Tíminn - 21.11.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.11.1990, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 21. nóvember 1990 Tfmírin 15 Enska knattspyrnan: Arsenal ætlar ekki að áfrýja Stjóm enska knattspyrnufélagsins Arsenal ákvað á fundi sínum í gær að áfrýja ekki úrskurði enska knatt- spyrnusambandsins, sem dæmdi tvö stig af félaginu í síðustu viku, auk 50 þúsund punda sektargreiðslu. Slags- mál leikmanna Arsenal við leikmenn Manchester United fyrir skömmu voru ástæða þessara aðgerða sam- bandsins. Stjóm Manchester United hefur enn ekki ákveðið hvort hún áfrýjar þessum úrskurði, en United liðið var svipt einu stigi og einnig dæmt í 50 þúsund punda sekt. BL Handknattleikur: Handknattleiksdeild Víkings heldur upp á 50 ára afmæli sitt Áföstudaginn kemur, 23. nóvember, efnir handknattleiksdeild Víkings til 50 ára afmælisfagnaðar deildarinnar. Hófið verður haldið í Fóstbræðra- heimilinu og hefst kl. 20.00. Boðið verður upp á léttar veitingar og skemmtiatriði. Verð miða er 1.500 kr. Körfuknattleikur: Austurbakki hf semur viö KKÍ og félögin Körfuknattleikssamband íslands hefur endurnýjað samning sinn við Austurbakka hf og er samningurinn til eins árs. Austurbakki sér KKÍ fyrir skóm, boltum, keppnis- og æfinga- göllum, sokkum, skóm, töskum, bol- um og léttum fatnaði af NIKE og SPALDING gerð. Auk þess hefur Austurbakki gert samninga við 7 úrvalsdeildafélög, ÍBK, Hauka, UMFG, Val, Tindastól, IR og KR. Samningar þessir eru körfu- knattleiksíþróttinni mikils virði og ef meta ætti þá til fjár eru þeir um 2 milljóna króna virði. BL Gunnar Beinteinsson lék á ný með FH í gærkvöld eftir meiðsl og var mikilvægur hlekkur í 30-27 marka slgri liðs síns á Val. Timamynd pjetur. Handknattleikur -1. deild: FH-ingar að braggast Körfuknattleikur-NBA-deild Portland eina taplausa liðiö Línur eru nú aðeins faraar að skýrast í NBA-deiIdinni banda- rísku, en i henni leika sem kunn- ugt er bestu körfuknattleikslið heims. Lið Portíand TraiJ Blaz- ers, sem tapaði í úrslitaleiitjun- um í fyrra fyrir Detroit Pistons, virðist vera sterkasta iið deildar- innar um þessar mundir. Liðið er eina liðið sem enn hefur ekki tap- að leik í deildinni. Úrslitín síðustu daga hafa verið sem hér segin Föstudagur: Charlotte-Atlanfa .........119-109 Boston Ccltics-Utah Jazz ..114- 89 Cleveland CavaL-Miiwaukee ...99- 94 Danny Ainge, gamla kempan úr Boston, á eftir að styrkja lið Portland mikið í vetur. indiana Pacers-Mlami Heat ..106- 80 Detroit Pistons-NJ Nets .......105- 96 Philadelphia-Washington...115-102 DallasMavericks-LALakers ...99- 86 Phoenix Suns-LA Clippers ...121-110 Laugariagur: Orlando Magic-Indiana Pacers 99- 89 Bo*ton Celtics-Washington ..102- 90 Detroit Pistons-Atlanta Hawks ..91- 83 SA Spurs-Phoenbt Suns.....128-114 Houston Rockets-Miami Heat 117-100 NY Knicks-Philadelphla 76'ers 106- 79 Milwaukee Bucks-NJ Nets ....111- 99 PortlandTB-DenverNuggets 143-112 Chicago Bulls-Seattle Supers. ,116- 95 Colden State War.-Sacnmento 112-111 Sunnudagun Utah Jazz-Minncsota Timberw. 103- 94 LA Clippers-Seattle Supers * *•* 78- 65 Portland TB-Chicago Bulls ..125-112 LA Lakers-Colden State Warn „115- 93 Staðan í deildini er nú þessi, heildarleikir, unnlr, tapaöir, vinningshlutfall: Austurdeild-Atíantshafsriðill: Boston Celtics .......9 7 2 77,8 New York Knicks ......9 6 3 66,7 Philadelphia ‘76ers ..9 5 4 55,6 8 3 5 37,5 Mlami Heat _____ Washington Bullets ..8 2 6 25,0 New Jersey Nets •*••*•• 9 2 7 22,2 Austurdeild-Miðriðill: Detroit Pistons.....8 6 2 75,0 Milwaukee Bucks.....9 6 3 66,7 Cleveland CavaHers 10 6 4 60,0 Chicago Buils ..... 