Tíminn - 22.11.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.11.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 22. nóvember 1990 Jóhannes Geir Sigurgeirsson, varaþingmaður Framsóknar: Ríkisstofnanir skulu út á land „Ég tel að það sé ekki æskileg þróun að öll uppbyggingin eigi sér stað á einum stað,“ sagði Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, vara- þingmaður Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra, er hann var inntur eftir því hvað byggi að baki tillögu hans um að öll aukning í ríkisumsvifum eigi að eiga sér stað úti á landi. „Kveikjan að þessari skoðun minni var nú fyrst og fremst sú að ég fékk í hendurnar tölur frá Byggðastofnun um ný störf frá ár- unum 1984-1988. Eru þau nánast öll í þjónustu, bæði í opinberri og einkaþjónustu, og 83% falla til á höfuðborgarsvæðinu, 5% á Suður- nesjum, 6% á Norðurlandi eystra og 6% á landsbyggðinni annars staðar," sagði Jóhannes í samtali við Tímann. Með framkvæmd á þessu sagði Jó- hannes að „þetta byggist á því að menn verði sammála um að efla einhverja höfuðstaði á lands- byggðinni til að taka við þessari þjónustu. Víða úti á landi eru grunnatvinnuvegirnir að komast á skrið aftur, en það þýðir ekki að það komi fleiri störf í kringum það. Ef við ætlum að halda fólkinu dreifðu um landið til að viðhalda Jóhannes Geir Sigurgeirsson. eðlilegu mannlífi og eðlilegri þjónustu þá verðum við að grípa í þennan þátt lfka.“ Er Jóhannes var inntur eftir því hvort að þetta gæti ekki reynst dýr kostur, svaraði hann því til að „í mörgum tilfellum er það ódýrara, því ef við snúum þessu við þá væri það dýrasta sem fyrir okkur gæti komið að fólkið hrúgast allt á einn stað. “ —GEÓ Húsnæðisvandi hjá Tilraunastöð H.í. í meinafræðum Fyrsti fundur stjórnar Tilrauna- stöðvar Háskóla íslands var hald- inn 23. október sl. Meðal verk- efna sem bíða stjómarinnar er húsnæðisvandi starfseminnar. En þrengsli og uppsafnaður viðhalds- vandi í núverandi húsakynnum eru starfseminni verulegur fjötur um fót. Ný lög um Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræðum að Keldum voru samþykkt á Alþingi 4. maí 1990. Þau komu í stað laga frá 28. febrúar 1947. í nýju lögunum eru ýmis nýmæli svo sem nánari ákvæði um hlutverk Tilrauna- stöðvarinnar og tengsl við Háskóla íslands og iandbúnaðaryfirvöld. Meðal nýmæla er það að Tilrauna- stöðinni er sett stjórn skipuð af háskólaráði til fjögurra í senn eftir tilnefningu frá læknadeild og raunvísindadeild Háskólans, land- búnaðarráðherra og fundi starfs- manna. Um forstöðumann Tilraunastöðv- arinnar gilda nú þau ákvæði að hann skal ráðinn til sex ára í senn en áður var hann æviráðinn og jafnframt skal hann vera prófessor í læknadeild. khg. Kvörtunum vegna meindýra í höfiiðborginni hefur fækkað. I nýútkominni ársskýrslu gatnamálastjóra Reykjavíkur- borgar fyrir síðasta ár kemur m.a. fram að kvörtunum vegna músa- og rottugangs hefur fækk- að um 289 frá árinu 1988, cn alls bárust 542 kvartanir í fyrra. Þar kemur einnig fram að hlut- fallsiega fleiri kvartanir berast vegna rottugangs, eöa um 60% af öllum kvörtunum undan mein- Á síðasta ári var eitrað bundið í holræsi borgarinnar og voru sum hverfl yfirfarin tvisvar, segir einnig í ársskýrslu gatna- málstjóra. l>á voru framleiddir rúmlega 5000 staukar af rottu- eitri steyptu í parafínfeiti en staukunum var komið fyrir í hol- ræsum. Það reyndist vel og hefur verið gert í meira magni í ár. Guðmundur Björnsson, verk- stjóri yfir meindýraeyðingu Reykjavíkurborgar, sagði í sam- tali við Tímann, að rottugangur væri að minnka í borginni. „Það hefur veriö mjög mikið niður á við hin síðarí ár.