Tíminn - 21.11.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.11.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Miðvikudagur 21. nóvember 1990 Miðvikudagur 21. nóvember 1990 Tíminn 9 ÁLVKTUN UM VELFERÐARMÁL samþykkt á 21. flokksþingi Framsóknarflokksins: ALMANNATRYGGINGAR TRYGGI LÁGMARKS- AFKOMU Flokksþing framsóknarmanna leggur áherslu á að skipulag almannatrygginga verði tekið til endurskoðunar hið fyrsta með það að markmiði að hlutverk almannatrygg- inga verði að tryggja ákveðna lágmarksaf- komu þegnanna, en ekki að vera uppbót á góðar tekjur. Nauðsynlegt er að þeir fjár- munir, sem varið er til almannatrygginga, nýtist þeim sem mest þurfa á að halda. Flokksþingið leggur því áherslu á eftirfar- andi: • Að lífeyrisréttur allra landsmanna verði samræmdur. • Að lífeyris- og sjúkratryggingakerfið verði gert einfaldara og réttlátara. • Að lífeyrir lífeyrissjóðanna skerði ekki líf- eyri almannatrygginga. • Að sjúkra- og slysatryggingar verði sam- ræmdar. • Að tryggingabætur verði aldrei lægri en lágmarkslaun og sérstakur kostnaður vegna fötlunar, lyfja og hjálpartækja verði bættur sérstaklega. MÁLEFNIFATLAÐRA Flokksþing framsóknarmanna fagnar því að fólk sem er fatlað verður stöðugt virkari þátttakendur á öllum sviðum þjóðlífsins. Skapa verður þau skilyrði í þjóðfélaginu að fólk sem fatlað er geti lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Framsóknarflokkurinn vill stuðla að fullri þátttöku fatlaðra í samfélaginu og jafnrétti þeirra. Flokksþingið leggur því áherslu á eftirfar- andi: • Að fatlaðir lifi og starfi meðal annarra í þjóðfélaginu.. • Að lögð verði aukin áhersla á margvíslega hæfingu og hæfingarstöðvar verði efldar. • Að unnið verði áfram eftir þeirri stefnu sem mörkuð var með lögum um málefni fatlaðra og fólst í því að byggja upp svæð- isbundna þjónustu fyrir fatlaða í öllum kjördæmum landsins. • Að það verði forgangsverkefni að gera út- tekt á öllum opinberum byggingum hvað varðar aðgengi fatlaðra og að gerð verði 5 ára áætlun um að breyta þeim, þannig að aðgengiskröfum verði fullnægt. • Að vinnustaðir séu þannig hannaðir að þeir séu aðgengilegir ÖLLUM. • Að fólki, sem er fatlað, verði gert mögu- legt að nýta sér þjónustu almenningsfar- artækja. • Að þeir, sem þurfa á bifreið að halda vegna fötlunar sinnar, verði aðstoðaðir við að eignast og reka eigin bifreið. • Að tengsl verndaðra vinnustaða við at- vinnulífið verði aukin, starfsþjálfun fatl- aðra efld og þeim veittur stuðningur á hinum almenna vinnumarkaði. • Að hagsmunasamtökum fatlaðra verði tryggð áhrif á ákvarðanir um málefni fatl- aðra. HEILBRIGÐISMÁL Flokksþing framsóknarmanna telur að allir landsmenn eigi að hafa jafnan rétt til hinnar fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem kost- ur er á. Flokksþingiö leggur því áherslu á eftirfar- andi: • Að samþykkt verði heildaráætlun um upp- byggingu heilbrigðisþjónustunnar í land- inu þar sem hlutverk og langtíma mark- mið verði skilgreind, þannig að fjármagn og mannafli nýtist sem best og gæði þjón- ustunnar verði tryggð. • Að uppbygging hjúkrunarheimila fyrir aldraða og langlegusjúklinga verði áfram forgangsverkefni. VERÐI EKKI HALAUNAUPPBOT • Að sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum verði tryggður rekstrargrundvöllur í sam- ræmi við þá þjónustu sem ætlast er til að þau veiti. í þessu tilliti er nauðsynlegt að finna leið til að gera sér grein fyrir raun- verulegum kostnaði við rekstur sjúkra- stofnana. • Að áhersla verði lögð á samnýtingu tækja, búnaðar, húsnæðis og sérfræðiþjónustu sjúkrahúsanna og á aukna samvinnu þeirra. Varast ber þó að rekstrareiningar verði of stórar, þannig að gildi einstak- lingsins í okkar litla þjóðfélagi glatist ekki. • Að við framkvæmd heilbrigðisþjónust- unnar verði höfð hliðsjón af bættum sam- göngum, þannig