Tíminn - 23.11.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.11.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 23. nóvember 1990 Tíminn 5 Á morgun á að Ijúka endurskoðun kjarasamnlnganna. ASÍ og VSÍ vilja framlengja óbreytt, en BSRB vill gera lagfæringar. BSRB heldur tveggja daga formannafund: Hefur einhver hug á aö sprengja þjóðarsáttina? Nokkurs titrings gætir nú hjá forystumönnum verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda sem þessa daga eru að vinna að endurskoðun gild- andi kjarasamninga. BSRB hefur gert kröfu um að inn í samning- ana verði sett traustari ákvæði um tryggingar og ákvæði um hlut- deild í hugsanlegum viðskiptakjarabata, en VSí og ASÍ telja óþarft að gera neinar breytingar á samningunum. Vinnuveitendur segjast undrandi á kröfum BSRB og benda á að endurskoðunarákvæðin hafl verið sett inn í samningana til að gera leiðréttingu ef forsend- ur þeirra brygðust. Það hafi ekki gerst og því beri að framlengja samningana óbreytta. BSRB hélt formannafund í gær og honum verður framhaldið í dag. Ögmundur Jónasson formaður BSRB sagði að á fundinum hefðu kjaramálin verið rædd á breiðum grundvelli. Umræður um endur- skoðun samninganna hefðu beinst að því að fá traustari tryggingar og hlutdeild í hugsanlegum viðskipt- akjarabata. Engar nýjar kröfur hefðu verið settar fram. Fyrsta Umferðaþing á islandi var sett í gær að Borgartúni 6. Á myndinni sjáum Guðmund Bjamason, heil- brígðis- og tryggingamálaráðherra, ávarpa þingið. Á gólfinu sitja leikskólaböm, sem stuttu áður höfðu gengið fýlktu liði inn í salinn, haldandi á spjöldum með áhersluatriðum til bættrar umferðar og syngjandi lag um um- ferðina. Umferðaþinginu verður áframhaldið í dag. Umferðaþing: Umferðaslys kosta rúma 5 milljarða „Ég vil ekki orða það þannig að við séum að setja fram kröfu um breyt- ingar á samningnum. Það stendur yfir endurskoðun á samningunum núna og endurskoðun þýðir nátt- úrulega endurskoðun," sagði Ög- mundur. Hann sagði að menn væru ekki komnir á neinar niðurstöður í þessu máli, en ýmsar útfærslur á kröfum BSRB hefðu verið ræddar. Hannes Sigurðsson hagfræðingur hjá VSÍ sagðist mjög undrandi á kröfum BSRB. „Það er ákaflega ein- kennilegt að fara að segja upp þess- um kjarasamningi þegar allar meg- inforsendur hans hafa staðist. Þessi endurskoðunarákvæði voru sett inn í samningana til þess að hægt væri að bregðast við af allt hefði farið á verri veg. Það hefur ekki gerst og þess vegna eru menn alveg hvumsa yfir þessum látum í BSRB,“ sagði Hannes. Ögmundur sagðist vera sammála Hannesi um að allar forsendur samninganna hefðu staðist. Hann sagðist hins vegar vilja benda á að við Persaflóann ríkti núna stríðs- ástand sem hæglega gæti haft þau áhrif að forsendur kjarasamning- anna breyttust á næstu vikum eða mánuðum íslensku launafólki í óhag. Ögmundur sagði einnig hugsanlegt að verð á olíu myndi lækka hratt næstu vikur sem þýddi betri viðskiptakjör. Hann taldi eðli- legt að samtök launafólks vildu slá inn varnagla þannig að fólk gæti fengið hlutdeild í þessum bata. Ögmundur sagði að á fundi BSRB hefði komið fram nokkur óánægja með hvernig vissir „sjálfsaf- greiðsluhópar", eins og hann orð- aði það, hafa náð að hagnast á þjóð- arsáttinni. Hann sagði óánægjuna ekki síst beinast gegn bönkunum og því að ekki hafi tekist að lækka raunvexti á þessu ári. Það mátti heyra það á Hannesi G. Sigurðssyni að hann væri undrandi á því að BSRB kallaði saman for- mannafund svo skömmu áður en ganga ætti frá endurskoðuðum samningum. Hann sagði að sam- kvæmt kjarasamningunum væri það launanefndir sem aettu að sjá um endurskoðunina. Ögmundur sagði að Hannes sýndi ekki mikinn skilning á uppbyggingu verkalýðs- hreyfingarinnar ef hann teldi óeðli- legt að forysta BSRB kysi að hafa samráð við einstök félög um þetta mál. „Við eru ekki að fara að sprengja neina þjóðarsátt, en við ætlum okk- ur að fylgjast með því hvort aðrir hafi áhuga á að gera það. Það er komið undir okkar viðsemjendum hvort þeir ætla með óbilgirni að koma í veg fyrir að samningurinn verði endurskoðaður í samræmi við