Tíminn - 21.11.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.11.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur21. nóvember 1990 Tíminn 7 Guðbrandur Þ. Guðbrandsson: Island og öryggismálin r kalda stríðinu lokið? Mánudaginn 19. nóvember 1990 var nýr sáttmáii undirritaður í París, sem felur í sér formleg lok kalda stríðsins, sem svo hefur verið nefnt. Víst er og rétt, að þessi samningur markar tímamót í samskiptum ríkja heims og þá einkum þeirra, er skipuðu sér í andstæðar fylkingar eftir lok styrjaldarinnar miklu. Gagnkvæm fækkun herafla, eyðilegging vopna og ákvæði um frelsi þjóðfé- lagsþegna til orða og athafna er slíkt framfaraspor að jaðra má við byltingu. Þótt við færum aðeins fimm ár aftur í tímann er ljóst að þá þróun, sem síðan hefur átt sér stað, hefði enginn treyst sér tii að spá fyrir um þá. Astandið í Sovétríkjunum Það, sem veldur hugsandi fólki á Vesturlöndum hvað mestum óróa nú, ef sleppt er ástandinu við Persa- flóa, er innanlandsástandið í Sovét- ríkjunum. Ekki er annað að sjá, en að ríkjasambandið sé að liðast í sundur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir alla heimsbyggðina. Menn mega ekki gleyma því, að innan þessa ríkjasambands eru Ijölmargar og ólíkar þjóðir af ýmsum uppruna og með ólíkan bakgrunn hvað varðar trúarbrögð og alla menningu. Milli margra þeirra hefúr jafiivel verið fúllur fjandskapur svo öldum skiptir. Þessum erjum hefur annað tveggja verið haldið niðri með ógnarstjóm og hervaldi, eða verið leynt með stal- ínískum aðferðum. Nú rísa þessar þjóðir upp, hver af annarri, og krefj- ast sjálfstæðis. Fyrirfram má gefa sér, að sumar þeirra muni eiga fúllt í fangi með að sjá þegnum sínum far- borða, því þeir hafa þegið margt frá hinum betur settu innan sambands- ríkisins. Aftur á móti hafa sumar þeirra sterka aðstöðu í skjóli auð- Hraði breytinganna í Austur- Evr- ópu hefúr orðið slíkur, að venjulegt fólk hefúr mátt hafa sig allt við til að fylgjast með henni og hvað þá skilja hana. Bersýnilega líða ár og áratugir áður en hægt verður að fá heildaryf- irsýn yfir það, sem gerst hefur, og skilja atburðina til einhverrar hlítar. Einstaklingar, félög, stjómmála- flokkar og heilu þjóðimar hafa fegn- að þessum atburðum og séð fyrir sér nýja og betri tíma fyrir Evrópu og það fólk, sem hana byggir. Til þessa hefúr fögnuðurinn verið allsráðandi og menn ekki gefið sér tíma til að staldra við og íhuga afleiðingamar fyrir hinn vestræna heim, sem svo hefur verið kallaður. Eitt af því, sem skoða þarf vandlega í þessu sam- starfi, er vamarsamstarf vestrænna ríkja. Áreiðanlega á samheldni þeirra og staðfesta í þessu samstarfi sinn þátt í, hvemig mál hafa að lyktum þróast. En það er ef til vill ekki jafn augljóst, að þörfin fyrir þetta sam- starf geti verið fullt eins brýn við þessi skilyrði eins og áður, en að því má leiða gild rök. linda og hráefna og fúllur vilji til að nota slík efnahagsleg vopn. Því mið- ur virðist allt benda til, að Mikhail Gorbachev, jafn mikilhæfur stjóm- málamaður og hann er og þrátt fyrir hans ómetanlega þátt í þróun síð- ustu missera, muni eiga fijllt í fangi með að halda ríkjasambandinu sam- an og nánast fyrirsjáanlegt, að hann muni missa tökin innan skamms. Þeir, sem fylgjast með þróun alþjóða- mála, bíða þess í ofvæni, til hvaða ráða hann muni grípa til þess að koma í veg fyrir upplausn, eða öllu heldur, hvað Rauði herinn neyði hann til að gera í því samhengi. Það má segja að þessi vetur geti orðið eld- fimur í Sovétríkjunum, því margt bendir til þess að ríkið getí ekki full- nægt þörfiim þegnanna fyrir nauð- þurftir og það sem verra er, efnahags- ástandið leyfir þeim ekki að fá aðstoð erlendis frá nema hún verði hrein- lega látin í té endurgjaldslaust og vandséð, að jafnvel hin auðugu Vest- urlönd hafi möguleika á að leysa jafn yfirgengilegan vanda. Slíkur skortur á frumþörfum fólks bókstaflega kall- ar á óeirðir og óróleika og þá ekki síst þegar hann fer saman við vaxandi þjóðemisátök og sjálfstæðisbaráttu þjóða og þjóðfélagshópa. Afleiðingamar á okkar slóðum Okkur