafið. Okkur var sagt, að saga og menning væri arfleifð frá Grikkjum og Rómverjum. Menn þóttust þekkja sögu sína. Alveg fram á 19. öld höfðu lærðir menn það fyrir satt, að heimurinn hefði verið skapaður árið 4004 f.Kr. Hin óskráða saga var þess vegna ekki mjög löng. Orðið forsöguleg tíð varð raunar ekki til í Evrópu fyrr en um miðja 19. öld. Það er erfitt verk að þekkja rætur mannsins, sögu hans og þróun menningarinnar. Þessar rætur eru raunverulegar, en hugmyndir okk- ar um þær óljósar og stundum sjálfsagt hreinn skáldskapur. Heim- ildir okkar eru allt of fáar og ein- hæfar. Næstum öll saga mannsins er forsöguleg tíð. Það er ekki til rit- uð heimild í Evrópu fyrir 2200 f.Kr. í Mesópótamíu er engin rituð heimild eldri en frá 3100 f.Kr. Og elsta heimild í Egyptalandi er talin rituð um 2900 f.Kr. Saga mannsins er margfalt lengri en þessi skráðu brot, sem segja ekki heldur mikið um það sem raunverulega gerðist. Heimildir okkar um forsögulega tíð eru uppgröftur fornleifafræðinga, sem bjóða oft upp á sundurleitár skyringar. Við höfum ekki heimildir um Iifandi fólk, aðeins um bein, skartgripi, potta og húsgrunna. Brotum fornleifafræðinganna er raðað saman og mismunandi söfh þessara brota verða í sögunni frá- sagnir af mismunandi menningum. Sú hugmynd, að saga mannsins og menningarinnar byrji, þegar menn fara að búa til áhöíd og tæki vegna sérstakra aðstæðna, kviknar ekki fyrr en á 19. öld. Fornleifafræðin færði mönnum ný sannindi. Maðurinn er miklu eldri en talið var. Og maðurinn hefur alltaf verið í þróun frá fyrstu tíð til þessa dags. Og þróunin fylgir alls staðar sömu braut í grundvallarat- riðum. Þróunin gerist mishratt. En þrátt fyrir mishraða þróun verður menningin til hjá öllum mönnum, ekki aðeins útvöldum „kynþáttum". Að vísu virðist vaxtarbroddur þró- unarinnar oft koma fram sem stað- bundin þróun. Og hún verður til vegna sérstakra aðstæðna. En þegar á heildina er litið hefur framvinda mannsins verið stöðug framvinda, þó að í henni séu margar eyður. Stundum reynast eyðurnar samt fremur hafa verið í þekkingu okkar. Nýtt stökk fram er oft lengi að sækja í sig veðrið, en fyrr eða síðar vex maðurinn út fyrir og upp fyrir takmörk sín. Annað mál er það, að framvinda mannsins er tímabundin eins og allt annað. Maðurinn kem- ur og fer af þessari jörð. Ungmennafélag íslands: Heilbrigt skemmtanahald og félagslíf 27. sambandsráðsfundur Ungmennafélags íslands var haldinn í Nesjaskóla í Hornafírði 2.-3. nóvember síðast liðinn. Sambands- ráðsfundir eru haldnir annað hvert ár og eru æðsta vai UMFÍ milli þinga. Fundurinn var mjög vel sóttur og voru þátttakendur 43. Fjöl- margar tillögur og ályktanir voru samþykktan 27. sambandsráðsfundur UMFÍ, haldinn í Nesjaskóla 2. og 3. nóv- ember 1990, fagnar þeim árangri sem náðst hefur í að útrýma áfengi og tóbaki úr keppnisferðum og hvetur ungmenna- og íþrótta- félög, þjálfara og fararstjóra til að sjá til þess, eins og hingað til, að áfengi og önnur vímuefni séu ekki höfð um hönd, jafnvel þó allri keppni sé lokið • ... hvetur íslendinga til þess að ferð- ast meira innanlands. Einnig hvetur fundurinn aðila í ferðaþjónustu til þess að kynna betur möguleika sem bjóðast í ferðamálum utan háanna- tíma. ... samþykkir að stefnt skuli að því að hvert einstakt ungmennafélag í landinu taki