Tíminn - 23.11.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.11.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 23. nóvember 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavík. S(ml: 686300. Auglýsingaslmi: 680001. Kvöldsímar. Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 íslensk alfræðibók íslensk bókaútgáfa hefur það sérstaka einkenni að láta mest að sér kveða mánuðina og vikurnar fyrir jól. Há- annir bókaútgáfunnar ber yfirleitt upp á sjálfa jólaföst- una. Tilraunir útgefenda til að breyta þessu vertíðar- skipulagi starfsgreinar sinnar virðast ekki hafa haft mikinn árangur í för með sér. Af einhverjum ástæðum hefur hin hulda hönd íslensks bókamarkaðar ákveðið að svona skuli þetta vera, og útgefendur og rithöfund- ar verða að sæta því. Oft er á orði haft að árstíðabundin verk séu unnin í flaustri og ætti þá að koma niður á bókaútgáfu, sem á í kapphlaupi við afmarkaða kauptíð. Ef einhver fótur er fyrir þessu, sem vel má vera, er flaustrið ekki þar fyrir algilt einkenni á íslenskri bókaútgáfu. Sannleik- urinn er sá að árlega koma út mörg góð og gagnleg rit á íslandi og bókaútgefendur standa margir vel í stöðu sinni. Eitt þeirra verka sem nú sjá dagsins ljós á íslenskum bókamarkaði og afsanna allherjarkenninguna um að t fljótaskrift sé á íslenskri útgáfustarfsemi er íslenska al- fræðibókin, gefin út af Bókaútgáfu Arnar og Örlygs undir aðalritstjórn Dóru Hafsteinsdóttur og Sigríðar Harðardóttur. Tilraunir hafa áður verið gerðar til þess að setja sam- an íslenska alfræðibók án þess að úr yrði. Þessi bók er því brautryðjendaverk, útgáfa hennar markar tímamót í sögu íslenskrar bókaútgáfu. íslenska alfræðibókin ber með sér að hún er kunnáttusamlega unnin og að henni staðið af fagmannlegu öryggi. Hér er um þriggja binda verk að ræða með 35 þúsund uppflettiorðum, ríkulega myndskreytt, m.a. búin 800 landa- og sögu- kortum. Þótt ljóst sé að Alfræðibókin á sér danska fyrirmynd, enda ekki leynt með það farið, fer því fjarri að hún beri neinn þýðingarsvip. Eitt af því sem gerir íslensku al- fræðibókina svo góða sem hún er, er ritmál hennar, þar sem ekki er slakað á þeirri kröfu, að um hvert efni sé fjallað á góðri íslensku og leitast við að nota hæf ný- yrði í stað lélegs slangurs. Um þetta segir útgáfustjór- inn, Örlygur Hálfdanarson, í aðfaraorðum að bókinni, að á herðum útgáfunnar hafi hvílt sú ábyrgð að „móta verkið í þeim anda að það stuðlaði að eðlilegri þróun íslenskrar tungu“. Ástæða er til að fagna slíkri stefnu- yfirlýsingu útgefandans og því treyst að hann tali þar í nafni íslenskra bókaútgefenda yfirleitt. Þótt víst sé að útgáfa alfræðibókar er háð margs kon- ar list og verkmenntum bókagerðarmanna, er það eigi að síður höfundarstarfið sem sker úr um gildi bókar af þessu tagi. Umfram allt ritmál og stíll, frásagnarlistin, því að alfræðibók er lestrarbók, eins konar námsbók, sem ekki síst er ætluð læsum almenningi og fólki í ýmsum störfum, sem þarfnast skjótra upplýsinga um hin ólíkustu efni. íslenska alfræðibókin er að vísu enginn „stórlexfkon", en hún er eigi að síður stórvirki í íslenskri bókaútgáfu og stendur vel fýrir sínu sem gagnlegt upplýsingarit á íslenskri tungu. GARRI DIGRAR SKYRSLUR Menn hafa verið að úttala sig um upplýsingar, sem MorgunbJaöið befur verið að birta eftir KGB- for- ingjanum Gordíjevskí um semi fstenskra við sovésku njósnastofnunina. Sumir taka létt á fiessu máli og segja sem svo, að stjémmáiamenn séu því fegnir, fáist útlendingar tii að hlusta á þá. Að hinu ieytinu hafi að vinna sig í álit bjá KGB, þvi skýrslur béöan hafi verið digrar og orðroargar. Minoir þetta ekld Htið á kvikmynd sem gerð var um KGB- njósnir « Vestur-Beriín, þar sem tekjuhæsti ryósnari KGB í fwim hiuta borgarinnar fór aldrei út úr ibúð sinni og talaði eldd