finnst oft, að við séum bless- unarlega langt frá öllum átökum á alþjóðavettvangi og getum verið stíkkfrí á því sviði. Slíkt er þó fjarri sanni. Grípi yfirvöld í Moskvu til ör- þrifaráða, sem hæglega gætí orðið Það, sem veldur hugsandi fólki á Vesturlöndum hvað mestum óróa nú, ef sleppt er ástandinu við Persaflóa, er innanlandsástandið í Sovét- ríkjunum. Ekki er annað að sjá, en að ríkjasambandið sé að liðast í sundur með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum fýrir alla heimsbyggðina. Menn mega ekki gleyma því, að innan þessa ríkjasambands eru fjölmargar og ólíkar þjóð- iraf ýmsum uppruna og með ólíkan bakgrunn hvað varðar trúarbrögð og alla menn- ingu. nú í vetur, verði ástandið á þann veg sem ráða má af þeim teiknum, sem sjá má á lofti nú þegar, geta afleiðing- arnar orðið skelfilegar. í fyrsta lagi má minna á, að enn eru Sovétríkin annað hvort mesta eða næstmesta herveldi sögunnar og í vopnabúri þeirra er að finna skelfilegustu ger- eyðingarvopn sem mannlegt hugvit hefúr getað upphugsað. Svo gæti jafhvel ferið, að Rauði herinn yrði ekki eitt, sameinað afl í slíkum átök- um, og í stað þess að yfir vopnunum réðu stjómmálamenn með yfirsýn og mannvit, myndu þau komast undir hendur misgefinna og jafn- vægislausra byltingar- og/eða herfor- ingja, sem einskis svifust Borgara- sfyrjöld í Sovétríkjunum gætí á svip- stundu orðið að heimsófriðarbáli, sem engu eirði. Þótt svo að hlutir gengju ekki svo geigvænlega fyrir sig, er Ijóst að með samningi þeim um ferðafrelsi, sem á að undirrita í dag, ásamt með fyrirsjáanlegri hung- ursneyð og atvinnuleysi í Sovét, er sýnt, að flóttamannastraumur, sem ekki á sér samjöfnuð í mannkynssög- unni, mun hefjast strax upp úr ára- mótum að austan til vesturs. Þess ut- an er ljóst að freistingin til þess að sækja og taka með valdi það, sem þörfin er brýnust fyrir heima fyrir, verður Rauða hemum ef tíl vill ómótstæðileg. Því gætum við fslend- ingar staðið frammi fyrir vandamál- um í hagsmunagæslu á fiskimiðun- um, sem okkur hefúr aldrei órað fyr- ir. Lokaorð Margt fleira mættí tína til og rita um þessi mál. Það verður ekki gert hér að sinni. Hitt ættí að vera aug- ljóst hverjum manni, að okkur hefur ef til vill sjaldan frá lokum síðustu heimssfyrjaldar verið jafn brýnt að halda við og tryggja tvíhliða vamar- samning okkar við Bandaríkin og að- ildina að NATO. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, em þessi at- riði einn traustasti homsteinninn undir sjálfstæði okkar og lýðræði í landinu. Við þuríúm því, óbreyttir þegnar þessa lands, að láta til okkar heyra til að brýna forráðamenn þjóð- arinnar til árvekni á þessu sviði í vet- ur. Það getur skipt sköpum um fram- tíð okkar. Gunnar Dal: Uppruni mannsins Eins og áður er sagt stækkar fom- leifafræðin og skyld vísindi sögusvið- iðvemlega. Upphaf þessara fræða vom sorp- haugar á Jótlandi og tveir Danir, Christían Júrgensen Thomsen (1788-1865), kaupmaður án há- skólaprófs, og eftirmaður hans Worsaae, sem talinn er fyrsti lærði fomleifafræðingur sögunnar. Thomsen var ráðinn 27 ára að aldri til að raða upp fomleifum á fom- gripasafhi í Kaupmannahöfn. Safnið þurfti á ódýmm starfsmanni að halda og laun prófessora vom allt of há til að hægt væri að ráða slíka menn f verkið. Thomsen raðaði þessu upp með verðmætaskyn kaup- mannsins að leiðarljósi: 1) Hlutir gerðir úr steini. 2) Hlutir gerðir úr eir. 3) Hlutir gerðir úr jámi. Þama vom komnar þrjár deildir á safnið. Thomsen dró þá ályktun, að þessar þrjár deildir táknuðu þrjú tímabil í sögu mannsins. Steinmuni taldi hann frá elsta tímabilinu, eirmunir væm yngri og jámmunir yngstir. Árið 1836 skrifaði Thomsen Iitla bók um aldimar þrjár, steinöld, bronsöld og jámöld. Bókin var þýdd á helstu Evróputungur og þar með var fyrsti vegurinn lagður inn í for- sögulega tíð. Fomleifafundir víða um heim hafa staðfest, að Thomsen hafði í aðalatriðum rétt fyrir sér. Steinöld var skipt í þrennt Fom- steinöld, sem nær yfir ísaldarskeiðin og lýkur fyrir tíu þúsund ámm, mið- steinöld og nýsteinöld. Fomsteinöld var