Tíminn - 23.11.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.11.1990, Blaðsíða 3
. Föstudagur 23. nóvemi|xer ,1990 Júlíus Sólnes umhverfisráðherra, dr. Gunnar G. Schram, verkefnastjóri vinnunefndar um umhverfisskýrsluna, og aðrír nefrídarmenn á blaða- mannafundi í gær. Umhverfisráðuneytið sendir frá sér skýrslu um stöðu umhverfismála á íslandi: Markmið umhverf- ismála á íslandi Umhverfísráðuneytið hefur sent stöðu umhverfismála á ísiandi, en kynnti hana á ríkisstjórnarfundi mannafundi í gær. „Þessi skýrsla er fyrstu drög, en síð- an er fyrirhugað að hafa tilbúna ítar- legri skýrslu í febrúar á næsta ári og hún verður send til Sameinuðu þjóðanna, en síðan verður loka- skýrslan tilbúin í júnílok á næsta ári,“ tjáði Júlíus Sólnes blaða- mannafundinum í gær. Bráðabirgðaskýrsla þessi er fyrsti áfangi undirbúningsvinnu fyrir þátttöku íslands í alheimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverf- ismál og efnahagslega þróun, en hún verður haldin í Brasilíu 1992. Á þessari ráðstefnu, sem verður sú stærsta sem haldin hefur verið á þessu sviði, er gert ráð fyrir að hver þjóð geri grein fyrir stöðu umhverf- ismála í sínu landi með skýrslu sem þessari. Vinnuhópur innan stjórnar- ráðsins hefur undirbúið gerð henn- ar og er dr. Gunnar G. Schram verk- efnastjóri hans. í skýrslunni er farið í grófum drátt- um yfir stöðu umhverfismála á ís- landi, en þó ekki talað um úrbætur en það mun vera fyrirhugað að stefna ríkisins í umhverfismálum muni koma fram í lokaskýrslunni sem kemur út árið 1991. í skýrslunni er lýst þrem megin- markmiðum umhverfismála á ís- frá sér bráðabirgðaskýrslu um Júlíus Sólnes umhverfísráðherra sl. föstudag og einnig á blaða- landi, í fyrsta lagi að kanna og skrá mengun og mengunarvalda í sjó og koma á reglum um varnir og einnig að setja lög og reglugerðir um mengunarvarnir í sjó í samráði við önnur lönd. í öðru lagi að reyna að spyrna á móti uppblæstri sem á sér stað um allt land, með uppgræðslu og fleiru. í þriðja lagi að koma á mengunarvörnum t.d. með rann- sóknum, úrbótum og notkun á efn- um sem ekki eru skaðleg umhverf- inu ásamt lögum og reglugerðum þess efnis. í skýrslunni kemur m.a. fram, svo dæmi séu tekin, að einn aðalmeng- unarvaldur í andrúmslofti á íslandi sé t.d. á höfuðborgarsvæðinu þar sem 56% af öllum bfiaflota lands- manna eru staðsett og að við sérstök veðurskilyrði fari mengun langt yfir hættumörk í Reykjavík sökum þess. Einnig kemur fram að orkunotkun íslendinga er með þeirri mestu í heiminum miðað við höfðatölu, en notkun á vatns- og gufuorku er 67,8% af heildarnotkuninni og höf- um við ísiendingar þar sérstöðu því þar á sér stað notkun á nokkurs kon- ar „mengunarlausri" afúrð, en olíu- notkun er 29,3% af heildarnotkun, og kolanotkun 2,9%. —GEO Hrísey: Ásborg EA komin til heimahafnar Fiskverkunarfyrirtækið Borg hf. í Hrísey hefur fest kaup á Skarðsvík AK-205 frá Akranesi. Skipið mun hér eftir heita Ásborg EA-259, og er þriðja skip fyrirtækis- ins. Fyrir eru Eyborg og ísborg og fjórða skip fyrirtækisins er í smíðum í Portúgal. Áætlað er að úrelda Ey- borgu og ísborgu þegar nýja skipið kemur. Ásborgin er 350 tonna skip, smíð- að í Noregi árið 1975. Skipið var yf- irbyggt fyrir tveimur árum og hefur síðan verið gert út á Ioðnu. Nú er unnið að breytingum og lagfæring- um á skipinu á Akureyri, en síðan mun skipið verða á sfidveiðum fram yfir áramót. Samkvæmt upplýsing- um Tímans verður síðan skipt yfir á net eftir áramótin. Hugmyndin er að salta aflann um borð, þ.a. komið verður með fiskinn að landi pækil- saltaðan í kerum, og síðan verður hann fullunninn hjá fiskverkun Borgar hf. hiá-akureyri. Akureyri GJaldskrárhækkun hjá Strætisvögnum Bæjarráð Akureyrar hefur ákveðið að hækka gjaldskrá Strætisvagna Akureyrar frá og með 1. desember, og er hækkunin til komin vegna olíuverðshækkana. Síðasta hækkun fargjalda hjá strætisvögnum Akureyrar var gerð í október 1989. Frá og með fyrsta desember kosta einstök fargjöld fullorðinna 60 kr, en kostuðu 55 kr. áður. 20 miða kort fullorðinna munu kosta 900 kr. en kostuðu 825 kr. áður. Einstök far- gjöld barna munu kosta 22 kr. en kostuðu 20 kr. áður, og 20 miða kort barna hækka úr 265 kr. í 300 kr. Þess má geta að í september sl. varð sú breyting að aldursmörk barnafargjalda voru hækkuð úr 12 árum í 16 ár. Þá varð einnig sú breyting að framhaldsskólanemum er veittur 20% afsláttur af strætis- vagnafargjöldum. hiá-akureyri. VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.