Tíminn - 23.11.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.11.1990, Blaðsíða 9
„Salan innanlands hefur tekið mjög góðan kipp þrátt fyrir hlýindi og Þýskaland lofar góðu. Við vonum bara að það standi", sagði Kristján Valdimarsson framkvæmdastjóri Fínullar í Mosfellsbæ þegar Tíminn hafði samband við hann til að forvitnast um stöðu fýrirtækisins. Hér á eftir verður fjallað stöðu Fínullar og kanínuræktar í landinu, því margt virðist benda til að nú sé að rofa til í þessari ungu búgrein. í máli Kristjáns kom fram að innanlands- salan er betri en á sama tíma og í fyrra, og reiknað er með að hún verði um 26 milljón- ir í ár. Þá hefur útflutningur aukist verulega og er Þýskaland stærsti kaupandinn, en einnig fer töluvert til Japan og til Noregs og Sviss. „Við eru einnig með smá sýnishorna- sendingar til Rússlands og Tékkóslóvakíu." Helmingi meiri sala „Salan verður mun meiri en á sama tíma og í fyrra, eða helmingi meiri", sagði Kristján. Þó er óljóst með afgreiðslu á því sem pantað er. „í öllum hremmingum okkar þá misstum við fólk á sínum tíma, en nú er verið að koma á laggirnar saumastofu hjá Drífu á Hvammstanga, en það tekur sinn tíma.“ í fyrra gerði Fínull samkomulag við fyrirtæki í Kína, sem fól það í sér að Fínull aðstoði það við að koma upp saumastofu og sá um að framleiða bandið fyrir þá. Sú samvinna er ennþá í gangi. Stærstu eigendur Fínullar eru Byggða- stofnun, Landssamband kanínubænda og Álafoss. Unnið hefur verið að endurskipu- lagningu á rekstri fyrirtækisins og öðru, sem á að liggja fyrir um áramót, en staða þess hefur verið verulega slæm. Fínull er n.k. afurðarsala kanínubænda og því eiga þeir mikið undir því komið að fyrirtækið haldi velli, en það voru kanínubændur sem stofnuðu Fínull árið 1987. Var meðal annars mikil hlutafjáraukning sem létti verulega undir með fýrirtækinu og nú binda menn vonir við að hægt verði að koma stoðum undir það í eitt skipti fyrir öll. Beint samband á milli af- komu Fínullar h/f og kanínuræktar Bent hefur verið á að ef Fínull h/f yrði lagt niður myndu kanínubændur einnig leggja niður sinn búskap. Greinin ætti mikið undir því komið að fyrirtækið héldi velli og beint samband væri á milli afkomu þess og fram- leiðenda. „Menn settust bara niður og ræddu málin, því þeir sáu að það þýddi ekki að láta fyrirtækið hrynja. Það á að geta gengið og hefur reyndar ekki verið sýnt fram á það með neinum rökum að svo geti ekki verið“, sagði Magnús Pálmason á Syðsta- Samtúni í Eyjafirði er Tíminn bar þessi mál undir hann, en Magnús er formaður Lands- samtaka kanínubænda. Magnús benti því til sönnunar á, að sala innanlands væri um 23 milljónir á síðasta ári, og af því var selt fyrir um 9 milljónir í desember einum. Salan í október s.l. var tæpar 4 milljónir. „Þannig að við eigum mikið eftir að bæta við innanlandsmarkað. Við vitum reyndar ekki hvað hann er mikill, en það virðist alltaf vera hægt að bæta í hann. Ég get því ekki annað en verið bjart- sýnn. Ég tel að við séum að komast á beina braut aftur“, sagði Magnús. Hann sagðist þó ekki vilja byggja upp skýja- borgir varðandi framtíðina, nóg er gert af slíku. „En ég sé kanínurækt fyrir mér sem þægilega viðbót fyrir þá, sem hafa t.d. orðið fyrir kvótaskerðingu í sauðfjárrækt. Á mörg- um bæjum er dulbúið atvinnuleysi, fólk er heima við yfir of litlu og á erfitt með að sækja vinnu lengra, sem er enda óraun- hæft.