Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 10
lOTíminn Þriðjudagur 20. nóvember 1990 DAGBOK Arbæjarkirkja Starf fyrir eldri borgara. Leikfimi og gönguferð í dag kl. 14. Opið hús á morg- un, miðvikudag, kl. 13.30. Gönguferð frá kirkjunni á laugardðgum kl. 13. Allir vel- komnir. Fyrirbænastund miðvikudag kl. 16.30. Breiðholtskirkja Bænaguðsþjónusta í dag kl. 18.30. Altar- isganga. Fyriibænaefnum má koma á framfæri við sóknarprest í viðtalstímum hans þriðjudaga til föstudaga kl. 17-18. Grensáskirkja Kirkjukaffi i Grensási í dag kl. 14. Bibl- íulestur. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Seljakirkja Mömmumorgun. Opið hús kl. 10. Minningarkort Minningarsjóða séra Páls Sigurðssonar til styrktar Hólskirkju í Bolungarvík fást hjá formanni Bolvikingafélagsins. Simi: 52343. ! Lygi þagnarinnar Brian Mooré Magnþrungin spennusaga sem gerist á ír- landi og fjallar um atburði sem eru að ger- ast núna þessa dagana, þegar óbreyttir borgarar eru neyddir til að ganga erinda IRA sem lifandi sprengihlcðslur. Hópur IRA manna brýst inn á heimili Michaels Dillon, hótelstjóra í Belfast á Ir- landi, sömu nótt og hann tekur þá ákvörð- un að yfirgefa Moiru konu sina og flytjast burt með ástkonunni Andreu. IRA tekur Moiru i gislingu og neyðir Dillon til að gerast verkfæri þeirra við tiltekið hryðju- verk. Hann á völina: að gera lögreglunni viðvart og hætta lifi Moiru, eða hugsa um hana fyrst og fremst og hætta lífi fjölda fólks sem hann ber í raun ábyrgð á fyrir- fram. Lygi þagnarinnar er meistaralega skrifuð bók sem engan lætur ósnortinn —- sann- kölluð úrvals spennusaga. Næturgali Þjóðleikhússins í skólum - 60. sýning í gær Þjóðleikhúsið er nú á ferð um grunnskóla borgarinnar með leiksýninguna Næturgal- inn sem leikhópur hefur samið eftir hinu þekkta ævintýri H.C. Andersens. Markmið Þjóðleikhússins er að kynna nemendum list leikhússins, tengja starf- semi Þjóðleikhússins skólakerfinu og örva nemendur til frjórrar sköpunar i tengslum við námsefhið á hverjum tima. Skólamenn og nemendur hafa tekið þessu framtaki afar vel og vonast til að skólasýningar sem þessar verði árviss lið- ur í starfi Þjóðlcikhússins. Leikritið um Næturgalann fjallar um fjölmarga þætti sem drepið er á í náms- efhinu — um einlægni — sýndarmennsku — um drambið — um fegurðina — um listina — um framandi heim. Þátttakendur i sýningunni eru leikararnir Helga E. Jónsdóttir, Jón Símon Gunnars- són, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guð- mundsdóttir og Þórhallur Sigurðsson og flautuleikarinn Arna Kristín Einarsdóttir. Tónlistin er eftir Lárus Grimsson og leik- muni gerði Jón Páll Björnsson. Guð- mundur Steinsson var skrifari hópsins en hreyfingar og likamsþjálfun annaðist Sylvia von Kospoth. Sýningum í grunnskólum Reykjavíkur lýkur i lok nóvember og verða þær þá orðnar um 90 talsins en síðan er ætlunin að sýna Næturgalann eins viða í grunn- skólum landsins og kostur cr. Næstu sýningar eru: í Foldaskóla í dag 20.11. i Brciðholtsskóla miðvikudag 21.11. i Selásskóla fimmtudag 22.11. i Fellaskóla föstudag 23.11. í Öldusclsskóla mánudag 26.11. i Hólabrekkuskóla þriðjudag 27.11. i Seljaskóla miðvikudag 28.11. Fiskveiöistjórnun 1990 Miðlun hf. hcfur ákveðið að halda áfram útgáfu greinasafhs um fiskveiðistjórnun sem hófst sl. vor. Nú kcmur út greinasafn fyrir fyrri hluta árs 1990 (janúar-júní). Stjórnun fiskveiða við ísland varðar af- komu allrar þjóðarinnar. Þess vegna er samantekt á grcinum úr dagblöðum og timaritum ómissandi heimild og mikil- vægur upplýsingabrunnur fyrir hvern þann sem lætur sig málefnið varða. Bókin er itarleg heimild um ólik sjónar- mið því i henni eru birtar allar greinar, rit- stjórnargreinar, viðtöl og fréttir úr fjöl- mörgum blöðum, á viðburðarikasta tima- bili f sðgu fískveiðistjórnunar á íslandi. Skipting cfhis eftir innihaldi ásamt að- gengilegri skrá yfír allar greinar og höf- unda auðveldar uppfiettingu á þeim um- mæluin eða greinum sem óskað er eftir. Bókin um Fiskveiðistjórnun 1990 (fyrri hluti) kostar kr. 6.000 og fæst, ásamt