Tíminn - 20.11.1990, Síða 9

Tíminn - 20.11.1990, Síða 9
8 Tíminn Þriðjudagur 20. nóvember 1990 Þriðjudagur 20. nóvember 1990 Tíminn 9 4 m mm - ii MT"' - - %££**>■* : ■ • ■ . ,o-. ..... -...................■•■■■ ::■ .:: ..:: Konur á 21. flokksþingl Framsóknarflokksins um sl. helgl. Stjórnmálaályktun samþykkt á 21 flokksþingi Framsóknarflokksins sem haldið var á Hótel Sögu 16.-18. nóvember 1990; LANDI 1. Ríkisstjómarforysta Framsóknarflokkurinn hefur nú í rúm tvö ár veitt ríkisstjóm íslands forystu. Rík- isstjórn Steingríms Hermannssonar sem mynduð var í september 1988 og styrkt ári síðar hefur á ferli sínum náð umtalsverð- um árangri í að byggja upp traustara og heilbrigðara efnahagsumhverfi en ríkt hefur hér á landi um árabil. í stað hruns og efnahagslegs öngþveitis sér þjóðin nú fram á stöðugt efnahagslíf sem er forsenda þess að hér megi byggja upp traust og blómlegt atvinnulíf. Fram- sóknarflokkurinn hefur á þessu tímabili haft forystu um víðtæka endurskipulagn- ingu útflutningsatvinnuvega sem kom í veg fyrir stöðvun þeirra og stórfellt at- vinnuleysi. Verði áfram haldið á sömu braut jafnvægis í efnahagsmálum er fram- undan tími enn frekari uppbyggingar, ný- sköpunar og markaðsöflunar íslensks at- vinnulífs. Flokksþing Framsóknarmanna fagnar þeim mikla árangri sem ríkisstjórnin hef- ur náð í efnahags- og atvinnumálum og telur mikilvægt að Framsóknarflokkurinn verði áfram kjölfestan í íslenskum stjórn- málum. 2. Land og þjóð íslendingar eru lánsöm þjóð sem býr í góðu og gjöfulu landi. Flokksþingið legg- ur áherslu á að fjölskyldan er og verður grunneining þjóðfélagsins. Um hana ber að halda vörð, styðja og styrkja. Þjóðin hefur komið á velferðar- og menntakerfi sem er jafngott og gerist meðal efnuðustu þjóða heims. Þingið leggur áherslu á að varðveita þann árangur sem þegar hefur náðst í þessum efnum og hér ríki áfram þjóðfélag samhjálpar og umburðarlyndis gagnvart þeim, sem minna mega sín, og jafnrétti til náms verði tryggt. í þessu sambandi minnir flokksþingið á mikil- vægi kirkjunnar og nauðsyn þess að hlúa vel að starfi hennar og uppbyggingu. Flokksþingið leggur áherslu á að gera verði stórátak til að koma í veg fyrir að vá- gestur fíkniefna nái tökum á íslensku æskufólki. Forvarnir á þessu sviði verði að auka stórlega m.a. með auknu fjármagni og herða verði viðurlög við þeim glæp- um er tengjast innflutningi og dreifingu slíkra efna. Minnt er á að þjóðin stendur í þakkar- skuld við eldri borgara þessa Iands sem endurgjalda beri með því að búa þeim gott og áhyggjulaust ævikvöld. Ahersla er lögð á verndun íslenskrar nátt- úru. Hreint loft, land og sjór er ein af mik- ilverðustu auðlindum okkar þjóðar. Stofn- un umhverfisráðuneytis var mikilvægt skref til verndunar þessara auðæfa. Þingið áréttar mikilvægi samvinnuhreyf- ingarinnar sem hefur átt mestan þátt í uppbyggingu og búsetuöryggi víðsvegar um ísland í fortíð og nútíð. Þingið leggur sérstaka áherslu á að ný lög um samvinnufélög verði sett á yfirstand- andi Alþingi. Þingið styður manneldis- og neyslu- stefnu þá, sem mótuð hefur verið og framfylgt af heilbrigðisráðherra og Landssamband framsóknarkvenna átti frumkvæði að. Takist að standa vörð um landið og æsku þess og bægja frá ógnvaldi mengunar og vímuefna, verða áfram skilyrði þess að hér geti um ókomin ár búið hamingjusöm og öflug þjóð í eigin landi. Flokksþingið telur að með því að skapa fólki, sem fatlað er, skilyrði til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins verði jafn- rétti þess og full þátttaka þess tryggð. 