“ Þá hagar svo til oft á tíðum að útihús- in eru til staðar og lítið notuð, og fólk myndi skaffa sér bæði peninga og vinnu með því að koma sér upp kanínurækt. Magnús benti á að kanínur íifa mikið á heyi og þar sem bændur eiga allar vélar til að heyja þurfa menn ekki að bæta miklu við sig þegar byrj- að er á kanínurækt. Margir hættu búskap vegna þrenginga fyrirtækisins Vegna þrenginga fyrirtækisins og óvissu um áframhaldandi rekstur þess hættu margir kanínubúskap, en einnig mun stórlega hækkað verða á kanínufóðri hafa haft sitt að segja. Reiknað er með að um 200 manns hafi stundað þessa búgrein hér á landi þegar fór að halla undan fæti á árunum 1985-86. Þeim fækkaði því ört og á síðasta ári voru inn- leggjendur ullar innan við eitt hundrað. Undanfarið hefur verð hækkað heldur er- lendis og telja margir að ef verksmiðjan kæmist yfir þá erfiðleika, sem að hafa steðj- að, þá liti ekki illa út með sölu á fiðu í fram- tíðinni. Menn eru því bjartsýnir margir hverjir. „Ég held að menn geti leyft sér að vera hóflega bjartsýnir", sagði Ingimar Sveinsson lands- Eftir Hermann Sæmunds- ■ v„ 1 ráðunautur í kanínurækt, en hann er jafn- framt kennari við bændaskólann á Hvann- eyri. Hann sagði kanínurækt hafa farið í lægð vegna slæmrar afkomu Fínullar og að of lengi stóð á greiðslum. „Menn geta ekki framleitt til lengdar ef þeir fá ekki greitt. Nú hefur verið bætt úr því, a.m.k. í bili, þannig að betur horfir nú til en áður. Hins vegar er verðið alveg í lágmarki til að góö afkoma verði af kanínurækt. Segja má að afkoman sé viðunandi en ekkert meira." Verðfall á kanínufiðu Það er auðvelt að átta sig á erfiðleikum greinarinnar undanfarið með því að skoða verðbreytingará kílói af kanínufiðu s.l 10 ár. Kanínur voru fluttar inn árið 1981 og þá var heimsmarkaðsverð á kanínufiðu yfir 200 þýsk mörk fyrir kílóið. Um miðjan áratuginn fellur verðið mikið, meðal annars vegna þess að Þjóðverjar, sem hefur verið stærsti kaup- andi fiðunnar, gera samning við Kínverja um hráefniskaup. Við það fylltist allt af ódýrri fiðu í Þýskalandi og önnur Evrópu- lönd gátu ekki keppt við og t.d. hefur kan- ínurækt í Þýskalandi og Danmörku nær al- veg dottið niður af þeim sökum. í dag fá framleiðendur hins vegar aðeins 85 mörk fyrir kíló af fyrsta flokks fiðu, sem er um 3600 krónur brúttó. Til fróðleiks má geta þess að um 80% af fiðunni fer í fyrsta flokk, eða 800 grömm af einni kanínu á ári. Fram- leiðsla á kanínufiðu hér á landi er nú um 2 tonn á ári. Fjöldi þeirra, sem stundað hafa þessa bú- grein, hefur fækkað allverulega. I dag eru um 50 kanínubændur starfandi á landinu öllu, en voru nærri 300 manns þegar best lét og hæsta verð fékkst fyrir fiðuna. Magnús var spurður um hvort líkja mætti þessari þróun í kanínurækt við loðdýraræktina. Magnús vildi ekki jafna þessum tveimur greinum saman og taldi t.d. ýmis tákn á lofti um betri afkomu vera því til sönnunar. Góð aukabúgrein Um síðustu áramót var við búfjártalningu 2179 kanínur og er kanínurækt nokkuð dreifð um landið. Stærsta kanínubúið er á Narfastöðum í Skagafirði, en þar eru um þúsund