að sér „fósturbarn" úr náttúru landsins. Fósturbarnið verði tekið í umsjá í fyrstu helgi í júní 1991 og standi verkefnið yfir í þrjú ár. Hvert félag velur sér fósturbarn sem getur verið: Fjara sem hreinsuð er reglulega. Vegarkafli sem hreins- að er meðfram. Land til uppgræðslu. Gróðursetning í ákveðið landsvæði. Hefting foks eða annað það sem landinu kemur til góða. ... skorar á ríkisstjórn íslands og Al- þingi að flýta uppbyggingu íþrótta- miðstöðvar íslands á Laugarvatni og veita nauðsynlegu fjármagni þegar á árinu 1991 til uppbyggingar frjáls- íþróttaaðstöðu með varanlegu efni, og sundlaugarbyggingar, auk ann- arrar nauðsynlegrar aðstöðu. Mjög mikilvægt er að aðstaða þessi verði komin í full not árið 1993. Brýn nauðsyn er á að þetta komist til framkvæmda, svo hægt verði að halda 21. Landsmót UMFÍ á Laugar- vatni. Þá er löngu tímabært að end- urbæta aðstöðu íþróttakennaraskóla íslands, miðað við nýjustu kröfur í þeim efnum, svo hún sé boðleg skól- anum og nemendum hans. ... mótmælir því hróplega óréttlæti sem ríkir í innheimtu á Iöggæslu- kostnaði af samkomum, og skorar á dómsmálaráðherra og Alþingi að sjá til þess að allir sitji við sama borð hvað varðar kostnað við löggæslu vegna skemmtanahalds, t.d. dans- leikja, þorrablóta og útihátíða. Óhóf- legur kostnaður vegna löggæslu sem greiða þarf af samkomuhaldi á ýms- um stöðum landsins hefur lamað allt félagslff og samkomuhald, enda get- ur sýslumaður eða fógeti ákveðið fjölda löggæslumanna og viðveru- tíma þeirra. Samkomuhald víðast í þéttbýli er undanþegið þessari kvöð. ... bendir á að með tilkomu virðis- aukaskatts hafa rekstrargjöld ung- mennafélagshreyfingarinnar stór- aukist. Það er því krafa ungmennafé- laganna að framlag hins opinbera til hreyfíngarinnar aukist að sama skapi eða virðisaukaskattur- verði endur- greiddur til félaganna. ... hvetur stjórn UMFÍ til að láta fjól- falda upplýsingar þær sem Þorsteinn Einarsson er að taka saman um uhg- mennafélögin, svo að meðal annars héraðssambóndin geti eignast þær. Sömuleiðis að upplýsingasöfnuh þessari verði haldið áfram. Fundur^ inn hvetur héraðssambönd og félóg til að afla og bæta við upplýsingum um félög á sínu svæði, meðal annars með útgáfu í huga, og koma þeim til UMFÍ. ... hvetur aðildarfélög UMFÍ til að vinna að heilbrigðu skemmtanahaldi og félagsstarfi þar sem áfengi og önnur vímuefni eru ekki höfð um hönd. ... beinir því til stjórnar félagsmála- skóla UMFÍ að hún vinni markvisst að uppbyggilegu félagsstarfí meðal ungs fólks. Markmið þessarar nefnd- ar verði, í fyrsta lagi: Að efla þjóðlegt og menningarlegt skemmtanalíf. Að stuðla að aukinni fræðslu um fé- lagsmál og þjálfa ungt fólk í að koma skoðunum sínúm á framfæri opin- berlega. Að skemmtanir ungmennafélaga verði lausar við vímuefni, þar með talið áfengi. Þetta verði unnið í nánu samstarfi við stjórnir héraðssambanda og stjórn UMFÍ. ... samþykkir að fela stjórn UMFÍ að fá þá teikningu um skipulag Þrasta- skógar í mælikvarða 1:20000, sem fyrir liggur, samþykkta hjá skipu- lagsyfirvöldum (unnin af Vinnu- stofu, Vesturvör 9). Vinna skal áfram samkvæmt þeim tillögum að skipu- lagi Þrastaskógar sem fyrir liggja. Stefnt skal að því að framkvæmdir hefjist á næsta ári, og þá verði lögð áhersla á göngustígagerð, uppsetn- ingu hreinlætisaðstöðu í