við nokk- um mann, en skrifaði skýrslur tO KGB viðstöðulaust með hinum og þcssum upplýsingum, sem voru ekkert annað en tilbúningur, eða f mesta lagi úr dagblöðunum. Látið var S það skma að þennan njósnara teldi KGB sinn besta mann í Vest- ur-Berh'n. Fundu sjáífstæðismann Þegar Morgunbiaðið fór að tala við Norðurlandameistara f KGB-njósn- um var eiginlega um eitt umstals- vert frávik að ræða frá venjulegum njósnasögum, Meistarinn bélt því fram að emn af fjórum íslenskum njósnurum, sem hano nefndi, væri í Sjálfstæðisflokknum. Þetta hefði þótt ótrúlegt fyrir nokkram árum, en einhvem veginn hefur aum- ingjaskapur kommúnismans risið í þær hæðir á síðasta ári, að ekki skiptir lengur máli hveriir eru taki- ir upplýsendur KGB á JsbmdJ. Hér áöur var með góðum árangri bægt r. Eru þau ekki fá npp- híaupsmálin, jafnvel hér á íslandi, sem þannig eru runnin frá KGB. Helsti boðberi þeírra máta befur blaðs. En þeir hafa fengið uppreisn æru. Einn þeirra er td. í nefiid á vegum forsætisráðherra til að spá um framtíðina eftir aldamót Nú i í KGB- tnu, veröur þessum sama ritstjóra svo miidð um, að hann reynir jafn- Oiog GordíovskíJ. nmnm, sem meistarinn teJnr að haflblaðmóíKGB. Svo hrundi (ýrirbæri6 á prenti. AJktmna var þegar Þjóð- viýinn hirti að Matthías Johannes- sen, rttstjóri Morgunblaðsins, og Indriði G. Þorsteinsson væru njósnarar CIA, leyniþjónustu Banáarikjamanna, hér á Jandi, og bar fyrir sig rit um CIA- njósnara gefið út í Sviss. Þeirri prentstofhun iokuðu Svisslendingar síðar eftir að sannaðist að um var að ræða út- gáfufyrirtæki KGB. Framleiðsla áupphlaupum Lengi Ilku þeir hjá KGB þann leik að senda KGB-menn sem flótta- menn yfir járatjaklió. Þar gáfu þeir skýrslur líkt og Gordíjevskí. í má)i þeirra kom fram, að ýmsir trúnað- armenn á Vesturiöndum, einkum í Bandaríkjunum, væra KGB-agent- ar, og oSu þessar uppiýsingar bæði tjóni og ringuheið, uns menn átt- uðu sig á því að þetta væri „disin- formatlon“, sem KGB ástundaði í áratugi og varð vel ágengt, þ.e. and- heldur hlægleg á IsJandL Að vísu hefur eitt slikt alvarlegt mál komiö upp og var tefdð á því af fullri ein- urð af Bjarna Benediktssyni. Þá hafa fundist sovésk hlustunartæki, sem sökkt hafði verið f Kleifarvatn. En staðreyndin er, þótt héðan kunni að hafa borist digrar skýrslur frá agentum, að ísiendingar eiga engin leyndarmál. Þeir KGB-agent- ar, sem hlustað hafa á símlöl, ihafa fyrst og fremst vitað um framhjá- höld, sem áttu að fara leynt, skatt- svib, sem enginn mátti vita um og peningagreiðslur undir borði, scm eins gott var að kæmust ckki í há- mæli, Ekki er nokkur leið að álíta að stjómmálamenn úr þremur flokkum hafi getaö frætt KGB-ag- enta um annað en það, sem var á allra vitorði Hafl koinmúnisminn í Sovétríkjunum talið þessar upplýs- mikÖsverðar og álitið að á þótt fyrirbærið sé hrunið. Garri 11111 VÍTT OG BREITT Skattfrjáls auður Það er segin saga að þegar til tals kemur að leggja skatta á hátekjufólk og stóreignamenn rjúka málgögn hinna efnuðu og launaháu upp til handa og fóta og froðufella yfir skatt- píningu sem sliga muni allt þjóðfé- lagskerfið og sýna fram á með hundalógík að skattheimta af ríki- dæminu muni koma verst niður á þeim iaunalægstu. Steingrímur Hermannsson hreyfði því á nýafstöðnu flokksþingi, að hækka þyrfti skatta til að velferðar- þjóðfélagið fengi staðisL En hann gat ekki um hvar ætti að herða skatt- heimtuna, sem þó hefði verið eðli- legt eftir svo skýlausa yfirlýsingu. Nú hefur fjármálaráðherra Iagt fram tillögur í ríkisstjóminni um nýtt skattþrep og að hátekjumenn greiði meira til þjóðfélagsins en þeir sem veikburðari hafa bökin. Skattpming meðal- mennskunnar Viðbrögðin láta ekki á sér standa. Moggi skrilar harðorðan leiðara um skattpíningu og telur ekkert eðli- legra en að þeir ríku svíki