10 5 5 50,0 Charlotte Hornets ..10 5 5 50,0 Atíanta Hawks •»•«••■•• 9 4 5 44,4 Indiana Pacers ••••••••• 9 4 5 44,4 Vesturdeild-MiðvesturriðiU: San Antonio Spurs ..7 5 2 71,4 DaUas Mavericks.....8 5 3 62,5 David Robinson er þegar buinn að vinna til ýmissa verðlauna eftir eitt ár f deildinni. Tekst Spurs að sigra í deildinni f vor? Houston Rockets .....9 5 4 55,6 8 4 5 37,5 «•••••*•••*•••■•• Utah Jazz Minnesota Timberwolvcs 9 3 6 33,3 Orlando Magic .........9 3 6 33,3 Denver Nuggets.......9 1 8 11,1 Vesturdeild-Kyrrahafsriðill: Portland TVail Blazers 9 9 0 100,0 Golden State Worriors 9 7 2 77,8 Phoenix Suns ........8 5 3 62,5 Los Angeles CHppers ..9 4 5 44,4 Seattíe Supersonics 73 4 42,9 Los Angeles Lakers .7 2 5 28,6 Sacramento Kings ..6 0 6 0,0 Vesturdeildin er óvenju sterk í ár, en baráttan um sigur stendur væntanlega á mílH Portland og San Antonio Spurs. Lið eins og Dalias, Utah og Phoenix koma einnig til með að blanda sér í bar- áttuna. Austurdeiidin hefur verið mjög sterk undanfarín ár og svo er enn. Meistarar Detroit eru likleg- astir til að sigra, en Boston, New York, Philadelphia og Chicago eru einnig líkleg tii stórræða. BL - Unnu Valsmenn örugglega, 30-27 - Heimasigur á Selfossi - Annað jafnteflið í röð hjá Fram Það var fremur rislágur handknatt- ieikur, sem íslandsmeistarar FH og bikarmeistarar Vals sýndu í gær- kvöldi, er Uðin mættust í 1. deildinni í handknattíeik-VÍS keppninni, í Kaplakrika. MikH deyfð var yfir leik- mönnum og áhorfendum fram eftir öUum leik, en á lokamínútunum stóð ekki steinn yfir steini á vellinum. Leikurinn fór fremur rólega af stað og ieikurinn var í jafnvægi allt þar til staðan var 10-10 og skammt var til leikhlés. Áhugaleysi Valsmanna varð þá alls ráðandi og FH-ingar gengu á lagið og skoruðu 4 síðustu mörkin í hálfleiknum, 14-10. Hafnfirðingar áttu einnig 3 fyrstu mörkin í síðari hálfleik og voru því komnir með yfir- burðastöðu 17-10. Eftir að Valsmenn fóru að taka tvo FH-inga úr umferð riðlaðist sóknarleikur FH og Vals- menn náðu að rétta sinn hlut og minnka muninn í 4 mörk, 18-14. FH-ingar voru ekki á því að gefast upp, munurinn var þetta 3-6 mörk til leiksloka. Síðustu 7-8 mínútur leiksins var hrein stórskotahríð og mörkunum rigndi sem aldrei fyrr. Einstaklingsframtakið reyndist FH- ingum drjúgt á þessum mínútum og hver leikmaðurinn á fætur öðrum dansaði í gegnum hripleka vöm Vals. Valsmenn reyndu að bæta vömina upp í sókninni, skoruðu grimmt, en FH- ingar svömðu jafnan fyrir sig. Maður á mann vörn hefði jafnvel ver- ið rétta svarið á Valsmönnum síð- ustu mínúturnar, en þó er það ekki víst því leikmenn liðsins virtust lít- inn áhuga hafa á vöm í gærkvöldi. Þegar leiktíminn rann út og við- burðaríkar lokamínútur vom að baki voru það FH-ingar sem fögnuðu sigri, 30-27. Bergsveinn Bergsveinsson átti mjög góðan leik í marki FH í gær- kvöld og varði ein 17 skoL Þorgils Óttar stjórnaði leik liðsins af stakri prýði og skoraði falleg mörk. Þeir Guðjón Ámason og Stefán Kristjáns- son léku einnig prýðisvel. Miklu munaði um hjá FH að Gunnar Bein- teinsson lék nú á ný með liðinu eftir meiðsl og átti hann góðan leik. Valdimar Grímsson og Jakob Sig- urðsson vom bestu menn Valsliðs- ins, sem virðist á leiðinni í öldudal um þessar mundir. Þokkalegir dómarar leiksins voru þeir Einar Sveinsson og Gunnlaugur Hjálmarsson. Mörk FH: Stefán 9/2, Guðjón 6, Þorgils 5, Gunnar 3, Óskar H. 3, Pét- ur 2 og Hálfdán 2. Valur: Valdimar 7/2, Jakob 5, Jón 4, Júlíus 4, Brynjar 3/1, Finnur 2 og Dagur 2. Annað jafntefli Fram í röð Framarar gerðu 22-22 jafntefli við Eyjamenn í Laugardalshöll í gær- kvöldi. í leikhléi var staðan 10- 12 ÍBV í vil. Gunnar Andrésson og Andri V. Sigurðsson skomðu 7 mörk hvor og þeir Jason Ólafsson og Karl Karls- son 5 hvor fyrir Fram, en fyrir ÍBV skoruðu Jóhann Pétursson 6, og Sig- urður Gunnarsson og Gylfi Birgis- son 5 mörk hvor. Heimasigur á Selfossi Selfyssingar unnu KA-menn 21-18 á Selfossi, en í leikhléi var staðan jöfn 8-8. Táp hjá Gróttunni Á Seltjamarnesi vann Stjaman 26- 29 marka sigur á Gróttu (13-16). Halldór Ingólfsson Gróttu og Skúli Gunnsteinsson Stjömunni vom markahæstir með 8 mörk hvor. Staðan í 1. deildinni í handknattleik: Víkingur.....13 13 0 0 326-271 26 Valur ........13 10 1 2 317-281 21 Stjarnan.....13 10 0 3 320-298 20 FH...............13 724310-298 16 Haukar........12 7 0 5 281-289 14 KR..............13 3 64 299-30712 ÍBV..........12 4 3 5 291-284 11 KA ...L......13 4 1 8 302-221 9 Grótta ......13 3 1 9 286-305 7 Selfoss......13 2 3 8 261-297 7 Fram ........13 1 4 8 264-310 6 ÍR ..........13 2 1 10 278-314 5 BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.