3. Efnahagsmál Þingið fagnar þeirri þjóðarsátt, sem náð- ist milli aðila vinnumarkaðarins, bænda og ríkisvalds um að standa vörð um þá efnahagslegu endurreisn sem ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar hefur komið á. í fyrsta sinn í áratugi er verðbólga hér á landi minni en í nálægum löndum. Þessi árangur er þegar farinn að hafa heillavæn- leg áhrif á þjóðlífið. Þingið skorar á ráð- herra og alþingismenn flokksins að standa saman um þann árangur sem náðst hefur og koma í veg fyrir að víxlverkanir verð- lags og launa hefjist að nýju. Bent er á að meðal þeirra verkefna, sem framundan eru í efnahagsmálum, er hvað mikilvægast að vinna bug á hallarekstri ríkissjóðs og erlendri skuldasöfnun. Slíkt verður að gera með endurskoðun á lög- bundnum útgjöldum ríkissjóðs og heild- arumsvifum ríkisvaldsins og auknum tekjum með vaxandi þjóðarframleiðslu svo og réttlátara skattakerfi. Heildarend- urskoðun fari fram á tekjustofnum ríkis- ins og sveitarfélaga og skattkerfið einfald- að frá því sem nú er. Skipulag skattkerfis- ins verði endurskoðað og þess gætt að sveitarfélögin fá eðlilega aðild að stjórnun þess. Athugað verði hvort unnt er að koma á reglum um greiðslutryggingar meðan beðið er úrskurðar dómstóla og/'eða skattyfirvalda á umdeildum skattá- kvörðunum. Lög um tekjuöflun verði í sífellri endurskoðun í samræmi við þróun þjóðfélagsins. Áhersla er lögð á að inn- lend matvælaframleiðsla verði undanþeg- in virðisaukaskatti eða niðurgreidd um í- gildi hans. Fagna ber þeim ábata í efnahagslífinu sem stórlækkuð verðbólga hefur haft í för með sér. Því leggur flokksþingið áherslu á að stuðla beri að lækkandi raunvöxtum lánsfjár sem skila enn frekari ábata til al- mennings og fyrirtækja. Það yrði hvati til nýrrar uppbyggingar og framsóknar í at- vinnulífi þjóðarinnar. Þingið vill benda á þá staðreynd að til að hafa áhrif á raunvexti í landinu er nauð- synlegt að samræma útgáfu ríkisskulda- bréfa. Lýst er fullum stuðningi við þá ákvörð- un ríkisstjórnarinnar að afnema láns- kjaravísitölu og minnt á að þær fáu þjóð- ir í Vestur-Evrópu, sem reynt hafa slíkt fyrirkomulag, hafa lagt það af fyrir ára- tugum. 4. Atvinnumál Þegar horfur voru hvað verstar í atvinnu- málum þjóðarinnar fyrir u.þ.b. tveimur árum var spáð miklu atvinnuleysi. Ríkis- stjórninni tókst að afstýra því að mestu. Hins vegar er hætta á að atvinnuleysi geti aukist m.a. vegna samdráttar í fram- kvæmdum verði ekkert að gert. Sérstaklega þarf því að breikka grundvöll atvinnulífsins með auknum rannsóknum, koma upp fyrirtækjum þar sem nýttur er sá mikli auður sem þjóðin á í hæfileika- fólki með sérfræðiþekkingu á við það sem best gerist í heiminum. Rekstur sem bygg- ir á þekkingu sem ekki er öllum aðgengi- leg er í dag almennt talinn forsenda þess að hægt sé að halda uppi hátekjuþjóðfé- lagi. Framtíðarmöguleikar íslendinga geta öðru fremur legið í því hvernig til tekst að hnýta saman hátækni og staðbundna þekkingu til lausnar hefðbundinna vanda- mála. Þegar leitað er nýrra leiða í útflutnings- málum skal einskis láta ófreistað til að koma á framfæri íslensku hugviti og sér- þekkingu sem hér er fyrir hendi á fjöl- mörgum sviðum. 