dýr. „Ég hef haldið því fram að einn maður með góða aðstöðu geti séð þægilega um 600 kanínur", sagði Magnús og Ingimar var honum sammála, sagði þetta vera góða aukabúgrein sem ekki hefur í för með sér mikinn tilkostnað. Magnús sagðist hafa byrj- að árið 1986 með 15 kanínur. Hann er nú bú- inn að byggja upp fyrir 300 kanínur og hefur fjármagnskostnaður verið mjög lítill. Nú á Magnús þetta skuldlaust, en hann innréttaði gamalt fjós og smíðaði búrin sjálfur. Ingimar benti á velgengni greinarinnar í Noregi. Þar er vinnsla allrar fiðu heimilisiðn- aður og víða tengt ferðaþjónustu yfir sumar- tfmann. „Kanínurækt hefur blómgast vel þar og aukist verulega. Kosturinn við þessa bú- grein er að henni er hægt að koma upp á til- tölulega stuttum tíma án verulegs kostnaðar. Annar höfuðkosturinn er sá, að þetta er nota- leg búgrein og margir hafa gaman af henni og hún hentar mjög vel fólki í sveitum sem er að draga sig í hlé. Ræktunin krefst þó nokkurrar vinnu, sem er þó ekki erfið." Kanínurækt á Hvanneyri Hver kanína er klippt u.þ.b. Ijórum sinnum á ári og eins og áður sagði gefur hver kanína af sér um 1000 grömm af ull á ári. Töluvert þarf að sinna kanínum og ef þær eru ekki klipptar reglulega fer ullin í flóka og skít, og kanínumar drepast Þær fjölga sér ört, hver kanína getur gotið þrisvar sinnum á ári, um fimm ungum í hverju goti. Víða er komin góð þekking og reynsla á þessa búgrein og nú er heftir verið stofnað kanínubú við bændaskólann á Hvanneyri, en þar er þetta ■MMM orðið skyldufag. Kanínubúið á Hvanneyri er fyrst og fremst hugsað sem kennslubú, en einn- ig eru menn að ræða um að vinna þar að kyn- bótum því kanínur má skyldleikarækta mjög mikið ef það er gert rétt. íslenskar kanínur hafa gefið ull sem er jafngóð og þekkist í nágranna- löndunum. „Ég held að ekkert sé að þeim stofni sem fyrir er“, sagði Ingimar. f vetur eru gerðar fóðurtilraunir á Hvanneyri og er markmiðið að kanna hversu langt er hægt að komast með litlu kjamfóðri. „Það virðist allt benda til þess, þar sem við höfúm svo gott hey að við getum komist af án mikils kjamfóðurs og það breytir verulega afkomu greinarinnar", sagði Ingimar. Afbragðs matur „Svo er þetta afbragðs matur", sagði Magnús og var Ingimar honum sammála um það. Kjöt af kanínu er gott og þykir svo víða erlendis, seg- ir Ingimar. „Það er fitulaust og hvítt eins og kjúklingakjöL Ástæðan fyrir því að það er ekki borðað er sú að ekki eru sláturhús fyrir hendi og er dýrt að slátra kanínunum í venjulegum sláturhúsum.“ Viðmælendur Tímans voru því bjartsýnir á framhald kanínuræktar á íslandi og sáu ýmis merki um að nú væri að rofa til í þeim málum. Látum Magnús Pálmason eiga síðasta orðið: „Ég ræddi við mann austur á landi í haust sem var kominn með 50-60 kanínur þegar hann hætti. Hann sagði bara, ég fæ ekkert borgað svo ég hætti. En þá spyr ég hann, ef allt er að fara í gang aftur og útlitið er gott, líst þér þá á að byrja aftur? Og hann svaraði hiklaust að það myndi hann gera.“ . Föstudagur 23. nóvember l990 R Tíminn Föstudagur 23. nóveraber 1990 Timinn 9 Ýmislegt bendir til þess að kanínuræktin sé nú að ná sér upp úr þeim öldudal sem hún hefur verið í s.l. 4 ár, eða svo:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.