Tíminn - 22.11.1990, Blaðsíða 19

Tíminn - 22.11.1990, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 22. nóvember 1990 Tíminn 19 fÍllÍi:;::: ÍÞRÓTTIR Evrópumótid í knattspymu: Hollendingar gerðu út um leikinn á 18 mín. Hollendingar náðu að rétta sinn hlut í 6. riðli Evrópu- móts landsliða í knattspymu í Rotterdam í gærkvöld, en meistararair töpuðu sínum fyrsta leik í riðlinum, 0-1, fyrir Portúgölum fyrr í haust. van ‘t Scihip, sem sendi bolt- ann fyrir markið á Dennis Bergkamp sem skoraði með skalla. Van Basten skoraði síð- Marco Van Basten var maður- inn á bak við mörkin tvö. Á 7. mín. átti hann snilldarsend- ingu upp hægri kantinn á John an sjálfur á 18. mín. eftir að Jan Vouters lék á tvo gríska varnarmenn og gaf á Van Bas- ten. Portúgalir hafa forystu í riðl- inum með 3 stig, Grikkir og Hollendingar hafa 2, Finnar 1 og Möltubúar ekkert. BL HM áhugamanna í keilu: Mótið í hættu vegna góðrar frammistöðu keppanda frá ísrael Þessa dagana er haldið í borginni Pattaya í Thailandi heimsmeist- aramót áhugamanna í keilu. Góð frammistaða ísraelsmannsins Gay Merhavy ógnar nú sjálfu mótshaldinu. Merhavy komst í 16 manna úr- slit, en hann skoraði 4.355 stig í 24 leikjum á þremur fyrstu dögum mótsins og hafnaði í 13. sæti. í 16 manna úrslitum er leikið þannig að einn keppandi mætir öðrum, en í undankeppninni lék hver fyr- ir sig. Að minnsta kosti 2 af þeim 5 keppendum frá Múhameðstrúar- löndum, sem komust í úrslitin, ætla að hafa samband við stjórn- völd í heimalöndum sínum til að fá staðfestingu á því hvort þeir verði að hætta þátttöku í mótinu. „Samkvæmt lögum má ég ekki keppa gegn fólki frá þessu landi í einstaklingskeppni," segir Ahmed Kareem frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. „Þegar við kom- um hingað var okkur ekki ljóst að ísraelsmaður kæmist í úrslitin. Við verðum að hringja heim til að fá ráðleggingar," bætti Kareem við. Kareem sagðist ennfremur viss um að ef S.a.F. meistarinn Mohammed Kalifa, sem varð í 4. sæti í undankeppninni með 4.500 stig, keppir í einstaklingskeppn- inni á fimmtudag, leggi stjórnvöld í S.a.F. keilusamband landsins niðurl Sigurvegarinn frá því í fyrra, Sal- em al-Mansouri frá Qatar, sem er í 10. sæti í keppninni nú, segist einnig ætla að hafa samband við stjórnvöld í landi sínu, áður en hann ákveður hvort hann heldur áfram þátttöku í mótinu. Keppendur frá Bahrain, Malasíu og Indónesíu komust einnig í 16 manna úrslitin. BL Heimsbikarkeppni í golfi: Sigurjón og Úlfar léku á 156 höggum Heimsbikarkeppnin í golfi hófst í Orlando í Flórída í gærkvöldi að ísl. tíma. Úlfar Jónsson og Sigurjón Arn- arsson léku samtals á 156 höggum, Úlfar á 73 og Sigurjón á 83. Þegar blaðið fór í prentun í gær- kvöldi var ekki ljóst í hvaða sæti þeir félagar voru. Ekki voru þeir neðstir, því kylfingar frá Puerto Rico léku á 161 höggi. BL Knattspyrna: Di Stefano tekur við hjá Real Madrid í gær tók gamla knattspymustjarnan Alfredo Di Stefani við þjálfun spænska knattspymu-stórveldisins Real Madrid. Di Stefano, sem er 64 ára gamall, garði garðinn frægan hér á ámm áður með Reai Madrid og arg- entínska landsliðinu. Hann var fyrr á þessu