Tíminn - 21.11.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.11.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. nóvember 1990 Tíminn 5 Álíka margir íslendingar búsettir í Svíþjóð og í Vestmannaeyjum: 6% einstæðra íslenskra foreldra býr í Svíþjóð Tæplega 1.200 íslendingar fluttu til Svíþjóðar á síðasta ári sem fjölgaði íslendingum búsettum þar um fjórðung. Svo dæmi sé nefnt til samanburðar svarar þessi fjöldi til allra íbúa á stöðum eins og Ól- afsflrði eða Ólafsvík. Samkvæmt upplýsingum frá sænsku hagstof- unni bjuggu um 4.500 íslenskir ríkisborgarar búsettir í Svíþjóð í lok síðasta árs. Þar við bætast rúmlega 300 manns, sem fæddir voru á íslandi, en hafa fengið sænskt ríkisfang. Enn mætti raunar bæta þarna við 500 bömum af 2. kynslóð innflytjenda, þ.e. sem eiga foreldra fædda á íslandi en eru sjálf fædd í Svíþjóð og eru sænskir rfldsborgarar. Af tölunum um fjölda einstæðra ís- lenskra foreldra í Svíþjóð má ráða annað tveggja; að Svíþjóð hafi mikið aðdráttarafl fyrir einstæða foreldra hér á landi, ellegar að íslensk hjóna- bönd spryngi umvörpum á sænskri grund (nema þá að verið sé að plata sænska sósjalinn í stórum stfl?). Af þeim 1.470 börnum 0-17 ára, sem búa með foreldrum fæddum á íslandi, er hátt í helmingurinn börn einstæðra foreldra, eða rúmlega 630 börn. Þessi fjöldi svarar til meira en 6% af öllum börnum einstæðra for- eldra hér á landi. Það er fjórum sinnum hærra hlutfall en meðal hjónabandsbarna. Því um 840 börn íslenskra hjóna búsettra í Svíþjóð svarar aðeins til 1,5% af öllum börn- um hjóna hér á landi. íslenskir ríkisborgarar undir 17 ára aldri eru rösklega hálft annað þús- und í Svíþjóð. Má því t.d. áætla að í kringum 800 íslensk börn séu í sænskum grunnskólum. Þess utan eru um 500 börn sem eiga annað foreldri íslenskt en hitt sænskt og eru flest sænskir borgarar. Brottflutningur til Svíþjóðar virð- ist hafa aukist mjög á síðasta ári. í heilan áratug á undan varð lítil breyting á fjölda íslendinga búsettra þar frá einu ári til annars. Árið 1980 voru þeir t.d. um 3.900 talsins og fækkaði síðan í 3.150 árið 1983. Á árunum 1985-1988 var fjöldinn öðru hvoru megin við 3.500 manns. í fyrra fjölgaði íslendingum í Sví- þjóð síðan allt í einu um 910 manns á einu bretti. Síðustu tvo áratugi hafa álíka fjöldaflutningar til Svíþjóðar aðeins einu sinni átt sér stað áður, þ.e. á milli áranna 1976 og 1977 þegar ís- lenskum ríkisborgurum þar fjölgaði um 840 manns, upp í 3.100 síðar nefnda árið. Hve margir hinna nýfluttu leita aft- ur föðurtúna til á reynslan eftir að leiða í ljós. En fyrri Svíþjóðarfara virðist gamla Frón flesta hafa togað heim aftur. Af 3.900 íslendingum, sem bjuggu í Svíþjóð 1980, var t.d. aðeins um þriðjungurinn þar bú- settur ennþá í lok síðasta árs. Þar af voru einungis um 220 eftir af þeim fjölda sem þangað fóru á atvinnu- leysisárunum 1968-70 og af þeim hafa aðeins innan við tveir tugir tek- ið sænskt ríkisfang. Skipting eftir aldri bendir til hins sama. íslenskir ellilífeyrisþegar eru tæplega þungur baggi á sænska ríkinu. Því þar eru aðeins um 240 landar sem náð hafa fimmtugsaldri og þar af aðeins 44 eldri en 64 ára. íslendingar, sem fengið hafa sænskt ríkisfang, eru nú rúmlega 300 talsins, hvar af þriðjungur sem flutti til Svíaríkis einhverntíma fyrir 1967. - HEI Frumvarp til lánsfjárlaga fyrir árið 1991 var lagt fyrir Alþingi í gær: Heildarlántökur 39,2 milljaröar Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra, lagði