Tíminn - 22.11.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.11.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 22. nóvember 1990 Tíminn 9 Lífskjör og lífsgæði Fullveldi eða sjálfstæði íslensku þjóðarinnar er allt í senn stjórn- málalegt, efnahagslegt og menn- ingarlegt sjálfstæði. Efnahagslegt fullveldi er að vera fjárhagslega sjálfstæður, að lifa ekki um efni fram. Lífskjörin í tekjum talið er ekki sama og lífsgæði. Hin efnahags- legu gæði eru aðeins hluti af þeim lífsgæðum sem okkur þykja eftirsóknarverð. Við erum Iánsöm að lifa í þróttmiklu þjóðfélagi. Þrátt fyrir mikla vinnu við venju- legt brauðstrit er ótrúlega mikill áhugi á og þátttaka í listalífi ým- iss konar, hvort heldur er tónlist, leiklist eða myndlist og mikill er fjöldi stærri og smærri rithöf- unda. Fræðafélög og föndurnám- skeið blómstra víða og mikil er aðsókn að kvöldnámskeiðum ým- iss konar. Hjá endurmenntunar- stofnun Háskólans er ekki aðeins leitað eftir sérfræðinámskeiðum og faglegri endurmenntun, það er mikil þátttaka í námskeiðum í sögu, heimspeki, bókmenntum, tónlist og listasögu. Þessi nám- skeið sækir fólk á öllum aldri og greiðir 5-8 þúsund krónur fyrir námskeiðið. Virðist oft erfitt að átta sig á því hvernig fólk finnur tíma til slíkra hluta. Þetta fólk lif- ir lífinu en er ekki áhorfendur. Einstaklingarnir njóta sköpunar- gleðinnar og sköpunarverksins, þessi iðja skilar ánægju en ekki arði í tekjum talið, þetta eru lífs- gæði. Þótt takmark okkar í lífinu væri aðeins að hámarka tekjurnar eða auka þær í hámark þá er aðild ís- lands að EB enn of áhættusöm. Þar við bætist að Evrópubanda- lagið er ennþá í mótun og vonir verða ekki alltaf að veruleika. íslendingar geta verið eins frjálsir og þeir vilja vera á meðan þeir eiga sjálfir landið og land- grunnið með tilheyrandi auðlind- um. Er því engin ástæða til að fórna fullveldinu fyrir ímyndaðar allsnægtir. Frá flokksþingi Framsóknarflokksins að Hótel Sögu. ingu sem er fyrir hendi, ýmist innan lands eða utan. Áhyggjuefni okkar ætti að vera framtaksleysi í atvinnu- málum. Evrópubandalagið læknar ekki framtaksleysi okkar, þeir gætu einfaldlega tekið við hlutverki at- vinnurekenda. Menningarleg einangrun íslands utan Evrópubandalagsins er ástæðulaust áhyggjuefni. Hugtakið menning virðist oft óljóst, því menn tala um vísindi og menningu, listir og menningu, mál, menntun og menningu o.s.frv. Virðist hugtakið menning oft innihaldslítið. Við skil- greinum gjarnan tvenns konar menningu: hámenningu, en það er sú menning sem felst í vísindum og listum, og þjóðmenningu, en það eru andlegir og verklegir hættir þjóðar. Hámenningin, þ.e. vísindi og listir, þar með taldar bókmenntir, er al- þjóðleg og þekkir engin landamæri. Við munum framvegis sem hingað til eiga aðgang að og hlutdeild í frumlegri hugsun og skapandi starfi vísinda- og listamanna. Þar mun ráða ferðinni okkar eigin áhugi, at- orka og ástundun á sviði lista og vís- inda. Þjóðmenning okkar, íslensk menn- ing, lýsir samfélagi okkar og siðum á hverjum tíma. íslensk menning er síbreytileg en hún byggir á ríkulegri arfleifð liðinna kynslóða, á íslenskri tungu og sögu, á siðum og venjum sem varðveist hafa um aldir. ís- lenskri menningu er engin hætta búin þótt við verðum utan Evrópu- bandalagsins. Hvað kostar fullveldi íslands nú? Ætla má að við íslendingar séum sammála um að fóma ekki auðlind- um okkar fyrir aðild að Evrópu- bandalaginu, en margir virðast fúsir til að fóma fullveldi þjóðarinnar fyr- ir fríverslun með saltfisk. Draumur- inn um umtalsverðan útflutning ís- lenskra iðnaðarvara á Evrópumark- að virðist fjarlægur í dag vegna þess Tímamynd PJetur að varan er vart samkeppnishæf. Við viljum og eigum gott samstarf og góð viðskipti við aðrar Evrópuþjóðir og svo hefúr verið um árabil. En við eigum langt í land með samkeppnis- hæfar iðnaðarvörur, nema þá eina og eina vömtegund. Við höfum nú þegar fríverslun með iðnaðarvörur og ferskan fisk að mestu en við vilj- um fá niðurfellingu tolla af saltfiski. Áætlaðir tollar á íslenskar sjávaraf- urðir, greiddir Evrópubandalaginu, em um 1 milljarður króna eða um 4 þúsund krónur á mann á ári. Þetta er kostnaðurinn, þetta er verðið á sjálfstæði íslands í dag. Áskrift að Tímanum kostar 13.200 krónur á ári og má hafa það til samanburðar. ÁLYKTANIR Flokksþingið fagnar einarðri stefnu ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar í samningum Fríverslunar- bandalags Evrópu (EFTA) og Evr- ópubandalagsins (EB). Grundvallar- atriði í þessum samningum er að tryggja óskorað menningarlegt og stjórnarfarslegt sjálfræði íslensku þjóðarinnar samhliða frjálsum við- skiptum. Brýnt er að láta reyna á það til þrautar hvort niðurstaða fæst í viðræðum EFTA og EB um evr- ópskt efnahagssvæði. Takist það ekki, ber að hefja án tafar viðræður við EB um tvíhliða samning. Stjórnarskrá EB, Rómarsáttmál- inn, byggir á sameiginlegri stjórn og rétti allra þegna bandalagsins til sameiginlegrar nýtingar á auðlind- um. Undan því fá aðildarríki EB ekki vikist. Sem aðildarþjóð að EB yrð- um við að veita öðrum aðgang að fiskimiðum okkar og orkulindum. Slíkt er ekki unnt að samþykkja. Að- ild íslendinga að EB kemur því ekki til greina. í Evrópu eiga sér stað miklar breyt- ingar. Ríki EB stefna að efnahags- legum og e.t.v. pólitískum samruna um leið og í ríkjum Austur-Evrópu eru að verða miklar breytingar á stjórnarháttum og þjóðskipulagi. Nauðsynlegt er að tryggja nána samvinnu við ríki Evrópu á sem flestum sviðum. Þau atriði sem skipta mestu máli eru: 1. Gagnkvæmt frelsi í vöruviðskipt- um á sviði iðnaðar og sjávarafurða. 2. Gagnkvæmur réttur til að sækja menntun og til þátttöku í rannsókn- ar- og vísindastörfum. 3. Gagnkvæmt frelsi í þjónustuvið- skiptum eftir ákveðinn aðlögunar- tíma. Flokksþingið leggur sérstaka áherslu á tollfrelsi í viðskiptum með allar sjávarafurðir. í því sambandi er nauðsynlegt að leiðrétta það mis- ÁLYKTUN UM FLOKKSMÁL samþykkt á 21. flokksþingi Framsóknarflokksins Framsóknarflokkurinn starfræki flokksmiðstöð framsóknarmanna í hinu nýja húsnæði sem keypt hefur verið í Reykjavík. Aðalverkefni mið- stöðvarinnar skal vera að annast al- hliða þjónustu til styrktar flokks- starfinu, og tengja það starfi þing- flokksins sem mest. Flokksmiðstöð heyri undir Lands- stjórn Framsóknarflokksins. Fram- kvæmdastjóri sér um daglegan rekstur og mannaráðningar sem ber að leggja fyrir Landsstjórn. Mið- stöðin aðstoði kjördæmissambönd- in við skipulagningu flokksstarfs- ins. Flokksmiðstöðin reki félagsmála- skóla Framsóknarflokksins og telur þingið brýnt að skólinn verði end- urvakinn strax með öflugu starfi á flestum sviðum fræðslu- og þjóð- mála. Landsstjórn skal hafa starfsemi og skipulag Framsóknarflokksins í stöðugri endurskoðun. Áhersla verði lögð á að opna flokksskrifstofu í hverju kjördæmi sem allra fyrst vegna komandi al- þingiskosninga. Aftur verði tekin upp útgáfa Hand- bókar Framsóknarflokksins þar sem fram komi nauðsynlegar upplýsing- ar, svo sem lög flokksins og kjör- dæmissambanda og upplýsingar um fulltrúa í stjórnum og ráðum á vegum flokksins um land allt. Flokksþingið bendir á nauðsyn þess að örva ungt fólk til starfa inn- an flokksins, í því felst framtíð hans. ÁLYKTUN UM EB 0G EFTA samþykkt á 21. flokksþingi Framsóknarflokksins sem haldið var á Hótel Sögu 16.-18. nóvember 1990. ræmi sem er á tollum EB á hráefni til frekari vinnslu og á fullunnum vörum fyrir neytendamarkað. Alþjóðlegir staðlar varðandi vöru og þjónustu greiða fyrir milliríkja- viðskiptum. í þessu samræmingar- starfi ber okkur íslendingum að taka þátt, enda utanríkisverslun mikil- væg í þjóðarbúskap okkar. Semja þarf um aðlögunartíma í einstökum greinum. Auðvelda þarf vöru- og þjónustu- viðskipti. Á þeim sviðum þjónustu sem ástæða er til að ætla að innlend fyrirtæki séu ekki í stakk búin til að mæta innlendri samkeppni þarf að semja um ákveðinn aðlögunartíma. íslendingum er mjög mikilvægt að hafa rétt til menntunar og til þátt- töku í rannsókna- og vísindastörfum í Evrópu, eins og verið hefur um aldir. Því fagnar fiokksþingið þeim samningum sem gerðir hafa verið um samstarf á sviði mennta og vís- inda. í vísinda- og rannsóknastörfum þurfa íslendingar að taka fullan þátt til að tryggja hæfi íslensks atvinnu- lífs til að takast á við hina hröðu tækniþróun. Um leið og flokksþingið lýsir þeirri skoðun að íslenskt þjóðlíf þurfi að taka mið af umheiminum þá leggur þingið áherslu á sjálfstæði, sjálfs- ákvörðunarrétt og sérstöðu þjóðar- innar. íslendingar einir hafa skiln- ing og getu til að stýra þeim málum sem sjálfstæði þjóðarinnar byggir á og verða ætíð að hafa eignarhald á landinu og stjórn á náttúruauðlind- um þess og menningu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.