að öll sérfræðiþjónusta verði í stærri þéttbýliskjörnum. í hinum dreifðu byggðum verði heilsugæsluþjón- usta, en jafnframt verði öllum tryggður aðgangur að sérfræðilæknishjálp. • Að unnið verði markvisst að því að endur- nýja þyrlu Landhelgisgæslunnar og efla þjónustu til björgunar og öryggisstarfa. Nauðsynlegt er að hvetja til þjóðarsam- stöðu um lausn þessa mikilvæga máls. • Að tryggt verði að sjúkraflug á lands- byggðinni verði eðlilegur hluti af heil- brigðisþjónustu íbúanna þar. • Að bætt verði úr læknaskorti í einmenn- ingshéruðum. Það verði gert með því að bæta fjárhagslega og félagslega aðstöðu þeirra lækna sem þar starfa. • Að kannaðir verði möguleikar á öðrum rekstrarformum samhliða ríkisrekstri innan heilbrigðisþjónustunnar með það að markmiði að veita sem besta þjónustu og með sem hagkvæmustum hætti. • Að aukin áhersla verði lögð á heilbrigðis- hvatningu á öllum sviðum heilbrigðis- þjónustunnar, svo og í skólakerfinu, íþrótta- og æskulýðshreyfingunni. Með heilbrigðishvatningu er átt við allt það sem leiðir til bættrar heilsu. • Að afnumin verði einokunaraðstaða lyfja innflytjenda og lyfsala. Nýju fyrirkomu- lagi Iyfjainnflutnings og lyfjadreifingar verði komið á fót með það að markmiði að lækka lyfjakostnað og bæta lyfjadreifingu út um land. • Að áfram verði leitað leiða í samvinnu við heilbrigðisstéttirnar til sparnaðar og hag- ræðingar í heilbrigðisþjónustunni með það að markmiði að bæta heilbrigðisþjón- ustuna um allt land. FJÖLSKYLDAN Flokksþing framsóknarmanna leggur áherslu á að fjölskyldan er sú grunneining þjóðfélagsins sem ber að styrkja til muna. Lífsgæðakapphlaupið er ekki það sem skipt- ir mestu máli heldur ber að leggja áherslu á að efla mannleg samskipti og hlúa að ein- staklingunum. Flokksþingið leggur því áherslu á eftirfar- andi: • Að áfram verði efnahagslegur stöðugleiki því að fátt kemur fjölskyldunni betur. • Að ríki eða sveitarfélög greiði því fólki laun sem kýs að leggja niður launuð störf til þess að annast aldraða, sjúka eða fatl- aða fjölskyldumeðlimi á eigin heimili. • Að vinnumarkaður taki tillit til þarfa beggja foreldra og geri þeim kleift að sinna uppeldishlutverki sínu með sveigj- anlegri vinnutíma. • Að stefnt verði að því að fæðingarorlof verði í áföngum lengt í eitt ár og foreldrar hafi heimild til að skipta því á milli sín. • Að öll börn eldri en eins árs hafi örugga dagvistun og leikskólar og grunnskólar lagi sig að þörfum foreldra og barna hvað í.. varðar lengd dvalartíma. Þannig verði komið í veg fyrir að börn þurfi að flækjast á milli fleiri en eins vistunarstaðar yfir daginn eða þá að sjá um sig sjálf. • Að efldur verði stuðningur og fræðsla fyr- ir foreldra til að efla fjölskylduböndin. • Að átak verði gert til að koma á öflugri heimaþjónustu í öllum sveitarfélögum landsins. í þessu skyni verður að sam- ræma heimilishjálp sveitarfélaganna og heimahjúkrun. • Að dagvistir mikið fatlaðra verði efldar. • Að kjör stuðningsfjölskyldna, tilsjónar- fólks og þeirra sem vinna við heimaþjón- ustu verði bætt. • Að standa vörð um starf þjóðkirkjunnar og auka sjálfstæði hennar. MÁLEFNI ALDRAÐRA Flokksþing framsóknarmanna fagnar þeim umskiptum til hins betra sem orðið hafa í málefnum aldraðra á undanförnum árum. Með aukinni velmegun og bættri heilbrigðis- þjónustu er meðalaldur á íslandi einn sá hæsti sem þekkist. Þó er ljóst að enn er úr- bóta þörf. Flokksþingið leggur því áherslu á eftirfar- andi: • Að ríkisvaldið standi við lögbundin fram- Iög til Framkvæmdasjóðs aldraðra. • Að hagsmunasamtökum aldraðra verði tryggð áhrif á ákvarðanatöku um eigin málefni. • Að auka sveigjanleika í atvinnulífinu svo aldraðir eigi í auknum mæli kost á hluta- störfum. • Að styðja við öflugt og fjölbreytt tóm- stundastarf sem er mikilvægur þáttur í lífi og starfi