aftur skipt í þrjú tímabil, frum-, mið- og síð-fomsteinöld. Fyrstu rannsóknir, sem þóttu staðfesta þessa skiptingu, vom sorphaugar á Jótlandi. Sams konar haugar, sem sögðu sömu sögu, hafa fúndist í Norður-Evrópu, á Spáni, í Portúgal, Ítalíu, Afríku, á Kyrrahafseyjum, í Suður- og Norður-Ámeríku og í Jap- an. En þeir em frá mismunandi tím- um. Skiptingin er nauðsynleg til að menn átti sig á þróuninni, en tíma- bilin skarast mjög vemlega. Steinöld 2. grein er ekki alls staðar lokið enn. Síðasta tímabili steinaldar lauk t.d. í Egypta- landi um 3000 f.Kr., en á Nýja-Sjá- landi á 19. öld. Kenningar, sem skipta mönnum í menningarleg hólf og sagnfræðileg- ar skúflúr, em eins og fyrr segir nauðsynlegar mannlegum skilningi og jafnvel réttar að vissu marki. En þeim verður alltaf að taka með fyrir- vara, vegna þess að vemleikinn er flóknari :en kenningar manna. Brot fornleifafræðinga og mannfræðinga nægja ekki til að gefa okkur skýra mynd af forsögulegum öldum mannkynsins, jafnvel ekki þó að þeir sfyrki stórlega vísindi sín með aðstoð jarðfræði, líffræði, efríafræði og nú- tíma erfðafræði. En þessi brot em það eina, sem við enn höfum. Og þrátt fyrir allt nægja þessi vísindi til að sýna útlínur myndarinnar. Þau sýna okkur í stómm dráttum hvað gerst hefur. Þessi vísindi em dýrmæt vegna þéss, að hin sameiginlega rót allrar menningar er djúp, og hana er aðeins að finna í forsögulegri tíð. Og til að nútímamaðurinn skilji sjálfan sig og samtíð sína verður hann að þekkja djúpanætúr sínar. Menn verða allfaf að skoða sína eigin sam- tíð í ljósi langrar sögu, skráðrar og óskráðrarl Þetta hafa margir sagn- fræðingar og vísindamenn gert vel, skáldsagnáhöfundar og nútíma myndlistarmenn jafrível enn betur. En hver er þá uppmni mannsins? Áður en hægt er að svara því verður að svara annarri spumingu. Er mað- urinn ekki énnþá api? Maðurinn er á svo margan hátt líkur mannöpum, að sumir vísindamenn segja að þeir séu í sömu fjölskyldu. Mannsheili er aðeins stækkaður heili apans. Líffæri og líkamsstarfsemi manna og apa em svipuð. Vísindamenn, sem telja að maðurinn sé enn api, hafa einnig reynt að sýna fram á að menn og ap- ar geti eignast afkvæmi saman. Hin- ir em samt miklu fleiri, sem telja muninn það mikinn, að rétt sé að telja menn og apa tvær aðskildar Qöl- skyldur. I ýmsi ýmsum eldri mannfræðiritum er talað um „prókonsúl", sem forföður manna og apa. Þessi tegund var uppi fyrir 22-18 milljónum ára. Nú em menn ekki lengur sammála um þá kenningu. Því hefur einnig oft verið haldið fram að „forfaðirinrí' sé rama- apinn indverski sem er einn af síva- öpum. Þessir apar vom uppi fyrir 12-7 milljón ámm. Það er talið sennilegt að síva-apar séu forfeður einhverra mannapa, t.d. ponga eða orang-utan, en ekki er talið að maðurinn hafi þróast beint frá sfva-öpum. Loks hafa margir ffæðimenn hallast að því að menn séu komnir út af svonefrídum hominidum. Hominidi er ekki mað- ur, heldur vera sem líkist manni. Hominidum er raðað í tegundir, að- allega eftir stærð heilabúsins, tönn- um og útlimum. Af þeim em fjórar ffægastar: A. afarensis, A. africanus, A. robustus og A. boisei. Heilabú hinna tveggja fyrstu er um 440 rúm- sentimetrar, A. robustus 500 rúm- sentimetrar og A. boisei um 530 rúmsentimetrar. Mannfræðingamir Don Johanson og Tim White telja að A. afarensis sé hinn beini forfaðir bæði hominida og manna. Þeir telja að A. africanus, A. robustus og A. boisei þróist ekki tíl manns. Þessir þrír yngri hominidar komu fram fyrir um það bil 2.5 millj- ón ámm og urðu allir útdauða fyrir 1.5 milljón ámm. Aðeins elsti hominidinn virðist, að dómi þessara manna og margra ann- arra, geta verið forfaðir mannsins. Um þetta er þó ekki til neitt allsherj- ar samkomulag meðal mannffæð- inga. Á tímabilinu frá 9 milljónum til 5 milljóna ára fyrir okkar daga em litl- ar sem engar staðreyndir í formi steingervinga eða beinafúnda til að byggja á í þessum efríum. Þar er fjög- urra ármilljóna eyða. Sumir telja því „hinn beina forföður“ ófúndinn enn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.