bók- inni um 1989, aðeins á skrifstofu Miðlun- arhf. Háskólatónleikar í Norræna húsinu Miðvikudaginn 21. nóvember kl. 12.30 mun Örn Magnússon píanóleikari koma fram á háskólatónleikum. Á eftiisskrá eru verk eftir Nielsen, Ravel og Debussy. Örn Magnússon er fæddur í Ólafsfirði ár- ið 1959 og hlaut þar sína fyrstu tónlistar- menntun. Hann brautskráðist frá Tónlist- arskóla Akureyrar 1979 og stundaði fram- haldsnám í Manchester, Berlín og London frá 1980-1986. Örn hefur haldið fjölda einleikaratón- leika og komið fram við ýmis tækifæri. Hann er nú nýkominn heim af tónlistarhá- tíð ungra norrænna tónskálda (UNM) í Helsinki þar sem hann flutti tvö ný islensk pfanóverk. Örn er starfandi kennari við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar i Reykjavík. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu, Hverfisgötu 105, í dag, þriðjudag. Skáldakynning verður kl. 15. Skáld lesa úr verkum sínum sem koma út fyrir jólin. Athugið að húsið er opnað kl. 14. Hallgrímskirkja starf aldraöra heldur opið hús á morgun miðvikudag í safnaðarsal kirkjunnar og hefst kl. 14.30. Sýndar úr ferð á Snæfellsnes á síðastliðnu sumri. Kaffiveitingar. ARCOS HNÍFARNIR KOMNIR AFTUR Sterkir og vandaðir hnífar. Með góðum hnrfum má tilreiða nauta-, svína- og lambakjötið heima. Tih/alin gjöf fyrir heimilið. Vegna hagstæðra innkaupa getum við nú boðiö hnífasett, þ.e. fjóra hnífa og brýni á aðeíns kr. 2.780,-og öxi 1/2 kg á kr. 1.540,- Scndum I póstkröfu. Skrifið eða hringið. ARCOS-hnífaumboðið Pósthólf 10154,130 Rcykjavik. Simi 91-76610. TOLVU- NOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu p_> l'KI N I SMIUI AN —«^ Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Rafstöðvar OG dælur FRÁ BENSÍN EÐA DIESEL Mjöggottverð Rafst: 600-5000 W Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar Helgason hf. Sævarhófða 2 Simi 91-674000 Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður: Nafn umboðsmanns Heimlll Síml Hafriarfjörður Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Kópavogur Linda Jónsdóttir Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Keflavík Guðrlður Waage Austurbraut 1 92-12883 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826 Akrancs Aöalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgames Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgötu 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvík Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 Grundarfjöröur Anna Aöalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hcllissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Kristiana Guðmundsdóttir Búðarbraut 3 93^1447 fsafjörður Jens Markússon Hnifsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Hólmavik Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-13132 Hvammstangi Hólmfriður Guðmundsd. Fifusundi 12 95-12485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-24581 Skagaströnd Ólafur Bemódusson Bogabraut 27 95-22772 Sauðárkrókur Guðrún Kristótersdóttir Barmahllð 13 95-35311 Siglufjöröur Sveinn Þorsteinsson Hliðarvegi 46 96-71688 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstlg 18 96-24275 skrifstofa Skipagötu 13(austan) 96-27890 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyrí 96-25016 Húsavík Friðrik Sigurðsson Höfðatúni 4 96-41120 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð 8 96-62308 Raufarhöfn Sandra Ösp Gylfadóttir Aðalbraut 60 96-51258 Vopnafjörður Svanborg Vlglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-11350 Scyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaður Birkir Stefánsson Miðgarði 11 97-71841 Reyðarfjörður Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167 Eskrfjörður Berglind Þorgeirsdóttir Svfnaskálahlíð 17 97- 61401 Fáskrúðsfjörður Guðbjörg H. Eyþórsd. Hlíðargötu 4 97-51299 Djúpivogur Jón Biörnsson Borgarlandi 21 97-88962 Höfn Skúli Isleifsson Hafnarbraut 16A 97-81796 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hveragerði Vilborg Þórhallsdóttir Laufskógum 19 98-34323 Þorlákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627 Eyrarbakki Þórir Erlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkscyri Andrés Ingvason Eyjaseli 7 98-31479 Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókalundi 98-61179 Hvolsvöllur Jónlna og Árný Jóna Króktúni 17 98-78335 Vfk Ingi Már Björnsson Ránarbraut 9 98-71122 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttlr Helgafellsbraut 29 98-12192 LATTU limatin EKIjI FLJÚGA FRÁ ÞÉR ASKRIFTARSÍMI 686300 Athugasemd frá skrifstofu Alþingis við grein í Pressunni 15. nóv. sl. Hinn 15. nóv. s.l. birtist grein í Pressunni undir yfirskriftinni „Al- þingismenn sporðrenna nafnbreyt- ingu gjaldþrota fyrirtækis". í greininni, og raunar einnig í leið- ara blaðsins sama dag, eru hafðar uppi alls kyns fullyrðingar um við- skipti Alþingis og Veitingahallar- innar hf. sem enginn fótur er fyrir. Þótt Alþingi leggi það ekki í vana sinn að eltast við skrif af þessu tagi verður ekki hjá því komist að koma á framfæri nokkrum athugasemd- um til að upplýsa staðreyndir málsins. í greininni er málatilbúnaður all- ur byggður á þeirri staðhæfingu að samningur Alþingis við Veitinga- höllina hf. um matarkaup hefði átt að renna inn í búskiptin, sem eign þrotabúsins. Þá hefðu lánardrottn- arnir hugsanlega getað nýtt þá við- skiptavild, sem í samningnum fólst, til að draga úr tjóni sínu. Með því að flytja viðskiptin til annars fyrirtækis, þegar gjaldþrotið bar að höndum, hefði Alþingi framið lög- leysu, auk þess sem eigendunum væri veitt aðstoð við undanskot eigna úr þrotabúinu. Hér gefur greinarhöfundur sér forsendur sem ekki eiga sér stoð í lögum eins og kringumstæðum var háttað. Að vísu má telja það að- alreglu í gjaldþrotarétti að þrotabú geti gengið inn í gagnkvæma samninga en hún átti alls ekki við hér. Viðskipti Alþingis og Veitinga- hallarinnar hf. byggðust einungis á óformlegu munnlegu samkomu- lagi eins og vikið verður að síðar. Má e.t.v. virða það greinarhöfundi til vorkunnar að honum hefur ekki verið þetta ljóst, þótt hann hefði í höndum allar þær upplýsingar sem máli skiptu í þessu sambandi. Og „frétt" þurfti að skrifa. Staðreyndir málsins eru þessar: 1) Aðeins var gert óformlegt munnlegt samkomulag við Veit- ingahöllina hf. um matarkaupin og voru reikningar fyrir matinn greiddir mánaðarlega eftir á. Þetta merkir í raun að Alþingi gat hve- nær sem var og nánast fyrirvara- laust rift samkomulaginu og flutt viðskiptin til annars aðila, ef ástæða þótti til, og gilti þá einu hvort Veitingahöllin hf. var í full- um rekstri eða orðin gjaldþrota. 2) Sú fullyrðing er því út í hött að samkomulagið geti skoðast sem einhvers konar viðskiptavild eða öruggt viðskiptasamband sem þrotabúið hefði getað gengið inn í og nýtt, jafnvel þótt ákveðið hefði verið að halda rekstrinum áfram. Eiginlega jaðrar þetta við að vera broslegt, því að sú spurning hlýtur ósjálfrátt að vakna hvernig í ósköp- unum lánardrottnarnir áttu að gera sér mat úr slíkri viðskiptavild. Þetta er t.d. sambærilegt við það að vera með úttektarreikning hjá rit- fangaverslun sem verður gjald- þrota. Það er að sjálfsögðu ekkert sem hindrar viðskiptavininn í að leita annað og í rauninni á hann ekki annars úrkosta. 3) Þegar gjaldþrotið bar að hönd- um varð að sjálfsögðu að gera ráð- stafanir til að útvega mat fyrir mötuneyti Alþingis. Mat var ekki að fá hjá Veitingahöllinni hf. frá og með gjaldþrotsdegi. Til þess að sem minnst rask hlytist af þessu var ákveðið að beina viðskiptunum um stundarsakir til Múlakaffis. Eins og fram kemur í samtali við forseta sameinaðs Alþingis í téðri grein var um það rætt á forseta- fundi, áður en til gjaldþrotsins kom, að hugað yrði að útboði fyrir mötuneyti Alþingis. Þessi afstaða stendur óhögguð. Að síðustu skal það áréttað að leit- að var til Halldórs Halldórssonar skiptaráðanda, áður en ákvörðun var tekin um að beina viðskiptun- um um stundarsakir til Múlakaffis. Hann kvaðst ekki sjá neina mein- bugi á þeirri ráðstöfun. Skrifstofa Alþingis, 17. nóv. 1990. Friðrik Ólafsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.