skóginum og uppbyggingu verslunar- og þjón- ustuaðstöðu við Þrastalund. ... samþykkir að fela stjóm UMFÍ að \ kanna möguleika á stofnun Sumar- 'skóla UMFÍ með aðsetur í Þrasta- skógi. Greinargerð: Þessi skóli, eins og nafnið bendir til, yrði starfræktur 3-4 mánuði á ári í námskeiðsformi, 7-10 daga í senn fyrir aldurshópana 10-15 ára. Megin- áhersla skólastarfsins yrði kynning á UMFÍ, fræðsla, íþróttir, leikir, starf og skemmtun. Vart er sjáanlegt að aðstaða fyrir skólann verði fyrir hendi á næstunni. ... hvetur héraðssambönd og félóg til að senda fréttabréf og önnur rit sín til UMFÍ og annarra sambandsað- ila innan UMFÍ. Einnig minnir fund- urinn á að tilgangurinn með slíkum sendingum sé miðlun hugmynda og frétta og bendir á Skinfaxa sem leið til að koma þeim áleiðis. ... samþykkir að fela stjórn að skipa" nefnd til að kanna möguleika á að samræma og samhæfa tölvubúnað héraðssambanda og ungmennafé- laga, m.a. með tölvusamskipti í huga. ... beinir því til stjórnar UMFÍ að kannaðir verði möguleikar á söfnun t.d. pappírs og úrgangsplasts til end- urvinnslu með fiáröflun fyrir einstök félög í huga. ... fagnar sameiginlegum fundum framkvæmdastjórna UMFÍ og ÍSÍ og hvetur til áframhaldandi aukins samstarfs. ... hvetur héraðssambönd og félög til að safha gömlum ritum, mynd- um, öðrum upplýsingum og mun- um sem tengjast ungmennafélags- hreyfingunni, gera skrá yfir slíka hluti og varðveita þá vel. Sömuleiðis að safna þeim hlutum sem eðlilegt er að geymdir séu á einum stað, það er hjá heildarsamtökunum eða á héraðsskjalasöfnum. ... hvetur til betri endurnotkunar og nýtingar hluta, þannig að aflagðir hlutir geti komist í hendur þeirra sem not hafa af og beinir því til hér- aðssambanda að kanna möguleika á uppsetningu markaða fyrir þessa hluti, sem gætu orðið þeim tekju- lind. ... hvetur til eflingar ungmenna- búða og leikjanámskeiða og hvetur héraðssambönd til að kanna mögu- leika á samstarfi sín á milli um þetta verkefni. ... hvetur stjórn UMFÍ að vera leið- andi aðili í miðlun upplýsinga til al- mennings um umhverfisvænar vör- ur og kynni merki sem auðkenna þær. ... beinir því til stjórnar UMFÍ að hún kanni möguleika á hópslysa- tryggingu allra félaga innan UMFÍ og sendi upplýsingar til allra héraðs- sambanda og félaga með beina aðild til kynningar og ákvörðunar heima í héraði. ... þakkar Alþingi og fiárveitinga- nefnd stuðning við UMFÍ á liðnum árum, en bendir jafnframt á að hann fer minnkandi miðað við fast verð- lag. Á sama tíma vex þörfin á starf- semi ungmennafélagshreyfingarinn- ar í landinu. ... samþykkir að fela stjórn UMFÍ að skipa 3 manna nefnd til að gera til- lögu að merki bg/eða sérstöku tákni landsmóta UMFI, sem auðkenni óll landsmót. Nefndin skili tillógum sínum til næsta þings UMFÍ. ... samþykkir að fela stjórn UMFÍ að skipa 5 manna nefnd til að yfirfara reglugerð fyrir Landsmót UMFÍ. Til- lögur nefndarinnar verði sendar sambandsaðilum mánuði fyrir 37. þing UMFÍ. ... samþykkir að fela stjórn UMFÍ að skipa 3-5 manna nefhd til að kanna möguleika á því að UMFÍ komi til með að bera takmarkaða fjárhags- lega ábyrgð á landsmótum í framtíð- inni. UMFÍ komi þá til með að njóta góðs af ef hagnaður hlýst af móts- haldinu. Nefhdin skili áliti fyrir 37. þing UMFÍ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.