aðstæður," sagði Ögmundur. ASÍ hefur ekki sett fram neina kröfur um breytingar á samning- unum. Það er því ekkert til fyrir- stöðu að ASÍ og VSÍ gangi frá end- urskoðuðum samningum. Forystu- menn þessara aðila treysta sér hins vegar ekki til að gera það án sam- ráðs við BSRB. Þetta eru jú einu sinni þjóðarsáttarsamningar og einn af aðalhöfundum þeirra er Ög- mundur Jónasson formaður BSRB. Nái BSRB fram breytingum á samningi sínum við ríkið telja menn best að sambærileg breyting sé gerð á öðrum kjarasamningum. Vinnuveitendur óttast að fjármála- ráðherra áformi að hækka skatta á fyrirtæki. Hannes segir að ef slík áform nái fram að ganga muni það leiða til hærra verðlags og þar með verði erfiðara að ná þeim markmið- um sem menn hafa sett sér í kjara- samningunum. „Menn verða taka mið af því að við erum í þrælvísi- tölubundnu kerfi og hver einasta hækkun á óbeinum sköttum leiðir af sér hækkun á launum hinn 1. júní næstkomandi," sagði Hannes. Óvíst er hvað gerist, náist ekki samkomulag fyrir 24. nóvember. Hvor aðili sem er getur sagt samn- ingunum upp. Geri vinnuveitendur það fá launþegar umsamda launa- hækkun 1. desember, en geri verka- lýðshreyfingin það tapar hún af launahækkuninni 1. des. -EÓ Kostnaður þjóðfélagsins af völd- um umferðaslysa 1989 var 5.239 milljónir kr., samkvæmt útreikn- ingum Láru Margrétar Ragnars- dóttur hagfræðings Ríkisspítal- anna, sem er um helmingur af öll- um tekjuskatti ársins 1989. Einn- ig er þessi kostnaður meira en kostnaður fyrir alla grunnskóla landsins sama ár en samkvæmt fjárlögum er sá kostnaður áætlað- ur um 4.3 miljarðar kr. Þessar tölur yfir kostnað af völd- um umferðaslysa komu fram í er- indi Láru sem hún flutti á Umferða- þingi sem sett var í gær að Borgar- túni 6. Einnig kom fram í erindi hennar að heildarfjöldi slasaðra í umferðinni 1989, reiknaður frá tíðnitölum Borgarspítalans og upp- reiknað um 100% fyrir allt landið, var 3986 manns. Látnir í umferð- inni voru alls 28 manns. Þættir, sem Lára mat við útreikn- inga sína, voru: 1. Læknishjálp, sem miðuðust við læknisverk vegna annars vegar meiri háttar slasaðra sem ekki lögðust inn á spítala og hins vegar minni háttar slasaðra. Sá kostnaður reyndist vera 50 milljónir kr. 2. Sjúkravist, sem kostaði alls 174 milljónir kr. Við bráðainnlögn var miðað við nú- virði legudags á handlækninga- deildum Rsp og Bsp 25 þúsund krónur. 3. Slysabætur tryggingafé- lags, 1.020 milljónir kr. Þessi tala miðast við áætlun Tryggingaeftir- lits tryggingafélaganna frá í febrúar 1990 og framreiknað til verðlags í nóv. 1990. 4. Eignabætur, 2.400 milljónir kr. Þær miðuðust einnig við áætlun Tryggingaeftirlits trygg- ingafélaganna frá í febrúar 1990 og framreiknað til verðlags í nóv. 1990. 5. Tekjutap, 1435 milljónir kr. Reiknað var núvirði ævitekna miðað við meðaltekjur kr. 85 þús. á mánuði og launatengd gjöld 30%. Einnig var reiknað með arðsemi til framleiðslu 5%. Töpuð tekjuár lát- inna voru miðaðar við meðalaldur á bilinu 20-60 ár og voru áætluð töp- uð tekjuár þessa hóps að meðaltali 30. Töpuð tekjuár látinna undir tví- tugu voru áætluð að meðaltali 40 ár. Gert var ráð fyrir 30 ára tekju- tapi þeirra 5 aðila sem áætlaðir voru 75% öryrkjar. Tekjutap meiri háttar slasaðra var áætlað að með- altali 3 mánuðir en lítið slasaðra 2 dagar. 6. Tryggingabætur ríkisins, 80 milljónir kr. skv. tölum frá Tryggingastofnun ríkisins. 8. TVyggingabætur ýmissa, 80 millj- ónir kr. áætlaður út frá tölum í grein Brynjólfs Mogensen læknis. Meðal þátta sem ekki voru teknir inn í reikninga Láru voru: Tekjutap aðstandenda, útlagður óskráður beinn kostnaður einstaklinga vegna slyss eða afleiðingar þess, lífeyrir og útgjöld vegna hjálpartækja og sér- búnaðar við örorku. khg. RÍKISSKATTSTJÓRI FLYTURAÐ LAUGAVEGI166 Frá og með miðvikudeginum 28. nóvember verðuröll starfeemi embœttis ríkisskattstjóra til húsa að Laugavegi 166, Reykjavík. Vegna flutninganna verða skrifetofur embœttisins lokaðar dagana 26. og 27. nóvember nk. | Nýtt símanúmer frá 28. nóvember verðun ' 91-631100 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.