ári valinn besti knattspyrnu- maður Evrópu fyrr og síðar. Fráfarandi þjálfari, Wales-búinn John Toshack, var rekinn frá félaginu á mánudaginn eftir að liðið tapaði sínum þriðja leik á tímabilinu. Liðið er nú í 6. sæti deildarinnar. Di Stefano mun þjálfa liðið út yfir- standandi keppnistímabil eða þar til annar þjálfari fæst til starfans. Sjálfur vonar Di Stefano að verða sem lengst við stjórvölinn hjá félaginu. BL Knattspyrna: Tvö jafntefli í gærkvöld voru tveir leikir í 8. und- anriðli Evrópumóts 21 árs Iandaliða í knattspyrnu. í Nikosíu á Kýpur gerðu heimamenn 1-1 marka jafnt- efli gegn Svíum og Grikkir og ísra- elsmenn gerðu 2-2 marka jafntefli á Grikklandi. Svíar em efstir í riðlinum með 3 stig, en hinar þjóðirnar hafa allar 1 stig. BL Knattspyrna: KRISTJAN JONSSON VALINN BESTI LEIK- MAÐUR FRAM 1990 Á uppskeruhátíð knattspymudeildar Fram sem haldin var í Framheimilinu í vikunni var Kristján Jónsson valinn besti leikmaður meistaraflokks 1990 og hlaut hann einnig verðlaun fyrir bestu ástundun. Jón Eriing Ragnars- son var einnig heiðraður fyrir frábæra frammistöðu. Nokkrir leikmenn meistaraflokks náðu áfangaleikjum sl. sumar. Pétur Amþórsson lék sinn 100. leik í sumar, en hann á nú að baki 110 leiki. Sama áfanga náði Kristján Jónsson, en hann hefur nú leikið 109 meistaraflokks- leiki. Pétur Ormslev lék sinn 300. leik í sumar og á nú að baki fleiri leiki en nokkur annar Framari, eða 321. Fyrra metið átti Marteinn Geirsson 319 leiki. f hófinu vom leikmenn yngri flokk- anna einnig heiðraðir. í 2. flokki var besti leikmaður valinn Ágúst Ólafsson, en Haukur Pálmason Knattspyrna: Knattspyrnusambönd Þýskalands sameinuð í gær voru knattspymusam- bönd Austur- og Vestur-Þýska- lands sameinuð f borginni Lelpz- ig, þar sem DFB, þýska knatt- spvmusambandið var stofnað ár- ið 1900. Í fyrradag var knattspymusam- band Austur-Þýskaiands DFV, lagt niður af elgin frumkvæði til I að auðvelda samrunann við DFB. Það voru DFB og knattspymu- samband Norð-Austur-lfyska- lands sem sameinuðust f gær, en það samband tók við af DFB í fyrndag. „Við höfum beðið í 45 ár eftir þessu,“ sagði Hermann Neuberg- er forseti DFB í Leiprig í gær. Til að kóróna sameininguna var landsleikur mifli Austur- og Vest- ur-Þýskalands fyriihugaður i Leipzig í gær, en hætt var við hann af ótta við skrflslæti. Fyrsti leikur landsliðs samein- aðs Þýskalands verður í Stuttgart 19. desember nk. gegn Svissiend- ingum. Það voru einmitt Sviss- lendingar sem voru fyrstu mót- hetjar Vestur- Þýskalands á knatt- spyrnuveflinum árið 1950. BL a r einnig heiðraður fyrir góða frammi- stöðu. Besti leikmaður 3. flokks var valinn Þorvaldur Ásgeirsson, en Jónas Valdi- marsson var einnig heiðraður fyrir góða frammistöðu. Grímur Axelsson var valinn besti leik- maður 4. flokks og Sverrir Ingimund- arson var heiðraður fyrir góða frammi- stöðu. í 5. flokki var Gunnar Sveinn Magnús- son valinn besti leikmaöurinn, en þeir Tómas Ingason og Kolbeinn Guð- mundsson vom heiðraðir fyrir góða frammistöðu í sumar. Besti leikmaður 6. flokks var valinn Bjami Þór Pétursson. Viðar Guðjóns- son og Baldur Knútsson vom einnig heiðraðir. Eiríksbikarinn