undan skatti. Orðrétfc „Fari svo að lagður verði sérstakur skattur á hátekju- menn, eins og Ólafur Ragnar Gríms- son hefúr lagt til, er auðvitað Ijóst, að þeir sem fyrir því verða munu leita allra hugsanlegra leiða til þess að komast hjá þeim skattgreiðslum og þar með er ríkisvaldið að ýta undir skattsvik." Glæpurinn er sem sagt ekki svikur- unum að kenna heldur ríkisvaldinu. Þjófnaður er afsakaður með því að einhver lætur stela frá sér, er er þar með sá seki, en ekki þjófúrinn. Viðbröð Morgunblaðsins koma ekki á óvarfc Málgagnið hefur alltaf verið málsvari hátekjumanna, og eignaað- als og segir enda að skattgreiðendur eigi ekki að láta ríkisstjómina kom- ast upp með að skipa skattgreiðend- um í tvær fylkingar, hátekjumanna og millitekjufólks. „Það sem snýr að hátekjufólki í dag mun snúa að fólki með meðaltekjur á morgun." Meðaltekjufólkið hefúr alltaf staðið undir skattgreiðslum til samfélags- ins, en þeir launaháu og ríku leituðu áður, Ieita enn og munu leita „allra hugsanlegra leiða til að komast hjá skattgreiðslum". Ríkisvald og skatta- lög hafa ávallt hjálpað þeim til þess ama, og er engin sýnileg breyting þará. Skattstofur og gjaldheimtur standa síðan með refsivöndinn yfir meðal- tekjufólkinu og fylgja skattheimt- unni eftir með fyllstu hörku. Fógetar og Lögbirtingablaðið eru til vitnis um allt það réttlæti. Hagsmunir verkalýðs- ins Áætlað er að hátekjuskattur nái til þeirra sem hafa 300 þús. kr í mánað- artekjur og meira. Verkalýðsleiðtogi suður með sjó vitnar í DV í gær og segir að hátekju- skatturinn muni fyrst og ffemst leggjast á vinnuþrælana í þjóðfélag- inu, svo sem sjómenn og þá sem eru að koma sér þaki yfir höfúðið. Það er fróðlegt að vita hvað umbjóð- endur Karls Steinars í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur hafa í laun og hvaða hagsmuni hann er að vemda. Ef þetta em launin sem varaformað- ur Verkamannasambands fslands telur að hægt sé að amla saman með góðri yfirvinnu eða skipsrúmi á Suð- umesjum, er varla þörf að kvarta og þá eiga verkalýðsleiðtogar lof skilið fyrir einarða baráttu fyrir hagsmun- um verkalýðsins. Annars er krataflokkurinn upp á móti hátekjuskatti og er það von, þar sem verkalýðurinn er orðinn há- tekjustétt, samkvæmt varaformanni sambandsins. Annað er það að kröt- um ber saman við atvinnurekendur og Mogga og aðrar standpersónur, sem hafa peningavit, að það sé af- skaplega flókið að hafa tvö skattþrep. Þess vegna á bara að mergsjúga millistéttina eins og venjulega, en sleppa hátekjuliðinu. Enginn mótmælti þegar virðisauka- skatturinn var lagður í rúst sama ár- ið og hann tók gildi. Kúltúrtröllin sáu fyrir honum með undanþágum fyrir sjálf sig og má með sanni segja að sú tekjuöflun ríkisins sé tröllum gefin. En vegna undanþága er virðis- aukaskatturinn svo flókinn að þar standa aðallega eftir svik og prettir. Fleira verður svaka flókið, þegar til orða kemur að láta hina ríku greiða skerf til þjóðfélagsins. Gróði af hluta- félögum, fjármagnstekjum, kvóta- sölum, landssölum og hlunninda og fleiru og fleiru sem þeir ríku hafa umleikis, er skattfrjáls og viðkvæðið er ávallt hið sama þegar spurt er um réttmæti skattleysisins: að það sé svo flókið að leggja skatta á auðinn og því eðlilegast að sleppa því. Skattmenn í íslenskum ríkisstjóm- um ættu ekkert að vera að hugsa um að ná skatttekjum af auðugu fólki og tekjuháu. Það á sér svo öfluga mál- svara að það tekst aldrei. Bara halda áfram að rúa meðaltekjufólkið inn að skinni. Það hefur hvort sem er aldrei vit á að bera hendur fyrir höfuð sér og lætur Ijúga sig stútfullt um að í út- löndum séu eignir og hátekjur skatt- frjálsar. Og enginn tekur eftir fréttamynd- unum af frægum fjárplógsmönnum og auðugum skattsvikurum í hand- jámum. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.