4.1. Sjávarútvegsmál Þingið fagnar þeim árangri sem hefur náðst í fjárhagslegri endurskipulagningu sjávarútvegsins með starfssemi Atvinnu- tryggingasjóðs úflutningsgreina og Hluta- fiársjóðs. Löggjöf um stjórn fiskveiða hef- ur tryggt betri nýtingu fiskistofnanna og skapað grundvöll fyrir meiri verðmæta- sköpun í sjávarútvegi með minni kostnaði, betri nýtingu og auknum gæðum. Þessa stöðu þarf að nota til hins ýtrasta til að styrkja og endurbæta atvinnulíf á lands- byggðinni, með hagkvæmri nýtingu og aukinni verðmætasköpun. Stuðla þarf að fullvinnslu aflans og stefna að því að ís- lenskur fiskur verði aðeins fluttur út sem hágæðavara til neytenda. 4.2. Landbúnaðarmál Búvöruframleiðslan er forsenda byggðar í landinu og hornsteinn þess öryggis sem innlend matvælaframleiðsla er hverju sjálfstæðu þjóðfélagi. Með þrengri mark- aðsstöðu kindakjöts blasir mikill vandi við hinum dreifðu byggðum. Loðdýrarækt, fiskeldi og önnur atvinnustarfsemi sem koma átti að hluta í stað sauðfiárræktar hefur enn ekki styrkt byggð í þeim mæli sem vænst var. Því er nauðsynlegt að tryggja markaðsstöðu sauðfiárræktarinn- ar með öllu tiltækum ráðum, jafnframt því sem fjölbreytni í atvinnulífi til sveita verði aukin svo sem á sviði landgræðslu, skógræktar og ferðaþjónustu. Með skipulagningu og hagræðingu í land- búnaði og úrvinnslugreinum hans er brýnt að auka framleiðni og lækka verð til neytenda. Slík skipulagning krefst fram- tíðarsýnar og verður því í vetur að gera samkomulag milli ríkisvaldsins og bænda um framkvæmd landbúnaðarstefnu til ársins 1996. Samkomulagið tryggi hags- muni framleiðenda og neytenda og stuðli að nýsköpun og nýjum atvinnutækifærum í dreifbýlinu. ítrekuð er sú stefna að framleiða hér holl- ar og góðar landbúnaðarvörur sem þjóðin þarfnast, og mögulegt er að flytja út. Þesss verði gætt að ganga ekki á hagsmuni ís- lensks landbúnaðar með aðild íslendinga að alþjóðasamningum. 4.3. Orkufrekur iðnaður Reiknað er með að hagvöxtur verði innan við 1,5 af hundraði á næstu árum. Bygging álvers og virkjana eykur þjóðarframleiðsl- una. Þingið leggur áherslu á að gæta verði þó þess að þensla myndist ekki þegar um- fang framkvæmda verður sem mest árin 1992 og 1993.Varast verður að bygging ál- vers valdi frekari byggðaröskun. Brýnt er að gætt verði að eftirtöldum at- riðum við samningsgerð vegna orkufreks iðnaðar: 1. Skattar verði í samræmi við þá sem ís- lensk fyrirtæki greiða, þegar tekið hefur verið tillit til þeirra frádráttarliða sem hinir erlendu aðilar munu ekki njóta. 2. íslenskir dómstólar fjalli um ágrein- ingsmál sem upp kunna að koma. 3. Tryggðar verði fullkomnar varnir gegn mengun og umhverfisspjöllum. 4. Ef orkuverð verður tengt álverði án lág- marks komi ákvæði, sem heimili endur- skoðun ef álverð og þar með orkuverð fellur, enda leiði orkusala til stóriðju ekki til hækkunar á verði raforku til al- mennings. 