aldraðra. • Að gert verði átak í menntunarmálum þeirra sem við öldrunarþjónustu starfa t.d. með því að stofnuð verði sérstök námsbraut við fjölbrautaskóla og í full- orðinsfræðslu fyrir þá sem hugsa sér störf við heimaþjónustu aldraðra. • Að þeir öldruðu, sem eru of lasburða til að dvelja á eigin heimilum, eigi völ á stofn- anaþjónustu sem taki mið af þörfum þeirra. • Að gera öldruðum fært að búa sem lengst á eigin heimili með því að auka dagvistun og heimaþjónustu fyrir aldraða. ÍÞRÓTTA- OG ÆSKULÝÐSMÁL Flokksþing framsóknarmanna leggur áherslu á mikilvægi íþrótta- og æskulýðs- starfs og hvers kyns annað heilbrigt tóm- stundarstarf. Flokksþingið leggur því áherslu á eftirfar- andi: • Að ÖLLUM þjóðfélagsþegnum sé gert kleift að eiga og nýta tómstundir sínar til að sinna hollum og þroskandi viðfangs- efnum án tillits til búsetu, stéttar, aldurs eða kyns. • Að íþróttalögin verði endurskoðuð og mörkuð verði stefna í fjármögnun íþróttahreyfingarinnar. • Að styðja íþrótta- og æskulýðsstarf sem er í höndum frjálsra félaga og samtaka þeirra. • Að félagsmálafræðsla í skólum verði aukin og að samráð verði haft um þá fræðslu við æskulýðs- og íþróttafélög. • Að auka stuðning við samtök fatlaðra íþróttamanna og gera fötluðum kleift að stunda nauðsynlega hreyfingu og íþrótt- ir. • Að styðja tryggilega við bakið á starfsemi ungmenna-, íþrótta- og æskulýðsfélag- anna, þannig að þessum samtökum sé gert kleift að efla almenningsíþróttir. • Að framhaldsskólar efli leiðbeinenda- menntun í íþróttum. • Að í skipulagi sveitarfélaga sé gert ráð fyr- ir opnum leiksvæðum fyrir börn og ung- linga. . \ \ FRÆÐSLU- OG UPPELDISMÁL Flokksþing framsóknarmanna telur að for- sendur fyrir bættum lífsgæðum þjóðarinnar í framtíðinni byggist á menntun hennar. Líf og iærdómur eru tvær ásjónur á sama meiði. Leik- og grunnskólar þurfa að vera gróskumiklar mennta- og menningarmið- stöðvar. Mikilvægt er að rækta persónuleika, sérhæfileika og séreiginleika hvers einstak- lings til að beita hugmyndaflugi og skapandi hugsun. Flokksþingið leggur því áherslu á eftirfar- andi: • Að sett verði rammalöggjöf um leikskól- ann þar sem verði lögð áhersla á að eðli- leg tengsl og samfelld náist við uppeldi og nám í grunnskólum. • Að frumvarp það til laga um grunnskóla, sem ríkisstjórnin hyggst leggja fyrir Al- þingi verði samþykkt en þar er tekið und- ir tillögur Framsóknarflokksins varðandi öll meginatriði svo sem samfelldan, ein- setinn skóla, • Að áhersla verði lögð á fræðslu og fyrir- byggjandi starf fyrir börn og unglinga varðandi öryggi, s.s. slysavarnir, skyndi- hjálp, afbrot og einelti. • Að gera stórátak í fræðslu fyrir ungmenni og foreldra þeirra um ávana- og fíkniefna- forvarnir. • Að skólar verði aðgengilegir fötluðum og fötluð börn og ungmenni fái í grunnskói- anum samfellda og sérhæfða kennslu og þjálfun í samræmi við þarfir hvers og eins. • Að komið verði á sérstökum áfanga í fram- haldsskólum sem hafi það markmið að undirbúa nemendur vegna stofnunar heimilis, uppeldis barna ásamt kennslu í réttindum og skyldum sem eru samfara stofnun heimilis. Verði námsgreinin skyldunámsgrein. • Að tryggt verði að framhaldsskólinn geti framfylgt nýsettum lögum um að hann veiti fötluðum kennslu og þjálfun við hæfi og sérstakan stuðning í námi. • Að brugðist verði við kennara og fóstru- skorti í dreifbýli m.a. með því að gefa starfandi leiðbeinendum kost á réttinda- námi með fjarnámi samhliða störfum. • Að gerð verði úttekt á aðbúnaði og að- stöðu barna í heimavistarskólum með það að markmiði að vinna að og tryggja vellíð- an og velferð barna í heimavistarskólum eins og kostur er. • Að farkennsla verði tekin upp sem valkost- ur fyrir yngri börn sem annars þurfa að sækja heimavistarskóla. • Að fræðsluvarp og „opnun háskóla" verði komið á m.a. til að nýta hina hæfustu kennara og nýjustu tækni í okkar strjál- býla landi. • Að á vegum ríkisins verði hægt að fá á ein- um stað þau rit og álitsgerðir sem opin- berir aðilar gefa út. • Að stefnt verði að því að Þjóðarbókhlaðan verði tekin í notkun 1994 og gerðar verði raunhæfar áætlanir til þess að þetta markmið megi ná fram að ganga. HÚSNÆÐISMÁL Flokksþing framsóknarmanna telur að hin- ar tíðu breytingar á húsnæðislöggjöfinni síð- ustu árin hafi skapað óöryggi hjá þeim sem þurftu á húsnæðislánum að halda. Þessu óvissuástandi verður að linna án tafar. Lög- gjöf sú sem sett var með samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins 1986 fékk ekki tæki- færi til eðlilegrar þróunar. Þess í stað var nýrri kollsteypu hleypt af stað með húsbréfa- löggjöfinni og fjársvelti Byggingarsjóðs rík- isins. Flokksþingið telur rétt úr þvf sem komið er að kerfið frá 1986 verði látið gilda fyrir þá sem eru að eignast sína fyrstu íbúð en hús- bréfakerfið fyrir þá sem eiga íbúð til að selja svo og til viðbygginga og endurbóta á hús- næði. Framfylgt verði því ákvæði laganna að bank- ar og sparisjóðir annist afgreiðslu í stað hús- bréfadeildar Húsnæðisstofnunar rfkisins. Framsóknarflokkurinn lítur á það sem meg- inverkefni að almenningur geti eignast eigið húsnæði en Ieggur ríka áherslu á að alltaf sé til staðar raunhæft val á milli hinna ýmsu möguleika á eignarformi, svo sem félagsleg- ar eignaíbúðir og búsetaformið. Það er einnig sérstaklega mikilvægt að ríki og sveitarfélög bjóði upp á tímabundin úr- ræði í húsnæði m.a. fyrir ungt fólk sem er að hefja búskap t.d. með leigu- eða kaupleigu- íbúðum. Flokksþingið leggur auk þess því áherslu á eftirfarandi: • Að samtök fatlaðra og svæðisstjórnum um málefni fatlaðra verði falið, í samvinnu við Húsnæðisstofnun ríkisins að þróa húsnæðisgerð sem henti öllum fötluðum. • Að lögð verði ríkari áhersla á ábyrgð hönn- uða, bygginganefnda og byggingafulltrúa að ákvæðum laga sem tryggja eigi að- gengi fatlaðra verði framfylgt. • Að tryggja þeim sem vilja eignast sérhæfð- ar íbúðir fýrir aldraða eðlilega möguleika á að selja það húsnæði sem þeir eiga fyrir. Það verður best tryggt með því að leggja áherslu á það við sveitarfélög og Húsnæð- isstofnunina að auðvelda innkaup þessara íbúða í félagslega kerfið. • Að það húsnæðislánafyrirkomulag, sem tekið var upp árið 1986 hentar öllu venju- legu launafólki betur en húsbréfin vegna lengri lánstíma og lægri vaxta sem eru niðurgreiddir samstundis en ekki eftir á eins og í vaxtabótakerfinu. Því er varað við að þessu kerfi verði lokað. Til að tryggja framgang þess verði haft samráð við aðila vinnumarkaðarins þar sem líf- eyrissjóðirnir sjá húsnæðislánakerfinu að meginhluta fyrir lánsfé. • Að varað er við að öll viðskipti með íbúðir verði með ríkisábyrgð eins og raunin er í húsbréfakerfinu. Verulegir erfiðleikar hafa komið í ljós á framkvæmd húsbréfakerfisins. Mest áber- andi er offramboð húsbréfa sem leiðir til hárra affalla og vaxta. Húsbréfakerfið hent- ar betur hinum tekju- og eignameiri aðil- um. Þingið vekur athygli á því að í hús- bréfakerfinu skuldbindur kaupandi sig til að greiða háa óbreytanlega raunvexti f 25 ár. Vaxtabætur eru í raun ekki annað en niðurgreiðsla á vöxtum og er því ekki sá sparnaður fyrir ríkissjóð sem haldið hefur verið fram. Það kann þó að spara ríkissjóði útgjöld vegna þess að vaxtabótakerfið er mjög óhagkvæmt landsbyggðinni þar sem fasteignamat íbúða er lágt. Þingið vekur at- hygli á þvf að greiðslubyrði íbúðarkaup- enda í húsbréfakerfinu þyngist með árun- um vegna þess hvernig vaxtabótakerfinu er háttað, þ.e. að einungis vextir eru frádrátt- arbærir. Flokksþingið telur óeðlilegt að það fjármagn sem varið er til húsnæðiskaupa almennings sé talin besta leiðin til ávöxtunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.