“ Hann sagði að stöðugt væri unniö á rottunni og miklar aðgerðir í gangi, einkum á sumrin. Ekki er búið að taka saman tölur íyrir árið í ár, en fyrri part ársins var heldur minna um rottugang en árið áð- ur. „Þetta er meira stríð gagnvart rottunni, en músunum er hins *» ■ vegar unnið á eftir að kvartað er undan þeim í híbýlum,“ sagði Guðmundur. Hann taldi ástandið vera verra í eldri hveríum borgar- innar en nýju og er ástæðan sú að þegar skolplagnir eru famar að eldast og skemmast er meiri hætta á rottugangi. „Ástandiö var slæmt fyrir nokkuð mörgum árum en hin síðari ár hefur rottugangur verið á stöðugri nið- urleið. Eini mælikvarðinn sem við höfum á þetta er hve fólk kvartar míkið og fólk kvartar minna í dag en áður,“ sagði Guð- mundur að lokúm. -hs. Á myndinni sjáum viö Tilraunastöð Háskóla fslands í meinafræðum. Ritun sögu Tryggva Gunnarssonar lýkur. Síðasta bindið, Athafnamaður og bankastjóri er komið út: ÞRJÁTÍU OG FIMM ÁRA VERKILOKIÐ Sl. miðvikudag boðaði Landsbankinn og bókaútgáfa Menningar- sjóðs til blaðamannafundar í tilefni af því að út er komið fjórða og síðasta bindið af sögu Tryggva Gunnarssonar, er Bergsteinn Jóns- son sagnfræðingur hefur samið. Þetta síðasta bindi nefnist „At- hafnamaður og bankastjóri.” FráblaðamannafúndivegnaútkomuQórðabindssöguTtyggvaGunnaissonar. Fnemstir sitja Bjötgvin Vlmundarson bankasajórl og Bergsterm Jónsson sagn- fræðingur, en standand em Jóhannes Ágústeon bankastjórl, Bnar Laxness frá bókaútgáfú Mermingarsjóðs og BjömTryggvason bankasijóri Björn Tryggvason, bankastjóri, gerði grein fyrir ástæðum þess að í verkið var ráðist og að því búnu ræddi Bergsteinn um Tryggva Gunnarsson. Kom fram í máli þeirra að það var um eða upp úr 1950 að Þorkell Jóhannesson, pró- fessor og síðar Háskólarektor, sneri sér til þáverandi stjórnenda Landsbankans og benti þeim á hve vel mundi fara á að bankinn kost- aði útgáfu á ítarlegri ævisögu Tryggva Gunnarssonar, sem auk annars var um hríð bankastjóri Landsbankans og mótaði stefnu hans á viðburðamiklu og örlaga- ríku skeiði í athafnasögu þjóðar- innar. Áhugi Þorkels á verkinu hefur ekki fyrst og fremst risið af áhuga á persónunni eða einstaklingnum Tryggva Gunnarssyni, heldur öllu fremur vegna hinna fjölmörgu at- hafnasviða, sem Tryggvi lifði og hrærðist á um dagana. Varð það úr að Þorkell tók að sér að rita verkið en Landsbankinn að kosta útgáf- una. Segir Bergsteinn að þetta hafi verið hið ákjósanlegasta úr- ræði til þess að koma fyrir al- menningssjónir hinni miklu þekkingu Þorkels á þessum hiuta þjóðarsögunnar, sem hann hafði manna best kannað. Eftir fráfall Þorkels var leitað til Lúðvíks Kristjánssonar að taka að sér verkið, en hann hafnaði því sakir anna. Var þá leitað til Berg- steins Jónssonar sagnfræðings um að taka það að sér sem hann gerði og þá ekki síst fyrir hvatningu Lúðvíks. Fyrsta bindið, „Bóndi og timbur- maður" kom út 1955. Þorkell hafði ritað tæplega helming ann- ars bindis er hann féll frá árið 1960. Tók Bergsteinn við 1962 og annað bindið „Kaupstjóri“, kom út árið 1965. Þriðja bindið með heit- inu „Stjórnmálamaður" kom út 1972. Síðan kom hlé og óvissa um framhald útgáfunnar. Var það ekki fyrr en árið 1986 að Bergsteinn tók til óspilltra málanna að rita fjórða og lokabindið sem nú kem- ur út. Upplag fyrsta bindis var þá þrotið og annars bindis að mestu. Var ákveðið að endurprenta þau í 350 eintaka upplagi, þar sem óseld voru um 350 eintök af þriðja bind- inu. Verkið kemur þannig nú út í öskjum, auk 650 eintaka af hinu nýja fjórða bindi. Bókaútgáfa Menningarsjóðs stendur sem fyrr að útgáfu verks- ins með Landsbanka og Seðla- banka. Hefur alltaf verið vilji og metnaður fyrir hendi að ljúka verkinu, en það hefur samt tekið 35 ár. Skal ekki dregin dul á að með safni Seðlabankans að Einholti 4 var ætlunin að stofna til mennta- og fræðaseturs m.a. með verka- skiptingu þess og annarra safna um seðla, mynt, svo og bréfa- og skjalasafn Tryggva Gunnarssonar, svo nokkuð sé nefnt. Skjalasafn Seðlabankans og Landsbankans frá fyrri tíð er bankarnir voru ein stofnun er þar og varðveitt og má segja að lokaútgáfa ævisögu Tryggva Gunnarssonar nú, sem jafnframt er hagsaga, sé sprottin af sama meiði, til að hlúa að sögu þjóðarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.