5. Byggðamál Forsenda þess að þjóðin geti búið í sátt og samlyndi í gjöfulu landi er að jafnvægi haldist í afkomu þegnanna án tillits til bú- setu og að þjóðin öll búi við sambærilega þjónustu opinberra aðila. Krafa þingsins er að hér verði áfram ein þjóð í einu landi. Til þess að svo megi verða þarf að gera stórátak í því að efla möguleika landshluta til að njóta uppsprettu þess auðs sem þar er að finna, einstaklingum og fyrirtækjum til hagsældar. Orkuverð í landinu verði jafnað. Á yfir- standandi Alþingi verði gengið frá ákvörð- un um að smásöluverð raforku til húshit- unar og almennra nota verði hið sama um land allt. Komið verði á fót stjórnsýslustöðvum í öllum kjördæmum á landsbyggðinni og fiölgun starfa í opinberri stjórnsýslu verði að mestu þar á næstu árum. Rætur og menning þjóðarinnar liggja ekki síst í hinum dreifðu byggðum. Þó að átt hafi sér stað tímabundin röskun mega íbúar þéttbýlis ekki gleyma skyldum sín- um við þann hluta landsins sem ól og brauðfæddi íslenska þjóð í þúsund ár. 6. Utanríkismál Flokksþingið leggur áherslu á að allar ákvarðanir á sviði utanríkismála verði teknar á grundvelli íslenskra hagsmuna, og með sjálfsákvörðunarrétt þjóða og mannréttindi að leiðarljósi. Þingið styður eindregið baráttu ríkis- stjómar Steingríms Hermannssonar fyrir afvopnun á höfunum og hvetur þjóðina til að sameinast um að fækka kjarnorku- vopnum á alþjóðavettvangi og draga úr hverskonar vígbúnaði. Hvatt er til þess að opinber framlög ís- lendinga til þróunaraðstoðar verði stór- aukin frá því sem nú er. Samningar eiga sér nú stað við Evrópu- bandalagið um þátttöku í evrópsku efna- hagssvæði. Þeir samningar em okkur mikilvægir. Utanríkisviðskipti vega stöð- ugt þyngra í tekjum þjóðarinnar. Þau hafa jafnframt beinst í vaxandi mæli til Evrópu. Þingið leggur áherslu á að í öllum slíkum viðræðum og samningum verði gætt vel að undanþágum er snerta grundvallar- hagsmuni íslensks fullveldis. Tryggt verði að erlendir aðilar nái ekki yf- irráðum í sjávarútvegi og fiskiðnaði þjóð- arinnar, hvorki beint né óbeint. Þá verði jafnframt tryggt að erlendir aðilar eignist hvorki íslenskar orkulindir og virkjunar- réttindi né íslenskt landsvæði. Þingið hvetur til þess að sett verði á yfir- standandi Alþingi skýr heildarlöggjöf um fiárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri hér á landi. Þingið Ieggur til ef samningar takast ekki milli EFTA og EB að íslendingar leiti sér- stakra samninga við Evrópubandalagið. Þingið telur að hugmyndir um inngöngu og aðild að Evrópubandalaginu séu háskalegar og lýsi uppgjöf við stjórn eigin mála og hafnar því aðild að Evrópubanda- laginu. 7. Kosningar Innan fárra mánaða verða kosningar til Alþingis. Mikilsvert er að Framsóknar- flokkurinn hljóti í þeim kosningum öflug- an stuðning landsmanna, verði áfram for- ustuafl íslenskra stjómmála, sem boðberi félagshyggju, jöfnuðar og þjóðfrelsis. Reynslan sýnir að undir forustu Fram- sóknarflokksins hafa framfaraskeið þjóð- arinnar orðið mest. Þingið hvetur alla Framsóknarmenn til að standa fast saman um stefnu og málefni flokksins og vinna ötullega að baráttumál- um hans í þeirri kosningabaráttu sem framundan er.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.