í gær fyrir efri deild Alþingis frumvarp til lánsfjárlaga fyr- ir árið 1991. í því eru heildarlántökur opinberra aðila og sjóða áætlaðar 39,2 milljarðar króna, sem skiptast þannig, að 32,6 milljarðar yrðu fjár- magnaðar á innlendum lánamarkaði en 6,6 milljarðar erlendis. Þegar frá eru dregnar afborganir eldri lána er lánsfjárþörf vera talin um 21,1 milljarðar króna. Þar af er stefnt að 20,4 milljarða króna hreinni lántöku á innlendum mark- aði, en aðeins 0,7 milljarðar erlendis. í greinargerð, sem með frumvarpinu fylgir, segir að miðað við áætlun um innlendan sparnað megi telja líklegt að þessi áform geti gengið eftir án röskunar á innlendum lánamarkaði. „Óvissa ríkir þó um eftirspurn eftir lánsfé frá fyrirtækjum, en hún hefur verið með minnsta móti á yfirstand- andi ári." Ólafúr Ragnar vakti athygli á því, þegar hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði, að skuldastaða þjóðarbúsins væri ekki að aukast, eins og oft hefur komið fram á opinberum vettvangi. „Staðreyndirnar tala sínu máli, þær lækka í ár og einnig á næsta ári. Hrein skuldastaða íslenska þjóðar- búsins gagnvart útlöndum nam 48,4% af landsframleiðslu í lokársins 1989, er áætluð 48% í ár og verður 46% á næsta ári.“ Ólafur sagði svo komið, að jafnhliða auknu frjálsræði í peningakerfinu væri fylgt þeirri stefnu, sem hefur reynst svo árangursrík, að opinberir aðilar og sjóðir geta nú nær alfarið mætt lánsfjárþörf sinni á samkeppn- ismarkaði innanlands, án þess það leiði til hækkunar á vöxtum. „Hér hefur peningamarkaðurinn í landinu kveðið upp sinn eigin dóm yfir ár- angri þeirrar stjórnarstefnu sem hér hefur verið fylgt á síðustu tveimur árurn." Eyjólfur Konráð Jónsson kom í ræðupúlt næstur á eftir Ólafi. Hann sagði skuldir heimilanna hafa vaxið og fjöldagjaldþrot þeirra skiptu þús- undum. „Það er afraksturinn af starfi þessa herra á síðustu tveimur árun- um. Og maður getur ekki annað en brosað að heyra fjármálaráðherra tí- unda það sem hann kallar peninga- frelsi, því það er ekkert peningafrelsi þegar peningar eru skammtaðir. Pen- ingar eru það eina sem ekki má skammta." Eyjólfúr sagði peninga- mál íslensku ríkisstjórnarinnar ein- kennast af sérstakri hugmyndaauðgi. „Hugmyndaauðgi er nákvæmlega orðið yfir alla þá stefnu sem þessi rík- isstjóm hefur fylgt. Hugmyndaauðgi í skattheimtu, skattlagningu, í okur- vöxtum, ofstjórn og ofstjómarbrjál- æði.“ Eyjólfur gagnrýndi hugmyndir ríkisstjómarinnar um að hækka skatta og taldi slíkt vera fyrst og fremst fallið til þess að hæklá verð- bólgu. -hs. Gluggaskreytingar verslana eru með ýmsu móti. Ljósmyndari Tím- ans rakst á þessa miður skemmtilegu skreytingu í verslun í mið- bænum. Eins og sést á myndinni þá er erient ókvæðisorð undirfrið- armerki stolt þessarar verslunar og vonandi verður þetta horfið áð- ur en jólaskreytingamar prýða miðbæinn. Tímamynd: Pjetur Nefndin kynnir áfangaskýrslu sína á fundi í gær. F.v.: Bolli Þ. Bollason, Már Guðmundsson. Magnús Pét- ursson, Snorrí Ólsen og Eyjólfur Sverrísson. Tímamynd: Ámi Bjama Fyrirtækjaskattanefnd fjármálaráðuneytis: Eitt gjald í stað fimm Launatengd gjöld samræmd, tekju- skattshlutfall lækkað og aðstöðu- gjald fellt niður eru megintillögur fyrirtækjaskattanefndar fjármála- ráöuneytisins sem sendi frá sér sín- ar fyrstu tillögur í gær. Þessar tiUögur myndu hafa ma. þau áhrif að skattagreiðslur atvinnu- greina samræmast og að skattbyrði lögaðila léttist