Tíminn - 21.11.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.11.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur21. október 1990 Ályktun um umhverfismál lögð fram á 21. flokksþingi framsóknarmanna 16.-18. nóv 1990 1. Flokksþingið fagnar stofnun sér- staks umhverfisráðuneytis. Þar með komst f höfn áralangt stefnumál framsóknarmanna í þessum mála- flokki. Með sérstöku ráðuneyti um- hverfismála næst betri yfirsýn yfir öll svið umhverfismála og aukið pól- itískt vægi þar eð einn ráðherra um- hverfismála talar fyrir þessum mála- flokki í ríkisstjórn. Ennfremur er ís- land nú loks í stakk búið til að taka fullan þátt í alþjóðlegu starfi á þessu sviði. Flokksþingið leggur áherslu á að verkefni umhverfisráðuneytisins verði nánar skilgreind og útfærð og þau lögfest með sérstakri umhverf- ismálalöggjöf er nái yfir öll svið um- hverfismála er heyra undir ráðu- neytið. Flokksþingið leggur áherslu á að Umhverfisráðuneytið gæti þess að aukin áhersla á umhverfisvernd og langtímamarkmið komi skýrt fram í stefnu og áætlanagerð ann- arra fagráðuneyta. Umhverfisráðu- neytið starfi þannig sem samræm- ingar- og vakningaraðili á sviði um- hverfismála í stjórnkerfinu. 2. Flokksþingið fagnar þeim miklu framförum sem orðið hafa á sviði Vinnirtgstölur laugardaginn 17. nóv. '90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.455.090 A PLÚS-r^SjvB Z. 4af5%lt» 71.098 3. 4af5 103 7.144 4. 3af 5 3.786 453 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.332.568 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 endurvinnslu hér á landi á síðustu mánuðum. Bylting hefur átt sér stað í endurvinnslu umbúða af drykkjar- vöru og er mikilvægt að halda áfram á þessari braut eins og mögulegt er um allt land. Með bættu fyrirkomu- lagi sorpeyðingar er mikilvægt að stuðla að flokkun sorps í heimahús- um með endurvinnslu í huga. í þessu sambandi leggur flokksþingið ennfremur áherslu á að leitað verði leiða til fjármögnunar á söfnun brotamálma svo sem bflhræja og skipsskrokka frá öllum landshlut- um. 3. Flokksþingið telur að virkja beri efnahagslega hvata til að ná fram markmiðum umhverfisverndar eftir því sem aðstæður og forsendur frek- ast leyfa. í þessu sambandi koma til greina beinir styrkir t.d. til söfnunar úrgangs í endurvinnslu, skattaíviln- anir vegna kostnaðarsams mengun- arvarnabúnaðar og lækkun tolla á umhverfisvænum vörum. hverfismála innan hvers sveitarfé- lags sé efld með aðstoð og samvinnu frá umhverflsráðuneyti. Flokksþing- ið minnir á fjögur aðkallandi svið umhverfismála sem brenna á sveit- arfélögum: a) Skipulagsmál. Þess verði vand- lega gætt við skipulagningu land- svæða að tekið sé fullt tillit til um- hverfis- og heilbrigðisþátta vegna byggðar og atvinnurekstrar þ.á m. ferðaþjónustu. b) Frárennslismál. Gerð verði að- gerðaáætlun og fjármögnunaráætl- un sem meðal annars geri ráð fyrir langtímalánum ef þörf krefur. c) Sorpeyðing. Fylgja verður reglu- gerðum fastar eftir og sveitarfélög- um gefinn ákveðinn frestur til úr- bóta. Gerð verði áætlun og gert ráð fyrir sérstökum fjárfestingasjóði til að ná fram markmiðum áætlunar- innar. 4. Flokksþingið leggur áherslu á mikilvægt hlutverk sveitarstjórna við verndun umhverfisins. Vanda- málin sem bíða úrlausnar verða til lykta leidd fyrst og fremst með bein- um aðgerðum í héraði. í þessu sam- bandi er mikilvægt að yfirstjórn um- d) Gróðurvernd. Gróður- og jarð- vegseyðing er meðal alvarlegustu umhverfisvandamála sem þjóðin glímir við. Hart er deilt um vægi einstakra órsakavalda. Tímabært er að setja niður ófrjóar deilur um or- sakir og einbeita kröftum manna þess í stað að úrbótum þar sem þær eru brýnastar. Ástand gróðurs og jarðvegs er mjög mismunandi eftir svæðum landsins. Á þeim stöðum þar sem ástand gróðurs er verst og jarðvegur í bráðri eyðingarhættu er skjótra aðgerða þörf til að koma í veg fyrir óbætanlegt tjón. 5. Flokksþingið minnir á að óspillt og fagurt umhverfi eru verðmæti sem sífellt eru metin meira í heimi vaxandi mengunar og mannmergð- ar. Reynslan sýnir að stjórnlaus og óskipulagður aðgangur að helstu perlum íslenskrar náttúru getur ekki gengið til lengdar. í ljósi þessa ber að leggja aukna áherslu á að- gerðir til verndunar viðkvæmri náttúru slíkra staða. Ekki er óeðli- legt að notendur þessara náttúru- gæða greiði með einhverjum hætti þá fjármuni sem þarf til að standa undir slíkum aðgerðum. Sem dæmi um skref í þessa átt minnir þingið á frumvarp þingmanna Framsóknar- flokksins um lagningu reiðvega og fjármögnun þeirra. 