er bikar sem gefinn er fyrir mestar framfarir í yngri flokkun- um. Hann er gefinn af Ríkharði Jóns- syni til minningar um Eirík Jónsson málara. Að þessu sinni hlaut Pétur H. Marteinsson Eiríksbikarinn, en einnig vom Þorvaldur Ásgeirsson 3. flokki og Bragi Viðarsson 4. flokki heiðraðir fyr- ir miklar framfarir í sumar. Markahæstu leikmenn Fram í sumar urðu þessir: 1. Ásbjöm Jónsson 3. fl.38 mörk 2. Ríkharður Daðason 2. fl. 34 mörk 3. Kjartan Hallkelsson 3. fl.32 mörk Þórður Ingi Guðjónsson var valinn Fram-dómari ársins 1990. BL BNA-deildin: Dallas tapaði í framlengingu fyrir Minnesota Nýliðarnir frá því fyrra, Minnes- ota Timberwolves unnu nauman sigur á Dallas Mavericks 92-91 í framlengdum leik í fyrrinótt. Þar með hefur liðið unnið 4 af fyrstu 10 leikjum sfnum f deildinni og það góður árangur hjá liðinu. Úrslitin í fyrrinótt urðu sem hér segir: Charlotta Hor.-Atlanta Hawks.128-121 Detroit Pistons-Miami Heat...106- 90 Sacramento Kings-Washington B. ...87 - 82 Houston Rockets-NY Knicks.115- 88 Minnesota TW-Dallas Mavericks.92- 91 Seattle Supersonics-NJ Nets..105- 88 Golden State W-Oralndo Magic.123-120 BL Enska knattspyrnan: Parker fótbrotinn? Enski landsliðsmaðurinn hjá QPR Paul Parker, mun ekki leika knattspyrnu næstu vikurnar. Hann er sennilega fótbrotinn eft- ir samstuð við eigin markvörð Tony Roberts og Paul Rideout leikmann Southampton í bikar- leik liðanna í fyrrakvöld. Leikn- um lauk með 4-0 sigri Sout- hampton. Einnig er hætta lið- bönd hafi rifnað. Brian Robson fyrmm fyrirliði enska landsliðsins er kominn á stjá eftir uppskurð vegna meiðsla á hásin. Robson lék í fyrrakvöld 18 mínútur með liði sínu í leik gegn Glasgow Celtics, en síðasti leikur Robsons var á HM á Ítalíu í sumar. „Það var mér mikil andleg örvun að leika á ný og hásinin virðist vera í góðu lagi,“ sagði Robson eftir leikinn. BL Knattspyma: Dani til Lille Danski landsliðsmaðurinn Per Frandsen var í gær seldur frá danska liðinu B 1903 til franska 1. deildarliðsins Lille. Verðið á Frandsen, sem leikið hefur 2 landsleiki fyrir Dani, var ekki gef- ið upp. BL ÓL árið 2000:^ Coe vill ÓL til Lundúna Breski hlauparinn Sebastian Coe, sem hætti keppni fyrr á þessu ári, berst nú fyrir því að Lundúnir verði sú borg á Bret- landseyjum sem bjóðist til að halda Ölympíuleikana árið 2000. í næsta mánuði mun breska Ólympíunefndin taka ákvörðun um hvort hún muni sækjast efir því að halda leikana. Bretar fengu ekki leikana árið 1996, en fram- lag þeirra var borgin Manchester. Eins og kunnugt varð Atlanta í Bandaríkjunum fyrir valinu. Ástralir hafa valið Sydney, sem umsækjanda um leikana árið 2000, en Berlín og Peking munu einnig bítast um hnossið. Körfuknattleikur: Leikdögum breytt Leikur Njarðvíkinga og Hauka sem vera átti í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudaginn kemur, hefur verið færður aftur á laugardag og hefst hann kl. 16.00 í Njarðvík. Vegna landsleiks íslendinga og Bandaríkjamanna í handknatt- leik, sem fram fer í Stykkishólmi þriðjudaginn 27. nóv., hefur leik- ur Snæfells og ÍR frestað til mið- vikudags kl. 20.00. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.