en fólks í einkarekstri þyngist eins og ftam kemur í skýrslu nefndarinnar. Fjármálaráðherra skipaði þessa nefnd í júní s.l. og er meginmarkmið hennar m.a. að endurskoða gildandi lög og jafna samkeppnisaðstöðu inn- lendra útflutnings- og samkeppnis- greina gagnvart erlendum keppi- nautum og jafnframt að stefna að því að breikka skattstofninn með því að fækka undanþágum og skapa þannig forsendur fýrir lækkun skatthlut- falls. Að mati nefndarinnar yrði að beita þrenns konar aðferðum til að laga skattlagningu fyrirtækja hér á landi að breytingum erlendis og búa ís- lensk fyrirtæki undir vaxandi sam- keppni, en þær eru: í fyrsta lagi að jafúa í skattalegu tilliti innbyrðis starfskilyrði einstakraatvinnugreina. í öðru lagi að samræma skattlagn- ingu á milli félagsforma, þ.e. hlutafé- laga, samvinnufélaga, sameignarfé- laga og einstaklingsrekstrar og í þriðja lagi að nauðsyn væri á því að færa skattlagningu í svipað horf og tíðkast í helstu viðskiptalöndunum. Megintillögur nefhdarinnar eru nánar þær að launatengd gjöld verði samræmd þannig að eitt launagjald, sem verði 4,25% af öllum launum, komi í stað fimm tegunda launa- tengdra gjalda sem nú eru: Lífeyris- tryggingagjalds, slysatrygginga- gjalds, vinnueftirlitsgjalds og ið- gjalds. Tillagan er sú að fyrsti áfangi þessarar breytingar komi til fram- kvæmda í ársbyrjun 1991 og verði launagjaldið í tveimur þrepum, 2,5% í þeim greinum sem hingað til hafa verið undanþegin þessum gjöldum og 5,5% í öðrum greinum, árið 1992 verði hlutföllin 3,25% á móti 4,75%, og í ársbyrjun 1993 verði 4,25% samræmda áfanganum náð. Tekju- skattur lækkaður nú í fyrsta áfanga úr 50% í 45%, en frádráttarheimildir og undanþágur lagðar af á móti og að aðstöðugjaldið svokallaða verði lagt niður og aðrar fjáröflunarleiðir fúndnar til handa sveitarfélögum. Áhrif þessara tillagna yrðu einkum tvíþætt: í fyrsta lagi myndu þær hækka skattgreiðslur þeirra at- vinnugreina, sem nú eru undan- þegnar launaskatti, þ.e. landbúnað- ar, sjávarútvegs og iðnaðar. En þegar samræmingin er um garð gengin árið 1993 hefúr gjaldhlutfall undan- þágugreinanna hækkað um rúm- lega 2% samkvæmt tillögum nefnd- arinnar, en skattgreiðslur annarra greina lækkað að sama skapi. f skýrslunni kemur fram að þetta hafi þau áhrif að um 1.100 millj. króna fterast af þeim atvinnugreinum, sem nú borga hæsta skatta, svo sem verslun, þjónustu og byggingastarf- semi og yfir á þær atvinnugreinar sem lægri skatt greiða. Á hinn bóg- inn yrðu áhrifin þau, ef þessar tillög- ur ná ffam að ganga, að skattbyrði lögaðila léttist en skattbyrði í ein- staklingsrekstri þyngist Að sögn Magnúsar Péturssonar formanns nefridarinnar er með þessum tillög- um verið að leita leiða til þess að samræma skattkerfi fyrirtækja í mismunandi atvinnugreinum og einnig að reyna að samræma ís- lenska fyrirtækjaskattkerfið að því sem gerist í nágrannalöndum okkar, en þessar tillögur muni ekki skapa ríkissjóði auknar tekjur. { nefndinni eiga sæti Magnús Pét- ursson ráðuneytisstjóri fjármála- ráðuneytisins, Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri efnahagssviðs í fjár- málaráðuneyti, Eyjólfúr Sverrisson forstöðumaður atvinnurekstrarsviðs sjá Þjóðhagsstofnun, Garðar Valdi- marsson ríkisskattstjóri, Már Guð- mundsson efnahagsráðgjafi fjár- málaráðherra og Snorri Olsen skrif- stofustjóri laga- og tekjusviðs í fjár- málaráðuneytinu. —GEÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.