Tíminn - 21.11.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.11.1990, Blaðsíða 2
2 Tfminn Miðvikudagur21. nóvember 1990 Höfn í Hornafirði: Mikil vinna við sfldina — Prá fréttaritara Tímans á Höfn í Homafiröi, Sverri Aðalsteinssyni. Mikil vinna hefur verið á Höfn við vinnslu síldar þrátt fyrir að ekki hafi náðst samningur við Sovétmenn um kaup á saltaðri síld. Síldarfrysting hófst þann 9. október hjá Fiskiðjuveri KASK Þann 15. nóv- ember hafði verið tekið á móti 2759 tonnum af síld til heilfrystingar og flökunar, en á sama tíma í fyrra hafði verið tekið á móti 1880 tonnum. Úr þessum 2759 tonnum hafa verið framleidd 1533 tonn af afurðum, sem skiptast í 545 tonn af heilfrystri síld á Evrópumarkað, 788 tonn af flakaðri síld á Evrópumarkað, 85 tonn af beitu- síld, 7 tonn af síld á Japansmarkað og 108 tonn af flökum á Japansmarkað. Þessum afla hafa landað Skógey SF 801 tonni, Sigurður Ólafsson SF 710 tonnum, Hvanney SF 691 tonni, Lyngey SF 213 tonnum, Steinunn SF 100 tonnum og aðkomubátar 236 tonnum. Hjá Fiskiðjuverinu hafa unnið á milli 80 og 100 manns við þessa vinnslu og hafa verið unnin upp í 114 tonn á 10 tímum en unnið er frá kl. 8.00 til 19.00 sex daga vikunnar en frí er á sunnu- dögum. Það má geta þess að Fiskiðju- ver KASK hefur verið stærsti kaupandi á síld til manneldisframleiðslu undan- farin haust. Hjá Skinney hf. hófst síldarvinnsla 17. október. Þar hafði verið tekið á móti 1172 tonnum þann 15. nóvember, þar hafði verið saltað í 2458 tunnur af salt- aðri síld á Norðurlandamarkað og 436 tunnur af söltuðum síldarflökum, ennfremur höfðu verið ffyst 121 tonn af flökum á evrópumarkað. Hjá Skinn- ey vinna 25-30 manns og er unnið þar frá 6.00 til 19.00 Fiskmjölsverksmiðja Homafjarðar hf. hafði tekið á móti 3338 tonnum af síld til vinnslu 15. nóvember, 448 tonn til söltunar á hausskorinni og slógdreg- inni síld, 520 tonn til framleiðslu á flökum og 2370 tonn af síld til bræðslu. Ur þessu hráefni höfðu verið framleiddar 3154 tunnur af hausskor- inni og slógdreginni síld, 1900 tunnur af síldarflökum, 600 tonn af síldar- mjöli og 400 tonn af sýldarlýsi. Hjá Fiskmjölsverksmiðjunni vinna á milli 55 og 85 manns við vinnsluna. Sialufiörður: Höfðingsskapur sparisjóðsins Sjötta nóvember sl. afhenti spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Siglufjarðar, Bjöm Jónasson, dvalarheimili aldraðra á Siglufirði höfðinglega gjöf. Jón Sig- urbjömsson framkvæmdastjóri tók við gjöfinni en um er að ræða vönduð hús- gögn í setustofu heimilisins. Bjöm Jónasson sagði við það tækifæri að það hefði verið stefna Sparisjóðs Siglufjarðar frá upphafi að styrkja og styðja við það, sem væri til heilla og Eyjafjarðarsveit: E-listinn sigurvegari f sveitarstjórnarkosningum Á laugardaginn var kosið til sveitar- stjórnar í hinu nýstofnaða sveitarfé- lagi Eyjafjarðarsveit. Tveir listar voru í kjöri: E-listi fráfarandi hrepps- nefndarmanna, og N- listi „nýrra tíma í Eyjafjarðarsveit". E-listinn var ótvíræður sigurvegari kosninganna, hlaut 284 atkvæði og 5 menn kjörna, en N-listinn hlaut 158 atkvæði og 2 menn kjörna. Á kjör- skrá vom 632, en 452 greiddu at- kvæði, eða 71,5%. Auðir seðalar og ógildir voru 10. Hina nýju sveitarstjórn Eyjafjarðar- sveitar skipa: Birgir Þórðarson, Ólaf- ur Vagnsson, Sigurgeir Hreinsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Pét- ur Helgason af E-lista og Atli Guð- laugsson og Jón Eiríksson af N-lista. Hin