6. Flokksþingið minnir á nauðsyn þess að efla starfsemi áhugamanna- félaga á sviði umhverfismála t.d. með auknum stuðningi í fræðslu- málum, beinum fjárstuðningi til sérstakra aðgerða og faglegri aðstoð. Ennfremur verði athugaðar sérstak- lega leiðir eins og t.d. skattaívilnan- ir til einstaklinga og áhugamanna- samtaka vegna sérstakra verkefna á sviði umhverfismála. 7. Flokksþingið leggur áherslu á að ísland leitist við að vera leiðandi á alþjóðavettvangi í málefnum er varða verndun umhverfis- og auð- linda hafsins. Hér má taka til fyrir- myndar mikilvægt hlutverk íslands í sambandi við gerð hafréttarsáttmál- ans á sínum tíma sem jók mjög orð- spor og áhrif íslendinga á alþjóða- vettvangi. Samþykkt á 21. flokksþingi fram- sóknarmanna að Hótel Sögu 16.-18. nóv. 1990. 1x6 lengd 3,60, 3,90, 4,20, 4,50 kr. 83,- pr. m 1x6 lengd 4,80, 5,10 kr. 85.- „ 1,5x5 lengd 4,80 kr. 123.-,, 2x4 lengd 3,00 kr. 115.-,, 2x6 lengd 5,10 kr. 215.-,, 2x7 lengd 4,80 kr. 227,- „ 2x8 lengd 5,40, 5,70 kr. 290,- „ 2x9 lengd 5,70, 6,00 kr. 333,- „ # ÁLFABORG ? BYGGINGAMARKAÐUR Sími 91-686755. Skútuvogi 4. . Reykjavík Aukakjördæmisþing í Vesturlandskjördæmi Aukakjördæmisþing framsóknarmanna á vesturiandi haldiö að Hótel Borg- amesi sunnudaginn 2. desember kl. 10. Dagskrá: Forval og fragangur framboöslista Framsóknarflokksins (Vesturiands- kjördæmi til alþlngiskosnlnganna 1991. Væntanlegir þátttakendur I forvali hafi samband við formann uppstillingar- nefndar, EIIs Jónsson Borgarnesi, s: 71195. Borgnesingar - Bæjarmálefni I vetur verður opið hús á mánudagskvöldum frá kl. 20.30-22.30 á skrifstofu Framsóknarflokksins að Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúar flokksins i Borgarnesi verða á staðnum og heitt á könnunni. Allir sem vilja fylgjast með og hafa áhrif á málefni Borgamesbæjar eru velkomnir. Framsóknarfélag Borgamess. Aðaifundur Framsóknar- félags Skagafjarðar verður haldinn f Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 30. nóv- ember kl. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Þingmenn flokksins I kjördæminu mæta á fundinn og ræða stjórn- málaviöhorfið. Stjómin. Keflavík - Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaöur framsóknarfélaganna, Guöbjörg, verður á staðnum. Síml 92-11070. Framsóknarfélögin. Reykjanes Skrifstofa kjördæmasambandslns að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Slmi 43222. K.F.R. Suöurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Slminn er 22547. Félagar eru hvattir til aö llta inn. K.S.F.S. Rangæingar, spilakvöld Framsóknarfélag Rangæinga gengst að vanda fyrir hinum áriegu spila- kvöldum sunnudagana 11. og 25. nóvember, 9. desember og 13. janúar I Hvoli kl. 21.00. Fjögurra kvölda keppni, 3 gilda. Heildarverölaun férö til Akureyrar fyrir 2, glst á Hótel KEA 2 nætur. Góð kvöldverðlaun. Mætiö öll. Stjómin Borgarnes — Nærsveitir Spilum félagsvist I Félagsbæ föstudaginn 23. nóvember kl. 20.30. Mætum vel °9 s,undvislega. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Borgarness. N að skila tilkynningum í flokks- starfið tímanlega - þ.e. fyrir kl. 4 daginn fyrir útkomudag. Akranes — Bæjarmál Opinn fundur með bæjarfulltrúunum verður laugardaginn 24. nóvember kl. 10.30 I Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Munið morgunkaffið á staðnum. Kjördæmisþing í Reykjaneskjördæmi Framhaldsþing kjördæmissambandsins verður haldið sunnudaginn 25. nóvember nk. kl. 13.00 I Festi, Grindavlk. Boðaðir eru aðalfulltrúar og varafulltrúar. Þar fer fram skoðanakönnun á vall efstu manna á lista Framsóknar- flokksins við næstu alþingiskosningar. Þátttökutilkynningu I skoðanakönnuninni skal komið til framboðsnefndar á skrifstofu kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi, eða I slð- asta lagi á þinginu fyrir kl. 13.30 25. nóv. 1990. Stjóm K.F.R. Skagfirðingar- Sauðárkróksbúar Komið I morgunkaffi með Stefáni Guðmundssyni alþingismanni laugardaginn 24. þ.m. kl. 10.00- 12.00 I Framsóknarhúsinu, Sauðárkróki. Konur Suðurlandi Farin verður hópferð I Alþingi þriöjudaginn 27. nóv. nk. á vegum Félags framsóknar- kvenna I Ámessýslu. Að lokinni samverustund I Al- þingi verður sitthvað sér til gamans gert. Þátttaka tilkynnist I sföasta lagi 24. nóvember nk. I sima Jón Helgason Guðni Ágústsson 63388 eða 66677. Stjómin. Bæjarmálaráð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.