Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.11.1990, Blaðsíða 16
■ Ikl Æk <E* ■ Kk Ji Æk 131 AUGLYSINGASImAR & 686300 RÍKISSKIP NHTIMA FLUTNINGAR Hatnarhusinu v Tryggvagoiu, S 28822 SAMVINNUBANKINN Í BYGGÐUM LANDSINS a NI5SAIM Réttur bíll á réttum stað. ^asi-. Ingvar í II I Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími 91-674000 ■ ríniinn ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER1990 Gott samræmi er á milli raunvaxta af verðtryggðum og óverðtryggðum skuldabréfum: VAX1 URBANKANNA JRAU KIST Á ÁRINU í skýrslu Seðlabanka íslands um vaxtaþróun og afkomu banka og sparisjóða kemur fram að vaxtamunur á tímabilinu janúar til ágústs í ár var að meðaltali 4,5%. Á sama tíma í fyrra var vaxta- munurinn 3,43%. Tryggvi Pálsson bankastjóri íslandsbanka segir að þessar tölur komi sér mjög á óvart og bendir á að vaxta- munur hefur minnkað í íslandsbanka á þessu ári. Þegar íslandsbanki hækkaði vexti sína um síðustu mánaða- mót, sagði Tryggvi Pálsson bankastjóri, að vaxtamunur á þessu ári hefði minnkað veru- lega. Upplýsingar f skýrslu Seðlabanka ganga þvert á full- yrðingu Tryggva. Hann sagði í samtali við Tímann að vaxta- munur í íslandsbanka hefði minnkað stig af stig allt þetta ár og væri nú umtalsvert minni en hann var að meðaltali á síðasta ári hjá bönkunum þremur sem nú mynda ísiandsbanka. Þá var vaxtamunurinn hjá þeim 5,4%. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var vaxtamunur í íslandsbanka 4,6%, á öðrum ársfjórðungi 4,0% og á þriðja ársfjórðungi 3,5%. Tryggvi sagðist ekki hafa undir höndum upplýsingar um hvern- ig Seðlabankinn reiknar vaxta- muninn. Hann sagði prósentu- tölurnar koma sér á óvart, eink- um í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefði hjá Islandsbanka. Tryggvi sagði að hjá íslands- banka hefði náðst fram veruleg hagræðing í kjölfar sameiningar bankanna. Minni vaxtamunur væri bein afleiðing þessarar hag- ræðingar. í skýrslu Seðlabanka eru raun- vextir erlendis af skammtímalán- um fyrirtækja bornir saman við raunvexti af verðtryggðum skuldabréfum. Þessi samanburð- ur leiðir í ljós að raunvextir hér á landi eru svipaðir og á hinum Norðurlöndunum (8,5%), eilítið hærri en í öðrum Evrópulöndum (7,2%) en mun hærri en í Banda- ríkjunum (3,2%) þar sem raun- vextir eru lágir um þessar mund- ir samanborið við önnur lönd. í skýrslunni segir að vart verði önnur ályktun dregin af þessum samanburði en að raunvextir hér á landi séu á svipuðu stigi og í grannríkjunum. Miðað við endurskoðaða verð- lagsspá Seðlabankans hækkar lánskjaravísitala á næsta þriggja mánaða tímabili um 4,8% (mið- að við heilt ár) samanborið við 6,7% í fyrri spá. Miðað við þessa nýju spá eru raunvextir af óverð- tryggðum skuldabréfum 7,7% til 9,5%. Algengir raunvextir verð- tryggða skuldabréfa eru á bilinu 7,75% til 8,75%. Það verður því ekki annað séð en allgott sam- ræmi sé á vöxtum á þessum tveimur lánsformum. Ein af rök- semdum íslandsbanka fyrir vaxtahækkun sinni var að mikið ósamræmi væri milli vaxta á verðtryggðum og óverðtryggð- um skuldabréfum, en samkvæmt skýrslu Seðlabanka fær hún tæp- ast staðist. Bankinn segir um vaxtaákvörðun bankans að hún hafi verið ótímabær. Svo virðist sem að um næstu mánaðamót geti bankarnir notað eitthvað af rökum fslandsbanka fyrir vaxtahækkun, en Seðla- bankinn spáir því að þá hækki lánskjaravísitala á tímabilinu desember til febrúar um 10%. Bankinn spáir því að úr þessari hækkun dragi þegar kemur fram á útmánuði. -EÓ Rammagerðin reið á vaðið með jólaskreytingar í ár, eins og venjulega. Jólaskreytingar í miðbænum verða þó komnar upp nokkru fyrr en vanalega að þessu sinni. Tfmamynd: Ami Bjama Jólaundirbúningur í miðbænum: Allt skreytt fyrir helgina Verslunareigendur í miðbænum ætla ekki að verða eftir í jólaundirbúningn- um. Nú þegar eru nokkrar verslanir búnar að setja upp jólaskrúðann en það er nokkru fyrr en undanfarin ár. „Það eru engin jól nema að fara niður í miðbæ, ef fólk ætlar að versla á ann- að borð“, sagði Guðlaugur Bergmann talsmaður samtakanna Gamli mið- bærinn. Guðlaugur bætti við að versl- unareigendur í miðbænum ætluðu að vera snemma á ferðinni með jólaund- irbúninginn í ár og samkomulag hefði náðst um að allar verslanir væru bún- ir að skreyta fyrir næstu helgi. En það eru ekki bara þeir í miðbæn- um, sem ætla að taka jólin snemma í ár, því að verslanir í Kringlunni ætla ekki að láta sitt eftir liggja og þar á einnig að vera búið að skreyta allar verslanir fyrir næstu helgi. khg. Hreinsað út úr íbúð Brotíst var inn í íbúð á Vestur- var þá nánast búið að hrelnsa út gÖtunni á sunnudag og þaðan úr íbúðinni. Þá var brotist inn í stolið sjónvarpi, segulbandstæki, Náttúrulækningabúöina að Lauga- myndavélum, bókum og matvæl- vegi 25 á sunnudaginn og ein- um. Eigandi íbúðarinnar fór að hverri skiptimynt stoUð, en ekki heiman um miðjan daginn og kom vitað hvað miklu. aftur klukkan tíu um kvöldið og —-SE Handtekinn við innbrot: EINN VOÐA SAKLAUS! Maður var handtekinn í fyrrinótt við innbrot í heildverslun í Skip- holti. Að sögn RannsóknarlögregÍu ríkisins kvaðst maðurinn hafa verið hressingargöngu áður en hann færi að bera út Moggann. Hann sagðist hafa komið að versluninni með brotinni rúðu og farið inn til að kanna málið. Maðurinn ætlaði að hringja á lögregluna en sagðist ekki hafa kunnað á símann í versluninni og þess vegna ákveðið að fara út og hringja og tekið með sér peninga- kassa verslunarinnar til að fyrir- byggja það, ef einhver þjófur kæmi, að hann tæki hann. Aðspurður sagð- ist Helgi Daníelsson hjá RLR ekki rengja þessa sögu en hins vegar mætti setja spurningamerki við hana þar sem Mogginn kæmi ekki út á mánudögum. —-SE Rjúpnaskyttur á friðsömum fundi Skotveiðifélag Akrahrepps hefur kært fjórar íjúpnaskyttur fyrir ólöglegar veiðar á Öxnadalsheiði, að sögn Kára Gunnarssonar for- manns félagsins. Eins og Tíminn hefur greint frá, leigir Skotveiði- félag Akrahrepps veiðiréttinn á heiðinni af Akrahreppi og eru fé- lagsmenn í Skotveiðifélagi Eyja- fjarðar ekki sáttir við þá ráðstöfun og telja á rétti sínum brotið. Því héldu þeir til veiða um helgina með fyrrgreindum afleiðingum. Fundur Skagfirðinganna og Ey- firðinga fór friðsamlega fram. „Þeir komu þama upp eftir, Gísli Ólafsson formaður Skotveiðifé- lags Eyjafjarðar við annan mann“, sagði Kári í samtali við Tímann, en hann var fyrir ásamt hrepp- stjóra Akrabrepps, Áma Bjama- syni á Uppsölum. „Við buðum þeim veiðileyfi, en þeir sögðust ætla að veiða þarna án leyfis. Því báðum við um nöfnin á þeim og Íeggjum inn kæra á morgun“, sagði Kári. Þá vora kærðir tveir aðrir. „Það vora ekki nema fjórir bflar á heiðinni, þrátt fyrir alls- herjar herkvaðningu hjá bæði skotveiðifélögum Eyjafjarðar og íslands, sem er náttúrulega gjör- sigur fyrir okkur í þessu máli“, sagði Kári. Hann sagði að skot- veiðifélagið myndi halda áfram að kæra menn á heiðinni fyrir ólög- legar rjúpnaveiðar. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.