nýja sveitarstjóm tekur við stjórnartaumunum í Eyjafjarðarsveit þann 1. janúar nk. Fljótlega verður Lánskjaravísitala 2952 í desember Seðlabankinn hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir desember 1990. Er hún 2952 stig, en það þýð- ir að hækkun lánskjaravísitölu frá mánuðinum á undan var 0,48%. Umreiknuð til árshækkunar hefur breytingin verið 5,9% síðasta mán- uð, 2,8% síðustu 3 mánuði, 4,6% síðustu 6 mánuði og 8,4% síðustu 12 mánuði. (Úr fréttatilkynningu.) auglýst eftir sveitarstjóra, og stefnt er að því að hann hefji störf um leið og nýja sveitarstjórnin tekur við. hiá-akureyri. Fræðslustarf Krabbameinsfélagsins í skólum landsins er að mestu leyti kostað af happdrættisfé. Hér eru fræðslufúlltrúar félagsins Ema Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur og Oddur Albertsson kennari að ræða við nemendur í Foldaskóla. Krabbameinsfélagið: Hausthappdrætt- ið farið af stað framfara fyrir bæjarfélagið. Gestir voru fjölmargir við afhending- una, vistmenn heimilisins og starfsfólk auk stjómar sjúkrahússins og lækna þess. Stjóm Sparisjóðsins og bygging- amefnd dvalarheimilisins var einnig viðstödd. Jón Sigurbjömsson, fram- kvæmdastjóri, þakkaði góða gjöf og hlýhug í garð eldra fólksins og einnig þakkaði Jónas TVyggvason fyrir hönd vistmanna. —SE Sem kunnugt er féll hefðbundið happdrætti niður hjá Krabbameins- félaginu síðastliðið vor vegna Þjóð- arátaks gegn krabbameini sem þá fór fram. Nú hefur J)ráðurinn verið tekinn upp aftur með hausthapp- drætti 1990, og ættu miðar að vera komnir til allra þeirra einstaklinga sem fá þá senda. Útsending nær til fólks á aldrinum 23ja til sjötíu ára og í þetta sinn eru það konur á þeim i Hagstofan hefur reiknað launa- vísitölu fyrir nóvembermánuð 1990, miðið við meðallaun í október. Er vísitalan 116,9 stig eða 0,3% hærri en í íyrra, Samsvarandl launavísitala, sem glldir við útreiknlng greiðslu- marks fasteignaveðlána, tekur sömu hækkun og er því 2.560 stig í desember 1990. aldri sem fá miðana senda, svo og einhleypir karlar. Verðmætustu vinningarnir eru að þessu sinni 6 bifreiðar en auk þeirra eru fimmtíu vinningar á 120.000 kr. og aðrir fimmtíu á 60.000 kr. hver, fyrir vörum eða þjónustu frá nokkr- um völdum fyrirtækjum. Samtals eru vinningarnir 106 að tölu og heildarverðmæti þeirra 15,6 millj- ónir króna. Dregið verður í happdrættinu 24. desember og jafnan er lögð áhersla á að gera vinningshöfum sem allra fyrst viðvart um heppni sína með því að hringja til þeirra. Hefur það iðu- lega komið þeim vel enda ekki alltaf að menn gæti að því hvort þeir hafi unnið. I fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að það skipti miklu máli fyrir félagið að hausthappdrættið verði árangurs- ríkt. Það mikla fé sem safnaðist í Þjóðarátakinu í vor fer til nokkurra afmarkaðra verkefna en ýmsir aðrir mikilvægir þættir starfseminnar eru eftir sem áður háðir happdrættis- tekjunum -SE Kaupir kaupfélagið Hótel Borgarnes? Á hluthafafundi hluthafa í Hótel Borgarnesi var ákveðið að hafna tilboði sem Pétur Geirsson veitingamaður gerði í hótelið. Kaupfélag Borgames lagði ffam á fúndinum skriflegt kaup- tilboð í öll hlutabréf í hótelinu. Afstaða Kynningarfundir um um- hverfismál á Norðurlandi Fjórðungssamband Norðlendinga ákvað á síðasta fjórðungsþingi að meginverkefni þess milli fjórðungsþinga verði umhverfismál. Fjórðungssambandið leitaði eftir samráði við umhverfisráðuneyt- ið, og í framhaldi af því hefur verið boðað til tveggja kynningar- funda um umhverfismál á Norðurlandi og eru fundimir öllum opnir. Hinn fyrri verður fyrir Norðurland vestra í Safnahúsinu á Sauðarkróki 29. nóvember, og fundur fyrir Norðurland eystra verður haldinn 30. nóvember á Hótel KEA á Akureyri. Báðir fundirnir hefjast kl. 13.00. f fréttatilkynningu frá Fjórðungs- sambandi Norðlendinga kemur fram að sérstaklega hafi verið horft til eftirtalinna atriða sem snerta sérstaklega sveitarfélögin á Norð- urlandi: Komið verði á samráðs- fundi í samvinnu við sérfræðinga umhverfisráðuneytisins, þar sem fjallað verði um fyrirkomulag sorp- hirðu, sorpeyðingu, söfnunarstaði brotamálma og um aðra hollustu- hætti og mengunarvarnir á vegum sveitarfélaga. íannan stað að stuðl- að verði að samstarfi sveitarfélag- anna um sorpeyðingu og staðarval söfnunarstaða brotamálma. Með tilvísun til þessa ákvað Fjórð- ungssambandið að boða til fundar með sveitarstjórnarmönnum á Norðurlandi, sérfræðingum um- hverfisráðuneytisins og þátttöku almennings, til að fá fram sjónar- mið sem flestra um þessi mál. Á fundunum verða kynntar tillögur nefndar umhverfisráðherra sem fjallar um bætta sorphirðu í land- inu. Hugað verður að hugmynd um flokkun sorps og kynntar til- lögur um frágang sorphauga, sorp- eyðingarstöðvar og tillögur um meðferð hættulegra efna. Júlíus Sólnes umhverfisráðherra mun hafa framsögu á báðum fund- unum. Einnig Birgir Þórðarson frá Hollustuvernd ríkisins, Davíð Eg- ilsson frá Náttúruverndarráði, og Sigurbjörg Sæmundsdóttir frá umhverfisráðuneytinu. Þá mun Vilhjálmur Grímsson tæknifræð- ingur, sem unnið hefur að hlið- stæðum málum á Suðurnesjum, kynna lausnir sem til álita koma, bæði tæknilega og fjárhagslega séð. Þá munu fulltrúar heima- manna flytja erindi á hvorum fundi fyrir sig. Eftir fundina mun Fjórðungssam- band Norðlendinga leita eftir sam- starfi heimaaðila um staðarval sorpeyðingar og staði til söfnunar brotamálma. Það verður gert í samráði við stærstu sveitarfélögin, héraðsnefndir og umhverfisráðu- neytið. hiá-akureyri. hefúr ekki verið tekin til tilboðs kaup- félagsins, en það verður gert á hlut- hafafúndi 29. nóvember næstkomandi. í tilboði Péturs Geirssonar bauðst hann til að taka við skuldum hótelsins, en í því fólst jaínframt að hlutafé í fyr- irtækinu yrði afskrifað. Nafnverð hlutabréfa er 62,5 milljónir króna. Hlutur kaupfélagsins er 20,6%. Þórir Páll Guðjónsson kaupfélagsstjóri sagði að stjóm kaupfélagsins hefði ekki sætt sig við að þurfa að afskrifa hlutafé sitt í Hótel Borgarnesi og þess vegna hefði tilboð kaupfélagsins verið lagt fram. Kaupfélagið stendur eitt að tilboðinu. Hótel Borgames hefur átt við rekstr- arerfiðleika að stríða síðustu ár. Því er einkum um að kenna miklum íjár- magnskostnaði sem er m.a. tilkominn vegnaviðbyggingarviðhótelið. -EÓ Menntamála- ráðherra boðið tii Frakklands Svavari Gestssyni menntamálaráðherra hefur verið boðið í opinbera heimsókn til Frakklands, í framhaldi af komu Jacks Lang, menningar- og menntamálaráð- herra Frakklands, hingað til lands. í bréfi til ráðherrans ítrekar Jack Lang þakkir sínar fyrir þær móttökur er hann varð aðnjótandi og þá listviðburði og menningarstarfsemi sem hann komst í snertingu við hér á landi. Hann ítrekar einnig vilja sinn til að standa að sameig- inlegum verkefnum íslands og Frakk- lands á menningarsviðinu. khg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.